Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gabríela Friðriksdóttir var fulltrúi Ís-lands á Feneyjatvíæringnum í fyrra,með verkið Versations/Tetralógía.Verkið hefur nú verið sett upp í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, þar sem almenningi gefst kostur á að skoða það frá og með morgundeginum – þó í ögn breyttri mynd að sögn Gabríelu. „Það er auðvitað mjög mikill munur á þessum tveimur stöðum, þannig að konseptið snýst svolítið við, að minnsta kosti arkitektúrlega séð. Við breyttum því ýmsu; verkin eru þau sömu, en strúktúrinn er allt annar,“ segir Gabríela. Gengið inn í hugmyndaheim Verkið er sett upp í sal A í safninu; stóra salnum á hægri hönd þegar gengið er inn, með sínum hrásteypusúlum sem Gabríela segist hafa orðið hrifin af. „Í Feneyjum var þessi ótrúlega fagri og gróðursæli garður, og þar gengum við út frá því að vera með hálfgerðan natúralisma, í gerviframhlið sem við gerðum. Hérna erum við með brot af því, en allir út- veggirnir eru hráir eins og salurinn. Á sínum tíma kölluðum við þetta gerviframhlið, þannig að nú má segja að úthliðarnar séu sannar en innveggirnir gervi.“ Gabríela segir að hugsunin sé sú að áhorf- andinn gangi inn í hugmyndaheim verksins. Þannig taki hljóðið fyrst á móti honum, en síð- an lykt af heyi og öðrum náttúrulegum efnum. „Hann byrjar að upplifa verkið með eyranu, og síðan með nefinu, því hér verður hljóð sem tæl- ir fólk inn,“segir hún, en notast verður við sömu hátalara og héngu fyrir utan skálann í Feneyjum. „Síðan tekur innsetningin við, sem samanstendur af málverkum, teikningum, myndböndum og skúlptúrum. Áhorfandinn byrjar því ekki á augunum fyrr en hann er kominn upp að strúktúrnum, sem er verkið sjálft.“ Tilfinningin í efninu er það sem Gabríela segist hafa reynt að halda sig við, fremur en niðurnjörvaða táknfræði. Þannig geti áhorf- andinn til dæmis upplifað skúlptúrana frekar sem óljóst form en „strangan mónúmental- isma“ úr dauðu efni. „Maður er að reyna að láta þetta verk verða lifandi í öllu sínu veldi, þótt efnistökin séu ólík og misjafnt hvernig maður vinnur,“ segir hún og útskýrir nánar: „Fyrir mér er miklu meira af versationum í gangi en conversationum. Það ómar rödd í huganum á manni stanslaust, og maður talar við aðra og það er ekki endilega meðtekið á þeirri stundu sem talað er heldur svífur það um og klingir kannski saman við eitthvað seinna, svolítið eins og hljóðin í umhverfinu sem oft mynda athygl- isverða rapsódíu. Þannig að yfirtitill sýning- arinnar, Versations, virkar kannski eins og hringur utan um Tetralógíuna, það er að segja myndbandsverkin fjögur, skúlptúrana og málverkin, ásamt ýmislegu andlegu og lík- amlegu sem ég hef fundið héðan og þaðan og sett saman.“ Gabríela segist hafa komist að ákveðinni nið- urstöðu við gerð þessa verks; að ekki sé nauð- synlegt að einbeita sér að einhverju einu formi eða hugsun, líkt og oft sé krafan. „Ég leyfi mér að nota hvaða efni sem er á hvaða hátt sem er. Fólki finnst ég oft alger krulluheili, sem segi fyrst eitt og svo annað. En ég get ekki hugsað mér annað betra en að skipta oft um skoðun og prófa allt mögulegt. Mér finnst líka oft lær- dómsríkt og gott að vera í þversögn við sjálfa mig enda er maðurinn af náttúrunnar hendi gangandi þversögn frá upphafi.“ Aldrei unnið með svo stórum hópi En er mikilvægt fyrir Gabríelu að sýna verk- ið hér heima á Íslandi? „Í raun er þetta verk Íslendinga, þar sem ég var kjörin til að vera þátttakandi fyrir Íslands hönd. Þegar maður fær boð frá Listasafni Reykjavíkur um að setja verkið upp, segir maður já, náttúrlega. Það er mjög skemmti- legt,“ svarar hún og bætir við að hún hafi tekið það mjög alvarlega að vera valin fyrir Íslands hönd á Tvíæringinn. „Ég reyndi að gera mitt allra besta svo við kæmum vel út.“ Hún segir það hafa verið ótrúlega skemmti- lega lífsreynslu að taka þátt í Feneyjatvíær- ingnum, og gaman að vinna með öllu því frá- bæra fólki sem kom að gerð verksins. „Ég hafði aldrei unnið með svona stórum og breiðum hópi fólks áður. Að verkinu komu meðal annars kvikmyndagerðarmenn, rithöfundar, ljóðskáld, hönnuðir, myndlistarmenn, arkitektar, tónlist- arfólk, smiðir, fjölskyldan og vinir, ljósmynd- arar, dansarar og svo framvegis … Maður fékk tækifæri til að kynnast ýmsum vinnuaðferðum og komast í tæri við alls konar sálir með ýmsar hugmyndir. Maður græddi hundraðfalt,“ segir hún að síðustu. Myndlist | Versations/Tetralógía Gabríelu Friðriksdóttur, Feneyjatvíæringsverkið, í Hafnarhúsinu Lærdómsríkt og gott að vera í þversögn við sjálfa mig Gabríela Friðriksdóttir Morgunblaðið/Ómar Frá sýningu Gabríelu í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Versations/Tetralógía verður opnuð í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag kl. 17. Hún stendur til 26. febrúar. STÓR og sterklituð andlit fylla nú hinn veglega B-sal Listasafns Reykjavíkur. Um er að ræða mál- verk Kristínar Eyfells heitinnar, sem bjó lengi og starfaði í Banda- ríkjunum ásamt manni sínum, Jó- hanni Eyfells myndhöggvara, allt þar til hún lést árið 2002. Sýningarstjóri sýningarinnar, sem opnuð verður í kvöld, er Hann- es Lárusson. „Kristín hefur kannski ekki leik- ið stór hlutverk í íslenskri mynd- list, enda ekki verið búsett á land- inu. Engu að síður hefur hún vissa sérstöðu sem listamaður. Annars vegar kemur hún inn í lífrænu af- straksjónina með skúlptúrum sín- um í kring um 1960, og var þá sam- stiga Jóhanni Eyfells eiginmanni sínum. Fáir hafa fetað í þeirra fót- spor síðan, nema ef vera skyldi á allra síðustu árum; myndlist- armenn sem nú eru milli þrítugs og fertugs. Til dæmis sér maður viss- an samhljóm í verkum Ásmundar Ásmundssonar og jafnvel Gabríelu Friðriksdóttur líka, hvað snertir þessa lífrænu nálgun,“ segir Hann- es í samtali við Morgunblaðið, en sýning Gabríelu, Versations/ Tetralógía, verður einmitt líka opn- uð í safninu í kvöld. „Hins vegar hefur Kristín sér- stöðu í þessum portrett-myndum, sem eru á sýningunni nú, og þá ekki bara á Íslandi heldur almennt. Þetta eru verk sem skera sig mjög úr og er erfitt að flokka. Í íslensku samhengi held ég að enginn lista- maður hafi tekið þetta viðfangsefni; andlitsmyndina, eins langt og hún hefur gert. Það má segja að hún brjóti allar hefðir í portrett- myndagerð í verkum sínum.“ Stór og gróf málverk Andlitsmyndum Kristínar hefur verið skipt í tvo flokka og eru verk úr þeim báðum á sýningunni í Listasafni Reykjavíkur nú. Annars vegar er flokkurinn Óþekktar kon- ur (Ladies Anonymus), um 50 myndir gerðar á árunum 1971– 1978, flestar um 125 cm á hæð. Konurnar á myndunum eru fyr- irsætur og aðrar óþekktar konur, sem Kristín sá í blöðum og tímarit- um. Hins vegar er flokkurinn Fræg andlit (Famous Faces), sem er rúmlega 100 myndir gerðar á ár- unum 1976–1996. Stærstu verkin í þeim hópi eru tæpir tveir metrar á hæð, en flest eru þau um 150 cm há. Á myndunum gefur að líta – eins og nafnið gefur til kynna – þekkt andlit; stjórnmálamenn, leik- ara og skemmikrafta. „Verk Kristínar eru mjög stór, og gróf. Þau hafa það yfirbragð að þau séu gerð án mikils undirbún- ings, en við nánari skoðun byggist flest í myndunum á listrænu vali. Það kemur fram bæði í litameðferð og hvernig hún sker myndina,“ út- skýrir Hannes en Kristín, sem var lærður ljósmyndari, málaði aldrei lifandi fyrirmyndir heldur alltaf eftir mynd. „Að sumu leyti skrum- skælir hún fyrirmyndina, en aldrei þó þannig að viðfangsefnið fari yfir strikið. Hún fer að mörkunum, en aldrei þannig að úr verði óskapnað- ur. Persónuleikinn og fyrirmyndin rífur sig alltaf sterkt í gegn, þó nálgunin sé mjög óvanaleg.“ Svona ætla ég aldrei að gera Hannes hefur ritað grein um sýninguna sem ber heitið Hávaði og þögn. Í henni segir hann meðal annars: „Það er ekki laust við að al- vöru listamenn og gagnrýnendur hafi sýnt verkum hennar yfirlæti og brosað góðlátlega að gaura- gangnum á striganum og hugsað: Svona ætla ég aldrei að gera …“ Var Kristín góður myndlistar- maður, að mati Hannesar? „Ekki í þessum hefðbundna skilningi. Hún hafði í raun aldrei neina þörf til að vera hluti af ein- hverri breiðfylkingu listamanna. Hún var, að ég held meðvitað, á jaðrinum í þessum stóra hópi lista- manna. Kjarninn í honum er sam- komulag milli listamanna og áhorf- enda um hvað sé viðurkennt og gott og gilt á hverjum tíma. Hún hafði enga þörf fyrir að vera hluti af hóp – hún málaði af innri þörf eingöngu. Hún hafði heldur engan markhóp; málaði hvorki fyrir vænt- anlega kaupendur eða þá sem pönt- uðu af henni verk, heldur valdi sín viðfangsefni algjörlega á eigin for- sendum.“ Verk Kristínar er að finna víða um heim. Þannig eru portrett hennar af nokkrum Bandaríkja- forsetum; Bush, Clinton og Carter í stofnunum kenndum við þá, og sömu sögu er að segja um verk hennar af Anwar Sadat Egypta- landsforseta. Auk þess eru nokkur verk eftir hana í einkasöfnum, þar á meðal hér á landi. Verk Kristínar hafa þó ekki verið sýnd hér á landi síðan árið 1984, þegar hún tók þátt í samsýningu, og því er sýningin nú fyrsta veglega kynningin á verkum hennar hérlendis. Hannes segist telja að því yngra sem fólk er, því betur kunni það að meta myndir Kristínar. „Það er orðið vanara þessu mikla áreiti sem er í myndum hennar,“ segir hann og segir eldra fólk hafa oft og tíð- um orðið skelkað við myndir henn- ar og ekki vitað hvernig það ætti að taka þeim. „Þær falla betur inn í tíðarandann núna; bæði viðfangs- efnin og tæknin, heldur en fyrir 20 árum. Þessar myndir hafa elst mjög vel.“ Hann mælir með því að fólk láti ekki yfirbragð verkanna villa sér sýn; þau séu flóknari og marg- brotnari en virðist í fyrstu. „Það er auðvelt að hafna þeim – þau gefa á sér höggstað að mörgu leyti. En þau standast nánari skoðun frá flestum sjónarmiðum, hvort heldur er útfrá tækni eða inntaki. Menn verða að gæta sín á því að falla ekki í þá gryfju að þykjast vita bet- ur – þó verkin gefi færi á því. Það kemur í ljós að allt í myndunum er byggt á meðvituðu listrænu vali.“ Myndlist | Sýning á verkum Kristínar Eyfells opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi Fræg andlit og óþekktar konur Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Sýning á verkum Kristínar Eyfells verður opnuð í Listasafni Reykja- víkur – Hafnarhúsi í dag kl. 17. Hún stendur til 26. febrúar. www.eyfellsandeyfells.com Morgunblaðið/Ómar „Verk Kristínar eru mjög stór, og gróf. Þau hafa það yfirbragð að þau séu gerð án mikils undirbúnings, en við nánari skoðun byggist flest í mynd- unum á listrænu vali. Það kemur fram bæði í litameðferð og hvernig hún sker myndina,“ segir Hannes Lárusson sýningarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.