Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.01.2006, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● ÚRVALSVÍSITLALA aðallista Kaup- hallar Íslands fór í gær í fyrsta skipti yfir sex þúsund stig, en hún fór yfir fimm þúsund stig þann 17. nóvember síðastliðinn. Lokagildi vísitölunnar í gær var 6.009 stig og hækkaði um 0,9% frá deginum áður. Heildar- viðskipti í Kauphöllinni í gær námu 14,7 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 6,8 millj- arða. Mest viðskipti voru með bréf Ís- landsbanka, eða fyrir liðlega 1,6 millj- arða. Af úrvalsvísitölufélögunum hækkuðu bréf SÍF mest, eða um 4,1%, bréf Kögunar um 2,5% og bréf Íslandsbanka um 2,1%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Flögu Group, eða 1,8%, og þá lækkuðu bréf Dagsbrúnar og FL Group um 0,9%. Nýtt met í Kauphöllinni ● ÞAU mistök urðu við vinnslu sam- anburðartöflu á nafnávöxtun á bankareikningum árið 2005, sem birt var í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær, að tölur yfir ávöxt- un á reikningum S24 voru rangar. Réttar tölur eru birtar í meðfylgjandi töflu. Þá olli innsláttarvilla því að ávöxt- un á SPV Þrep reikningi var sögð vera á bilinu 5,36-8,13%, meðan hið rétta er að hún er á bilinu 5,36- 8,31%. Er beðist velvirðingar á þess- um mistökum. Leiðrétt ávöxtun S24       !  "# $   "# $  % "#    &'   %  %  ● SEÐLABANKI Evrópu (ECB) til- kynnti í gær að stýrivextir í aðildar- löndum Myntbandalags Evrópu yrðu óbreyttir, 2,25%, næsta mánuðinn. Þetta var ekki óvænt en allir þeir sér- fræðingar sem Bloomberg News hafði spurt spáðu óbreyttum vöxtum. Það er mat sérfræðinga að þrátt fyrir að hagsveiflan á evrusvæðinu sé já- kvæð sé þenslan ekki svo mikil að grípa þurfi til aðhaldsaðgerða á næstunni. Englandsbanki tilkynnti sömuleið- is í gær að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir en þeir eru nú 4,5%. Þetta var einnig í takt við væntingar sér- fræðinga. Stýrivextir óbreyttir ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ORKUVEITA Reykjavíkur hefur samþykkt yfirtökutilboð Atorku Group í Jarðboranir og selt félaginu alla hluti sína á genginu 25 krónur fyrir hvern hlut. Fyrir söluna var OR næst stærsti hluthafi í Jarðborunum með 12,98% hlutafjár. Þar með hef- ur Atorka eignast 80,63% af heildar- hlutafé Jarðborana sem jafngildir 83,45% af virku hlutafé félagsins. Fyrir hlut sinn í Jarðborunum fær OR ríflega 216 milljónir hluta í Atorku og jafngildir það 7,8% af hlutafé félagsins. Miðað við hlut- hafalista frá 29. nóvember síðast- liðnum verður OR þar með fjórði stærsti hluthafi Atorku. OR samþykkir tilboð Atorku EVRÓPSKA sjónvarpsfyr- irtækið Bonnier og kvik- myndaleyfishafinn SAM fé- lagið hafa undirritað samning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að sjónvarps- stöðvar Fast TV verði aðgengilegar íslenskum heimilum sem tengd eru við ljósleiðaranet Orkuveitunnar. Fast TV er í eigu Bonnier og sérhæf- ir sig í að dreifa sjónvarpi um kap- alkerfi í Skandinavíu. Í tilkynningu frá þessum aðilum segir að Fast TV hafi að undanförnu unnið að því að stækka þjónustu- svæði sitt í Skandinavíu og komi nú inn á íslenskan markað fyrir tilstuðl- an samstarfsaðila síns, SAM félags- ins. „Samningurinn felur í sér miðl- un á sífellt vaxandi vöruframboði Fast TV og SAM félagsins sem samanstendur af sjón- varpsrásum og kvikmyndum sem hægt verður að leigja á gagnvirkan hátt í gegnum sjónvarp með einfaldri aðgerð á fjar- stýringu,“ segir í tilkynningunni. OR á og rekur ljósleiðaranet sem nú þegar þjónar fyrirtækjum og stofnunum á orkuveitusvæði fyrir- tækisins. Í tilkynningunni segir að OR muni tengja öll heimili í Reykja- vík, Seltjarnarnesi, Akranesi og Hveragerði við netið og reka það sem opið net. Tenging heimila við opin net geri þjónustuaðilum kleift að veita margvíslega þjónustu yfir netið, þar með talið síma, internet, sjónvarp, myndefni, öryggisvöktun og fleira. Fast TV á ljósleiðaraneti OR MIKILVÆGT er fyrir íslensk fyrir- tæki sem hyggja á útrás að kanna hvernig greiðsluáhætta í viðskipta- landinu er. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Intrum Justitia stóð fyrir í gær. Intrum hefur, með hjálp könnunar á greiðsluhegðun í 23 Evrópulöndum, reiknað út svokallaða greiðsluhegð- unarvísitölu Evrópulanda. Sam- kvæmt henni er afskriftahlutfall við- skiptakrafna misjafnt eftir löndum og einnig innheimtutími eða veltuhraði krafna. Stefan Schär, sérfræðingur frá Intrum Justitia í Sviss, sagði á fund- inum að greiðsluáhætta viðskipta- krafna væri minnst í Finnlandi og Svíþjóð, en mest í Portúgal og Tékk- landi. Á Íslandi sé tiltölulega lítil áhætta, eða sú fimmta minnsta í könnuninni. Sigurður A. Jónsson, forstjóri Intr- um á Íslandi, sagði að menning í hverju landi fyrir sig væri mjög stór þáttur í öllu sem tengdist innheimtu. Sem dæmi megi nefna að flytji fyr- irtæki vöru út til Suður-Evrópu séu líkur á því að innheimtutími sé þar lengri, þ.e. að gert sé ráð fyrir því að fyrirtæki taki sér lengri tíma til að gera upp kröfur. Þá geti íslensk fyr- irtæki staðið frammi fyrir því að þurfa að gera upp við sína birgja áður en greitt hafi verið fyrir vöruna, því hérlendis sé meðalinnheimtutími krafna um 35 dagar en hann geti verið rúmlega 100 dagar í sumum löndum. Því geti lausafjárstaða fyrirtækja versnað á skömmum tíma og það leitt til þess að fjármagn skorti. Á fundinum í gær kom einnig fram að á næstu vikum verði sambærileg könnun gerð hér á landi. Fyrirtækj- um gefst um leið og tekið er þátt í könnuninni kostur á að fá senda sam- anburðaskýrslu þar sem hægt er að fá samanburð við önnur fyrirtæki á Ís- landi eða í hinum 23 Evrópulöndun- um sem tekið hafa þátt í könnuninni. Greiðsluáhætta skiptir máli fyrir útrásarfyrirtæki SKARPHÉÐINN Berg Steinars- son, stjórnarformaður FL Group, segir að það væri gott ef í boði væri ráðgjöf til minnihluta hluthafa í fé- lagi ef einhver stór hluthafi gerir yf- irtökutilboð í félagið. Það sé hins vegar varla hægt að ætlast til þess að sá sem gerir yfirtökutilboðið veiti minnihluta ráðgjöf. Slík ráðgjöf verði að koma annars staðar frá. Kom þetta fram á fundi sem Félag viðskiptafræðinga MBA frá Háskóla Íslands (MBA-HÍ) stóð fyrir um stöðu hluthafa í hlutafélögum. Þeir Skarphéðinn og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og aðjunkt við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands, voru frum- mælendur á fundinum og vék Vil- hjálmur í máli sínu að launakjörum Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group. Hann sagði undarlegt að háar launagreiðslur til handa for- stjóranum væru réttlættar með því að hann væri stór hluthafi í félaginu. Skarphéðinn sagði málið hins vegar snúast um nauðsyn þess að launakjör Hannesar Smárasonar séu gagnsæ og liggi ljós fyrir þar sem hann sé stór hluthafi í félaginu. Tók hann fram að fyrir utan mán- aðarlegar launagreiðslur fær Hann- es engin önnur fríðindi, tekjur eða kaupréttarmöguleika. Hagsmunir stórra og smárra fara saman Vikið var að stöðu óháðra stjórn- armanna í hlutafélögum og sagðist Skarphéðinn í raun ekki skilja hvað- an áhugi manna á óháðum stjórn- armönnum kæmi né hvaða vanda- mál þeir ættu að leysa. Sagði Skarphéðinn að smærri hluthafar keyptu hluti í fyrirtækjum af því að þeir treystu stóru hluthöfunum til að ávaxta fé sitt. Hagsmunir stórra og smárra hluthafa færu þar saman og því mætti allt eins líta á fulltrúa stórra hluthafa í stjórn sem fulltrúa þeirra smærri líka. Lagareglur kæmu í veg fyrir að stjórnir tækju ákvarðanir sem hygluðu ákveðnum hluthöfum á kostnað fyrirtækis eða annarra hluthafa og ætti sá varnagli að nægja. Laun forstjóra FL Group þurfa að vera gagnsæ Morgunblaðið/Golli Frummælendur Skarphéðinn Berg Steinarsson og Vilhjálmur Bjarnason. Launakjör forstjórans voru rædd á fundi um stöðu hluthafa í félögum Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÍSLANDSBANKI gerði í fyrradag kaupréttarsamninga við þá fram- kvæmdastjóra bankans sem sitja í framkvæmdastjórn hans. Í til- kynningu til Kauphallar Íslands segir að markmið samninganna sé að tengja saman hagsmuni hluthafa og stjórnenda. Samningarnir veita hverjum framkvæmdastjóra rétt til kaupa á 10 milljón hlutum í Íslands- banka á meðalverði hlutabréfa í bankanum eins og það var í fyrradag, eða 19,34 krónur á hlut. Hver framkvæmdastjóri get- ur því keypt hlutabréf í Íslands- banka fyrir samtals 193,4 millj- ónir króna. Samningarnir eru til þriggja ára. Þeir framkvæmdastjórar sem um ræðir eru: Finnur Reyr Stef- ánsson, Haukur Oddsson, Jón Diðrik Jónsson, Tómas Krist- jánsson og Frank Ove-Reite. Morgunblaðið/Ásdís Stjórnendur ÍSB með 193 milljóna kauprétt                !  "# #                     !"#$  % !"#$ &%%' !"#$ ()*+#$ ,-( !"#$ ,. !"#$ /-+0)+%#$ 1!"2+(&+%#$ 1'(!+#$ .+0)+%/-+0#$ 34-#$ 3 ,# +#$ /,#$ !5!6&!78,98$)+%#$ :!#$    ,%5%7!/-+0#$ +0#$ ;5"79+#$ <4-+0 !"#$ 7) +#$ =#49#$ >?, -+>4 -4!5 @A((+(57'7+#$ ++-!'7+#$  !" # ,%4-0A9$97#$ -8!$B-(!7!-+0$ "$%& <C E7 7%47                  6 6 6 6  6  6 6 6 6   &4A+($8 $A7%47   6 6 6    6 6   6 6 6 6 6 6  6 6 6 6 6 F F F  F6  F6 F6  F  F F F  6 F6 F  F F 6 6 6 6 6 6 F 6 6 6 6 6 ;4-07%" 0(+ @-) 7E- %0(H 1!"-                             6 6 6 6  6   6 6 6 6                                                      7%"E2*% @;I #!(!+- ,9'-0 7%"           6 6 6 6 6  6 6 6 6  0J K> % $ $   ,@  L  %     C C M3L    $   M3L1#'$+ %%4 %     <CL  N +4  $  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.