Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 56

Morgunblaðið - 13.01.2006, Side 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Nú færðu 11% ost í sneiðum! Nýtt Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi Jóhanna Thorsteinson – þinn liðsmaður 2. sætiðwww.johanna.is Framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 21.janúar 2006 INGIBJÖRG Ögmundsdóttir frá Sauðárkróki fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu á Hrafnistu í Reykjavík. Hún ber aldurinn vel og þrátt fyrir hundrað ár er hún hress. Ingibjörg fæddist í Húnavatnssýslu, en fluttist snemma á Sauðárkrók, þar sem hún ólst upp með foreldrum sínum. Þá flutti hún til Siglu- fjarðar ásamt manni sínum árið 1945 en níu ár- um síðar færðu þau sig um set til Reykjavíkur og sneru ekki við. Til veislunnar komu hátt í hundrað manns og að sögn Halldórs Péturssonar, sonar Ingibjarg- ar, má með sanni segja að gamla konan hafi ver- ið umvafin ættingjum, vinum og blómum á hátíð- ardaginn. Ingibjörg á orðið mikið af afkomend- um og voru fimm ættliðir komnir saman í veislunni í gær. Var í pössun fyrir 88 árum Þar var einnig Franch Michelsen sem Ingi- björg passaði sem barn á Sauðárkróki – en Franch er 92 ára í dag. Hann sagðist ekki muna mikið eftir þeim dögum en ein minning stæði þó upp úr. „Ég hef verið fjögurra ára. Ég man að Ingibjörg var með mig úti að ganga og við hitt- um vinkonu hennar á förnum vegi. Það sem ég skildi af samtali þeirra var að Ingibjörg sagði við vinkonu sína að nú væri hún Guðrún að eiga og átti þá við þegar Páll bróðir minn kom í heim- inn.“ Halldór segir móður sína afskaplega ánægða með hvernig til tókst og hafi þótt ótrúlega gam- an þegar upp var staðið. Ingibjörg situr ekki auðum höndum á Hrafn- istu, en prjónar sér til ánægju og er handverk hennar gjarnan til sölu á vorbasar Hrafnistu. Ingibjörg hefur einnig gaman af lestri og notast við stækkunargler til þess. Halldór segir móður sína heyra illa en líka af- ar illa við heyrnartæki og því hafi öll þau tæki sem henni hafa borist gufað upp á dularfullan hátt. Ingibjörg Ögmundsdóttir hélt upp á hundrað ára afmæli sitt á Hrafnistu í gær Morgunblaðið/Ómar Fimm ættliðir voru komnir saman í veislu Ingi- bjargar. Hér er Ingibjörg ásamt barnabarni sínu, Ingibjörgu Sigurðardóttur, og Emblu Sól Elfu- dóttur, barnabarni hennar. Fyrir aftan þær stend- ur Elfa Björk Hjálmarsdóttir, móðir Emblu Sólar. Ingibjörg Ögmundsdóttir heilsar Franch Mich- elsen sem hún gætti norður í Skagafirði fyrir 88 árum, en hann var þá 4 ára gamall. Umvafin ættingjum og blómum ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að kanna fýsi- leika þess að sameina Háskóla Ís- lands (HÍ) og Kennaraháskóla Ís- lands (KHÍ). Ákvörðunin er tekin að höfðu samráði við rektora beggja skólanna. Guðmundi Árnasyni ráðu- neytisstjóra er ætlað að leiða hópinn. Hann segir að fyrst og fremst verði horft til þess hvort sameining þess- ara tveggja skóla muni bæta kenn- aramenntunina í landinu. „Ég á von á því að menn muni fyrst og fremst horfa til þess hvort sameiningin sé til þess fallin að styrkja kennaramenntunina og þá menntun sem þessir skólar hafa ver- ið að veita.“ Hann segir að einnig verði litið til þess að hvaða marki kennaramennt- unin gæti fært sér í nyt sambýlið við mismunandi fræðasvið innan HÍ. Guðmundur segir að sparnað- ur liggi ekki að baki þessari hug- mynd. „Þetta er ekki gert í sparn- aðarskyni en ef þetta getur leitt til þess að fjármunir nýtist betur en nú, er það út af fyrir sig jákvætt.“ Hann segir að HÍ og KHÍ hafi á sínum tíma kannað kosti og galla samein- ingar skólanna, og voru niðurstöð- urnar birtar í skýrslu árið 2002. „Við munum fara yfir hana og önnur gögn sem fyrir liggja,“ segir hann. Guðmundur segir að ætlunin sé að skila fyrsta áfanga úttektar hópsins til ráðherra fyrir lok febrúar. „Í kjöl- far þess mun ráðherra væntanlega taka sína ákvörðun. Ef hún verður sú að það beri að stefna að sameiningu skólanna verður starfshópnum væntanlega falið að vinna áfram með það mál og útfæra hvernig að þeirri sameiningu verður staðið.“ Hann minnir á að tveir háskólar, Tækniháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, hafi verið sameinaðir á síðasta ári. „Ég held að það ferli hafi, út af fyrir sig, verið lærdómsríkt ráðuneytinu,“ segir hann. Auk Guðmundar verða í starfs- hópnum, Kristín Ingólfsdóttir, rekt- or HÍ, Ólafur Proppé, rektor KHÍ, Börkur Hansen, prófessor við KHÍ, Ólafur Harðarson, forseti félagsvís- indadeildar HÍ, Guðmundur Ragn- arsson, framkvæmdastjóri KHÍ, og Þórður Kristinsson, framkvæmda- stjóri við HÍ. Kostir sameiningar HÍ og KHÍ metnir Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Guðmundur Árnason ANNAR piltanna sem lagði fram kæru á hendur manninum sem svipti sig lífi eftir umfjöllun DV um meint kynferðisbrot hans, segist harma fréttaflutning DV enda hafi blaðið með honum eyði- lagt framgang málsins og sann- leikurinn muni nú aldrei koma fram eins og hann hafi vonast eftir. Þetta kom fram í Kastljósi í Sjónvarpinu í gær. Hann gagn- rýndi jafnframt aðgangshörku blaðsins gagnvart sér og að- standendum sínum eftir að mað- urinn svipti sig lífi, sem hafi stöð- ugt reynt að fá viðbrögð þeirra. „Fyrst eyðileggja þeir málið og síðan reyna þeir að eyðileggja okkur og fjölskyldur okkar með því að láta okkur ekki í friði þótt við viljum ekkert við þá tala.“ Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur samið drög að frumvarpi til breytingar á 25. kafla almennra hegningarlaga og skaðabótalög- um sem felur í sér aukna vernd á friðhelgi einkalífs einstaklinga og fjölskyldna þeirra gagnvart æru- meiðandi ummælum eða aðdrótt- unum. Segir Sigurður Kári að umfjöllun DV um manninn sem svipti sig lífi hafi verið kornið sem fyllti mælinn, en alls ekki einu ástæðu þess að hann kynni nú frumvarpsdrögin. Undir miðnætti í gærkvöldi höfðu yfir 30 þúsund manns tekið þátt í undirskriftasöfnun ýmissa samtaka ungs fólks þar sem skorað er á blaðamenn og rit- stjóra DV að endurskoða rit- stjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Söfnunin hófst kl. 11 hinn 11. janúar en lokað verður fyrir skráningu í dag. Undirskriftalist- inn verður í kjölfarið afhentur þeim aðilum sem áskorunin bein- ist að. Áskorun frá auglýsendum Samtök auglýsenda gagn- rýndu umfjöllun DV í gær og sendu frá sér áskorun þar sem auglýsendur eru hvattir til að sniðganga blaðið þar til stjórn- endur þess hafa fært siðareglur blaðsins til samræmis við siða- reglur Blaðamannafélags Ís- lands. Þessi mál verða á meðal um- fjöllunarefna á stjórnarfundi Dagsbrúnar hf., móðurfélags DV, í dag þar sem umfjöllun undanfarna daga verður rædd. Gengi hlutabréfa í Dagsbrún hf. lækkaði um 0,9% í Kauphöll Ís- lands í gær. Harma um- fjöllun DV Kærendur mannsins sem svipti sig lífi á Ísafirði í viðtali í Kastljósi  Aukin vernd | 4 TÍU bílar á austurleið rákust saman í Ártúnsbrekku í Reykjavík rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Að sögn lög- reglu seint í gærkvöldi var hugsan- legt að um tvo aðskilda árekstra væri að ræða en ástæður slyssins voru enn óljósar. Einn ökumaður fór sjálfur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Þá var van- fær kona flutt til skoðunar á kvenna- deild LSH. Lögregla telur að hálka hafi valdið árekstrinum. Tíu bíla árekstur ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra hefur gefið staðfestingu sína á stofnun Menntaskóla Borg- arfjarðar og hyggst hún gefa út skip- unarbréf fyrir samstarfshóp sem klára mun undirbúnings- vinnu fyrir skólann. Mun hópurinn taka við af núver- andi stýrihóp en í samstarfs- hópnum munu að öllum lík- indum sitja tveir frá ráðuneytinu og þrír frá Borgarbyggð. „Við gerum ráð fyrir að skóla- hald hefjist haustið 2007,“ segir Helga Halldórsdóttir, sem situr í bæjarráði Borgarbyggðar. „Við erum í skýjunum yfir að þetta skuli vera frágengið og þetta er ákveðið skref í rétta átt.“ Upphaflega var stefnt að því að skólahald myndi hefjast næsta haust en Helga segir góðar og gildar ástæður liggja að baki seinkuninni en hún getur lítið tjáð sig um þær. Hún sagði þó ým- islegt spennandi vera í farvatninu og nýjungar í skólahaldi sem kynntar yrðu síðar. Menntaskóli í Borgarbyggð haustið 2007

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.