Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
T
öluverður sjálfsagi get-
ur reynst nauðsyn-
legur til þess að
nenna að mæta á lík-
amsræktarstöð í upp-
hafi nýs árs. Ég er svo ólánsamur
að hafa aldrei átt varabirgðir af
slíkum aga.
Að óreyndu hefði ég aldrei trú-
að því hvað það, að drífa sig í
ræktina eftir þó ekki lengra frí en
þingmenn fá í kringum hátíð-
arnar, er erfiður þröskuldur að
brölta yfir. Líklega vegna þess að
ég hef aldrei dustað rykið af skón-
um, stuttbuxunum og lyft-
ingabolnum aftur fyrr en um mitt
sumar eða jafnvel á haustdögum.
En ég hef örugglega öll árin
haft mjög góða skýringu á því
hvers vegna ég komst ekki aftur
strax eftir áramótin. Hef sjálfsagt
þurft að undirbúa þrett-
ándaveisluna, súrsa punga fyrir
þorrann, leggja drög að því að
taka niður jólaskrautið og klára
kalkúninn.
Mér er gjarnan falið það verk-
efni að losa fjölskylduna við mat-
arleifar og þarf þar af leiðandi að
stunda líkamsrækt.
Það getur líka verið vegna nísk-
unnar sem ég hef nýlega komið
mér upp sem ég ákvað að fara aft-
ur í gær. Búinn að kaupa margra
mánaða kort. Níska getur því
jafnvel verið heilsusamleg.
Í desember gafst vitaskuld eng-
inn tími til þess að hreyfa sig,
vegna þess að það tekur marga
daga að velja jólagjöf handa kon-
unni.
Vanda verður valið í slíkum til-
fellum og hvað er þá betra en
vanda valið mjööög vel þegar
maður nennir ekki í ræktina?
Ég kann að minnsta kosti ekk-
ert betra ráð nema kannski að
slasa sig en þá er ekki hægt að
fara í körfubolta. Ég hitti nefni-
lega nokkra aðra sérfræðinga í því
sporti tvisvar í viku í minnstu
íþróttahöll landsins og hópurinn
(þykist) leika íþróttina sem Mich-
ael Jordan gerði vinsæla. Ég er
auðvitað langbestur þótt hinir hafi
ekki skynjað það enn þá en bjart-
sýni er dyggð og ég veit að þeir ná
áttum þótt síðar verði.
En aftur að jólagjöf handa kon-
unni: Á endanum biður maður
þessa elsku auðvitað alltaf um
hjálp; að fara og velja eitthvað
handa sjálfri sér vegna þess að
þreytan við það að skoða segir
fljótt til sín, af því að maður nenn-
ir ekki í ræktina.
Mér finnst ekki nema fáeinar
vikur liðnar frá því mér tókst að
gera 150 armbeygjur án þess að
stoppa og blés varla úr nös á eftir.
Held það hafi verið vorið 1979 um
það leyti sem ég fékk bílprófið, en
fljótlega eftir það fór að halla und-
an fæti. Bílprófið enda líklega eina
prófið á ævinni sem varla borgar
sig að standast. Að því loknu eyðir
venjulegur Íslendingur helmingi
mánaðarteknanna í eldsneyti og
nennir þar að auki ekki að hreyfa
sig nema akandi. Fólk labbar að
vísu oftast út í bíl, nema þeir sem
eiginkonan tekur í fangið, en út
fyrir lóðamörk fara fáir nema á
vélknúnu farartæki.
En ég lifði sem sagt af hið nýja
upphaf. Mætti í gærmorgun; byrj-
aði reyndar á því að hita upp með
því að skafa stéttina fyrir utan
heimilið svo blaðberinn minn bæri
ekki skaða af því að koma með
Moggann. Það snjóaði á Akureyri
um nóttina – og það var ekki skot-
hríð eins og kemur úr snjóbyss-
unum í Hlíðarfjalli. Alvöru lausa-
mjöll huldi bæinn.
Eftir að stéttin glansaði eins og
skallinn á Kojak heitnum drifum
við hjónin okkur í Stóru hryllings-
búðina, sem ég leyfi mér að kalla
svo, vegna þess að þeir fyrstu sem
ég sá þegar komið var inn í pynd-
ingarsalinn voru leikarar úr Litlu
hryllingsbúðinni, sem Leikfélag
Akureyrar frumsýnir brátt.
Það skal viðurkennt að eins og
það getur verið leiðinlegt er það
auðvitað alveg bráðnauðsynlegt
að hreyfa sig annað veifið, til að
halda skrokknum í sæmilegu
standi og ekki síður sálinni.
Já, mér finnst þetta oft leið-
inlegt, alveg frá því maður fer út í
bíl og þangað til komið er í lyft-
ingasalinn. Því fylgja stundum
kvalir að keyra í þessar tvær mín-
útur sem það tekur vegna kvíða
fyrir því sem heimsókninni fylgir.
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að
skeiða á hlaupabrettinu, eða bara
að hlaupa yfirleitt nema í grennd
við knött, þannig að upphitunin er
svo sem ekkert skemmtileg en
þegar maður fer að berjast við
lóðin, toga í bönd og gera arm-
beygur hríslast vellíðunartilfinn-
ing um líkamann. Djö … er það
skrýtið. Það er næstum því jafn
góð tilfinning og að skora í fót-
bolta eða hitta í körfu úr lang-
skoti.
Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón
Þórðarson líkti eitt sinn því að
skora við ákveðna sælutilfinningu,
sem ég kýs að sleppa að nefna, og
skoraði hann þó ekki oft í fótbolta-
leik.
Sú tilfinning, sem ég þori ekki
að nefna hér, getur kostað svita og
tár. Varla blóð, en líkamsrækt
getur hins vegar kostað blóð, svita
og tár. Að minnsta kosti svita, tár
og háan blóðþrýsting.
Það er líklega rétt að geta þess
að mér er ekkert sérlega vel við að
sjá blóð. Þori ekki einu sinni að
horfa á Bráðavaktina og skil satt
að segja ekki hvernig fólki (lesist:
eiginkonu minni og dætrum og
Möggu) getur fundist gaman að
horfa á lækna og hjúkkur hlaup-
andi um á fullu, æpandi að hér
þurfi að ampútera og þar að skera
á barka. En það er önnur saga.
Blóð sé ég yfirleitt ekki úr sjálfum
mér nema þegar ég þarf að saga
spýtu og til þess að koma í veg fyr-
ir blóðslóð úr AB á heimilinu fæ
ég yfirleitt fagmenn til þess arna,
tengdapabba eða konuna mína.
Jæja, það er best að biðja kon-
una að halda á mér niður í eldhús
til þess að klára jólarjúpuna.
Verði mér að góðu; heilbrigð sál
í hraustum og söddum líkama.
Blóð, tár,
sviti og agi
Mér finnst eins og ekki séu nema
fáeinar vikur liðnar frá því mér tókst
að gera 150 armbeygjur án þess að
stoppa og blés varla úr nös á eftir.
Held það hafi verið vorið 1979 …
VIÐHORF
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
UNDANFARIN ár hef ég setið í
bæjarstjórn Garðabæjar og tekið
virkan þátt í starfi bæjarfélagsins.
Þar hef ég átt þess
kost að leggja mitt af
mörkum til þess að
bæjarfélagið efli og
bæti þjónustuna við
íbúana.
Garðabær er minni
en flest sveitarfélögin
á höfuðborgarsvæðinu,
þar eru hlutfallslega
fleiri sérbýli íbúða en
annars staðar og sam-
félagsgerðin er að
ýmsu leyti önnur með
betra aðgengi að bæj-
arstjórnarmönnum –
og raunar meiri nánd í öllu sam-
félaginu. Íbúar eru virkir í stjórn
skólanna og meðal annars þess
vegna eru nokkuð aðrar áherslur í
skólamálum en víðast hvar annars
staðar. Íbúaþing hafa verið haldin
til að móta sameiginlegar áherslur
bæjarbúa við mótun bæjarfélagsins.
Þannig hefur samfélag okkar
Garðbæinga haft nokkra sérstöðu á
höfuðborgarsvæðinu.
Stjórnendur bæjarfélagsins hafa
tekið mið af þessu og því er samráð
og samstarf þess við íbúana sjálfa
sérstaklega mikilvægt. Það hefur
sýnt sig að virkt samráð við íbúa í
meiri háttar málum eða við ein-
stakar framkvæmdir hefur verið
farsælt og góður árangur náðst.
Þar má nefna breikkun Reykjanes-
brautar sem í upphafi
var umdeild. Stjórn-
endur bæjarfélagsins
tóku undir sjónarmið
íbúanna um að upp-
hafleg áform væru at-
hugunarverð. Með því
að beita sér fyrir
breytingum á fyrirhug-
uðum framkvæmdum
náðist víðtæk samstaða
með íbúum. Samstaða
um framkvæmdina var
nauðsynleg áður en
bæjarstjórn veitti leyfi
fyrir jafnmikilli fram-
kvæmd og breikkun Reykjanes-
brautar er. Fleiri stór verkefni bíða
þar sem samráð við íbúa er einnig
brýn nauðsyn. Þar má nefna vænt-
anlegar miðbæjarframkvæmdir,
áformuð byggingarsvæði austan
Reykjanesbrautar og fyrr eða síðar
þarf að huga að breytingum á
Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garða-
bæ.
Eitt af einkennum Garðabæjar er
ósnortin náttúra rétt við bæjar-
mörkin. Hversu mikils virði er það
að geta gengið upp í Heiðmörkina,
einhverja fallegustu náttúruperlu á
höfuðborgarsvæðinu. Að fallegri
náttúru í landi Garðabæjar og ná-
grenni þarf að tryggja gott aðgengi
án þess að umhverfið skaðist en
höfuðverkefnið er þó að varðveita
hana fyrir komandi kynslóðir.
Sérstaða Garðabæjar er mik-
ilvæg, vegna hennar er gott að búa
í Garðabæ. Ég vil halda áfram að
varðveita sérstöðu Garðabæjar. Því
bið ég þig, ágæti Garðbæingur, um
liðsinni til þess í komandi prófkjöri
sjálfstæðismanna í Garðabæ þar
sem ég gef kost á mér í fyrsta sæti.
Sérstaða Garðabæjar
Eftir Erling Ásgeirsson ’Eitt af einkennumGarðabæjar er ósnortin
náttúra rétt við bæjar-
mörkin. Hversu mikils
virði er það að geta
gengið upp í Heiðmörk-
ina, einhverja fallegustu
náttúruperlu á höfuð-
borgarsvæðinu.‘
Erling Ásgeirsson
Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður
bæjarráðs Garðabæjar og gefur kost
á sér í fyrsta sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Prófkjör í Garðabæ
MIKIÐ hefur verið rætt um lág
laun starfsmanna á leikskólum á
höfuðborgarsvæðinu undanfarnar
vikur.
Það er ljóst að fólkið sem er á
lægstu laununum er
ekki ofhaldið af þeim.
Ég hef margoft lýst
því yfir, að ég vilji
vinna að því að
hækka laun hinna
lægst launuðu. Kjara-
samningur Kópavogs-
bæjar við Starfs-
mannafélagið í haust
gekk sérstaklega út á
það, það er að þeir
lægst launuðu bæru
hlutfallslega mest úr
býtum.
Meðfylgjandi sam-
anburðartafla á launum ófag-
lærðra starfsmanna í leikskólum
sýnir að eftir kjarasamninga
Kópavogsbæjar við Starfsmanna-
félagið í haust var Kópavogsbær
að borga hæstu launin til sinna
starfsmanna þó taka verði fram að
bæði í Garðabæ og í Hafnarfirði
var og er enn ósamið um kjör
þessara starfsmanna.
Ekki aðeins eru launataxtarnir
hærri hjá Kópavogsbæ heldur var
líka greidd eingreiðsla til um-
ræddra starfsmanna 90.000 kr.
miðað við fullt starf.
En hækkun lægstu launa verður
að vera með þeim hætti að sú
launahækkun gangi ekki upp allan
launastigann sem leiðir til þess að
hækkun lægstu launanna tapast í
verðbólgu. Kjarabætur verða ekki
varanlegar með þeim hætti.
Reykjavíkurborg gerði nýlega
kjarasamning við Starfsmanna-
félag Reykjavíkurborgar og stétt-
arfélagið Eflingu. Þessi samningur
fól í sér nánast línulega hækkun á
töxtum, þ.e. allir fengu svipaða
prósentuhækkun. Þeir sem hafa
hæstu launin fá þannig margfalda
krónutöluhækkun þeirra lægst
launuðu.
Þetta hefur borgarstjórinn
ítrekað kallað að hækka laun
hinna lægst launuðu. Staðreyndin
er sú, að þeir fá flestar krónur
sem hafa hæstu launin. Svo lengi
má fara með öfugmæli að fólk fari
að trúa.
Stéttarfélagið Efling
gerði kjarasamning
við starfsmenn Kópa-
vogsbæjar og fleiri
sveitarfélög sl. haust.
Í kjarasamningi við
Reykjavíkurborg þrem
mánuðum síðar var
samið um kaup fyrir
sömu störf, sem varð
10–15% hærra hjá
Reykjavíkurborg.
Efling er eitt af öfl-
ugustu félögunum inn-
an Alþýðusambands
Íslands og hefur talað fyrir nauð-
syn stöðugleika. Þessi samningur
fer í þveröfuga átt.
Ég hef gagnrýnt þessa samn-
inga á þeim forsendum, að gangi
þessar launahækkanir yfir öll
sveitarfélögin muni þær ríða fjár-
hag margra þeirra að fullu. Rekst-
ur þeirra verður neikvæður og
skuldir bæjarsjóða hlaðast upp,
nema að til komi skattahækkanir
til að eiga fyrir auknum út-
gjöldum. Reykjavíkurborg er í
þeim hópi.
Samanburður á launum er ávallt
mikill drifkraftur kjarabaráttu.
Þessar launahækkanir munu að
óbreyttu ganga yfir hinn almenna
vinnumarkað. Það leiðir til þess að
atvinnuvegirnir þurfa að veita
þessum launahækkunum út í verð-
lagið. Hækkun verðlags er verð-
bólga og víxlverkanir launa og
verðlags, sem við Íslendingar
þekkjum frá árunum fyrir 1990,
þegar launataxtar hækkuðu um
hundruð og kannski þúsundir pró-
senta meðan kaupmáttur lækkaði.
Þá mun hækkun verðbóta á lán
landsmanna verða láglaunafólki
þyngst í skauti. Á endanum er
þjóðin margfalt verr stödd.
Viljum við að góð efnahagsleg
staða þjóðarinnar verði brennd
upp á nýju báli verðbólgu? All-
margir gera sér ekki grein fyrir
þessu samhengi. Margt ungt fólk
þekkir ekki verðbólgusjúkdóminn
af eigin raun sem betur fer.
Borgarstjóri Reykjavíkur er að
slá ryki í augu fólks með því að
segja að hækkun launa hjá starfs-
fólki Reykjavíkurborgar, stærsta
vinnuveitanda landsins, hafi engin
áhrif á þróun verðbólgu. Ekkert er
fjær sanni.
Hinn 20. janúar næstkomandi
mun Samband íslenskra sveitarfé-
laga halda launamálaráðstefnu og
ræða m.a. um laun hinna lægst
launuðu hjá sveitarfélögunum. Þar
munu koma fram tillögur til úr-
bóta. Rædd verður staða samn-
ingsmála við leikskólakennara, en
kjarasamningar við þá eru lausir í
september nk.
Það er grafalvarlegt mál, að
fara vísvitandi með rangfærslur
eða tala með eins óábyrgum hætti
um kjaramál og margir for-
ystumenn Samfylkingarinnar hafa
gert undanfarið. Kjör aðstoð-
arfólks á leikskólum þurfa vita-
skuld að batna. En þetta fólk þarf
ekki á yfirboðum og lýðskrumi að
halda, sem hefur lækkun kaup-
máttar og hækkun á lánum fólks-
ins í landinu í för með sér. Því
miður virðist þetta framtíðarsýnin
sem Samfylkingin boðar um þess-
ar mundir.
Staðreyndir um kjaramál
Gunnar I. Birgisson
fjallar um kjarasamninga
Kópavogsbæjar ’Viljum við að góð efna-hagsleg staða þjóð-
arinnar verði brennd
upp á nýju báli verð-
bólgu?‘
Gunnar I. Birgisson
Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
4$B-(
7)O
;$+$9'7!
%!4A
4-9++4
1P" (!
B$B-(
$7)O9
;-E$
@
1
55$B-
,1
.!+6
$- %%!
&A9!+6
-!+
%
.!+24(
8
.!+24(
8
%
%%
%
%%
%% .!+24(
8
%
% %
% %
%
85?+85%47
*04+ Q
85%47 #85
-$-%
*04+ Q
*04+ Q
*04+ Q
-06
E5
-!
-!
E(-0
E(-0
E(-0