Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 49 MENNING A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Lið-a-mót FRÁ Það hefur margsannað sig aðpeningar geta ekki keypt stílog klassa eins og margar popp- og kvikmyndastjörnur og ný- ríkt fólk hefur rekið sig á. Herra Blackwell heitir maður sem fylgist grannt með klæðaburði stjarnanna og árlega gefur hann út lista yfir verst klæddu stjörnur ársins. Þetta er í 46. skipti sem fatahönnuðurinn lætur Hollywood-leikkonur og aðr- ar áberandi konur skjálfa á bein- unum í byrjun janúar því það er ekkert gaman að vera á svona lista. Toppfólkið getur sætt sig við það að hafa a.m.k. verið áberandi á árinu og rykfalla ekki í gleymsku, sem er versta martröð fólks í skemmtana- iðnaðinum. Á toppnum árið 2005 trónir popp- prinsessan Britney Spears, sem yf- irhöfuð er ekki smekkleg mann- eskja. Þetta kemur ekki á óvart því Britney hefur verið í miklu uppá- haldi hjá Blackwell síðustu fimm ár- in. Vissulega má deila um hversu drengilegt það er að krýna nýbak- aða móður verst klæddu konuna því hún hefur áreiðanlega um margt annað að hugsa en föt. Reyndar virðist hún yfirleitt ekki hugsa mik- ið um föt því hún er oft í einhverju of stuttu, of þröngu (fleiri eru sekir af því) en umfram allt ljótum fötum með ólögulegu sniði.    Sjálfskipaði gúrúinn Blackwellsetur Mary-Kate Olsen í annað sæti en hún er annar helmingur Ol- sen-tvíburasystranna, sem stjórna sínu eigin skemmtanaveldi. Hann segir hana klæða sig eins og heim- ilislausa konu. Hún er gjarnan í víð- um fötum, síðum pilsum með stór sólgleraugu. Til dæmis er ólíklegt að hún noti rauðan borða í hárið við rauðu skóna sína og samlita tösku. Stíllinn virkar tilviljanakenndari en svo og hefur Mary-Kate þótt vera leiðandi í tísku hjá ungum stúlkum og hennar stíll tilbreyting frá þeim klæðalitla sem ræður ríkjum svo víða. Mary-Kate hefur jafnframt þjáðst af anorexíu sem er ein skýr- ing þess að hún kýs að vera ekki í níðþröngum fötum. Það hindrar ekki Blackwell að níðast á henni. Söngkonan Jessica Simpson er í þriðja sæti en ekki er beint hægt að segja að klassinn leki af henni. Hún átti líka í persónulegum erfiðleikum á síðasta ári en hún skildi við eig- inmanninn Nick Lachey. Það passar inn í hegðunarmynstur Blackwell að ráðast á hana. Jessica er með dæmigerðan L.A.-stíl og á sér marga aðdáendur. Kannski voru það stuttbuxurnar sem hún klædd- ist sem Daisy Duke í The Dukes of Hazzard sem fóru með þetta.    Það kemur ekki á óvart að Mar-iah Carey sé á listanum. Hún er yfirleitt í fötum sem eru of lítil á hana, sem er klaufalegt og í kjólum með mjög háum klaufum. Paris Hilton fylgir í kjölfar henn- ar en sviðsljósið hefur verið mikið á henni. Svo mikið að fólk er farið að fá nóg af platínuljóskunni í stuttu kjólunum. Aðrar á listanum eru Eva Lon- goria, Anna Nicole Smith, Shakira, Lindsay Lohan og Renée Zellweger. Reyndar er enginn heilagur í augum Blackwell því hann hefur gert grín að bæði Elísabet Breta- drottingu og nöfnu hennar Taylor. Alltaf fá þó einhverjir náð fyrir augum mikla herrans en í þetta skiptið mælir hann með því að óheppnu konurnar tíu klæði sig frekar í anda Reese Witherspoon, Nicole Kidman, Scarlett Johansson, Natalie Portman, Dionne Warwick, Kirsten Dunst og Carolinu Herrera. Ósmekkleg ómögulegheit ’Vissulega má deila umhversu drengilegt það er að krýna nýbakaða móður verst klæddu konuna því hún hefur áreiðanlega um margt annað að hugsa en föt.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Reuters Topp (eða botn?) tíu: Þetta eru verst klæddu konur ársins 2005 að mati sjálfskipaða tískugúrúsins herra Blackwell. ingarun@mbl.is VERST KLÆDDU STJÖRNURNAR 2005: 1. Britney Spears 2. Mary-Kate Olsen 3. Jessica Simpson 4. Eva Longoria 5. Mariah Carey 6. Paris Hilton 7. Anna Nicole Smith 8. Shakira 9. Lindsay Lohan 10. Renée Zellweger BROTAÞOLAR, lögreglan og ör- yggi borgaranna er eftir Rannveigu Þórisdóttur, Helga Gunn- laugsson og Vil- borgu Magn- úsdóttur. Í ritinu er greint frá helstu niðurstöðum rannsóknar á reynslu Íslendinga af afbrotum, við- horfi til lögreglu og mati á eigin öryggi. Niðurstöðurnar eru skoðaðar nánar eftir ýmsum bakgrunnsþáttum, meðal annars kyni, aldri, búsetu og tekjum. Fjallað er um öryggiskennd borg- aranna í eigin hverfi og í miðborg Reykjavíkur og ótta við innbrot. Einnig er fjallað um tilkynningar til lögreglu og viðhorf svarenda til þjónustu henn- ar. Í lokin er greint frá viðhorfum Ís- lendinga til málefna er tengjast af- brotum og refsingum. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að tæplega helmingur svarenda segir að þeir eða einhver á heimili þeirra hafi orðið fyrir afbroti á síðustu fimm árum og voru tilkynnt til lögreglu í 57% tilvika. Rannveig Þórisdóttir er félags- fræðingur hjá embætti ríkislögreglu- stjóra. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg Magnúsdóttir er með BA- gráðu í sálfræði og er lögreglumaður hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. 143 bls. Verð 1.490 kr. Ný bók FYRIRHUGAÐAR eru þrjár DVD- sýningar á vegum Vinafélags Ís- lensku óperunnar á komandi vor- misseri og fara þær allar fram í Norræna húsinu. Fyrsta sýningin er á sunnudaginn kl. 14.00 og er það upptaka frá The Royal Opera í London á Rómeó og Júlíu. Í aðal- hlutverkum eru Roberto Alagna, Leontina Vaduva og Robert Loyd. Þess má geta að um þessar mund- ir syngur Kristinn Sigmundsson hlutverk Frére Laurent í Rómeó og Júlíu í Metropolitan-óperunni í New York. Sunnudaginn 29. jan- úar verður sýnd upptaka frá The Royal Opera af Aidu og mið- vikudagskvöldið 8. febrúar er það upptaka frá The Royal Opera af Samson og Delilu. DVD-sýning- arnar eru öllum opnar og aðgang- ur ókeypis. DVD-sýning á Rómeó og Júlíu Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.