Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 27

Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 27 UMRÆÐAN ÚTSALA Á ÖLLUM VÖRUM! 30 - 60% AFSLÁTTUR TVEIR DAGAR EFTIR! Allar verslanir opnar 10 -14 á laugardag í tilefni útsölunnar! bilanaust.is 535 9000 Bíldshöfði 9 Reykjavík 535 9000 Smiðjuvegur 4a Kópavogur 535-9100 Dalshrauni 17 Hafnarfjörður 555-4800 Hafnargata 90 Keflavík 421-7510 Álaugarvegi 2 Höfn 478-1490 Lyngási 13 Egilsstaðir 471-1244 Dalsbraut 1 Akureyri 461-5522 Hrísmýri 7 Selfoss 482-4200 21 87 / T ak tik 1 1. 1. 06 DAGBLAÐIÐ DV iðkar sam- félagsklám sem á fátt skylt við blaðamennsku. Klámið er matreitt af einstaklingum sem virða að vett- ugi skráðar og óskráðar siðareglur blaðamanna. Hráefnið er gjarnan fólk sem stendur höllum fæti í líf- inu eða hefur orðið fyrir áfalli. Algeng vinnuaðferð blaðamanna DV er að hringja í fórnarlambið og byrja að spjalla vinalega um þá reynslu sem viðkomandi hefur orð- ið fyrir. Oft tekst að mýkja fórn- arlambið upp sem þykir vænt um skilningsríka afstöðu blaðamanns- ins. Þegar búið er að ná trúnaði er eftirleikurinn auðveldur. Fórn- arlambið er í oft í andlegu ójafn- vægi og ræðir opinskátt um mál- efni sem það undir öðrum kringumstæðum myndi ekki ræða við ókunnuga. Nærri má geta hvort venjulegt fólk sem orðið hef- ur fyrir ástvinamissi, lent í slysi eða verið sakað um refsivert at- hæfi geti borið hönd fyrir höfuð sér þegar DV-úlfur í sauðargæru læðist að því með saklausu smjaðri í þeim tilgangi að veiða upp úr því vanhugsuð orð. Fæstir blaðamenn láta hafa sig í níðingsverk af þessu tagi, heil- brigðir einstaklingar láta mann- eskju í sárum í friði. Í siðareglum norskra blaðamanna segir að blaðamenn skuli ekki misnota til- finningar fólks, vangá eða dóm- greindarbrest. Norskir blaðamenn eru minntir á varnarleysi fólks sem orðið hefur fyrir áfalli eða er í sorg. Hér á Íslandi þrífst DV á því að misnota fólk sem lent hefur í ógöngum. Önnur aðferð blaðamanna DV er að hringja í viðmælendur, kynna sig með nafni en ekki starfsheiti og segja í myndugum tón að þeir séu að ,,rannsaka“ mál. Markmiðið er að villa um fyrir fólki og gefa til kynna að rannsóknaraðilinn sé eitthvað annað og meira en réttur og sléttur blaðamaður. Fólk hefur þurft að spyrja nánar út í hver rannsakandinn sé og hvar hann starfi til að átta sig á hvað sé á ferðinni. Aðrir láta blekkjast og veita svör um viðkvæm mál án þess að gera sér ljóst hvert stefnir. Afleiðingin er eymd og ærumissir. ,,Fréttir“ DV eru ekki skrifaðar til að útskýra og upplýsa heldur til að af- skræma, úthúða og meiða. Ritstjóri DV hefur sent blaða- mönnum sínum tölvupóst þar sem hann krefst þess að fá fleiri ,,fokking“ fréttir af taginu ,,Dúkkuriðill í Breiðholti.“ Þegar smjaður og blekkingar duga ekki til hafa blaðamenn DV haft í hótunum við viðmælendur sína. Á liðnu ári hótaði blaðamaður DV manni sem hvorki vildi láta mynda sig né eiga efn- islegt samtal við blaða- manninn að gömul mynd yrði notuð af manninum og efni af vefnum notað í umfjöllunina. Mað- urinn var óvanur um- gengni við fjölmiðla, lét undan og féllst á viðtal og myndatöku. Þegar uppsláttur DV birtist fékk eiginkona manns- ins áfall enda var ,,frétt- in“ skrifuð til að draga dár að trúgirni þeirra hjóna. Mannfyrirlitningin í ritstjórn- arstefnu DV er sköpunarverk þriggja manna: Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra, Mikaels Torfason- ar ritstjóra og Gunnars Smára Eg- ilssonar, forstjóra Dagsbrúnar hf. Allir þrír eru á framfæri Baugs sem á síðustu árum hefur byggt upp fjölmiðlaveldi á Íslandi. Bæði á Baugur stærstan hlutinn í Dags- brún, móðurfélagi 365-miðla sem eiga DV, Fréttablaðið og Stöð 2, og skaffar auk þess stóran hluta auglýsingatekna 365-miðla í gegn- um verslanir eins og Bónus, Hag- kaup og Húsasmiðjuna. Án Baugs væri ekki hægt að gefa DV út á núverandi for- sendum. Frá því að Baugur eign- aðist DV, og Gunnar Smári og fé- lagar tóku við, hefur blaðið tapað lesendum og auglýsendum. Hvað veldur því að aðaleigendur Baugs, feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, telja sér samboðið að kosta útgáfu DV? Mannfyrirlitning í boði Baugs Páll Vilhjálmsson fjallar um fréttaflutning DV ’,,Fréttir“ DV eru ekkiskrifaðar til að útskýra og upplýsa heldur til að afskræma, úthúða og meiða.‘ Páll Vilhjálmsson Höfundur er blaðamaður. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstift- is, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Jón V. Stangeland Guðjóns- son vill styðja Gest Kr. Gests- son í prófkjöri Framsóknar- flokksins.Gestur sækist eftir stuðningi í 2. sæti listans Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.