Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 32

Morgunblaðið - 13.01.2006, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ATLI Gíslason, hæstarétt- arlögmaður og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs, veitir mér ókeypis „lög- fræðiráðgjöf“ í Morgunblaðinu í gær. Skal hann hafa þökk fyrir ómakið en fegin er ég að ekki fylgir reikn- ingur með í pakkanum því af grein varaþing- mannsins má ráða að hann hafi fremur skrif- að hana sem stjórn- málamaðurinn Atli Gíslason en lögfræð- ingurinn Atli Gíslason, þar sem greinin er al- gjörlega laus við lög- fræðilegar ráðlegg- ingar. Ég hef greint frá því opinberlega að ef stjórnvöld beittu sér fyrir því að horfið verði frá Norðlingaölduveitu kynni að koma til skaðabótakröfu af hálfu Landsvirkjunar. Varaþing- maður VG segir að einfalt sé að ráða bót á því, iðnaðarráðherra þurfi að- eins „að gefa fulltrúum sínum í stjórn Landsvirkjunar fyrirmæli um að greiða atkvæði gegn hugsanlegri tillögu um að krefja ríkið um skaða- bætur“. Stjórn Landsvirkjunar Nú er það svo að í stjórn Lands- virkjunar sitja sjö fulltrúar eigenda fyrirtækisins og miðast fjöldi þeirra við eignarhlut hvers aðila. Einn fulltrúi er skipaður af bæjarstjórn Akureyrar, þrír fulltrúar af borg- arstjórn Reykjavíkur og þrjá full- trúa skipar iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Sú hefð hefur skapast að eigendur Landsvirkjunar velja sér fulltrúa í stjórn fyrirtæk- isins í samræmi við pólitískan styrk og þannig eru fulltrúar Reykjavík- urborgar til að mynda tveir frá R- listanum og einn frá Sjálfstæð- isflokki. Fulltrúi Ak- ureyrar kemur frá meirihluta bæj- arstjórnar og fulltrúar ríkisins eru tveir frá stjórnarmeirihlutanum og einn frá stjórn- arandstöðu. End- urspeglar þessi til- högun þann vilja að sjónarmið stjórn- armanna Landsvirkj- unar komi frá jafnt minnihluta sem meiri- hluta kjörinna fulltrúa á alþingi og í sveitar- félögunum tveimur. Í lögum um Landsvirkjun segir að stjórnarmenn fyrirtækisins hafi réttindi og skyldur opinberra sýsl- unarmanna. Mér vitanlega hafa slík- ir aðilar ekki þær skyldur að hlíta fyrirmælum þess ráðherra sem fer með eignarhald í hluta fyrirtækisins en eru hins vegar í stjórnarstörfum sínum bundnir af lögum og reglum sem um Landsvirkjun gilda. Í reglu- gerð fyrir Landsvirkjun segir að í verksviði stjórnar felist meðal ann- ars að „gæta hagsmuna fyrirtæk- isins í hvívetna og marka heild- arstefnu þess á hverjum tíma“. Lögmaðurinn leiðréttir mig vit- anlega ef ég fer með rangt mál um þessi atriði en í það minnsta mun varaþingmaðurinn trúlega tjá sig um þetta atriði á einhverjum vett- vangi. Hver ætti að ráðleggja hverjum? Hvað seinni ráðlegginguna varðar þá hef ég aðeins þetta um hana að segja. Ég er í stjórnmálum til að hafa skoðanir og til að gera mitt besta til að vinna að bættum hag þjóðarinnar. Það þýðir hins vegar ekki að ég sem fulltrúi fram- kvæmdavaldsins geti farið á svig við löggjafarvaldið. Ef lögfræðingurinn Atli Gíslason er hins vegar þeirrar skoðunar er spurning hvort meira að segja varaþingmaðurinn Atli Gísla- son geti ekki veitt honum ókeypis ráðgjöf um hvað sé rétt og hvað rangt í þeim efnum. Þakkir fyrir meinta lögfræðiráðgjöf – gott að hún var ókeypis Valgerður Sverrisdóttir svarar grein Atla Gíslasonar ’… af grein varaþing-mannsins má ráða að hann hafi fremur skrif- að hana sem stjórn- málamaðurinn Atli Gíslason en lögfræðing- urinn Atli Gíslason, þar sem greinin er al- gjörlega laus við lög- fræðilegar ráðlegg- ingar.‘ Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. NÝ OG breytt löggjöf um skipan ferðamála tók gildi 1. janúar síðast- liðinn og leysti af hólmi eldri lög um skipulag ferðamála. Megintil- gangur með setningu laganna er að breyta hlutverki Ferðamála- ráðs og gera skrifstofu Ferðamálaráðs kleift að gegna hlutverki stjórnsýslustofnunar og setja skýrari og fyllri reglur um leyf- isskylda starfsemi í ferðaþjónustu. Með breytingunum er stefnt að því að efla þessa mikilvægu at- vinnugrein sem ferða- þjónustan er og gera alla landkynningu markvissari og árang- ursríka. Ferðamálastofa tekur við hlutverki Ferðamálaráðs sem stofnunar Stofnunin, sem hef- ur verið kölluð Ferða- málaráð Íslands eins og ráðið sjálft, þó í reynd væri hún skrif- stofa Ferðamálaráðs, hefur nú fengið nýtt nafn. Mun hún heita Ferðamálstofa. Ferða- málastofa tekur við öllum skuldbind- ingum og verkefnum skrifstofu Ferðamálaráðs samkvæmt lögunum þannig að engin núverandi verkefni falla niður eða eru færð annað. Ferðamálastofa mun því áfram sinna þeim verkefnum sem skrifstofur Ferðamálaráðs hafa sinnt gagnvart stjórnvöldum, greininni og inn- lendum og erlendum ferðamönnum. Það er mat þeirra, sem vinna að ferðaþjónustu, að krafa um gæði og öryggi gagnvart neytandanum sé lykill að velgengni greinarinnar. Í nýju lögunum um skipan ferðamála er kveðið á um verkefni Ferða- málastofu og lúta þau ekki síst að gæða- og markaðsmálum: 1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, sam- ræming umhverfis- og fræðslu- mála, miðlun upplýsinga, svæðis- bundin þróun og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningarmál ferða- þjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni. Útgáfa leyfa færist til Ferðamálastofu Ein meginbreytingin, sem varð á verkefnum við gildistöku laganna, varðar veitingu ferðaskrifstofu- og ferðaskipuleggjandaleyfa. Útgáfa leyfa færist frá samgönguráðuneyt- inu til Ferðamálastofu. Í nýju lög- unum er jafnframt gerður miklu skýrari greinarmunur á þessum leyf- um. Þá er í lögunum kveðið skýrt á um hvaða aðilar eru leyfisskyldir og tekinn af allur vafi um að það eru fleiri aðilar en einungis þeir sem selja alferðir. Þessar breytingar eiga að gera leyfið sjálft sýnilegra og eft- irsóknarvert að hafa og tengja við það ýmis réttindi, svo sem heimild til notkunar á sérstöku auðkenni Ferða- málastofu. Breytingarnar snúa einn- ig að því að vernda hagsmuni neyt- enda enn frekar og gera þá með- vitaðri um virði þess að ferða- þjónustuaðilar hafi tilskilin leyfi og hvetja til aukins eftirlits neytenda með því. Einnig er í lögunum í fyrsta sinn kveðið á um að bókunarmið- stöðvar og upplýsingamiðstöðvar séu skráningarskyldar til Ferðamála- stofu. Þá er Ferðamálstofu í nýju lög- unum falið nýtt verkefni sem snýr að framkvæmd markaðrar ferða- málastefnu. Þingsályktun um fram- kvæmd þessarar áætlunar var sam- þykkt á síðastliðnu vorþingi. Í ferðamálaáætlun 2006–2015 eru fjöl- mörg verkefni sem miða að uppbyggingu ferða- þjónustunnar og er Ferðamálastofu falin umsjón og framkvæmd þeirra. Breytt hlutverk Ferðamálaráðs Ferðamálaráð fór áð- ur með hlutverk stjórn- ar skrifstofu Ferða- málaráðs en um ára- mótin varð breyting þar á. Með nýju lögunum verður hlutverk ráðsins fyrst og fremst að vinna að stefnumörkun og vera ráðherra til ráð- gjafar um alla þætti landkynningar og markaðsmála í þágu ferðaþjónustunnar. Í Ferðamálaráði eiga nú, samkvæmt nýju lög- unum, sæti tíu fulltrúar þannig að fjölgað er um þrjá. Þeir, sem tilnefna fulltrúa í ráð, eru Sam- tök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Ís- lands, Útflutningsráð Íslands og Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Útflutningsráð hefur ekki átt fulltrúa í ráðinu áður. Markmiðið með tilnefningu frá Út- flutningsráði er að tryggja þátttöku annarra útflutningsgreina í umfjöll- un um ferðamál og efla samhæfingu ferðaþjónustunnar við annan útflutn- ing vöru og þjónustu. Mikil breyting varð jafnframt á verkefnum Ferðamálaráðs en í nýju lögunum er þau skilgreind þannig: – Gera árlega eða oftar, tillögur til ráðherra um markaðs- og kynn- ingarmál ferðaþjónustunnar. – Vera ráðgefandi aðili fyrir ráð- herra um áætlanir í ferðamálum. – Veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferða- mál og annað er ráðherra felur ráðinu eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónust- unnar. Þannig er ferðamálaráði falið að fara yfir stöðu og skipulag kynningar á Íslandi á erlendum vettvangi og hlutverk landkynningaskrifstofa Ferðamálastofu og að meta árangur af landkynningu undanfarinna ára. Einnig leggur ráðið fram tillögur um það hvernig samstarfi við aðra aðila, sem standa að kynningu á Íslandi á erlendri grundu, skuli háttað. Þá gerir Ferðamálaráð tillögur um hvernig þeir fjármunir, sem stjórn- völd veita til ferðamála og koma frá ríkissjóði, verði sem best nýttir og í samræmi við þingsályktun um ferða- mál sem samþykkt var á Alþingi vor- ið 2005. Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, hafa að geyma helstu breyt- ingar sem urðu á skipan ferðamála nú um áramótin. Ferðaþjónusta, sem atvinnugrein, hefur vaxið og dafnað hér á landi á undanförnum árum og vil ég nota tækifærið og þakka því kraftmikla fólki sem starfar í grein- inni. Enn eru mikil tækifæri fyrir hendi til að sækja á nýja markaði og efla enn frekar stöðu okkar á þeim sem við þegar höfum náð fótfestu á. Í þeirri sókn má þó ekki gleyma mik- ilvægi ferðaþjónustu í þágu Íslend- inga en nauðsynlegt er að halda áfram að hvetja Íslendinga til að ferðast um eigið land og þannig fá tækifæri til að kynnast stórfengleika íslenskrar náttúru og menningar. Það er von mín að lögin verði til að styrkja og efla ferðamennsku sem at- vinnugrein á Íslandi enn frekar og skapa skýrari og skilvirkari umgjörð utan um greinina. Ferðamálastofa og Ferðamálaráð Sturla Böðvarsson fjallar um breytta löggjöf um skipan ferðamála. Sturla Böðvarsson ’Enn eru mikiltækifæri fyrir hendi til að sækja á nýja markaði og efla enn frekar stöðu okkar á þeim sem við þegar höfum náð fót- festu á.‘ Höfundur er samgönguráðherra. ÞEGAR Svíþjóð og Finnland gengu til liðs við Evrópusam- bandið lækkaði matarverð umtals- vert í þessum löndum. Norðmenn reiknuðu út að ef það sama gerðist hjá þeim miðað við neysluútgjöld og verðlag í Noregi mætti reikna með að matarreikningur fjögurra manna fjölskyldu myndi lækka um 250 þúsund íslenskar krónur á ári gengi Noregur í Evrópusam- bandið. Samfylkingin opnaði umræðuna um hátt matarverð hérlendis fyrir 4 árum. Hún lagði fyrir Alþingi samanburð á matarverði hér og á Norðurlöndum miðað við með- alverð í Evrópusambandslöndum. Hann sýndi að matarverð var allt að 50 prósent hærra hérlendis og í sumum matvælaflokkum allt að 69 prósent hærra. Ísland, Noregur og Sviss eru með dýrasta mat í Evr- ópu. Samfylkingin hefur árum saman talað fyrir lækkun matarverðs sem sjálfstæðri aðgerð sem hægt væri að fara í með aðgerðum hér heima. Í sama streng tók þáverandi for- sætisráðherra Davíð Oddsson í umræðu um matarverð á Alþingi. „Við getum gert þetta sjálf,“ sagði Davíð. En ekkert hefur gerst fyrr en nú að skipuð er nefnd til að kanna orsakir matarverðsins. Það kom skýrsla um matarverðið Alþingi samþykkti tillögu Sam- fylkingarinnar um að leitað yrði orsaka matarverðsins fyrir jól árið 2002 og var Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands falið verkefnið. Það dróst hinsvegar að stofnunin skil- aði skýrslu. Hún var loks lögð fram á síðasta degi þingsins vorið 2004. Þar er staðfestur sá munur á matarverði sem Samfylkingin hafði áður kynnt. Jafnframt er í skýrslu Hagfræðistofnunar greint frá helstu orsökum fyrir hærra mat- arverði hérlendis en í samanburð- arlöndunum. Helst skortir á upplýsingar um þátt vörugjalda en í skýrslunni segir að þær upplýsingar hafi þá ekki verið fyrir- liggjandi. Miklar vonir voru bundnar við það hjá okkur í Samfylking- unni að viðkomandi ráðuneyti myndu vinna með þær ábend- ingar sem fram komu í skýrslunni en hjá þeim reyndist enginn áhugi fyrir hendi. Á sl. þingvetri bar ég fram skriflegar fsp til þriggja ráðherra um ým- islegt sem fram kemur í skýrslunni og er skemmst frá því að segja að í ljós kom að engin vinna er í gangi í fjármála-, landbúnaðar- eða viðskiptaráðuneyti varðandi þær úrbætur sem bent er á í skýrsl- unni til lækkunar matarverðs. Í október reyndi ég að fá fram afstöðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til ábendinga Hagfræðistofnunar. Einu svör hans á þeirri stundu voru að það kæmi til greina að lækka virð- isaukaskatt af matvælum. Aðrar skattalækkanir nutu hinsvegar for- gangs hjá ríkisstjórninni við fjár- lagagerðina svo engin innstæða var fyrir þeirri at- hugasemd forsætis- ráðherrans. Samfylk- ingin hafði reyndar flutt tillögu um lækk- un virðisaukaskatts á matvæli í tvígang bæði haustið 2003 og 2004 og flutt tillögur þar um við afgreiðslu fjárlaga. Þá var það fyrst og fremst flokk- ur forsætisráðherrans sem mælti gegn lækk- uninni. Aðgerðir án tafar Vissulega hefði verið gaman að geta glaðst yfir því að forsætisráð- herrann tók loks við sér vegna hás matarverðs. Því miður er það ekki hægt. Nefndarskipan forsætisráð- herra þýðir einfaldlega að lækkun matarverðs er drepið á dreif og ekkert mun gerast á komandi mánuðum. Engin von er til þess að þessi ríkisstjórn grípi til aðgerða til lækkunar matarverðs. Það sýnir reynsla síðustu ára. Það bíður nýrrar ríkisstjórnar og það verður hlutskipti Samfylkingarinnar að ráðast í þær aðgerðir. Það verður Samfylkingin sem lækkar matarverðið Rannveig Guðmundsdóttir fjallar um matvælaverð á Ís- landi ’Nefndarskipan for-sætisráðherra þýðir ein- faldlega að lækkun mat- arverðs er drepið á dreif og ekkert mun gerast á komandi mánuðum.‘ Rannveig Guðmundsdóttir Höfundur er þingmaður Samfylk- ingar í Suðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.