Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 12. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Verst klæddu stjörnurnar Britney Spears á toppnum enn og aftur | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Asískir bílar gefa ekkert eftir í Ameríku  Nýir mótorar í Formúlunni Íþróttir | Viggó einum sigurleik frá metinu  Golf- boltarnir fljúga lengra og lengra  Keflavík upp að hlið Njarðvíkur 010101010101010101010101010101010101010101010 10101010101010101010101010 010 10 01010101010101010 10101010 010101010 101010101010 010101010101010 0101010101 0101010101 010101010101010101 1010101010101 01010101010 01010101010 Framtíðin er í okkar höndum tefnumót stjórnmálamanna, háskólanema og starfsfólks hátæknifyrirtækja 16. janúar. Sjá nánar á www.si.is AÐ minnsta kosti 345 pílagrímar tróðust undir í mikilli mannþröng á hajj-trúarhátíð múslíma í Sádi-Arabíu í gær. Fjölmargir til viðbótar slös- uðust illa en atburðir sem þessir hafa verið al- gengir á hinni árlegu hajj-hátíð, þrátt fyrir við- leitni sádi-arabískra stjórnvalda til að tryggja öryggi pílagríma. Fólkið tróðst undir á Jamarat-brúnni í Mina, skammt frá hinni helgu borg Mekka, þar sem fór fram athöfn þar sem pílagrímar kasta grjóti í þrjár steinsúlur sem á að tákna að djöflinum sé í kot vísað og öllum freistingum hafnað. Sagði Hamad bin Abdullah Al-Maneh, heil- brigðisráðherra Sádi-Arabíu, að troðningurinn hefði skapast þegar nokkrir pílagrímar hrösuðu um farangur trúbræðra sinna á leið að stein- súlunum; en algengt er að pílagrímar hafi allt sitt hafurtask meðferðis er þeir fara á milli staða í Mekka og nágrenni til að framfylgja þeim helgisiðum sem hajj kallar á. „Líkin hrönnuðust upp“ Mörg slys hafa orðið á trúarhátíðinni í gegn- um árin en þó aldrei eins mannskæð og árið 1990, en þá fórust 1.426 skammt frá vettvangi harmleiksins í gær. Flestir hinna látnu munu vera frá löndum Suður- eða Suðaustur-Asíu. Var haft eftir vitn- um að hörmulegt hefði verið að horfa upp á troðninginn. „Ég heyrði fólk öskra og … sá menn stökkva hver yfir annan,“ sagði Suad Abu Hamada, pílagrímur frá Egyptalandi, í samtali við AP. „Lögreglan tók að draga lík manna úr þvögunni. Líkin hrönnuðust upp. Ég hafði ekki tölu á þeim, þau voru svo mörg.“ Margir lýstu óánægju sinni með að það skuli ítrekað verða mikið manntjón á hajj. „Þetta ætti ekki að eiga sér stað ár eftir ár. Þessu þarf að linna, þetta er hneyksli. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja hlutina betur,“ hafði AP eftir Pakistananum Anwar Sadiqi. 2,5 milljónir pílagríma taka þátt í trúarhátíð- inni að þessu sinni en sem kunnugt er skal hver heilsuhraustur múslími taka þátt í hajj einu sinni á lífsleiðinni. Hajj lýkur í dag. AP Lík pílagrímanna voru sveipuð hvítum lökum eins og sjá má á myndinni, en hún er tekin af sjónvarpsskjá. Að minnsta kosti 345 týndu lífi. Á fjórða hundrað pílagríma tróðst undir Mesta manntjón á hajj-trúarhátíðinni í Sádi-Arabíu síðan 1990 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Berlín. AP, AFP. | Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands og Bret- lands mæltust í gær til þess að mál- um Írana yrði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en stjórnvöld í Teheran tilkynntu fyrr í vikunni að þau hygðust hefja á nýjan leik kjarn- orkutilraunir sínar. Sögðu ráðherr- arnir að viðræður við Írana um kjarnorkuáætlanir þeirra væru í „blindgötu“ og enginn tilgangur væri í frekari fundahöldum með írönskum embættismönnum. „Við munum fara fram á að hald- inn verði neyðarfundur hjá stjórn IAEA [Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar],“ sagði Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, að loknum fundi hans, Frakkans Philippe Douste-Blazy og Bretans Jack Straw í Berlín. Mælast þremenningarnir til þess að stjórn IAEA vísi málinu síðan til Örygg- isráðsins, en það gæti samþykkt við- skiptaþvinganir á hendur Íran. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tók undir sjónarmið Evrópumanna og sagði tíma til kominn að SÞ tækju af festu á Írönum. Rice og evrópskir starfsbræður hennar vísuðu til ítrekaðra tilrauna Írana til að blekkja umheiminn varð- andi kjarnorkuáætlanir sínar, en Vesturveldin saka Írani um að vilja búa til kjarnorkusprengju. Því neita írönsk stjórnvöld hins vegar og full- yrða að aðeins sé ætlunin að fram- leiða raforku. SÞ taki af festu á Írönum ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands fór í gær í fyrsta skipti yfir sex þús- und stig. Innan við tveir mánuðir eru síðan vísitalan fór í fyrsta skipti yfir fimm þús- und stig, en það var fimmtudaginn 17. nóvember síðastlið- inn. Þann dag fór vísitalan hæst í 5.011,96 stig en loka- gildi dagsins var 4.999,84 stig. Loka- gildi vísitölunnar í gær var 6.009,12 stig, og hefur hún því hækkað um 20% á þessu tæplega tveggja mánaða tímabili. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um 8,6% og hækkun síðastliðna tólf mánuði nemur liðlega 74%. | 12 Úrvalsvísitalan á hraðri uppleið                       KONA varð fyrir því óhappi á mánu- dag að velta bifreið sinni á Öxnadals- heiði. Ungur maður, Helgi Svein- björn Jóhannsson, kom henni fljótlega til hjálpar og reyndu þau að stöðva nokkra bíla sem fram hjá óku til að fá frekari aðstoð en enginn þeirra stoppaði. „Mér fannst það svolítið skrýtið að enginn skyldi stoppa fyrir okkur,“ segir Karen Lind Gunnarsdóttir, 23 ára sálfræðinemi við Háskólann á Akureyri, sem fyrir óhappinu varð. Hún sagðist meira að segja hafa reynt að stoppa snjómokstursbíl en án árangurs. Samkvæmt lögum ber vegfar- endum skylda til að stoppa ef þeir koma að umferðarslysum og veita alla þá hjálp sem þeir geta. Höskuldur Eiríksson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, segir að atvik sem þessi komi alltaf upp annað slagið. „Ég held að þetta sé orðið þannig að fólk veigrar sér við að stoppa og treystir sér hreinlega ekki í það. Það er hrætt við að ráða ekki við að- stæðurnar sem mæta þeim,“ segir Höskuldur. | 28 Aðeins einn kom til hjálp- ar þegar kona velti bíl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.