Morgunblaðið - 13.01.2006, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 37
MINNINGAR
✝ Brynja Sigurð-ardóttir fæddist
í Reykjavík 22. febr-
úar 1958. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 5. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Erla Ingadóttir
hjúkrunarfræðing-
ur og Sigurður Sig-
urðsson lögreglu-
maður, d. 1984.
Hálfbróðir Brynju
samfeðra er Sigurð-
ur Sigurðsson og
hálfsystir sammæðra er Guðný
Björk Hauksdóttir. Brynja fluttist
að Bifröst í Borgarfirði 1965 með
móður sinni og stjúpföður, Hún-
boga Þorsteinssyni. Þaðan fluttist
fjölskyldan til Borgarness þar
sem Brynja ólst upp ásamt stjúp-
systkinum sínum, Þorsteini og Vé-
dísi.
Árið 1982 giftist Brynja Hilm-
ari Símonarsyni,
sjómanni á Akra-
nesi, og þar bjuggu
þau næstu árin en
hann lést 1985 og
skömmu seinna
fluttist hún til
Reykjavíkur þar
sem hún hefir síðan
átt heimili. Börn
þeirra eru: Erla
Inga, f. 1983 og Þor-
finnur, f. 1984. Dótt-
ir Erlu Ingu og Dag-
bjarts Eiðs Ólasonar
er Brynja Rán, f.
2004.
Brynja var í barnaskóla í
Varmalandi í Borgarfirði og í
Borgarnesi og síðan í gagnfræða-
skóla í Borgarnesi. Hún vann
lengst af við verslunar- og umönn-
unarstörf.
Útför Brynju verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma.
Ég man eftir yndislegri æsku.
Þú varst dugleg að segja okkur
Finna hvað þú elskaðir okkur mik-
ið og hvað þú værir heppin að eiga
okkur „svona falleg og yndisleg
börn“.
Þú varst sterk og ákveðin kona.
Hvað sem á gekk gerðir þú gott úr
því. Ég sakna þín svo mikið,
mamma. Ég sakna faðmlaganna og
samtalanna í símanum á kvöldin.
Við gátum talað um hvað sem var.
Þú varst besta vinkona mín og fyr-
irmynd, alltaf svo snyrtileg og ilm-
aðir svo vel. Ég man að þegar við
Finni vorum lítil gafstu mér peysu
af þér til að sofa með og þú spreyj-
aðir ilmvatninu þínu á hana svo að
ég gæti sofnað.
Eftir að þú veiktist sástu til þess
að lífið gengi sinn vanagang,
stundum meira að segja eins og
ekkert hefði í skorist. Svo fæddist
Brynja Rán og þú varst svo stolt
að vera orðin amma. Stuttu seinna
varst þú orðin mikið veik en samt
svo rosalega jákvæð. Síðustu mán-
uðina varstu orðin svo kvalin. Þú
horfðir í augun á mér og sagðir að
við Finni héldum í þér lífi og að þú
kviðir dauðanum, því að við Finni
værum ekki bara að missa þig,
heldur værir þú líka að missa okk-
ur.
Ég elska þig, mamma, og sakna
þín svo mikið, en nú getur þú verið
verndarengillinn hennar Brynju
Ránar.
Guð veri með þér í nýjum heim-
kynnum. Þín dóttir,
Erla Inga.
Í dag kveðjum við vinkonu okkar
og bekkjarsystur Brynju Sigurð-
ardóttur en hún er sú fyrsta úr
okkar hópi, árgangi 1958, sem fell-
ur frá.
Minningarnar um Brynju frá því
á skólaárunum eru ósköp ljúfar og
skemmtilegar. Hún var mikill fjör-
kálfur og glaðvær og oft mikið að
gerast í kringum hana. Margt var
brallað og oft höfum við bekkj-
arsystkinin velst um af hlátri þeg-
ar við rifjum upp gömlu og góðu
stundirnar frá þessum árum. Er
haldin hafa verið bekkjarmót hefur
Brynja ávallt verið dugleg að
mæta og minnumst við þess hversu
glöð hún var og skemmti sér vel er
við hittumst síðast. Þá minningu
munum við geyma með okkur.
Er ég flutti í Borgarnes, þá 11
ára að aldri, urðum við Brynja
fljótt vinkonur. Sá vinskapur hefur
haldist síðan þó að sambandið hafi
verið mismikið í gegnum árin. Á
unglingsárunum leið lífið áhyggju-
laust við leik og störf og uppá-
tækin voru mörg eins og almennt
gerist á þessum aldri. Upp koma
margar góðar minningar þegar ég
hugsa til þessara ára. Eitt sumar
vorum við að vinna saman í Skalla-
grímsgarðinum. Ekki þótti okkur
vinnan mjög spennandi og dag
einn stálumst við til að fá okkur
tómata úr gróðurhúsinu sem þar
var. Á þeim árum voru tómat-
plöntur ekki á hverju strái hér á
landi og þótti okkur mikill fengur í
að fá að smakka íslenska tómata.
En það komst upp um okkur og
okkur sagt að það væri nýbúið að
sprauta tómatana með skordýra-
eitri sem væri stórhættulegt. Við
urðum að sjálfsögðu dauðhræddar
og svei mér þá ef við urðum ekki
bara fárveikar af tilhugsuninni
einni saman um þetta hættulega
efni sem við höfðum borðað.
Þó að leiðir okkar Brynju lægju
ekki alltaf mikið saman er við full-
orðnuðumst var alltaf eins og við
hefðum síðast sést í gær. Er ég
heimsótti hana nú í haust töluðum
við um það að nú kæmi hún í heim-
sókn til mín upp í Borgarnes og
yrði þar yfir eina helgi. En heilsan
leyfði það ekki og af því varð aldr-
ei, því miður. Nú rétt fyrir áramót-
in hringdi ég í hana og heyrði þá
að mjög var af henni dregið. Bar-
áttuhugurinn var þó enn til staðar
og hún ætlaði sér ekki að gefast
upp. En hinn illvígi sjúkdómur
hafði betur.
Fyrir hönd árgangs ’58 frá
Grunnskóla Borgarness sendi ég
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur og þig, Brynja mín,
kveð ég með söknuði.
Kristín M. Valgarðsdóttir.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Ég elska þig, mamma, og sakna
þín. Núna getur þú hvílt þig.
Þinn sonur,
Þorfinnur.
Leiðir okkar Brynju lágu saman
í um 22 ár, eða frá því að ég hóf
sambúð með fósturbróður hennar,
Þorsteini. Þessi tími er drjúgur
hluti af ævi okkar beggja, en
Brynja féll frá í upphafi nýs árs,
langt fyrir aldur fram, 47 ára göm-
ul, í kjölfar erfiðra veikinda.
Brynja var mörgum góðum eig-
inleikum gædd. Hún var viljasterk,
ákveðin, glaðlynd og hugsaði vel
um sitt og sína. Brynja var líka
sannur vinur vina sinna og átti
góðar vinkonur sem hún fylgdi í
gegnum súrt og sætt og öfugt.
Brynja fór sínar eigin leiðir og
byrjaði snemma að vinna fjarri
heimahögunum. Fyrir rúmum
tveimur áratugum giftist hún
manni sínum Hilmari Símonarsyni
og eignaðist með honum tvö börn,
Erlu Ingu og Þorfinn, með innan
við árs millibili. Hilmar féll
skömmu síðar frá og Brynju beið
það erfiða hlutskipti að verða ung
ekkja með tvö lítil börn, bæði inn-
an við tveggja ára gömul.
Á þessum tímum, eins og ávallt,
stóðu þau móðir hennar og fóst-
urfaðir, Erla og Húnbogi, eins og
klettar við bakið á henni og börn-
unum.
Nú í veikindum Brynju hefur
Erla hjúkrað henni af umhyggju
og alúð og vakað yfir henni, en
samband þeirra mæðgna var
traust, heilsteypt og gott. Sólar-
geislinn í lífi Brynju síðustu miss-
erin var litla Brynja Rán, nafna
hennar og dótturdóttir.
Á jóladag áttum við fjölskyldan
saman góða stund í hangikjöts-
veislunni hjá Erlu og Húnboga, en
þar léku þær Brynjurnar sér sam-
an við að opna jólapakkana sem
höfðu verið geymdir frá því á að-
fangadag. Þegar sú stutta opnaði
pakkana, varð hissa og hljóp af
lífsgleði um með gjafirnar, skein
stoltið og gleðin úr augum Brynju
ömmu.
Þrátt fyrir mjög erfið veikindi
Brynju á síðustu misserum var hún
ávallt baráttuglöð. Lífsviljinn var
sterkur og hún gafst aldrei upp.
Hún var sönn hetja. Ég vil þakka
Brynju samfylgdina þessi ár sem
liðin eru og mun muna eftir henni
hnarreistri og glæsilegri með sitt
fallega dökka hár, segjandi sögur
hlæjandi.
Ég votta Erlu Ingu, Brynju Rán,
Þorfinni, Erlu, Húnboga og öðrum
aðstandendum Brynju, mína
dýpstu samúð. Guð blessi minn-
ingu Brynju.
Siv Friðleifsdóttir.
Í dag kveð ég Brynju æskuvin-
konu mína sem ég ætla með örfá-
um orðum að minnast hér. Við
Brynja kynntumst í Borgarnesi
þegar hún flutti þangað með fjöl-
skyldu sinni aðeins 10 ára. Það
varð mjög fljótt ljóst að með okkur
myndi myndast góður vinskapur,
Brynja var nefnilega svolítill grall-
ari og prakkari eins og ég. Þegar
maður elst upp í bæjarfélagi eins
og Borgarnesi, og er með sömu
krökkunum í bekk til 16 ára ald-
urs, verður þetta eins og ein stór
fjölskylda og Brynja var svo sann-
arlega ein af þessari fjölskyldu.
Það var nú margt brallað á þess-
um tíma, ég man sérstaklega eftir
því að við vorum í eðlisfræðitíma
og höfðum engan áhuga á verkefn-
inu sem var í gangi, en allir strák-
arnir voru í kringum kennaraborð-
ið og við ákváðum ásamt fleirum
bara að fara og enginn tók einu
sinni eftir því. Þetta var svona
dæmigerð ákvörðun án þess að
hugsa um afleiðingarnar. Brynja
minntist líka oft á veðmálið við
móður mína, hún veðjaði við hana
um að hún myndi ekki verða búin
að eignast nein börn fyrir 25 ára
aldur og hljóðaði veðmálið upp á
5.000 kr., en Brynja var búinn að
eignast Erlu fyrir 25 ára aldurinn
og borgaði hún að sjálfsögðu veð-
málið, hún borgaði það með 5.000
krónum og skrifaði aftan á: „Hæ,
ég er víst búin að tapa veðmálinu
og hér með borga ég skuld mína,
töluðum við nokkuð um myntbreyt-
ingu ha, ha,ha, bæ bæ Brynja Sig.“
En eins og flestir vita varð breyt-
ing 1980 á myntinni og þennan seð-
il geymdi móðir mín vel. Við
Brynja vorum búnar að tala um að
hún ætti að fá þennan seðil eftir að
móðir mín andaðist, og var ég
nýbúin að fá hann í hendurnar þar
sem hann hafði verið í dóti hjá
systur minni. Ég ætlaði að láta
hana hafa hann um jólin en hafði
gleymt honum heima þegar ég
heimsótti hana daginn fyrir Þor-
láksmessu en sagði henni að ég
kæmi bara með hann næst. Ekki
gerði ég mér grein fyrir því að
þetta væri síðasta heimsóknin
heim til Brynju. En Brynja mín
barðist hetjulega við krabbameinið
sem hún greindist með fyrir 3 ár-
um, aldrei gafst hún upp og á þess-
um tíma eignaðist hún lítinn sól-
argeisla, ömmubarnið Brynju Rán,
það var mikil gleði fyrir hana.
Elsku Brynja mín, ég kveð þig
núna með það í huga að þér líði
vel.
Ég og Óli vottum foreldrum,
börnum, systkinum og öðrum ást-
vinum okkar dýpstu samúð. Guð
varðveiti ykkur og styrki í þessari
miklu sorg.
Bryndís G. Hauksdóttir.
Okkur langar að kveðja hér
mikla baráttukonu sem barðist
hetjulega gegn krabbameini og
kvaddi svo 5. janúar sl.
Við vitum innst inni í hjarta okk-
ar að henni líður vel og vakir yfir
okkur hinum. Við viljum minnast
þess að Brynja var ekki einungis
móðir barnanna sinna tveggja,
heldur líka þeirra besti vinur sem
þau áttu alltaf auðvelt með að leita
til þegar eitthvað bjátaði á. Slík
móðir er ómetanleg.
Okkur leið alltaf vel á heimili
Brynju þar sem hún tók okkur
opnum og hlýjum örmum, rétt eins
og við værum hennar eigin. Við
munum sárt sakna góðu tímanna,
áramótanna, stelpuspjallanna, mat-
arboðanna, þau voru mörg, fata-
sýninganna og margs fleira, þeir
tímar voru dýrmætir.
Við vottum elsku Erlu, Finna,
litlu Brynju Rán, Eiði og öðrum
aðstandendum, okkar dýpstu sam-
úð og megi guð vera með þeim og
styrkja í þessari miklu sorg.
Þín verður sárt saknað, elsku
Brynja.
Kristín Hulda, Kristín
Gígja og Sonja Ósk.
BRYNJA
SIGURÐARDÓTTIR
Það er mjög skrítið
að eiga engan afa á
lífi lengur. En þú
verður alltaf til í minningunum. Því
þær lifa í huganum. Þú varst besti
afi í heimi.
ÞORLÁKUR
SIGURÐSSON
✝ Þorlákur Sig-urðsson fæddist
í Hafnarfirði 29.
ágúst 1923. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 9. desember
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Hafnarfjarðar-
kirkju 21. desem-
ber.
Þú varst spaugari
og forvitinn um hvað
við vorum að gera,
gladdist með okkur
og gafst okkur brjóst-
sykur með gleði.
Amma var stundum
hrædd um að það
stæði í okkur brjóst-
sykurinn.
Afi, við söknum þín.
Vonandi líður þér bet-
ur núna hjá Guði.
Kannski getur þú
fylgst með okkur í
fjarska.
Þín afabörn
Eygló Ósk og
Friðbert Bjarki.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein berst
ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birt-
ingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningar-
greinar
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar frænda okkar,
FRIÐFINNS PÁLSSONAR,
Þríhyrningi,
Hörgárdal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Kjarnalundi og
Hlíð, Reynihlíð c-deild, fyrir góða umönnun.
Haukur Steindórsson,
Guðmundur Steindórsson,
Þórður Steindórsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 41.
Ásmundur Jakobsson,
Aðalbjörg Jakobsdóttir, Hallgrímur B. Geirsson,
Steinunn Sigríður Jakobsdóttir, Sverrir Hilmarsson,
Jakob Jakobsson, Moira Helen Jakobsson,
Johanne Agnes Jakobsson
og aðrir aðstandendur.