Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Menningar- vitinn logar ekki STJÓRN Sparisjóðs Hafnarfjarðar sendi í gær frá sér eftirfarandi grein- argerð: „Rannsókn FME Allt frá því í júní sl., þegar fréttir bárust fyrst af því að hluti stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar hefði skipt um hendur, hefur Fjármálaeftirlitið verið með það til skoðunar hvort virk- ur eignarhluti sé til staðar í SPH. Í síðastliðinni viku hóf síðan efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra rann- sókn á viðskiptum með stofnfé í SPH og er hún sögð liður í fyrrgreindri rannsókn FME. Í tilefni af því telur Sparisjóður Hafnarfjarðar nauðsyn- legt að varpa nokkru ljósi á mála- vöxtu og skýra þær aðstæður sem til staðar eru í SPH varðandi stofnfé og meðferð þess. Í lögum um fjármálafyrirtæki seg- ir, að með virkum eignarhlut sé átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyr- irtæki sem nemi 10% eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkom- andi fyrirtækis. Hvað sparisjóði varð- ar lýtur þessi skilgreining að stofnfé þeirra. Ekki er í lögunum gerður greinarmunur á stærð sparisjóða eða skiptingu stofnfjár. Í bréfum sínum til stofnfjáraðila í SPH hefur FME byggt á skýringum á framangreindri reglu sem fram koma í athugasemdum með frum- varpi til laganna, en þar segir m.a: „Um óbeina hlutdeild í stofnfé má vísa til þess tilviks þegar tveir eða fleiri stofnfjáreigendur kæmu sér saman með formlegu eða óformlegu samkomulagi um samræmda beit- ingu samanlagðs atkvæðaréttar eða að samkomulag tækist við annan eða aðra slíka hópa um beitingu atkvæð- isréttar. Hvers konar samstilltar að- gerðir, hverju nafni sem nefnast, kunna þannig að falla undir virka eignaraðild.“ Fjöldi stofnfjáreigenda í stærstu sparisjóðunum Í þessu sambandi er rétt að bera saman dreifingu stofnfjár eins og hún hefur verið í stærstu sparisjóðunum og er hér miðað við stöðuna í árslok 2002. Markviss þróun hefur átt sér stað hjá öllum stóru sparisjóðunum, nema SPH, í þá veru að fjölga stofn- fjáraðilum. Með því er að sjálfsögðu ætlun stjórnenda sjóðanna að auka eigið fé þeirra og styrkja þá þannig í samkeppninni við viðskiptabank- anna. Á umræddu tímamarki var staðan orðin eftirfarandi: stofnfj. aðilar Sparisj. Hafnarfjarðar SPH 45 Sparisj. Reykjavíkur SPRON 1.105 Sparisj. í Keflavík SPKEF 555 Sparisj. Vélstjóra SPV 673 Sparisj. Kópavogs SPK 586 Þetta er athyglisverður samanburður í ljósi þess að Sparisjóður Hafnar- fjarðar er næst stærstur þessara sparisjóða. Það var hins vegar ein- dregin afstaða þeirra sem fóru með stjórn SPH síðustu árin og áratugina að halda fjölda stofnfjáraðila í lág- marki þess sem lög kveða á um. Sú af- staða og í raun sú stöðnun sem var hjá SPH að þessu leyti setur mögu- leikum sjóðsins takmörk hvað varðar aukningu eigin fjár með útgáfu stofn- bréfa, en hefur um leið áhrif á stjórn- un hans og stjórnarhætti. Samkvæmt ákvæðum laga um fjár- málafyrirtæki skal stjórn sparisjóða skipuð 5 mönnum. Í samþykktum flestra sparisjóðanna, og þar á meðal Sparisjóðs Hafnarfjarðar, eru jafn- framt ákvæði þess efnis að framboð til stjórnar skuli stutt meðmælum 5 annarra stofnfjáraðila. Ekki er gert ráð fyrir öðru en listakosningu og því þurfa 10 stofnfjáraðilar í það minnsta að standa að framboði til stjórnar í sparisjóði. Virkur eignarhluti í SPH? Í ljósi þess að stofnfjáraðilar SPH voru aðeins 45 þá blasir við að stjórn skipuð 5 mönnum getur ekki annað en myndað virkan eignarhluta, þ.e.a.s. ef túlkun FME er lögð til grundvallar. Framboð til stjórnar krefst aðildar 5 stofnfjáraðila í viðbót og þá hefði samkvæmt túlkun FME myndast virkur eignarhluti í sjóðnum sem færi með 22% stofnfjár. Þessi staða hefur verið óbreytt hjá SPH frá upphafi án þess að FME hafi nokk- urn tíma gert athugasemdir þar um, fyrr en nú. Þessi aðstaða kemur hins vegar ekki upp hjá þeim sparisjóðum sem fjölgað hafa stofnfjáraðilum, eins og sjá má af eftirfarandi samanburði: (m.v. árslok 2002) SPH, stofnfjáraðilar 45, framboð 10 manns, hlutfall af stofnfjáraðilum 22%. SPRON, stofnfj.aðilar 1.105, framboð 10 manns, hlutfall af stofnfjáraðilum 0,9%. SPV, stofnfjáraðilar 673, framboð 10 manns, hlutfall af stofnfjáraðilum 1,5%. Í ljósi þessa hefur undanfarna ára- tugi þurft nær ¼ hluta stofnfjáraðila til að mynda framboð til kjörs stjórn- ar í SPH. Því er spurt: Hefur þá verið virkur eignarhluti við völd í SPH all- an þennan tíma, óátalið af FME, og hvað veldur nú hugarfarsbreytingu embættisins við valdatöku nýrrar stjórnar hjá SPH? Viðskipti með stofnfé í sparisjóðunum Það hefur verið yfirlýst stefna sitj- andi stjórnar að standa ekki í vegi fyrir því að stofnfé í SPH geti skipt um eigendur, svo fremi sem það fari ekki í bága við lög. Stjórnin hefur tal- ið það sparisjóðnum til framdráttar að eðlileg endurnýjun yrði í hópi stofnfjáreigenda og inn kæmu aðilar sem hefðu áhuga á vexti og viðgangi SPH. Engin slík endurnýjun hafði verið í langan tíma og voru stofnfjár- eigendur almennt áhrifalausir um stjórn SPH og um leið áhugalausir um hagsmuni sjóðsins. Það var enda ekki annað að sjá en það væri stefna þeirra sem þá voru við stjórnvölinn að afskipti stofnfjáraðila af sjóðnum væru sem minnst. Á sama tíma voru fjörug viðskipti með stofnfé í öllum stóru sparisjóð- unum. Má sem dæmi nefna að stofnfé SPRON var sett á opinn markað fyrir tveimur árum og síðan þá hefur stofn- fjáraðilum fækkað úr 1105 í 808. Eiga nú 20 stærstu stofnfjáreigendur í sjóðnum 62% af stofnfé í SPRON (sbr. heimasíðu SPRON). Í byrjun þessa árs skipti 8% stofnfjár SPRON um eigendur í einu lagi. Kaupverðið var 1.400 milljónir króna og var kaup- andinn félag að nafni Tuscon Partn- ers Corporation. (Fréttablaðið 4. jan- úar 2006). Þá má að endingu nefna umfangsmikil kaup MP fjárfestinga- banka í SpV á síðustu vikum. Ekki er að sjá að þessi miklu viðskipti með stofnfé hafi sætt athugasemdum af hálfu FME. Nýir stofnfjáreigendur í SPH Það var nú loks í kjölfar síðasta að- alfundar SPH sem hreyfing komst á stofnfé í SPH. Margir nýir og áhuga- samir stofnfjáraðilar hafa komið inn í hópinn og má meðal þeirra nefna: Sjóvá-tryggingarfélag hf. Magnús Ármann SPV-fjárfestingar MP-fjárfestingarbanka hf. Sigurð Á. Bollason Íslandsbanka hf. Sigurð G. Guðjónsson Björn Þorra Viktorsson Fjölmargir aðrir hafa óskað eftir samþykki stjórnar SPH við kaupum þeirra á stofnfé en meðal þeirra eru: Saxhóll ehf. Bygg ehf. Guðmundur A. Birgisson Alnus ehf. Sparisjóður Kópavogs Stjórn SPH fagnar aðkomu allra þessara nýju stofnfjáraðila og vonast til að geta afgreitt umsóknir þeirra sem allra fyrst.“ Greinargerð frá stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar Virkur eignarhluti í SPH? Jón Víkingur Guð- mundsson á Grænhóli við Akureyri er látinn. Hann fæddist 29. maí 1924 á Skeggjastöð- um á Jökuldal í Norð- ur-Múlasýslu. For- eldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi á Mýrarlóni, Akureyri, og kona hans Arnbjörg Sveinsdóttir. Víkingur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og flutt- ist síðar, 1945, til Reykjavíkur þar sem hann starfaði sem bifreiðastjóri í nokkur ár. Víkingur flutti 1948 að Grundarhóli á Hólsfjöllum og bjó þar í 14 ár. Hann flutti síðan til Ak- ureyrar 1962 og hóf búskap á Græn- hóli, þar sem hann var með hænsna- og svínabú í nokkur ár. Uppúr 1975 hætti hann að mestu búskap og keypti sér vörubíl og starfaði með hann í rúm 20 ár. Víkingur var virkur í félagsmál- um. Hann var í stjórn Ungmenna- sambands Eyjafjarðar, UMSE. Einnig Ungmennafélagsins Dags- brúnar um skeið og var stofnandi bridgedeildar innan félagsins og var hann ötull bridgespilari á meðan heilsan leyfði. Víkingur var í stjórn Landsambands vörubif- reiðastjóra og í stjórn Vörubifreiðastjóra- félagsins Vals á Akur- eyri. Víkingur lét sig bæj- armálin og landspólitík- ina varða og var um tíma virkur í Sjálfstæðis- flokknum og starfaði talsvert fyrir hann. Víkingur var fréttaritari hjá Morgunblaðinu um áraraðir, bæði þegar hann bjó á Hólsfjöllum og einnig eftir að hann flutti til Akur- eyrar. Hann var mikill áhugamaður um íslenskt mál og átti í reglulegum bréfaskriftum við Gísla Jónsson menntaskólakennara, sem þekktur var fyrir pistla sína um íslenskt mál. Fyrri kona Víkings var Halldóra Hansen. Þau skildu. Þau áttu 2 börn. Eftirlifandi kona Víkings er Berg- þóra Sölvadóttir og eiga þau saman 8 börn. Andlát VÍKINGUR GUÐMUNDSSON ÞINGMENN Samfylkingarinnar heimsækja um þessar mundir fyrir- tæki og stofnanir og sitja fundi með mörgum Samfylkingarfélögum. Með þessu vilja þingmennirnir kynna sér hvað fram fer í fyrirtækjunum, hitta stjórnendur og starfsmenn og taka púlsinn á stjórnmálum líðandi stund- ar. Vikuna hófu þingmenn Samfylk- ingarinnar í Suðurkjördæmi með heimsókn á Suðurnes en í gær fóru þingmenn Reykjavíkur og Suðvest- urkjördæmis, þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Katrín Júlíusdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Mörður Árnason og Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir í heimsóknir í fyr- irtæki á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þeirra fyrirtækja voru m.a. Mar- orka, Marel og ORF-Líftækni. Morgunblaðið/Sverrir Samfylkingarfólk heimsækir fyrirtæki  Af formúlum, reyfurum og bókmenntagreinum TVEIR steypubílar fuku út af veginum yfir Fjarðarheiði milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarð- ar um kvöldmatarleytið í gær. Gerðist þetta með stuttu millibili. Annar bíllinn valt en bílstjórar bílanna sluppu ómeiddir. Mikil hálka og hávaðarok var á heiðinni í gær að sögn lögregl- unnar á Egilsstöðum. Bíllinn sem valt er töluvert skemmdur. Tveir steypubílar fuku út af í roki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.