Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 23

Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 23
fyrirrúmi og byggja á langri reynslu. „Á þessum næstum þrjátíu árum höfum við þurft að setja okkur inn í umræðuna um hollustu og heilbrigði. Við vitum hvaða vítamín eru í hvaða grænmeti og hvaða fæðutegundir eru til dæmis próteinríkar. Og við reyn- um að blanda saman og búa til rétti út frá þeirri þekkingu og getum því svarað spurningum gesta um hollustu mismunandi rétta. Við reynum til dæmis að nota sem mest fræ og korn með hýði því þar er mest af vítamín- unum. Við forðumst allan pakkamat og gerum yfirleitt allt frá grunni.“ Kaffi- og veitingahúsahverfi Lennart segist ekki finna fyrir fjölg- un gesta sérstaklega eftir jólin, fasta- gestirnir koma hvenær sem er. Haga- hverfið og nágrenni státar af flestum kaffi- og veitingastöðum á ferkíló- metra í N-Evrópu, að sögn Lennarts og það þarf ekki að koma á óvart. Ís- lendingar geta skoðað svæðið með eig- in augum og t.d. prófað veitingahús í Gautaborg frá og með næsta vori þeg- ar beint flug hefst á milli Íslands og Gautaborgar, annarrar stærstu borg- ar Svíþjóðar. Lennart lætur til leiðast og gefur nokkrar uppskriftir að vinsælum rétt- um á Solrosen. Grænmetislasagna er alltaf á boðstólum og ýmiss konar buff og borgarar eru einnig vinsæl. Grænmetislasagna 2 dl grænar linsubaunir 1 laukur 1 gulrót 4–5 msk. tómatkraftur 1 dós niðursoðnir tómatar 2–3 hvítlauksrif oregano svartur pipar örlítill sykur Sjóðið linsurnar í 15 mínútur og hellið vatninu af. Saxið laukinn og ríf- ið gulrótina gróft og steikið í olíu á pönnu. Bætið tómatkrafti, niður- soðnum tómötum, hvítlauk, sykri og kryddi út á pönnuna og látið krauma og sjóða niður. Blandið soðnum linsum út í tóm- atsósuna. Bechamel-ostasósa 2 dl olía 1 dl hveiti salt ½ l mjólk rifinn ostur að eigin vali Hitið olíuna í potti og setjið hveitið út í. Látið krauma. Bætið salti út í og hellið sjóðandi mjólk þar næst í. Látið sjóða og bætið síðan rifnum osti út í og látið bráðna saman við. Setjið þunnt lag af ostasósu í botninn á eldföstu móti. Síðan lasagnablöð, þá linsumauk- ið og svo koll af kolli, tvisvar til þrisvar sinnum. Stráið rifnum osti efst og bak- ið í ofni í 30–40 mínútur við 200 gráður. Sesamborgarar 2 dl hýðishrísgrjón 2 dl sesamfræ með hýði fínhakkaður laukur eftir smekk salt grænmetiskraftur, brauðmylsna sojasósa eða tómatmauk Hrísgrjónin soðin skv. leiðbein- ingum á pakka. Sesamfræin ristuð á pönnu eða ofnplötu og síðan hökkuð í matvinnsluvél. Fræjum og grjónum blandað saman. Laukurinn steiktur í olíu á pönnu. Hrærið allt saman, t.d. í hrærivél eða matvinnsluvél, ásamt örlitlu salti og uppleystum grænmet- iskrafti í litlu vatni. Passið að setja ekki of mikinn vökva en hægt er að setja brauðmylsnu á móti. Mótið í borgara og steikið í heitri olíu á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Berið fram t.d. eins og hamborg- ara með grænmeti í brauði. Hnetuborgarar 2 dl hýðishrísgrjón 200 g salthnetur sojasósa brauðmylsna laukur eftir smekk Sjóðið hrísgrjónin. Setjið hnet- urnar í matvinnsluvél og fínhakkið. Saxið laukinn smátt og steikið eða bætið hráum út í, allt eftir smekk. Hrærið allt saman, t.d. í hrærivél eða matvinnsluvél. Mótið í bollur, buff eða borgara og steikið í heitri olíu. Berið t.d. fram eins og hamborgara. Einfalt kúskússalat ½ l kúskús 5–6 cl olía 4 dl grænmetissoð Blandið saman hráu kúskús og olíu og látið liggja í smástund. Hellið grænmetissoðinu yfir og látið kólna. Til þess að kúskús verði gott í salat er fínt ráð að láta það liggja í olíu smá- stund og sjóða það í vökva sem er ör- lítið minni að magni en kúskúsið sjálft. Bætið niðurskornu grænmeti eftir smekk út í, t.d. gulrótum, kúrbít, lauk, papriku o.s.frv. Veitingahúsið Solrosen, Kaponjärgatan 4A, Gautaborg, Svíþjóð. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 23 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR „ÞEIR voru mjög áfram um að koma hingað,“ segir Matthías Björnsson sem skipulagði ásamt Nirði Snæ- hólm komu hóps Kínverja hingað til lands með stærstu sýningu á postulínsmunum sem hér hefur verið haldin. „Það var áhugavert og skemmtilegt að prófa þetta,“ segir Matthías enn- fremur. „Við létum verða af þessu þó að við vissum ekki alveg hvað kæmi út úr gámnum, hvort það yrðu kannski bara tesett!“ Níu framleiðendur frá postulínsbænum Jing De Zhen standa sameiginlega að sýningunni og eru fulltrúar frá þeim á landinu til að fylgja sýningunni eft- ir. Sýningin stendur út jan- úar. Þeir sem hafa vit á postulíni hafa sagt Matthíasi að þetta séu mjög fín og glæsileg verk. Þarna séu verk sem mjög erfitt sé að gera og krefjist mikillar hæfni. Látum myndirnar tala sínu máli. Postulín búið til áður en Ísland var numið  LISTMUNIR sia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.