Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 31

Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 31 UMRÆÐAN fyrir fagurkera á öllum aldri með hækkandi sól leikræn lýsing í röð og reglu frumkvöðull á sínu sviði að hanna utan um fjölskylduna syndsamleg hollusta lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 01 2006 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun RITSTJÓRI Morgunblaðsins undrast í ritstjórnargrein um skóla- mál 11. janúar 2006 að forysta kenn- ara grípi fram fyrir hendur eigin fé- lagsmanna við gerð kjarasamninga. Ritstjóra Morgun- blaðsins ætti að vera ljóst að lögum sam- kvæmt er umboð til gerðar kjarasamninga í höndum stéttarfélags. Það ætti því ekki að vekja undrun að Félag grunnskólakennara (FG) og Kennarasamband Ís- lands (KÍ) hafi skoðun á slíkum málum og taki fram fyrir hendur fé- lagsmanna ef þurfa þyk- ir. Í KÍ og FG fara lög- lega kjörnar stjórnir og samninganefndir með slík mál og fé- lagsmenn verða að virða leikreglur og lýðræðið. Það er því út í hött sem ritstjóri skrifar, að kennarasam- tökin séu í þriðja sinn að taka fram fyrir hendur einstakra kennarahópa. Það getur verið vandasamt að fara eftir leikreglum lýðræðisins og hing- að til hefur Morgunblaðið viljað standa vörð um lýðræðið. En lýð- ræðishugtakið virðist eitthvað hafa skolast til í huga ritstjóra þegar hann skrifaði áðurnefnda ritstjórn- argrein, nema hann telji að lýðræði snúist eingöngu um frelsi einstak- lingsins og að það sé æðra þeim leik- reglum sem settar hafa verið af sam- félaginu. Allir einstaklingar sem um er rætt eru félagsmenn FG (KÍ) og verða að fylgja þeim leikreglum sem settar eru í lýðræðislegu samfélagi. Ritstjóri Morgunblaðsins fullyrðir að kjaramál kennara séu komin í ógöngur. Hverjar eru þessar ógöng- ur sem kjaramál kennara eru komin í aðrar en þær að grunnskólakenn- arar hafa frá árinu 1996 þurft að semja við Launanefnd sveitarfélaga (LN) sem fylgir fast fram mikilli lág- launastefnu og gerir alla kjarasamn- inga að hámarks- samningum með uppáskrift þeirra sveitarfélaga sem að- ild eiga að nefndinni? Komið hefur ber- lega í ljós í sam- skiptum KÍ og Launanefndar sveit- arfélaga (LN) að hún er haldin þeirri þrá- hyggju að kennslu- skylda hamli skólaþróun eða skóla- starfi. FG spyr: Hvaðan er þessi vit- leysa komin? Þetta hefur ekkert með skólaþróun eða skólastarf að gera, heldur snýst þetta um að lækka launakostnað í grunnskól- anum og færa skólastjórum fullt vald yfir öllum vinnutíma kennara. Í löndum Norður-Evrópu sem FG miðar sig helst við er alls staðar not- ast við hugtakið kennsluskylda sem miðast við ákveðna hámarkskennslu fyrir fullt starf kennara. Í öllum þessum löndum sem og á Íslandi nota kennarar verulegan hluta viku- legrar vinnuskyldu til undirbúnings undir kennsluna og síðan er af- gangstími þessara tveggja atriða, þ.e. kennslu og undirbúnings, not- aður til annarra starfa, svo sem fundahalda, skráningar upplýsinga, eftirlits með kennslurými o.fl. Að sjálfsögðu eiga kennarar eins og aðrir launamenn rétt á kaffitíma sem innifalinn er í vinnutímaskil- greiningunni. FG er kunnugt um tíðar ferðir skólastjóra og fulltrúa skólaskrif- stofa til Bandaríkjanna að und- anförnu og munu einhverjar af þeim skólastefnum sem ýmsir skólamenn vilja koma á hér á landi vera ættaðar þaðan. Vera má að vinnutími sé skil- greindur á annan hátt í Bandaríkj- unum en hér á landi, en Bandaríkin eru ekki fyrirmynd FG í stétt- arfélagsmálum eða í baráttu fyrir auknum réttindum. Grunnskólakennarar á Íslandi hafa barist fyrir því að kennslu- skylda verði minnkuð til samræmis við kennsluskyldu framhaldsskóla- kennara, enda eru engin rök fyrir núverandi mismun. Verulegur ár- angur náðist í síðustu kjarasamn- ingum. Kennsluskyldan minnkar á samningstímanum úr 28 kennslu- stundum í 26 kennslustundir miðað við fullt starf. Sá tími sem „losnar“ við þetta fer allur til aukningar á tíma til undirbúnings undir kennslu. FG fullyrðir að minnkun kennslu- skyldu komi nemendum til góða með bættri kennslu og betur und- irbúnum kennurum. Verðum að fylgja lýðræðis- legum leikreglum Þórður Á. Hjaltested svarar rit- stjórnargrein Morgunblaðsins ’FG fullyrðir að minnk-un kennsluskyldu komi nemendum til góða með bættri kennslu og betur undirbúnum kenn- urum.‘ Þórður Á. Hjaltested Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og á sæti í stjórn Kennarasambands Íslands. Á TÍU árum hefur nítratmagn í neyslu- vatni Garðabæjar auk- ist um fimmtíu pró- sent. Það er for- gagnsverkefni að huga að nýju vatnsbóli fyrir bæjarbúa svo koma megi í veg fyrir minnkandi rennsli í Vífilsstaðavatn og í Hraunholtslæk, en um fram allt bæta neyslu- vatn bæjarbúa. Árið 1997 sam- þykkti umhverf- isráðherra lög um vatnsvernd á höf- uðborgarsvæðinu. Markmið laganna er að stuðla að hámarks hollustu neysluvatns. Sama ár lýstu fulltrúar Garðabæjar því yfir með bréfi bæj- arverkfræðings, að vatnsból okkar Garðbæinga í Dýjakrókum væri víkjandi vatnsból og að bæjaryf- irvöld í Garðbæ byggðu áætlanir sín- ar á því. Síðan eru liðin 8 ár og vatnsbólið í Dýjakrókum hefur ekki batnað og vatnsrennslið er ekki nóg til að þjóna öllum bænum. Hluti Ásahverf- is fær vatn frá Vatnsveitu Hafnar- fjarðar. Einnig hafa sérfræðingar bent á að aukin vatnstaka úr borhol- unni í Dýjakrókum þýði minnkandi rennsli til Vífilsstaðavatns og því minna rennsli í Hraunholtslæk. Í reglulegum mælingum sem gerðar eru á vatnsbólum höfuðborg- arsvæðisins er vatnsból Garðbæinga auðugast af nítrati, en nítrat er efni sem kemur úr húsdýraskít. Þar sem nítratið er enn ekki komið á hættu- stig er þó ekki talað um mengun í vatninu heldur auðgun í vatninu. Hesthúsahverfin á Kjóavöllum og Heims- enda ásamt aukinni starfsemi og byggingu húsa í landi Kópavogs, sem er á aðrennsl- issvæði vatnsbólsins, setur hlutverk Dýja- króka sem vatnsból í uppnám. Styrkur nítr- ats í neysluvatni okkar Garðbæinga hefur auk- ist um 50% á aðeins tæpum áratug. Dýja- krókar eru því ekki framtíðarvatnsból fyrir Garðabæ. Sérfræðingar telja að einhver auðugasta og best staðsetta vatns- æðin á vatnsvernd- arsvæðinu sé í Myglu- dölum. Mygludalir eru á milli Húsafells og Helgafells og teljast til upplands Garðabæjar. Þetta svæði er í dag frátekið sem framtíð- arvatnsból en talið er að þar sé hægt að taka mikið vatn með litlum til- kostnaði. Þar sem Garðabær kemur til með að stækka mikið næstu fjög- ur árin tel ég eitt af forgangsverk- efnum næsta kjörtímabils vera að huga að nýju vatnsbóli og leggja drög að góðu vatni í góðum bæ. Vont vatn í góðum bæ Eftir Auði Hallgrímsdóttur Auður Hallgrímsdóttir ’… forgagns-verkefni að huga að nýju vatnsbóli …‘ Höfundur er framkvæmdastjóri, á sæti í umhverfisnefnd Garðabæjar og er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ. Prófkjör Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.