Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.03.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 27.03.2009, Qupperneq 62
38 27. mars 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. kerra, 6. í röð, 8. af, 9. þunnur vökvi, 11. gangþófi, 12. óhreint vatn, 14. þvílíkt, 16. tveir eins, 17. skordýr, 18. drulla, 20. fæddi, 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. frá, 4. verkfæri, 5. til sauma, 7. kökugerð, 10. skaut, 13. tilvist, 15. fita, 16. skaði, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. vagn, 6. áb, 8. frá, 9. lap, 11. il, 12. skólp, 14. slíkt, 16. tt, 17. fló, 18. aur, 20. ól, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. af, 4. gripkló, 5. nál, 7. bakstur, 10. pól, 13. líf, 15. tólg, 16. tap, 19. ró. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Í 22 ár. 2 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. 3 Spy Next Door. „Heilsuréttirnir á Nings eða Maður lifandi þegar ég er í þeim gírnum. Annars er það Hamborgarabúllan þegar ég vil sukka.“ Helga Möller söngkona. „Jú, hún Mallorca Perla er alveg mögnuð. Það var ekki bara á sýn- ingunni núna sem hún var valin besta húskattarlæðan heldur hefur hún verið valin besta húskattarlæð- an tvö ár í röð,“ segir Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, eigandi læð- unnar sem varð stigahæst í flokki húskatta á sýningu Kynjakatta á dögunum. Um 160 kettir tóku þátt í sýningunni í nokkrum flokkum en þótt flestir kettir sýningarinn- ar séu hreinræktaðir eru alltaf nokkrir afburða „venjulegir“ hús- kettir sem mæta til keppni. Mallorca Perla á ekki langt að sækja snilli sína því afi hennar er kötturinn Muri sem hefur þótt sýna ótrúlega leikhæfileika, meðal ann- ars í Bjarkarmyndbandinu og svo í hlutverki kattarins sem gleypir mann í Símaauglýsingunni. Faðir Mallorcu Perlu, Jökull, er sonur Mura en þeir kettir eru af Abyss- iníu-kyni. Móðir Mallorcu Perlu er hins vegar af hinu stutthærða Conrix Rex-kyni. Abyssiníu-kett- irnir sem og síðhærða útgáfan af þeim, Sómalí, hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarið og verið eftirsóttir. „Hún hefur geðslag föðurfjöl- skyldu sinnar sem og andlitsfall- ið. Hún er mjög vel gefin, forvitin, uppátækjasöm og blíð,“ segir Ragnheiður. Uppátæki Mallorcu Perlu geta verið af ýmsum toga en á sýningunni komst hún til að mynda yfir popppoka og þótti hafa himin hönd- um tekið að fá popp til að gæða sér á. Hún er ekki mikið fyrir aðra ketti sem stela athygl- inni frá henni en finnst gaman að stríða nágranna- hundinum. „Mér þótti nú nóg komið um daginn og kallaði því á hana. Nágranninn varð steinhissa að sjá kött hlýða kalli. Hún er frek- ar óvenjuleg.“ Ragnheiður segir að mikið sé dekrað við heimilislæðuna en henni þyki best ef hún er kjöss- uð og kölluð „mömmustelpa“. „Hún er ákaflega kelin og fríð. Maður er ekkert hissa á því að hún sé valin besti húskötturinn.“ juliam@frettabladid.is MALLORCA PERLA: VALIN BESTA HÚSKATTARLÆÐAN TVÖ ÁR Í RÖÐ Verðlaunaköttur sem elsk- ar popp og stríðir hundum MURI Á TÖKUSTAÐ Kötturinn Muri með eiganda sínum, Gunnlaugu Þorvaldsdóttur. AF LEIKARAÆTTUM Mall- orca Perla var stigahæsta húskattarlæðan á sýningu Kynjakatta um þarsíðustu helgi. Henni kippir í kynið því afi hennar, kötturinn Muri, átti stórkostlegan mótleik á móti Björk Guð- mundsdóttur í tónlistar- myndbandi hennar, Triumph of a Heart. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N Einvalalið tónlistarmanna fylgir Jóhönnu Guð- rúnu til Moskvu og styður við bakið á henni á stóra sviði Eurovision-keppn- innar. Meðal þeirra er söngv- arinn Friðrik Ómar en hann mun verða í bakröddunum ásamt Heru Björk og Ernu Hrönn. „Þetta er þá í annað skiptið, ég er bara nýgræð- ingur í þessu,“ segir Friðrik en svo skemmtilega vill til að Hera Björk var nálægt því að tryggja sér sæti í Moskvu þegar hún lenti í öðru sæti í dönsku Eurovision-keppninni. Friðrik segir það eilítið öðruvísi tilhlökkunarefni en þegar hann fór með Euro- bandinu í fyrra. „Þetta verð- ur bara alveg rosalega gaman en þetta er náttúrulega fyrst og fremst vinnuferð. Við ætlum okkur að ná góðum árangri og það eru allir í hópnum sammála um það,“ segir Friðrik sem vill síður en svo gera lítið úr vægi bakradda. „Við syngjum „live“ á sviðinu og það er erfitt hlutverk að vera í bakrödd- unum, við megum ekkert klikka,“ segir Friðrik. Og hann er ekkert smeykur við að stela senunni af Jóhönnu þótt Eurobandið hafi notið tölu- verðra vinsælda í Serbíu. „Nei, Jóhanna er frábær söngkona og það er mikill heiður að fá að vinna með henni. Og svo reynum við bara að nýta alla athygli sem við fáum til góðs.“ - fgg Friðrik Ómar með til Moskvu SAMAN Á SVIÐINU Jóhanna Guðrún fær að njóta liðsinnis Friðriks Ómars á sviði Eurovision- keppninnar í Moskvu. Útgáfurisinn Forlagið treysti sér ekki til að gefa út væntanlega bók Bubba Mort- hens um sögu lax- veiða í Laxá í Aðaldal, Nessvæðið, en Bubbi er ekki maður sem lætur neitt stoppa sig. Hann hafði sam- band við kvennafor- lagið Sölku og þær voru meira en fúsar til að gefa út bókina en Einar Falur ljósmynd- ari vinnur verkið með Bubba. Og verkefnið bara vex því nú hefur Bubbi komist að samkomulagi við RÚV um að gera heimildar- mynd sem byggist á sama verkefni en Vötn og veiði greina frá því að Bubbi hafi nú þegar undir höndum gríðarlegt magn af kvikmyndaefni sem gagnast vel. Meðan Bubbi vex eru aðrir refir skornir. Mörgum brá í brún þegar fréttist að Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri á Rás 2, væri búin að slá út hina rótgrónu Spurningakeppni fjölmiðlanna. Unnendur þáttanna hafa stofnað Facebooksíðu þar sem skorað er á forráðamenn RÚV að draga þessa ákvörðun til baka og á skömm- um tíma söfnuðust hundrað og fimmtíu manns á síðuna og fer vaxandi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Ágúst Héðinsson og Bylgjan vilji koma til bjargar og hafi þegar sett sig í samband við rithöfundinn snjalla, Ævar Örn Jósepsson, sem ann- ast hefur keppnina undanfarin fimm ár. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hef engar áhyggjur af því að Spock verði „sænað“. Við erum ein- faldlega ekki nógu fallegir og ekki nógu ungir,“ segir Finni, söngvari hljómsveitarinnar Dr. Spock, og lætur sér fátt um finnast. En sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa fulltrúar frá Universal-útgáf- urisanum boðað komu sína á Nokia on Ice-tónlistarhátíðina sem verð- ur haldin í Listasafni Reykjavík- ur og á Sódóma Reykjavík 3. apríl næstkomandi. Universal er nú þegar með Bang Gang innan sinna vébanda, en Bang Gang spilar þetta kvöld. Þeir hafa aftur á móti áhuga að skoða önnur bönd sem koma fram á hátíðinni en þau eru utan Bang Gang; Jeff Who?, Dr. Spock, Sometime, Mammút, Sudden Wether Change, Bárujárn og Cosmic Call. „Nei, ég óttast ekki þessa full- trúa,“ segir Finni. Hans skoðun er eindregið sú að íslenska tónlist- arsenan sé miklu betri en sú sem finna má úti. Það skipti bara ekki máli. „Bönd í Breiðholti, 13 ára gaurar, eru að búa til flottari tón- list en gefin er út þarna úti. Það dúkka alltaf upp svona agentar öðru hvoru, lofa öllu fögru en svo verð- ur ekki neitt úr neinu. Mæta seint og illa, fullir og enda uppi á Gold- finger,“ segir Finni og spáir súru partíi hjá fulltrúum Universal. „Eru að koma á einhverja brunaútsölu. En þú getur sagt þeim að Spock sé ekki til sölu nema fyrir átta millj- arða – borgað í evrum.“ - jbg Spock kostar átta milljarða borgað í evrum FINNI Í DR. SPOCK Óttast ekki agenta Universal sem væntanlegir eru á tónlistarhátð- ina Nokia on Ice. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FISKI Í DAG ýsuflök, lúðusneiðar laxaflök, fiskréttir hörpuskel, humar, rauðmagi og margt fleira. HUGSUM UM HEILSUNA OG BORÐUM FISK.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.