Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 6

Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. www.icelandair.is/glasgow Glasgow Verð frá 20.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 30 92 7 0 1/ 20 06 HELGI Magnússon, framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélags Hörpu, gefur kost á sér sem formaður Samtaka iðnað- arins á aðalfundi samtakanna, Iðnþingi, sem fram fer 17. mars nk. Vil- mundur Jósefs- son formaður gefur ekki kost á sér til endur- kjörs en hann hefur verið formaður síðastliðin sex ár sem er hámarkstími sam- kvæmt lögum samtakanna. Helgi átti sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins á árunum 1995 til 2001. Hann var framkvæmdastjóri Hörpu og síðar Hörpu Sjafnar, eft- ir sameiningu þeirra fyrirtækja, alls í 12 ár en hann og aðrir hlut- hafar seldu fyrirtækið til Flügger í Danmörku fyrir rúmu ári. Helgi er áfram formaður stjórnar þess fyr- irtækis á Íslandi. Hann á einnig sæti í stjórnum þriggja annarra fyrirtækja sem eiga aðild að Sam- tökum iðnaðarins og er hluthafi í þeim í gegnum fjárfestingarfélög sín. Þar er um að ræða Bláa lónið hf., Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. og Marel hf. Helgi hefur auk þess átt sæti í stjórnum margra fyrirtækja og stofnana, m.a. Lífeyrissjóðsins Framsýnar, Þróunarfélagi Íslands, Íslandsbanka, Íslenska lífeyris- sjóðsins, Átaks til atvinnusköpun- ar, Íslensks markaðar hf., Snorra Þorfinnssonar ehf. og Verslunar- ráðs Íslands. Helgi segist hafa fengið mjög ákveðna hvatningu til að gefa kost á sér til formennsku í Samtökum iðnaðarins frá mörgum frammá- mönnum í íslenskum iðnaði. „Ég átti samleið með mörgu mjög góðu fólki í Samtökum iðn- aðarins í nokkur ár, bæði innan og utan stjórnar, og hef fylgst vel með starfi samtakanna síðan ég hætti þar sjálfur stjórnaraðild,“ segir Helgi. „Þessi samtök eru mikilvæg og merkileg og ég tel það verðugt viðfangsefni að taka þar við forystu, ef ég hlýt til þess stuðning. Það er gríðarlegt umrót í íslensku atvinnulífi og mikil tæki- færi sem þarf að nýta áfram. Það blikka líka viðvörunarljós. En með réttum vinnubrögðum höfum við alla möguleika á að framlengja það góðæri sem staðið hefur yfir um árabil. Til þess þarf atvinnulífið skilning og sanngjarnar forsendur – nú sem endranær,“ segir Helgi. Eiginkona Helga er Arna B. Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau eiga þrjú börn á aldrinum 9 til 17 ára. Gefur kost á sér sem formaður SIEKKI er marktækur munur á fylgi Stefáns J. Hafstein og Dags B. Egg- ertssonar ef marka má könnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is, á fylgi þeirra Stefáns, Dags og Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur í efsta sæti framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Stein- unn er samkvæmt könnuninni með marktækt minna fylgi en þeir báðir. Samkvæmt könnuninni er fylgi sjálfstæðismanna í borginni um 50%, Samfylkingarinnar 37% og Vinstri grænna um 10%. Fylgi Framsókn- arflokks og Frjálslynda flokksins er skv. henni eitt til tvö prósent. Í könnuninni var spurt: „Hverju eftirtalinna treystir þú best til að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík: Degi B. Eggertssyni, Stefáni Jóni Hafstein eða Steinunni Valdísi Óskarsdóttur?“ Þegar litið er á niðurstöðurnar, óháð stuðningi við flokka, sögðust 40% þeirra sem tóku afstöðu treysta Stefáni Jóni, um 36% Degi og 24% Steinunni Val- dísi. Ef sérstaklega er litið á nið- urstöður þeirra sem sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna nefndu 40% þeirra sem tóku afstöðu Dag, 35% nefndu Stefán Jón og 25% nefndu Steinunni Valdísi. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. janúar sl. Samtals var 661 spurð- ur. Um 40% vildu ekkert þeirra þriggja, voru óviss eða neituðu að svara. Stefán og Dagur með meira fylgi en Steinunn „VIÐ fögnum þessum mikla áhuga sem skipasmíðastöðvar víðs vegar í heiminum sýna,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, en fimmtán skipa- smíðastöðvar tóku þátt í forvali vegna smíða á nýju varðskipi, sem gert er ráð fyrir að verði afhent fyrir árslok 2008. Umsóknir vegna forvalsins voru opnaðar í gær. „Um er að ræða skipasmíðastöðvar allt frá Kína og til Noregs og við sjáum margar traustar skipasmíðastöðvar í hópnum,“ segir Georg. Engin íslensk skipasmíðastöð tók þátt í for- valinu. Að sögn Þórhalls Hákonarsonar, verk- efnastjóra hjá Ríkiskaupum, bárust fleiri umsóknir en gert hafði verið ráð fyrir. Á næstunni verði skoðað, út frá þeim gögnum sem skipasmíðastöðvarnar sendu, hverjar þeirra teljist hæfar til þess að annast verkið. „Þær skipasmíðastöðvar sem uppfylla þær kröfur sem við gerum fá send útboðsgögn og annað sem til þarf til þess að bjóða í eiginlega verkið,“ segir Þórhallur. Hann segir Ríkiskaup áskilja sér rétt til þess að fækka þeim skipasmíðastöðvum nið- ur í 5–10 sem fá að taka þátt í lokaða útboð- inu. Ósennilegt sé að fleiri en tíu skipasmíða- stöðvar fái að bjóða í verkið. Þórhallur segir að stefnt sé að því að samningur um smíði skipsins verði undirrit- aður í vor eða snemma sumars. Þessi fyrirtæki sendu inn boð 1. Astilleros Armon S,A. Spánn 2. China Ship Building Trading Company, Kína 3. Bergen Yards AS, Noregur 4. Navantia S.A., Spánn 5. Simek A/S, Noregur 6. Damen Shipyards Goringchem, Holland 7. Devenport Royal Dockyard Limited, Bretland 8. Gdansk Stocznia Remontowa im, Pólland 9. Chantiers De’ Atlantique (Alstom Naval), Frakkland 10. Thyssen Krupp Marine Systems (TKMS), Þýskaland 11. Fincantieri Cantieri Navali, Ítalía 12. Peene-Werft GmbH, Þýskaland 13. Karstensens Skibsværft A/S, Danmörk 14. Asmar, Chile 15. Aker Brattvaag Skibsverft A.S, Noregur. 15 manns tóku þátt í for- vali vegna nýs varðskips „Við fögnum þessum mikla áhuga“ÍBÚAR í Grafarvogi eru uggandi yfir skurði sem verktaki hefur grafið vegna fyrirhugaðra undirganga undir Hallsveg, en framkvæmdir við hann eru nú í fullum gangi. Skurðurinn, sem er rétt norðan við íþróttasvæði Leiknis og sundlaug Grafarvogs, er djúpur og brattar brúnir ofan í hann. Þá er talsvert af vatni í hon- um og á því er þunnur ís sem brotnar auðveld- lega. Þorsteinn Jóhannsson, íbúi í Grafarvogi og þriggja barna faðir, hefur áhyggjur af skurð- inum, enda segist hann hafa séð börn að leik við enda hans og hann sé afar freistandi „æv- intýraland,“ fyrir börnin í hverfinu. „Ég sá hérna tvær tíu ára stelpur sem voru að leika sér að labba á ísnum við grynnsta enda gilsins og ég bað þær um að hætta þessum hættulega leik,“ segir Þorsteinn. „Þær sögðust alveg kunna að synda og sögðu að þetta væri ekkert mál. Þær gerðu sér engan veginn grein fyrir hættunni sem er þarna á ferð, enda brast ísinn undan þeim og sem betur fer voru þær á grunnu og óðu aftur upp. Á öðrum stöðum er dýptin allt að metri og þar er mun meiri slysa- hætta. Þá eru bakkarnir brattir og háir og fólk sér illa ef einhver dettur ofan í.“ Þorsteinn segir hér um að ræða tugmilljón króna framkvæmd og lítið mál ætti að vera að dæla upp úr skurðinum, sem er um hundrað metra langur, girða kringum hann eða vakta. Reykjavíkurborg hafi sagst skyldu þrýsta á verktaka fyrir tveimur dögum, en ekkert hafi enn gerst. Við stígstæðið er ekki að sjá neinar viðvaranir og er hvergi varað við hættu á svæð- inu. Kalt vatnið getur lamað börn Herdís L. Storgaard, verkefnisstjóri barna- slysavarna hjá Lýðheilsustöð, segir bygginga- reglugerð kveða skýrt á um það hvernig ganga eigi frá öllum byggingaframkvæmdum. „Það á að girða það af og sjá til þess að fólk sem á leið fram hjá og sérstaklega börn, geti ekki slasað sig á aðstæðum, t.d. með því að detta ofan í,“ segir Herdís. „Í fimmtán ára starfi hefur þetta ástand lagast talsvert. Byggingarverktakar hafa tekið sig talsvert á, en samt sem áður er miklu ábóta- vant í sambandi við þennan málaflokk. Og það líður ekki sú vika hjá mér að ég fái ekki eina eða fleiri ábendingar um sams konar mál og hér er um að ræða. Það er afar sérkennilegt að það skuli næstum alltaf þurfa að beita þrýstingi til að fá verktaka til að fara eftir lögum, að það skuli ekki vera hægt að byrja á þessu strax og framkvæmdirnar byrja. Í nágrannalöndum er það þannig að um leið og menn flytja sig á svæði þar sem framkvæmdir eiga að hefjast, þá er byrjað að girða af þótt grunntaka sé ekki hafin.“ Herdís segir mikilvægt að huga að því að þó vatnið sé ekki sérstaklega djúpt séu miklar sveiflur í veðráttu hér á landi. „Þó stærri börn drukkni kannski ekki svo auðveldlega í svona grunnu vatni getur kuldinn verið svo mikill að það tekur ekki langan tíma fyrir barn að lam- ast af honum og verða þreklaust,“ segir Herdís. Börn geta átt í erfiðleikum „Auk þess eru bakkarnir svo brattir að barn sem dettur ofan í á oft í erfiðleikum með að komast upp úr. Þá er mikil hætta á að barnið geti hreinlega orðið undir hlassinu sem losnar eða að það komist hreinlega ekki upp og við höfum slík dæmi hér. Ég vil líka minna á það að lítil börn, undir grunnskólaaldri, geta auðveld- lega drukknað í mjög grunnu vatni, allt að 2–5 sentimetra grunnu.“ Hjá Mannvirkjaskrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar fengust þau svör að rætt hefði verið um ástandið í fyrradag og þeim til- mælum komið til verktakans að bæta úr ástandinu hið fyrsta. Verktakafyrirtækið Há- fell sér um framkvæmd við Hallsveg. Að- spurður hvers vegna ekki hafi verið girt fyrir eða merkt vegna hættu segir Magnús Jónsson, verkefnisstjóri yfir lagningu Hallsvegar, dælingu hafa verið alla daga úr stígstæðinu. „Hér er ekki um að ræða neinn skurð, þetta er stígstæði og það mun verða svona í framtíð- inni,“ segir Magnús og bætir við að vinnusvæði séu alltaf hættuleg fyrir börn og því eigi for- eldrar að brýna fyrir börnum sínum að leika sér ekki nálægt þeim. Hins vegar sé svæðið svo víðfeðmt að ómögu- legt sé að vakta það. „Þessi framkvæmd heyrir heldur ekki undir byggingareglugerð, svo það þarf ekki að girða sérstaklega fyrir, enda er það næstum ómögulegt þegar unnið er að vegagerð.“ Magnús segir verkkaupa, Vegagerðina og Reykjavíkurborg, ekki hafa óskað sérstaklega eftir því að svæðinu yrði lokað, en hins vegar sé óskað eftir því að reynt sé að fyrirbyggja slys. „Við erum að vinna þetta verk eftir útboðs- gögnum og eftir þeim reglum sem gilda vegna vegagerðar, sem eru í raun staðalsígildi um framkvæmdir við vegagerð. Þar gildir m.a. Al- verk 95, sem er í raun innri lýsing Vegagerð- arinnar á framkvæmd verkefna af þessu tagi,“ segir Magnús að lokum. Morgunblaðið/Ómar Þorsteinn Jóhannsson stingur kústskafti gegnum þunnan ísinn. Dýptin var á bilinu 50–100 cm. Íbúar í Grafarvogi telja skurð við Hallsveg geta verið slysagildru Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.