Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 26

Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAGA mannkyns sýnir að hættulegustu menn sögunnar eru handhafar sannleikans. Þeir eru til á öllum öldum, í flestum trúar- brögðum, kynþáttum og stjórnmálahreyf- ingum. Þessir um- boðsmenn sannleik- ans verða hættulegir þegar sjálfsupphafn- ing þeirra nær því stigi að þá varðar ekki lengur um al- mennt siðferði og þeir taka án laga og réttar að dæma fólk og refsa í nafni sannleikans. Eftir harmleikinn á Ísafirði virtist aug- ljóst að margt það ágæta fólk sem á og vinnur fyrir DV myndi harma atburðinn, af augljósum ástæðum yfirfara og meta vinnubrögð í málinu og taka til endurskoðunar ritstjórn- arstefnu blaðsins í ljósi atburð- arins og viðbragða almennings. Þess í stað kom Jónas Krist- jánsson f.h. DV í Kastljós og sagði okkur að grundvallaratriðið væri sannleikurinn; að munurinn á sið- ferði þeirra og okkar hinna væri að þeir byggðu sínar siðareglur á sannleikanum. Eftir að hafa sent aðstandendum hins látna samúðar- kveðjur sagði ritstjórinn að þeir hefðu ekki orðið fyrir neinu. Það var eftir að hann til- kynnti að í nafni sann- leikans myndi blaðið halda áfram rétt- arhaldi yfir hinum látna meðan líkið biði kistulagningar. Óvenjuleg heift í garð hins látna en ritstjór- inn neitaði þó að hafa fellt dóm yfir honum, um leið og hann fjallaði um þolendur gerða hans ítrekað án fyrirvara. Einkenni- legust var þó sú af- staða ritstjórans að þeir sem hefðu önnur sjónarmið en hann væru að kæfa og gera sakbitna pilta sem orðið hefðu fyrir hræðilegum glæp, þeir væru að innleiða tíma Stein- gríms Njálssonar, væru sósíalfas- istar eða stjórnuðust af annar- legum hvötum. Nú verður ritstjórinn að ráða sjálfsvirðingu sinni, en viðbrögð hans eru á ábyrgð eigenda og sam- starfsmanna meðan hann er fulltrúi þeirra. Illt væri ef forherð- ing ritstjórans gerði að engu ýmsa ágæta viðleitni samverkafólks hans og eigenda blaðsins. Þeir þættir í stefnu blaðsins um að gera ógæfu og einkamál almennra borgara að söluvöru og þó einkum hitt að taka sér dóms- og refsivald í glæpa- málum þjóna ekki afkomu blaðsins, efni þess, starfsmönnum, hag eig- endanna, lesendum, almennu sið- ferði né nokkru öðru. Frá þeim stefnuþáttum sem engum eru til framdráttar hljóta menn að hverfa. Hættulegustu menn í heimi Helgi Hjörvar fjallar um fréttaflutning DV ’Einkennilegust var þósú afstaða ritstjórans að þeir sem hefðu önnur sjónarmið en hann væru að kæfa og gera sak- bitna pilta sem orðið hefðu fyrir hræðilegum glæp …‘ Helgi Hjörvar Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Í TÆP sautján ár hefur þjóðin fylgst með framgangi þín- um í viðskiptum. Ekki er ofmælt að þar hafir þú staðið þig vel. Enda hefur þjóðin staðið þétt við bakið á þér og þínum. Þegar vel hefur gengið og ekki síst þegar á móti hefur blásið. Há- marki náði þessi stuðningur þegar þér voru veitt, fyrst- um manna, ísfirsku alþýðuverð- launin fyrir skömmu. Ég veit að þessi stuðningur þjóðarinnar við þig á erfiðum tímum hefur, á köfl- um, skipt sköpum. Þessum erfiða tíma lýstir þú vel í blaðaviðtali um það leyti sem tilkynnt var um verðlaunin vestra. Lýs- ing þín á því hvernig sótt var að persónu þinni og fjölskyldu þinnar létu engan ósnortinn sem las. Þjóðin studdi þig og þína. Nú er vík milli vina. Í fyrirtækjagarði þín- um hefur undanfarin ár vaxið illgresi sem eng- inn mannlegur máttur hefur getað stöðvað fram að þessu. Reglu- verk siðaðra manna virðast ekki ná yfir þetta fyr- irtæki. Verk starfsmanna þessa fyrirtækis hafa nú endanlega gengið fram af þjóðinni. Ég veit að þú ert ekki með nefið niðri í hvers manns koppi innan fjöl- skrúðugra fyrirtækja þinna. Til þess er ekki hægt að ætlast. Þú hefur hins vegar sýnt það í gegn- um árin að þegar laga hefur þurft kúrsinn hefur þú ekki legið á liði þínu. Gakktu til verka af þinni al- kunnu röggsemi og upprættu ill- gresið. Héðan í frá er ábyrgðin á þessu illgresi þín. Stattu nú með þjóðinni svo hún geti átt samleið með þér og þínum áfram. Jóhannes í Bónus, ekki meir, ekki meir Halldór Jónsson skrifar opið bréf til Jóhannesar Jónssonar, handhafa ísfirsku alþýðuverðlaunanna ’Í fyrirtækjagarði þín-um hefur undanfarin ár vaxið illgresi sem eng- inn mannlegur máttur hefur getað stöðvað fram að þessu.‘ Halldór Jónsson Höfundur er blaðamaður og Ísfirðingur, búsettur á Akranesi. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞETTA er stóra spurningin. Í hugum flestra er svarið einfalt; þegar maður veldur því með beinum hætti að ann- ar maður láti lífið telst hann sekur um morð. Lítum aðeins nánar á mál- ið. Segjum sem svo að einelti eigi sér stað í skóla hér í borg, eineltið er mik- ið og barnið, þolandinn, kvíðir fyrir að fara í skólann og að hitta bekkj- arsystkin sín. Með tímanum eykst eineltið og sálrænu kvalirnar þannig að barnið sér enga aðra leið en að taka sitt eigið líf. Í þessu tiltekna dæmi finnst engum orka tvímælis að þeir sem ábyrgðina bera eru börnin sem kvölunum ollu og skólinn fyrir að leyfa þessu að viðgangast. Heimfærum þetta dæmi nú á DV- málið mikla. Eineltið í þessu tilfelli eru ásakanir og „fréttir“ DV, fram- haldið geta allir séð. Samkvæmt ofangreindu dæmi ættu því DV og ritstjórn þess blaðs að bera ábyrgð- ina. Í 214. grein almennra hegning- arlaga segir: „Ef maður stuðlar að því, að annar maður ræður sér sjálfur bana, þá skal hann sæta [fangelsi allt að 1 ári]1) eða sektum. Sé það gert í eigingjörnum tilgangi, skal refsa með fangelsi allt að 3 árum“. Lög eru og verða alltaf túlkunaratriði, þetta er eðli þeirra, þess vegna verður fólk alltaf á öndverðum meiði. Mín skoðun er hins vegar sú að með hliðsjón af því bréfi sem fannst að manninum látnum má það skýrt vera að hann kenndi DV um hvernig fór, því hlýtur þessi frétt DV að falla undir 214. grein hegningarlaganna, einnig hlýt- ur það að vera ljóst að þetta var gert í eigingjörnum tilgangi, þ.e. að selja fleiri eintök af blaðinu. Þetta er mitt sjónarmið frá laganna hendi. Samkvæmt 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands segir að „Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Að þessu sögðu hlýtur það að liggja ljóst fyrir að DV brýtur í bága við þessa grein. Ritstjórn DV hefur gefið það út að þeir hyggist ekki hlíta í einu og öllu þessum siða- reglum og tala mikið um sannleikann, eins og kom fram í Kastljósi nú á dög- unum. Þetta verða þeir auðvitað að eiga milli sín og BÍ, hins vegar er það ljóst að ekki aðeins brjóta þeir þessa grein siðareglnanna heldur einnig 2. grein þar sem segir meðal annars; „Blaðamanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar[...]“. Þetta hlýtur því að gefa til kynna hvar ábyrgðin í þessu máli skal liggja. FANNAR KARVEL STEINDÓRSSON, einkaþjálfari hjá Þjálfun.is. Hvenær drepur maður mann? Frá Fannari Karvel Steindórssyni en ekki síst: Af hverju selst DV? Vitum við ekki öll betur en svo, að það er rangt að beita fólk ofbeldi, og gerir það ekki illt verra ef við styðjum við bakið á þeim sem ofbeldið fremja, með peningum? Við borgum semsagt DV fyrir að fremja ofbeldisverk op- inberlega, sex daga vikunnar. Mér finnst það heldur langt gengið, og þegar fjölskyldur og einstaklingar líða sáran vegna þessa ofbeldis, enda tel ég löngu tímabært að hrópa á hjálp! Ritstjórar og blaðamenn sem vinna í nafni DV virðast hvorki hafa heyrt né skilið orðin sígildu: „Saklaus uns sekt er sönnuð.“ Svo virðist sem rit- stjórnarstefna DV sé á þessa leið: „Ef það selur, þá birtum við það.“ Mér finnst ekki vera pláss fyrir efa, sak- leysi eða mannleg mistök í DV. Um leið og ég votta öllum fórnarlömbum DV samúð mína, þá vil ég hvetja sam- borgara mína til að mótmæla hástöf- um fjölmiðlaofbeldi DV, hvort sem er með orðum eða einfaldlega með því að kaupa ekki DV. Fórnarlömb DV sem hafa verið dæmd án dóms og laga eiga inni hjá okkur að við stönd- um með þeim. Hver veit nema ég sé næst?! Virðingarfyllst, SARA HRUND GUNNLAUGSDÓTTIR, háskólanemi í tónlistarþerapíu. ÉG HEF sem ríkisborgari þessa lands rétt til að tjá mínar skoðanir, þó innan þeirra marka sem lýtur að frelsi samborgara minna. Með tján- ingarfrelsi mínu fylgir ekki það frelsi að ég megi valda samborgurum mín- um tjóni, til dæmis með því að hnekkja á mannorði þeirra eða heiðri. Þannig skil ég tjáningarfrelsi eða rit- frelsi. Mér finnst að það hafi farið lítið fyrir þessum siðferðismörkum í dag- blaðinu DV. DV hefur síendurtekið haft í frammi fjölmiðlaofbeldi gagn- vart borgurum þessa lands í nafni rit- frelsis. DV hefur oft á tíðum framið mannorðsmorð. Dæmi um þetta eru birtingar á andliti og nöfnum fólks sem grunað eða ákært er m.a. á for- síðu blaðsins. Ég skil einfaldlega ekki hvers vegna DV hefur tekið sér það hlutverk að dæma í málum fólks áður en réttarkerfið gerir það. Bað ein- hver DV um það? Finnst mér furða hvað við borg- ararnir erum þöglir yfir þessum hildarleik DV. Af hverju umberum við að samborgarar okkar séu fórnarlömb fjölmiðlaofbeldis og mannorðsmorða DV? Enn frekar, af hverju er það enn svo, að einungis lík- amlega sjáanlegir áverkar eru teknir alvarlega af yfirvöldum en ekki áverkar á sálum borgaranna? Síðast Fjölmiðlaofbeldi DV Frá Söru Hrund Gunnlaugsdóttur ÞAÐ er alkunna að götustrákar setji sér siðareglur. Hið sama gera glæpa- gengi. Siðareglur hópsins má ekki brjóta, því refsing liggur við. Refsing getur verið mishörð; allt frá skömm- um upp í útskúfun og ömurlegan dauðdaga þess sem siðareglurnar brýtur. Siðareglur af þessu tagi eru venjulegu heilbrigðu fólki framandi, en dauðans alvara hjá þeim sem til- einka sér lífsstíl siðlítilla afkima sam- félagsins. Siðareglur geta þannig ver- ið reglur um ósiði. Slíkar ósiðareglur hefur einn prentmiðill þessa lands samið sér. Hann heitir DV. Ritstjórar þessa blaðs segja að sannleikurinn sé leiðarljós í umfjöllun um menn og málefni, en samt fella þeir dóma án þess að hafa hugmynd um sannleik- ann og það með skelfilegum afleið- ingum. Maður tekur líf sitt. Hvers vegna þarf DV öðruvísi siðareglur en aðrir fjölmiðlar? Trúlega vegna þess að það gefur þeim svigrúm til sölu- vænni efnistaka en ella, þar sem ekki þarf að taka tillit til varúðar, sann- girni og vandaðrar umfjöllunar. Vel kann það að vera að blaðamennska af þessu tagi sé eigendum þóknanleg, vegna þess að ritstjórnarstefnan sel- ur að einhverju marki. En hitt er jafnvíst að þorri almennings hefur skömm á götustrákablaðamennsku. GÚSTAF NÍELSSON, sagnfræðingur. Siðareglur götustrákanna Frá Gústaf Níelssyni Í STJÓRNARSKRÁNNI er að finna grundvallarregluna um tjáningarfrelsi. Af málflutningi sumra fjölmiðlamanna mætti halda að þessi regla væri fortaks- laus; svo er ekki. Í stjórnar- skránni segir nefnilega einnig að tjáningarfrelsi megi setja skorð- ur með lögum meðal annars vegna réttinda eða mannorðs annarra enda teljist skorðurnar nauðsynlegar og samrýmist lýð- ræðishefðum. Það er löggjafarvaldsins í fyrstu atrennu að meta hvort þörf sé á því að skerða tjáning- arfrelsi með því að setja t.d. refsiákvæði sem bannar tjáningu sem skerðir réttindi eða mannorð annarra. Dæmi um slíkt ákvæði er 229. gr. almennra hegning- arlaga en þar segir: „Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamál- efnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“ Mál út af broti þessu getur sá einn höfðað sem misgert er við en ekki hið opinbera ákæruvald; það er því ekki skrýtið að lítið reyni á það í réttarframkvæmd. Í óvæginni fjölmiðlun nútímans verður einkalíf og æra einstak- linga í hinu litla samfélagi Ís- lands fyrir tjóni á degi hverjum. Það er kominn tími til að þeirri spurningu sé velt upp hvort lög- gjafinn eigi að huga að breyt- ingum á ofangreindu hegningar- lagaákvæði. Er þörf á því að sett verði skýrt og glöggt refsiákvæði sem setji skorður við opinberri birtingu á nafni og/eða mynd af einstaklingum sem liggja einung- is undir grun um refsiverða hátt- semi enda verði ekki talið að rík- ir almannahagsmunir réttlæti slíka birtingu? Þá sæti mál út af broti á ákvæðinu opinberri ákæru. Slíkt refsiákvæði myndi stuðla að verndun þeirra hags- muna sem felast í grundvallar- reglum stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs og að hver maður skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Það er lög- gjafans að svara þessari spurn- ingu samkvæmt íslenskri stjórn- skipan; svarið fæst ekki í siðareglum. Það gengur einfaldlega ekki í okkar samfélagi að menn, sem ekki hafa hlotið dóm fyrir gjörðir sínar, séu þrátt fyrir það nánast dæmdir sekir á forsíðum í hverri sjoppu, matvöruverslun og bens- ínstöð. Löggjafinn verður að sjá til þess að þeir sem kjósa að tjá sig með þeim hætti sæti sjálfir ábyrgð fyrir dómi. Engum, hvorki fjölmiðlum né öðrum, er fengið tjáningarfrelsi til að mis- nota það til tjóns fyrir þá ein- staklinga sem búa í þessu landi. Róbert R. Spanó Misnotkun tjáningarfrelsis Höfundur er dósent við lagadeild HÍ og formaður refsiréttarnefndar. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.