Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 8
Já, en hæstvirtur dómari, þetta er nú bara kvenmaður. 8 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reiði gætir á meðaltónlistarnema áframhaldsskóla- stigi þar sem margir nem- endur sjá ekki fram á að geta lokið námi sínu vegna breyttra reglna sveitarfélaganna um greiðslur til handa tónlist- arnemendum. Var reglun- um breytt síðastliðið haust þegar ríkið sleit samstarfi við sveitarfélög- in og hætti að styrkja tón- listarnám á framhalds- stigi, en deilur hafa staðið á milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að greiða með þessu námi. Tóku þá sveitarfélögin ákvörðun um að takmarka greiðslur til tónlistarnemenda við 25 ára aldur, fyrir utan Reykja- víkurborg sem auk þess greiðir með söngnemendum til 27 ára aldurs. Böðvar Reynisson, söng- og gítarnemi við Tónlistarskóla FÍH, segir að þegar reglunum hafi verið breytt síðasta haust hafi verið gefinn tveggja ára að- lögunartími fyrir nemendur á þessum hámarksaldri og væri hann á meðal þeirra. Hann sæi fram á að þurfa að greiða fyrir námið úr eigin vasa þegar aðlög- unartímanum væri lokið og gæti sú upphæð numið um 800 þúsund krónum á ári þar sem hann stundaði tvöfalt nám. Böðvar telur að sveitarstjórnir eigi að greiða launakostnað tón- listarkennara samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla frá árinu 1985. Ef miðað er við að nemandi stundi nám í einu tónlistarfagi má gera ráð fyrir því að skólagjöld nemi um 400 þúsund krónum á skólaári og er það kostnaður sem margir eiga erfitt með að ráða við. Böðvar benti á að Lánasjóður íslenskra námsmanna byði ein- ungis upp á framfærslulán og nú væri aðeins 7. stig lánshæft en ekki 6. og 7. eins og áður var. Þessu hefði einnig verið breytt síðasta haust og taldi Böðvar því fráleitt að kalla námið lánshæft. Aðspurður um svör frá Reykja- víkurborg sagði Böðvar að lítið hefði borið á þeim. Ríkið þarf að leysa hnútinn Fram hefur komið í tilkynn- ingu frá Stefáni Jóni Hafstein, formanni menntaráðs Reykjavík- urborgar, að á síðasta námsári hafi aðeins takmarkað samkomu- lag náðst við ríkið um að það greiddi fyrir einingabært nám í framhaldsskólum en annað fram- haldsnám í tónlist var látið ósnert. Síðasta haust hafi síðan óvissa skapast um þátt ríkisins þrátt fyrir hið takmarkaða sam- komulag árið áður. Reykjavíkur- borg hafi engu að síður ákveðið að greiða með nemendum sem búsettir voru í borginni upp að 25 ára aldri í hljóðfæranámi og 27 ára aldri í söngnámi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Stefán Jón að eðlilegar útskýringar lægju að baki hámarkinu: „Aldurshámarkið er þannig til komið að sveitarfélögin öll hafa staðið í viðræðum við ríkið frá því árið 2003 um að það taki við fram- haldsnámi í tónlist. Það hefur hvorki gengið né rekið og hefur verið mjög erfitt að fá ríkið til að taka þetta að sér. Í þeim viðræð- um hafa menn rætt um það að það sé eðlilegt að þar sem fram- haldsnám sé, á hvers hendi sem það er, þá sé það á viðmiðunar- aldri fyrir framhaldsnám yfir- leitt. Þannig að fullorðinsfræðsla í tónlist fellur hvorki undir skyld- ur ríkis né sveitarfélaga.“ Þegar Stefán Jón er spurður að því hvernig þessi aldur hafi verið ákvarðaður sagði hann að menn hefðu viljað miða við tvítugsaldur eða þegar fólk kláraði stúdents- próf en fallið hefði verið frá þeirri hugmynd. Töldu menn að nem- endur þroskuðust hægar í tónlist en í öðrum greinum, sérstaklega í söngnum. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvernig þetta yrði í framtíðinni en hugsunin á bakvið þetta fyrirkomulag væri að „styrkja fólk til náms, alvör- unáms með alvörunámsfram- vindu á þeim aldri sem fólk er í framhaldsnámi en ekki eftir það.“ Honum blöskraði seinagangurinn í ráðuneytinu og taldi brýnt að ríkið lyki þessu ferli. Hann benti ennfremur á að tómstundanám, fullorðinsfræðsla eða endur- menntun væru ekki greidd niður líkt og venjulegt háskólanám. Hyggja á aðgerðir Böðvar Reynisson sagði að haldinn hefði verið fundur síðasta mánudag þar sem tónlistarnem- endur hefðu farið yfir málið. Góð mæting hefði verið og hefðu nem- endur úr FÍH ásamt nemendum úr öðrum skólum mætt. Þar var sú ákvörðun tekin að annar fund- ur yrði haldinn á næstunni og yrði þar krafist svara af hálfu borgarfulltrúa og fulltrúa ann- arra sveitarfélaga og ríkis. Þar yrði einnig þrýst á að sveit- arfélög og ríkið komist að sam- komulagi sem ekki bitni á nem- endum skólanna eins og nú virðist vera. Auk þess nefndi Böðvar að farin væri af stað und- irskriftasöfnun og að einnig væru í undirbúningi tónleikar til stuðn- ings málstaðnum. Fréttaskýring | Jafnrétti til náms skert? Aldursmörk á tónlistarnámi Sveitarfélög hafa sett aldurshámark á tónlistarnám meðan ríkið semur ekki Í tónlistarskóla FÍH. Ekki gert ráð fyrir tónlist- arnemendum utan af landi  Þegar ríkið hætti að greiða með tónlistarnemum tók Reykja- víkurborg að greiða þann hluta til að tryggja áframhaldandi nám. Það hafa hins vegar nokkur nágrannasveitarfélög Reykjavík- ur ekki gert og nýlega fengu á annað hundrað tónlistarnem- endur búsettir utan Reykjavíkur uppsagnarbréf frá sínum skóla. Margir hafa brugðið á það ráð að flytja lögheimili sitt til Reykja- víkur vegna þessa. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is BEIÐNI íslenskra yfirvalda um aðstoð erlendra lögregluyf- irvalda við rannsókn á meintu fiskveiðibroti innan íslensku efnahagslögunnar, kann að vera sú fyrsta sinnar tegundar að sögn Dagmarar Sigurðar- dóttur lögfræðings og upplýs- ingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Eins og fram hefur komið var það flugvél Gæslunnar TF SYN sem stóð færeyskan togara að ólöglegum veið- um í síðustu viku en þar sem ekkert varðskip var nærstatt, var ekki unnt að færa togarann til hafnar. Samkvæmt upplýsingum Gæsl- unnar skilaði yfirstýrimaður í áhöfn Sýnar skýrslu um málið að kvöldi 5. janúar og var ákveðið að óska eftir aðstoð lögregluyfirvalda í Færeyjum við rannsókn málsins með milli- göngu ríkislögreglustjórans. Óskað var eftir því að færeyska lögreglan færi um borð í togarann við komu til Færeyja og yfirheyrði skipstjórann og aðra hlutaðeigandi, afli yrði rann- sakaður sem og skipsbækur og fleira. Málið var sent til Færeyja að- faranótt 6. janúar sl. fyrir milligöngu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og er til rannsóknar hjá lögreglunni í Þórshöfn. Óvenjulegt mál „Þetta er óvenjulegt mál og það hefur aldrei, svo mér sé kunnugt um, verið óskað eftir aðstoð lög- reglu í fánaríki skips, þannig að það verður að sjá til hvernig gengur með framhald máls- ins,“ segir Dagmar. „Ef rann- sóknargögn gefa tilefni til munu íslensk lögregluyfirvöld væntanlega gefa út ákæru á hendur skipstjóranum og jafn- vel stjórnendum útgerðarinn- ar en síðan mun koma í ljós hvort ákærðu komi inn í íslenska lög- sögu svo hægt verði að rétta yfir þeim. En ég tel að þetta mál sé ekki þess eðlils að hægt sé að óska fram- sals.“ Sagt er frá því á fréttavef Fiski- frétta skip.is eftir heimild frá fær- eyska útvarpinu að færeyska lög- reglan hafi farið um borð í togarann þegar hann kom til hafnar á Þver- eyri seint á mánudagskvöld. Afla- dagbók skipsins hafi verið skoðuð og sömuleiðis hve mikinn afla skipið var með. Líklega í fyrsta skipti sem beðið er um aðstoð útlendrar lögreglu vegna fiskveiðibrota við Ísland Ekki krafist framsals en ákæra möguleg Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum hefur til rannsóknar hugsanlegt pen- ingaþvætti karlmanns sem nýlega var látinn laus úr sjö daga gæslu- varðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls í bænum. Í málinu hafa fundist um 1,3 kíló af hassi og 20 grömm af amfetamíni. Auk þess var lagt hald á tæplega eina milljón króna í peningum, bæði í íslenskum krónum og bandarískum dollurum. Vegna efnahagsbrotahluta máls- ins, eða peningaþvættisins, hefur lögreglan haft til skoðunar þrjár húseignir mannsins í Eyjum með til- liti til þess hvort grunur er um að þær hafi verið keyptar fyrir fíkniefnaágóða. Að auki hefur farið fram athugun á bankareikningum mannsins. Efnin flutt með Herjólfi Flutningsleið meginhluta fíkni- efnanna er talin hafa verið með Vest- mannaeyjaferjunni Herjólfi milli lands og Eyja. Hefur lögreglan vitn- eskju um að ýmsir aðilar sem tengj- ast flutningunum hafi fylgst með hvenær lögreglueftirlit var í Vest- mannaeyjahöfn til að greiða fyrir smyglinu. Ljóst er að tekist hefur að upp- ræta flutningsleiðina, en afrakstur rannsóknar lögreglu er rakinn til vitneskju hennar um umtalsverða fíkniefnaneyslu í bænum í haust. Fylgst var með neytendum og hugs- anlegum fíkniefnasölum og var unn- ið að því að þrengja hringinn með þeim árangri sem nú hefur náðst. Ekki hefur þó verið gripið til þess úrræðis að kyrrsetja eignir eða frysta bankareikninga að sögn lög- reglu. Lögreglan í Vestmannaeyjum upprætir smyglhring Grunur um peningaþvætti vegna fíkniefnamáls

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.