Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 22
Veitingahúsið Sólblómið er í Hage-hverfinu í Gautaborg sem er þekkt fyrir að hýsa mörg veitingahús og kaffihús. Vasinn er lista- verk. Meðal ann- ars er notað 24 karata gull til að mála á hann. Hann er tveir metrar á hæð og til sölu ásamt öðrum alveg eins. Saman kosta þeir 1.300.000 ís- lenskar krónur. 22 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Eftir jólin eru flestir á því aðauka hollustuna í mat-aræðinu, draga úr neysluá feitu kjöti og sætindum frá fyrra mánuði og auka neyslu á grænmeti og fiski. Bragðgóða græn- metisrétti þarf ekki að vera erfitt að búa til og jafnvel má leita langt yfir skammt eftir uppskriftum, t.d. til Gautaborgar. Hreinræktaðir grænmetisveitinga- staðir eru ekki margir í Gautaborg en grænmetisrétti má þó finna á flestum veitingastöðum. Einn gamall og gró- inn grænmetisveitingastaður er Solrosen eða Sólblómið í Haga- hverfinu, gömlu verkamannahverfi sem orðið er að eftirsóttu íbúðahverfi þar sem kaffihús og litlar búðir eru á hverju strái. Á hliðargötu út frá aðal- götunni Haga Nygata er veitinga- staðurinn Solrosen sem lætur ekki mikið yfir sér en er vel sóttur, sér- staklega í hádeginu. Einfaldur matur Fjórir félagar, Lennart Levin, Roger Bellstrand og bræðurnir And- ers og Martin Carlsson, hafa rekið staðinn í rúman aldarfjórðung og leggja ekki mikið upp úr breytingum eða nýjungum. Það hefur líklega skil- að þeim fastagestum sem halda staðnum uppi. Matseðillinn er ein- faldur og það er ódýrt að fá sér hollan hádegismat eða kvöldmat ef því er að skipta, þ.e. um 600 krónur fyrir einn rétt og þá fylgir salatbar og vatn bragðbætt með gúrku eða sítrónu. Alltaf er hægt að velja á milli tveggja rétta, annar getur innihaldið egg eða mjólkurvörur (vegetarian) en hinn er einungis úr grænmeti (vegan). Græn- metislasagna er þar að auki alltaf á boðstólum og salatbarinn. Matreiðslan er ekki framandi eða framúrstefnuleg heldur núorðið frek- ar hefðbundin þótt hún hafi ekki verið það þegar þeir félagar hófu rekst- urinn fyrir svo löngu með því takmarkaða framboði af græn- meti sem þá var. Þeir voru þá allir grænmetisætur og byrjuðu að þreifa sig áfram í slíkri mat- reiðslu með góðum árangri. „Þetta gekk mjög vel í byrjun og staðurinn varð vinsæll en síðan hafa verið miklar sveifl- ur,“ segir Lennart þar sem hann situr á bar- stól á Solrosen áður en kvöldgestirnir byrja að tínast inn. Aldrei farið eftir uppskrift Matreiðslan hefur þróast hægt og rólega og þeir félagar hafa prófað sig áfram með fyr- irkomulagið á veit- ingastaðnum. Á tímabili var veitingastaðurinn frekar fínn, með dúkuð borð og matseðil með tólf mis- munandi aðalréttum en það gekk ekki upp til lengdar. Núverandi fyr- irkomulag þar sem ekki er þjónað til borðs og verðinu haldið niðri hefur gefist betur og Lennart segir að þeir muni halda sig við það. „Ég hef aldrei á ævi minni farið eftir upp- skrift,“ segir Lennart spurður um hvaðan upp- skriftirnar koma. „Við lesum okkur til og prófum hitt og þetta.“ Allir fjórir eru kokkar og skiptast á að elda en Lennart geymir sínar upp- skriftir í kollinum. Uppskriftirnar eru ekki yfirfarnar af næringarfræðingi heldur hafa þeir félagar hollustuna í  MATARKISTAN Sesamborgarar á Sólblóminu Matseðillinn er einfaldur en alltaf er boðið upp á nokkra grænmetisrétti. Lennart Levin er einn af fjórum bræðrum sem reka grænmetisstaðinn. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Steingerður Áritunin sem sést framan á verkinu er þekkt kínverskt ljóð. Það segir frá manni sem býr í litlum dal og er að fara að heiman síðla vors og myndin er byggð á ljóðinu. Þessi listmunur er unninn í 72 þrepum og brenndur við 1.380° hita. Myndin er í fjórum lögum og brenna þarf upp á nýtt eft- ir að hvert lag er unnið. Hálft ár tek- ur að búa kerið til. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar frá framleiðendum komu hingað til lands til að fylgja sýningunni eftir. Morgunblaðið/Golli Eins og sjá má er mikið úrval postulíns á sýningunni. Matthías benti sérstaklega á hestinn sem sést fyrir miðri mynd og sagði að Kínverjar hefðu gert slíka muni frá því áður en Ísland var numið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.