Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 31 UMRÆÐAN fyrir fagurkera á öllum aldri með hækkandi sól leikræn lýsing í röð og reglu frumkvöðull á sínu sviði að hanna utan um fjölskylduna syndsamleg hollusta lifun tímarit um heimili og lífsstíl – 01 2006 Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun RITSTJÓRI Morgunblaðsins undrast í ritstjórnargrein um skóla- mál 11. janúar 2006 að forysta kenn- ara grípi fram fyrir hendur eigin fé- lagsmanna við gerð kjarasamninga. Ritstjóra Morgun- blaðsins ætti að vera ljóst að lögum sam- kvæmt er umboð til gerðar kjarasamninga í höndum stéttarfélags. Það ætti því ekki að vekja undrun að Félag grunnskólakennara (FG) og Kennarasamband Ís- lands (KÍ) hafi skoðun á slíkum málum og taki fram fyrir hendur fé- lagsmanna ef þurfa þyk- ir. Í KÍ og FG fara lög- lega kjörnar stjórnir og samninganefndir með slík mál og fé- lagsmenn verða að virða leikreglur og lýðræðið. Það er því út í hött sem ritstjóri skrifar, að kennarasam- tökin séu í þriðja sinn að taka fram fyrir hendur einstakra kennarahópa. Það getur verið vandasamt að fara eftir leikreglum lýðræðisins og hing- að til hefur Morgunblaðið viljað standa vörð um lýðræðið. En lýð- ræðishugtakið virðist eitthvað hafa skolast til í huga ritstjóra þegar hann skrifaði áðurnefnda ritstjórn- argrein, nema hann telji að lýðræði snúist eingöngu um frelsi einstak- lingsins og að það sé æðra þeim leik- reglum sem settar hafa verið af sam- félaginu. Allir einstaklingar sem um er rætt eru félagsmenn FG (KÍ) og verða að fylgja þeim leikreglum sem settar eru í lýðræðislegu samfélagi. Ritstjóri Morgunblaðsins fullyrðir að kjaramál kennara séu komin í ógöngur. Hverjar eru þessar ógöng- ur sem kjaramál kennara eru komin í aðrar en þær að grunnskólakenn- arar hafa frá árinu 1996 þurft að semja við Launanefnd sveitarfélaga (LN) sem fylgir fast fram mikilli lág- launastefnu og gerir alla kjarasamn- inga að hámarks- samningum með uppáskrift þeirra sveitarfélaga sem að- ild eiga að nefndinni? Komið hefur ber- lega í ljós í sam- skiptum KÍ og Launanefndar sveit- arfélaga (LN) að hún er haldin þeirri þrá- hyggju að kennslu- skylda hamli skólaþróun eða skóla- starfi. FG spyr: Hvaðan er þessi vit- leysa komin? Þetta hefur ekkert með skólaþróun eða skólastarf að gera, heldur snýst þetta um að lækka launakostnað í grunnskól- anum og færa skólastjórum fullt vald yfir öllum vinnutíma kennara. Í löndum Norður-Evrópu sem FG miðar sig helst við er alls staðar not- ast við hugtakið kennsluskylda sem miðast við ákveðna hámarkskennslu fyrir fullt starf kennara. Í öllum þessum löndum sem og á Íslandi nota kennarar verulegan hluta viku- legrar vinnuskyldu til undirbúnings undir kennsluna og síðan er af- gangstími þessara tveggja atriða, þ.e. kennslu og undirbúnings, not- aður til annarra starfa, svo sem fundahalda, skráningar upplýsinga, eftirlits með kennslurými o.fl. Að sjálfsögðu eiga kennarar eins og aðrir launamenn rétt á kaffitíma sem innifalinn er í vinnutímaskil- greiningunni. FG er kunnugt um tíðar ferðir skólastjóra og fulltrúa skólaskrif- stofa til Bandaríkjanna að und- anförnu og munu einhverjar af þeim skólastefnum sem ýmsir skólamenn vilja koma á hér á landi vera ættaðar þaðan. Vera má að vinnutími sé skil- greindur á annan hátt í Bandaríkj- unum en hér á landi, en Bandaríkin eru ekki fyrirmynd FG í stétt- arfélagsmálum eða í baráttu fyrir auknum réttindum. Grunnskólakennarar á Íslandi hafa barist fyrir því að kennslu- skylda verði minnkuð til samræmis við kennsluskyldu framhaldsskóla- kennara, enda eru engin rök fyrir núverandi mismun. Verulegur ár- angur náðist í síðustu kjarasamn- ingum. Kennsluskyldan minnkar á samningstímanum úr 28 kennslu- stundum í 26 kennslustundir miðað við fullt starf. Sá tími sem „losnar“ við þetta fer allur til aukningar á tíma til undirbúnings undir kennslu. FG fullyrðir að minnkun kennslu- skyldu komi nemendum til góða með bættri kennslu og betur und- irbúnum kennurum. Verðum að fylgja lýðræðis- legum leikreglum Þórður Á. Hjaltested svarar rit- stjórnargrein Morgunblaðsins ’FG fullyrðir að minnk-un kennsluskyldu komi nemendum til góða með bættri kennslu og betur undirbúnum kenn- urum.‘ Þórður Á. Hjaltested Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og á sæti í stjórn Kennarasambands Íslands. Á TÍU árum hefur nítratmagn í neyslu- vatni Garðabæjar auk- ist um fimmtíu pró- sent. Það er for- gagnsverkefni að huga að nýju vatnsbóli fyrir bæjarbúa svo koma megi í veg fyrir minnkandi rennsli í Vífilsstaðavatn og í Hraunholtslæk, en um fram allt bæta neyslu- vatn bæjarbúa. Árið 1997 sam- þykkti umhverf- isráðherra lög um vatnsvernd á höf- uðborgarsvæðinu. Markmið laganna er að stuðla að hámarks hollustu neysluvatns. Sama ár lýstu fulltrúar Garðabæjar því yfir með bréfi bæj- arverkfræðings, að vatnsból okkar Garðbæinga í Dýjakrókum væri víkjandi vatnsból og að bæjaryf- irvöld í Garðbæ byggðu áætlanir sín- ar á því. Síðan eru liðin 8 ár og vatnsbólið í Dýjakrókum hefur ekki batnað og vatnsrennslið er ekki nóg til að þjóna öllum bænum. Hluti Ásahverf- is fær vatn frá Vatnsveitu Hafnar- fjarðar. Einnig hafa sérfræðingar bent á að aukin vatnstaka úr borhol- unni í Dýjakrókum þýði minnkandi rennsli til Vífilsstaðavatns og því minna rennsli í Hraunholtslæk. Í reglulegum mælingum sem gerðar eru á vatnsbólum höfuðborg- arsvæðisins er vatnsból Garðbæinga auðugast af nítrati, en nítrat er efni sem kemur úr húsdýraskít. Þar sem nítratið er enn ekki komið á hættu- stig er þó ekki talað um mengun í vatninu heldur auðgun í vatninu. Hesthúsahverfin á Kjóavöllum og Heims- enda ásamt aukinni starfsemi og byggingu húsa í landi Kópavogs, sem er á aðrennsl- issvæði vatnsbólsins, setur hlutverk Dýja- króka sem vatnsból í uppnám. Styrkur nítr- ats í neysluvatni okkar Garðbæinga hefur auk- ist um 50% á aðeins tæpum áratug. Dýja- krókar eru því ekki framtíðarvatnsból fyrir Garðabæ. Sérfræðingar telja að einhver auðugasta og best staðsetta vatns- æðin á vatnsvernd- arsvæðinu sé í Myglu- dölum. Mygludalir eru á milli Húsafells og Helgafells og teljast til upplands Garðabæjar. Þetta svæði er í dag frátekið sem framtíð- arvatnsból en talið er að þar sé hægt að taka mikið vatn með litlum til- kostnaði. Þar sem Garðabær kemur til með að stækka mikið næstu fjög- ur árin tel ég eitt af forgangsverk- efnum næsta kjörtímabils vera að huga að nýju vatnsbóli og leggja drög að góðu vatni í góðum bæ. Vont vatn í góðum bæ Eftir Auði Hallgrímsdóttur Auður Hallgrímsdóttir ’… forgagns-verkefni að huga að nýju vatnsbóli …‘ Höfundur er framkvæmdastjóri, á sæti í umhverfisnefnd Garðabæjar og er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ. Prófkjör Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.