Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 50

Fréttablaðið - 27.03.2009, Page 50
26 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Er þér illt í bakinu, ha? Það er ótrúlegt hvað maður getur gert með þangi... ... og gömlu dekki af traktor! Er þér illt í bakinu, ha? Erfiður dagur? Ójá. Ég og Stanislaw horfðum á alla Star Wars-trílógíuna. Tvisvar! Stuna! Mikið hlakka ég til þegar þú full- orðnast. Hvað á þetta nú að þýða? Krabbi! hér er listi yfir orð sem þú mátt ekki nota! Jæja, hvað finnst þér? Ég er orðlaus! Mmmmm Mmmmm Vá! Eftir öll þessi ár fæ ég enn gæsahúð yfir þessu! Þetta var reyndar símboðinn minn sem fór í gang. Ég veit, hvað hélstu að ég væri að meina? Vöðvabúnt hf. Herrar mínir og frú, það gleður mig að tilkynna ykkur að fyrirtækið er alltaf að styrkjast. Hvílík dýrindis gósentíð sem vorið er fyrir kappleikjanörda. Þegar spennan sem hleðst upp hægt og rólega yfir veturinn vellur skyndilega upp á yfirborðið eins og djúsí graftarbóla og keppnislið og áhorfendur ýmist uppskera árangur erfiðis síns eða gráta grimm örlög. Úrslitakeppnin í körfuknattleik er mál málanna þessa dagana og stefnir allt í hörku úrslitarimmu milli KR og Grinda- víkur. Það eina sem pirrar mig við að horfa á þessa íþróttaveislu í sjónvarpi er sú óskiljanlega ákvörðun, sem verið hefur við lýði í nokkur ár, að heimila sjónvarpsfólki að reka myndavél og hljóðnema framan í þjálfara liðanna í leikhléum. Ég er á þeirri skoðun að samband þjálfara við leikmenn sína sé jafn heilagt og hjónabandið. Þegar tekið er upp á þessum óskapnaði í hita leiksins líður mér þess vegna dálítið eins og ég hafi rambað inn á fólk í ástarleik, eða gengið inn á einhvern á klósettinu. Hvaða erindi hef ég í þær innilegu og alvöruþrungnu samræður sem með réttu ættu að eiga sér stað á vara- mannabekknum? Þessar aðstæður geta orðið afar vandræðalegar, svo ekki sé meira sagt. Þessi árátta hlýtur líka að vera afskaplega óþægileg fyrir sjálfa þjálfarana. Eiga þeir ekki rétt á því að koma því sem þeim liggur á hjarta til skila til leikmannanna án þess að alþjóð sjái og heyri? Ef ég væri þjálfari myndi ég hreinlega áskilja mér þann rétt að geta kallað leikmenn mína bölvaða bjöllu- sauði og veimiltítur þegar þeir óhlýðnast skipunum mínum, án þess að amma gamla þurfi að verða vitni að ósköpunum í beinni útsendingu. Ég kalla eftir afturhvarfi til fortíðar, þegar þjálfarar gátu húðskammað leikmenn í öruggu vari fyrir fjölmiðlum. Óþægindi í úrslitakeppninni NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson Sett upp í samstarfi við Frumsýning í kvöld á Nýja sviðinu Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.