Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 19
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Reykjavík | Umhverfissvið Reykja-
víkurborgar stendur þessa dagana
fyrir samráði við borgarbúa um
sjálfbært samfélag. Hófst það nú á
mánudag og stendur í tvær vikur. Í
samráðinu felst m.a. að hverjum og
einum borgarbúa er boðið að koma á
framfæri eigin hugmyndum um
hvernig borgaryfirvöld eigi að
standa að því að skapa sjálfbært
samfélag á næstu
árum.
Hugmyndir
borgarbúa geta
fjallað um ólík
viðfangsefni, t.d.
notkun útivistar-
svæða, samgöng-
ur, náttúruvernd,
landnýtingu, loft-
gæði, lýðheilsu,
ásýnd borgarinn-
ar, umhverfis-
fræðslu, hverfin, sorp og umgengni.
Þannig er spurt hverju borgarbúar
vilji breyta og hvað þeir vilji vernda.
Samráð Umhverfissviðs við borg-
arbúa er þáttur í endurskoðun á um-
hverfisáætlun Reykjavíkur – Staðar-
dagskrá 21 og gengur nú undir
heitinu Reykjavík í mótun. Samráð
með þessum hætti er nýlunda, en
hugmyndirnar verða síðan notaðar
til að móta stefnu Reykjavíkurborg-
ar í umhverfismálum og sjálfbærri
þróun.
Fyrir þá sem ekki þekkja til Stað-
ardagskrár 21 á hún rætur sínar að
rekja til umhverfisráðstefnunnar í
Ríó árið 1993. Þar var niðurstaða
ráðstefnugesta sú að enginn árangur
næðist í sjálfbærri þróun nema með
öflugu starfi í grasrót og á sveitar-
stjórnarstiginu, með náinni sam-
vinnu við almenning. Staðardagskrá
21 snýst um það að virkja almenning
og einstaklingsframtak með stefnu-
mótun og framkvæmdaáætlunum á
sveitarstjórnarsviði.
Almenningur getur tekið þátt í
samráðinu með því að heimsækja
slóðina www.hallveigarbrunnur.is,
en þar er óskað eftir skriflegum hug-
leiðingum undir nafnleynd um um-
hverfismál. Einnig má senda hug-
leiðingar í tölvupósti á netfangið
sd21@reykjavik.is eða bréflega til
umhverfissviðs Reykjavíkurborgar,
Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, merkt
„Reykjavík í mótun“. Þá geta borg-
arbúar hringt gjaldfrjálst í talhólf í
símanúmerið 800-1110.
Fjölbreyttar hugmyndir
Hallveigarbrunnur er einmitt
nefndur eftir Hallveigu Fróðadóttur,
konu Ingólfs Arnarsonar landnáms-
manns. „Við viljum horfa jafnt til
landnemanna, sem mótuðu þetta
samfélag, þannig að það er útspil
okkar að þau byrjuðu og nú er komið
að okkur að hafa áhrif á mótun
Reykjavíkur,“ segir Ellý Katrín
Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Um-
hverfissviðs Reykjavíkurborgar.
Ellý segir hafa gengið mjög vel að
fá tillögur frá borgarbúum, en í
fyrradag hafi borist milli 200–300 til-
lögur frá borgarbúum í Hallveigar-
brunn. „Við höfum fengið mjög já-
kvæð viðbrögð frá fólki og
sérstaklega á hana Hallveigu,“ segir
Ellý. „Við erum að sjá tillögur um
breytta legu Sundabrautar miðað við
þær sem hafa verið til skoðunar, til-
lögur um nýtingu útivistarsvæða,
grenndargáma og betri aðstöðu fyrir
gangandi og hjólandi vegfarendur.
Svo erum við að sjá nýstárlegar hug-
myndir um kaffi- og veitingaskála á
nýjum stöðum í borginni. M.a. sneri
ein tillaga að íþróttasvæði á nýjum
stað sem myndi hvetja börn og ung-
linga til íþróttaiðkunar og bæta lýð-
heilsu.“
Tillögurnar eru ýmist nafnlausar
eða með nafni og koma alls staðar að,
jafnt úr borginni sem og utan henn-
ar. Ellý segir það fyrirtak, enda sé
Reykjavík höfuðborg allra lands-
manna. „Sem dæmi um tillögur um
bættar almenningssamgöngur höf-
um við tillögur um endurbætur á bið-
skýlum strætisvagna, hvort hægt sé
að hita þau upp eða allavega sætin.
Þá hefur verið stungið upp á því að
hafa útvarp í þeim.“
Ellý segir ljóst að fólk hugsi vítt
og mikil fjölbreytni einkenni þær
hugmyndir sem séu að koma inn.
„Við erum að virkja borgara í því að
reyna að sjá framtíðarsýn borgar-
anna. Margir horfa sér nær inn í sitt
hverfi, sem er mjög gott, því þannig
sjáum við hvað brennur á fólki,“ seg-
ir Ellý og bætir við að það væri gott
að fá líka ábendingar um það sem er
gott og vert að halda í, þar sem mik-
ilvægt sé að vita hverju sé óæskilegt
að fórna.
Virkja þarf ímynd-
unarafl borgarbúa
Morgunblaðið/Kristinn
Öldurót á Tjörninni Ætli gestir hins fljótandi kaffihúss á Tjörninni yrðu
ekki rambandi af sjóriðu eftir kaffisopann í svona veðri?
Ellý K.
Guðmundsdóttir
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
62
43
10
/2
00
4
debenhams
S M Á R A L I N D
debenhams
útsalan
af enn meiri
krafti
Allar útsöluvörur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
3
09
21
01
/2
00
6
Nýtt kortatímabil
50 afsláttur%