Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 14

Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRÍR ráðherrar Likud-flokksins fóru í gær að fyrirmælum formanns síns og sögðu sig úr rík- isstjórn Ísraels. Krafa formannsins olli deilum og Silvan Shalom utanríkisráðherra samþykkti ekki fyrr en seint í gærkvöldi að leggja fram lausn- arbeiðni sína, sem hann mun gera í dag. Þrátt fyr- ir alvarleg veikindi Ariels Sharons forsætisráð- herra sjást þess nú glögg merki að kosningar eru skammt undan í Ísrael. Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud, hafði gef- ið ráðherrunum bein fyrirmæli þess efnis að þeim bæri að segja af sér í gær, fimmtudag. Hér ræðir um þá Silvan Shalom utanríkisráðherra, Limor Livnat menntamálaráðherra, Israel Katz land- búnaðarráðherra og Danny Naveh heilbrigðisráð- herra. Sagði Netanyahu ótækt með öllu að Likud tæki áfram þátt í stjórnarsamstarfinu þar sem flokknum myndi þá ekki auðnast að koma fram sem skýr valkostur í ísraelskum stjórnmálum. Ráðherrarnir ákváðu hins vegar miðvikudags- kvöld að hundsa fyrirmæli formannsins og gerðu það fram eftir degi í gær er þrír þeirra létu undan þrýstingnum í nafni flokkseiningar. Hald manna er að ráðherrarnir hafi ekki viljað segja af sér fyr- ir prófkjör miðstjórnar Likud vegna þing- kosninganna í Ísrael 28. mars. Sá fundur var hald- inn í gærkvöldi og gengið frá framboðslista vegna þingkosninganna. Var því spáð að þeir frambjóð- endur, sem mesta hörku vilja sýna í samskiptum við Palestínumenn, ættu góðan árangur vísan. Ísrelska dagblaðið Haaretz greindi frá því í gær, að ráðherrarnir fjórir hefðu á fundi á mið- vikudagskvöld ákveðið að fresta afsögninni til sunnudags. Netanyahu hefði ekki haft fyrir því að greina þeim fyrirfram frá því að hann hygðist í ræðu beinlínis krefja þá um lausnarbeiðni. Mun þeim hafa þótt þessi framganga Netanyahus nið- urlægjandi og lýsa yfirgengilegri frekju. „Ráð- herrar Likud eru ekki starfsmenn formannsins,“ hafði blaðið eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherr- ans. Afstaða ráðherranna var sögð hafa fallið í grýtt- an svörð í herbúðum Netanyahus, sem mun telja að Shalom utanríkisráðherra hafi skipulagt and- stöðuna. Útvarpið í Ísrael kvaðst í gær hafa heim- ildir fyrir því að Shalom hygðist í engu hvika frá fyrri afstöðu og því ekki segja af sér fyrr en á sunnudag. Þeir Shalom og Netanyahu funduðu um málið í gærkvöldi og var þá frá því skýrt að Shalom hefði fallist á að segja af sér í dag, föstu- dag. Sýnt er að spenna magnast nú innan Likud- flokksins, sem á í miklum erfiðleikum eftir brott- hvarf Sharons ef marka má skoðanakannanir. Afsögn ráðherranna kemur hins vegar ekki á óvart. Sýnt var er Sharon klauf Likud í nóvember- mánuði og stofnaði nýjan flokk, Kadima, að ráð- herrar fyrrnefnda flokksins myndu yfirgefa skip- ið. Töf varð hins vegar á því þegar Sharon veiktist. Andstaða við kosningar í Austur-Jerúsalem Á miðvikudagskvöld gangsetti Netanyahu á ný pólitísku mulningsvélina er hann réðst harkalega að Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra og líklegum leiðtoga Kadima-flokksins. Sakaði hann flokksmenn m.a. um að hafa nýtt sér veikindi og persónu Sharons í pólitískum tilgangi. Netanyahu vék sérstaklega að þeim áformum ríkisstjórnar- innar að heimila Aröbum í Austur-Jerúsalem að taka þátt í þingkosningum Palestínumanna 25. þessa mánaðar. Sagði hann Olmert og menn hans hafa vikið frá stefnu Ísraela að líta á Jerúsalem sem óskiptanlega höfuðborg ríkis gyðinga. Í hug- um Palestínumanna er Austur-Jerúsalem höfuð- borg framtíðarríkis þeirra. Ísraelar hertóku borg- arhlutann árið 1967 og innlimuðu síðar í ríki sitt. Formleg staðfesting þess efnis að íbúum Aust- ur-Jerúsalem verði gert kleift að greiða atkvæði í þingkosningunum liggur raunar ekki fyrir. Ísra- elskir ráðamenn hafa á hinn bóginn gefið mjög ákveðið til kynna að sú verði raunin. Hafa þeir og sætt þrýstingi af hálfu Bandaríkjastjórnar í þessu efni. Ehud Olmert hefur lýst yfir því að ríkis- stjórnin muni formlega afgreiða mál þetta á fundi sínum á sunnudag. Ráðherrar Likud höfðu lýst yf- ir eindreginni andstöðu sinni. Með þeirri ákvörðun Likud að segja sig úr stjórninni er því ljóst að ráð- herrar flokksins munu ekki koma frekar að fyr- irkomulagi kosninganna í Austur-Jerúsalem. Þrír ráðherrar Likud kveðja Ísraelsstjórn Utanríkisráðherrann hundsar bein fyrirmæli flokksformannsins Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is INDVERJAR halda upp á þjóðhá- tíðardag sinn eða lýðveldisdaginn eins og þeir kalla hann 26. þessa mánaðar og þá er mest um dýrðir í höfuðborginni, Nýju-Delhí. Hinar ýmsu deildir hersins verða þá með skrúðgöngur, til dæmis þessi sem hér sést, landamæravörðurinn. Þar er úlfaldinn fararskjótinn en hann mun víst fær um að spretta vel úr spori þótt ekki sé hann hlaupalegur að sjá. Reuters Æft fyrir lýðveldisdaginn ÓEIRÐIR brutust í gær út í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, og virt- ist sem ríkisstjórn landsins væri að falli komin. Rúmlega 500 manns söfnuðust saman á helsta torgi miðbæjarins og réðust síðan inn í höfuðstöðvar Bylt- ingarflokks mongólskrar alþýðu til að mótmæla þeirri ákvörðun flokks- forustunnar að draga sig út úr rík- isstjórn landsins. Fullyrti fólkið að Byltingarflokkurinn hefði reynt valdarán í landinu. Byggingin skemmdist en ekki bárust fregnir af því að menn hefðu slasast eða verið handteknir. Byltingarflokkurinn, sem forðum var útibú Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, hætti stuðningi við ríkis- stjórnina á miðvikudag. Þá sögðu af sér 10 af 18 ráðherrum og var þar með bundinn endi á tæplega tveggja ára samstarf við Lýðræðisflokkinn. Tsakhia Elbegdorj, forsætisráð- herra, sem fer fyrir Lýðræðisflokkn- um, var enn við völd síðdegis í gær og þingheimur ræddi hvort fallast bæri á afsögn ráðherranna. En þar sem Byltingarflokkurinn hefur 38 af 76 þingmönnum var sýnt að flokkn- um myndi takast að þvinga fram samþykki og þar með ljúka valda- skeiði forsætisráðherrans. Veruleg umskipti hafa orðið í Mongólíu á undanliðnum árum en landið var áður því sem næst sovéskt leppríki. Breytingar á efnahagssvið- inu þykja hafa tekist ágætlega en hagkerfið mótast mjög af því að um helmingur þjóðarinnar er hirðingjar. Spillingarásakanir Stjórnmálin hafa einkennst af spennu en verið friðsæl til þessa. Landið er hins vegar enn einangrað og þjóðin, sem byggir þetta risastóra ríki (sem er þrisvar sinnum stærra en Spánn og 15 sinnum stærra en Ís- land) er fátæk og raunar fámenn einnig, því í Mongólíu búa aðeins um 2,7 milljónir manna. Hið fyrirsjáanlega hrun ríkis- stjórnar Elbegdorj er komið til sök- um óánægju með efnahagsstjórnina en forsætisráðherrann hefur einnig verið vændur um margvíslega vald- níðslu, spillingu og að hygla einka- vinum og flokkshrossum. Lögreglu- og herlið voru í gær á götum Ulan Bator þar sem um þriðj- ungur þjóðarinnar býr. Mikil ólga í Mongólíu Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Seoul. AFP. | Suður-kóreski vísinda- maðurinn Hwang Woo-suk bað í gær þjóð sína fyrirgefningar á að hafa logið til um mikilvægar uppgötvanir á sviði stofnfrumurannsókna. Hann skellti hins vegar skuldinni á undirmenn sína og vændi þá um svik og blekkingar. Hwang fullyrti á fundi með frétta- mönnum í gær að hann réði yfir tækni til að búa til fósturvísastofn- frumur, sem væru erfðafræðilega sérhannaðar fyrir tiltekna sjúklinga. Sagðist Hwang geta búið slíkar frumur til á hálfu ári ef hann fengi nóg af eggjum. Þetta er í fyrsta skipti í þrjár vikur sem Hwang kemur fram opinber- lega. Á þriðjudag voru birtar niður- stöður rannsóknarnefndar Þjóð- arháskólans í Suður-Kóreu, sem falið var að fara yfir rannsóknir Hwangs. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að „afrek“ hans öll hefðu ver- ið tilbúningur en honum hefði að vísu tekist að einrækta hund af afgönsku kyni. Hwang kvaðst beygður af skömm og sagðist axla ábyrgðina á því að hafa ekki farið í saumana á þeim upplýsingum, sem undirmenn sínir hefðu látið sér í té. „Sem aðalhöfund- ur [rannsóknanna] verð ég að axla ábyrgð á því að notuð skyldu gögn, sem voru uppspuni,“ sagði Hwang. En hann fullyrti að sjálfur hefði hann ekki vitað um blekkingarnar, sem samstarfsmenn hans við rann- sóknirnar hefðu beitt. Á rannsókn- arstofu hans hefðu verið búnir til um eitt hundrað einræktaðir mannafóst- urvísar, en sjúkrahúsið sem nam úr þeim stofnfrumur hefði logið til um niðurstöðurnar. Hwang gat sér þess til að yfirmaður sjúkrahússins hefði viljað hefna sín persónulega á hon- um. Ýmsir sérfræðingar telja blekk- ingar Hwangs með stærri svikum síðari tíma á sviði vísinda. Hwang biður um fyrirgefningu Segir undirsáta hafa svikið sig Hwang Woo-suk á blaðamannfundi í Seoul í gær. Síðar um daginn var gerð leit á heimili hans en í ráði er að draga hann fyrir dómstóla. ARMIN Meiwes, sem dæmdur var í þýskum undirrétti í rúmlega átta ára fangelsi fyrir að drepa mann og éta hann síðan, kom aftur fyrir rétt í Frankfurt í gær. Áfrýjuðu saksóknarar dóminum og krefjast þeir þess að Meiwes verði dæmdur fyrir morð og í lífstíðarfangelsi. Meiwes auglýsti á síðum á netinu eftir „manni á aldrinum 18 til 30 ára til slátrunar“ og þannig komst hann í kynni við þann sem hann drap, Bernd Jürgen Brandes. Var hann einn af meira en 200 mönn- um, sem svöruðu auglýsingunni. Bendir flest til að Brandes hafi fúslega samþykkt að vera drepinn og étinn. Mannætan fyrir rétti AP Ósló. AP. | Talsmaður norska dag- blaðsins Magazinet sagði í gær, að blaðinu hefðu borist margar hótanir, þar á meðal dauðahótanir, eftir að það birti danskar myndir af Múham- eð spámanni. Myndirnar, sem birtust fyrst í Jyl- lands-Posten, hafa vakið mikla gremju meðal múslíma og svo virðist sem um samræmdar aðgerðir gegn Magazinet sé að ræða. Hefur tölvu- póstskeytum rignt yfir það, meðal annars með myndum af brunnum líkum, og í einu, sem stílað er á rit- stjórann, Vebjørn Selbekk, segir einfaldlega: „Þú er svo gott sem dauður.“ Blaðamenn fá hótanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.