Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 11

Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR ÚR VERINU FYRSTA loðnan til vinnslu í landi barst til HB Granda á Vopnafirði í gær. Þá kom Svanur RE þangað með 280 tonn af góðri loðnu. Loðnan veiddist 65 mílur norðaustur af Langanesi og var þar orðið töluvert líf eftir algjöra ládeyðu fyrir nokkr- um dögum. Ekki liggur fyrir hve mikið af loðnu er þarna, en rann- sóknaskipið Árni Friðriksson var á leið þangað í gær. Þá var komin bræla á miðunum og skipin hætt veiðum. Góð og átulaus loðna „Það er gott að fá svona skammt til að byrja með til að fínstilla vélarnar og mannskapinn eftir langt frí frá loðnufrystingu,“ sagði Einar Víg- lundsson, vinnslustjóri hjá HB Granda, í gær. Hann sagði að þetta væru ósköp venjuleg loðna, 53 til 55 loðnur í kílói, hún væri góð og átulaus og færi því öll í frystingu. Það tæki um einn og hálfan sólarhring að frysta þetta magn. „Það er ómögu- legt að segja til um það hvort mikið er af loðnu þarna. það kemur bara í ljós. Engin ástæða til að fara á taug- um strax, því það er ekkert óalgengt að loðnan byrji ekki að veiðast fyrr en eftir 20. janúar og fyrir um 10 ár- um byrjaði hún ekki að veiðast fyrr en 20. febrúar og þá var gefinn út einn mesti kvóti sögunnar. Ég er því alveg rólegur,“ sagði Einar. Enginn loðnukvóti hefur enn verið gefinn út, en skipin sem nú voru að veiðunum, Svanur RE, Björg Jóns- dóttir ÞH, Huginn VE, Guðmundur VE og Guðmundur Ólafur eru að veiða úr svokölluðum leitarkvóta. Þau skip, sem hafa tekið þátt í loðnu- leit ásamt Hafrannsóknastofnuninni í haust og vetur fengu 200 tonna kvóta fyrir hvern dag, sem leitin stóð. Töluvert líf á svæðinu „Við tókum bara eitt hal í gær,“ sagði Maron Björnsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi, í gær. Þeir voru þá komnir inn á Eyjafjörð og voru að frysta. „Okkur nægðu 150 tonn til að fylla skipið og verðum þá líklega með um 400 tonn af frystri loðnu. Við byrjum á því að landa hluta loðnunn- ar á Akureyri á morgun, því við verð- ur að rýma fyrir því sem við erum með óunnið núna. Við höldum svo áfram að frysta og löndum svo aftur á Akureyri á mánudag,“ sagði Maron. Hann segir að töluvert líf hafi ver- ið á svæðinu en fjórum dögum áður hefði það verið steindautt. „Það er ekki gott að segja til um framhaldið. Veiðin hefur oft byrjað á þessum stað áður, en hve mikið er þarna er erfitt að segja til um. Það er þó fráleitt allur loðnustofninn þarna. Þetta var þó 12 til 15 mílna blettur en loðnan missýnileg. Hún sást bezt á nóttunni en síður á daginn. Það er mjög erfitt að átta sig á magninu vegna þess hve illa lóðar á hana. Það er nú einu sinni svo að það er aldrei á vísan að róa á loðnunni. Hún gýs upp hér og þar við landið og eng- inn getur sagt til hvers vegna hún er hér en ekki þar. Stærsta vandamálið er þó hve litlu er kostað til að rann- saka loðnuna og fylgjast með ferðum hennar. Það þýðir ekki að krefjast þess að fá endalaust af fiski upp úr sjónum og leggja svo allt of lítið í rannsóknir. Það er líka sérkennilegt að við skulum vera að rífast um það hvort við eigum að taka einhver hundruð þúsund tonn, þegar litið er á það að hvalir eru að éta eina og hálfa til tvær milljónir tonna af loðnu á ári, þorskurinn tæplega milljón og sjó- fuglar 300.000 tonn. Veiðarnar eru bara lítill hluti af þessu öllu. Það gengur bara alls ekki að láta hvalinn óáreittan, láta hann fjölga sér stöð- ugt. Það leiðir bara til þess að hann étur meira frá okkur. Þegar verið er að nýta auðlind eins og fiskinn í sjón- um verður að taka jafnt úr öllum helztu hlekkjum vistkeðjunnar. Það þýðir ekkert að láta þann stærsta eiga sig. Það þarf líka að rannsaka þetta allt í víðara samhengi. gæti það verið rétt að það sé að verða meira af síld við Ísland en vistkerfið þolir. Stofninn er alltaf að stækka og hann étur bæði loðnuhrogn og smáloðnu,“ sagði Maron. Honum finnst alltof lítið lagt í rannsóknir og segir það meðal ann- ars vegna peningaleysis að ekki hafi tekizt að fylgjast betur með smá- loðnunni og mæla hana. „Það er svo mikið í húfi að það verður að leggja miklu meira fé í rannsóknir svo við vitum hvað er að gerast. Fiskifræð- ingarnir okkar eru öndvegis menn sem eru allir af vilja gerðir, en þeir fá bara ekki nóg af peningum til að sinna rannsóknunum nægilega vel. Það má benda á að á síðasta ári fisk- uðu tvö skip samtals fyrir þrjá millj- arða króna. Þó ekki væri talað um nema helming þeirrar fjárhæðar væri það gott búsílag fyrir Hafró. Og því skyldum við ekki leggja það af mörkum. Það þarf meiri peninga og fleiri skip.“ Vill jafnstöðukvóta En er eitthvað hægt að gera með- an þessi óvissa ríkir. Það telur Mar- on: „Það á að setja lámarks jafn- stöðukvóta á loðnuna, ef menn á annað borð ætla að halda þessum veiðum áfram. Það þarf að fara var- lega og láta fiskinn njóta vafans, en að meðaltali hefur kvótinn verið um ein milljón tonna á ári síðastliðin 20 ár. Reyndar hefur kvótinn aldrei náðst og stundum verið mikið eftir. þannig er loðnan líklega eina fiskteg- undin þar sem ekki hefur verið veitt umfram heimildir. Væri svona jafnstöðukvóti gefinn út, gætu menn skipulagt veiðarnar miklu betur og fengið mun meira út úr minni afla, til dæmis með aukinni frystingu um borð. Þá væri ekki þetta gífurlega kapphlaup þegar ver- ið er að moka hundruð þúsunda tonna upp á einum og hálfum mán- uði. Loðnan gefur tvöfalt meira af sér í janúar en í marz, því í marz er ekk- ert lýsi í henni. Að vísu koma hrognin á móti, en það er ekki alltaf sem kaupendur eru tilbúnir að borga það verð sem við þurfum fyrir hrognin. Þá eigum við bara að hætta að veiða og lofa loðnunni að hrygna í friði,“ segir Maron. Heilmikið líf norð- austur af Langanesi Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Veiðar Nú er langþráð líf í sjónum út af Langanesi. Loðnan gerir vart við sig, hvalurinn fylgir í kjölfarið og þorskurinn belgir sig út af loðnu. SAMKOMULAG hefur náðst milli ákæruvaldsins og verjenda sak- borninga í Baugsmálinu svonefnda um tvo matsmenn, sem eiga að yf- irfara rannsóknargögn og kanna m.a. hvort útprentun skjala sem fyrir liggja passi við rafrænu gögn- in. Matsmennirnir sem hafa verið dómkvaddir eru Halldór Krist- jánsson, verkfræðingur, og Hjör- leifur Kristinsson, tölvunarfræð- ingur. Eiga þeir að ljúka skriflegri matsgerð svo fljótt sem kostur er en ekki síðar en 23. febrúar næst- komandi. Ekki hefur enn verið tekin af- staða til þess hvort lögmenn sak- borninga fái aðgang að tölvugögn- um Jóns Geralds Sullenbergers, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugs, sem ekki hafa verið skilgreind sem rannsóknargögn hjá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar T. Magnússonar, setts ríkissak- sóknara í málinu, er ágreiningur hvað þennan þátt varðar lítill og að hluta tæknilegs eðlis. Mun hann fara yfir málið með lögmönnum sakborninga á fundi nk. mánudag. Áreiðanleiki aðferða kannaður Fram hafði komið beiðni ákæru- valdsins um að fá dómkvadda matsmenn til að skoða og bera saman tölvugögn sem aflað hefur verið vegna Baugsmálsins. Aðaltil- gangurinn er sá að afla matsgerðar um þær rannsóknaraðferðir sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra beitti þegar ákveðin tölvu- gögn voru afrituð og prentuð út, og kanna áreiðanleika þessara að- ferða. Þessari beiðni ákæruvalds- ins höfðu verjendur mótmælt fyrir dómi. Aðilum var í gær gefið tækifæri til að tjá sig sig um framkomin mótmæli. Verjendur tilkynntu hins vegar við upphaf þinghaldsins að þeir hefðu ákveðið að falla frá and- mælum og að samkomulag hefði náðst um matsmenn sem saksókn- ari myndi gera grein fyrir. Sigurður T. Magnússon settur ríkissaksóknari, gerði grein fyrir því að málsaðilar gætu allir fallist á Halldór Kristjánsson verkfræðing og Hjörleif Kristinsson tölvunar- fræðing sem matsmenn. Hlé var gert á þinghaldi meðan Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari setti sig í samband við Hjörleif til að kanna hvort hann væri tilbúinn til starfans. Hafði dómarinn þegar haft samband við Halldór og hann lýst sig reiðubú- inn til að taka starfið að sér. Niðurstaða héraðsdóms í gær var sem fyrr segir sú að báðir að- ilar hefðu komið sér saman um hæfa matsmenn til að framkvæma hið umbeðna mat og var það fært til bókar. Skulu þeir ljúka skrif- legri matsgerð eins fljótt og kostur er og eigi síðar en 23. febrúar nk. Samkomulag um matsmenn Morgunblaðið/Ásdís Lögmenn sakborninga og settur saksóknari fara yfir lista með nöfnum manna sem til greina komu sem mats- menn á tölvugögnum Baugsmálsins svonefnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag. FRIÐRIK Þór Guðmundsson, faðir eins fórnarlamba Skerjafjarðarflugslyssins, vill koma eftirfarandi á framfæri: „Í annars fróðlegu viðtali í Morgun- blaðinu 12. janúar við Þormóð Þormóðs- son, fyrrum formann Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF), heldur Þormóður því fram að sérstök rannsóknarnefnd um flugslysið (Líndalsnefnd) hafi hreinsað RNF af allri gagnrýni á rannsókn nefnd- arinnar á Skerjafjarðarflugslysinu. Þetta er vitaskuld alrangt og Þormóður veit það. Rangfærslur Þormóðs mætti hrekja með allmörgum orðum en ég ætla ekki að standa í því. Vil þó árétta eftirfar- andi: Líndalsnefndin staðfesti að ritskoð- un Flugmálastjórnar (FMS) hafi verið röng, því rétt væri að flugvélin umrædda hafi ekki átt að fá skírteini og vera hleypt í loftið. Flugvélina hafi átt að stöðva vegna óljósrar sögu og ófullnægjandi gagna. Hún átti ekki að vera í loftinu og þar af leiðandi ekki að hrapa! Engar rannsóknir hafa leitt í ljós sann- anlega orsök flugslyssins. Það er aðeins líkindareikningur sem leiðir af sér tilgátu um bensínleysi og RNF rannsakaði ekki hreyfilinn skilvíslega áður en honum var fargað. Líndalsnefndin staðfesti að það var óheppilegt að láta hreyfilinn frá sér með ótímabærum hætti. Úrbræðsla hefur ekki verið afsönnuð, hvað sem líður ein- hverri dularfullri olíusíu sem Líndals- nefndin fékk í hendurnar frá hagsmuna- aðila. Virkt og á köflum óvægið aðhald á RNF og FMS átti fullkomlega rétt á sér og átti m.a. sinn þátt í nýjum lagasetn- ingum um FMS og rannsóknir flugslysa (sem RNF var á móti), flýtti fyrir setn- ingu reglna um smærri flugrekendur, leiddi til sérstakrar rannsóknar á björg- unarþættinum og leiddi auk þess af sér þær tillögur sem Þormóður talar nú ein- mitt um sem gagnlegar – og RNF kom aldrei til hugar. Þetta er langt í frá tæm- andi upptalning. Loks hlýt ég að taka niðurstöðum Lín- dalsnefndarinnar með töluverðum fyrir- vara í ljósi hatrammrar árásar formanns nefndarinnar á mig persónulega.“ „Gagnrýn- in átti víst rétt á sér!“ GJALDSKRÁR orkuveitna vegna flutnings og dreifingar á raforku hækka ekki milli ára nú nema hjá Orkuveitu Húsavíkur þar sem hækkunin er 40–80% og hjá Orkubúi Vestfjarða þar sem hækk- unin er 10%, að því er fram kemur í útreikningum Alþýðusambands Ís- lands. Dæmi eru tekin af kostnaði þriggja heimila vegna flutnings og dreifingar raforku, sem nota mis- mikla raforku á hverju ári. Kostn- aður vegna sölu á raforkunni er undanskilinn og eingöngu horft á drefingarkostnaðinn þar sem hann er háður einkaleyfi hverrar veitu á sínu svæði og notendur hafa því ekki möguleika á að hafa áhrif á hann. Fram kemur hjá Alþýðusam- bandinu að lítið heimili sem notar 2000 kílóvattstundir af raforku á ári greiðir hæsta verðið í dreifbýli á svæði Orkubús Vestfjarða (OV) eða 22.185 kr. Minnst greiðir sam- bærilegt heimili á þéttbýli á svæði OV kr. 15.065 kr. og nemur mun- urinn 47%. Meðal heimili sem notar 4000 kWh af raforku á ári greiðir hæst kr. 34.112 hjá OV í dreifbýli en lægst kr. 22.634 hjá Hitaveitu Suð- urnesja sem er 51% munur. Heim- ili sem notar 6000 kWh af raforku á ári greiðir hæst hjá OV í dreifbýli kr.45.946 en lægst hjá Hitaveitu Suðurnesja kr. 29.905 sem er 54% munur, að því er fram kemur á vef ASÍ.. Gjaldskrár hækka hjá OV og OH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.