Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 4
HVAÐA eiginleikum þarf
góður leiðtogi að búa yfir?
Þetta er spurning sem
margir velta fyrir sér og
flestir ættu að velta fyrir
sér. Einn mikilvægast eig-
inleiki góðs leiðtoga er
hæfileikinn til að skilja
kjarnann frá hisminu og
geta skapað eina heild úr
mörgum ólíkum þáttum.
Þetta er mat viðskipta-
tímaritsins Harvard Bus-
iness Review, HBR, en vitn-
að er í umfjöllun þess á vef
VR. Þar segir að ritstjórar
HBR setji þennan hæfileika
efstan á lista tímaritsins yf-
ir hugmyndir og hluti sem
þeir telja að marka muni
tímamót á árinu 2006.
„Í nýlegu tölublaði HBR
þetta árið er birtur listi yf-
ir þætti – bæði hluti og
hugsmíðar – sem ritstjór-
arnir kalla tímamóta-
Hvað einkennir
góðan leiðtoga?
Reuters
Jack Welch gat sér góðan orðstír þegar hann var forstjóri
General Electric og er eftirsóttur fyrirlesari um stjórnun.
hugmyndir ársins 2006.
Þessi listi var m.a. unninn í
samvinnu við World Econ-
omic Forum, Alþjóðlegu
efnahagsstofnunina. Í
fyrsta sæti er það þessi
hæfileiki að geta metið þær
ólíku upplýsingar sem okk-
ur berast, geta séð hvað
skiptir máli og hverju má
henda fyrir róða, skipu-
leggja það sem eftir stend-
ur og koma því á framfæri
til annarra.
Greinarhöfundur blaðsins
segir þennan hæfileika sér-
staklega mikilvægan fyrir
leiðtoga. Það sé þeirra að
sjá og móta heildarmynd-
ina og afleiðingar ákvarð-
ana þeirra séu oft af-
drifaríkar. Þeir fá alla
jafna meiri upplýsingar en
meðaljóninn og því meiri
hætta á að þeir missi fót-
anna,“ segir á vef VR.
4 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
heldur áfram að grafa undan
virðingu fyrir verkalýðsfélög-
um um allan heim. Ástandið í
Kína vekur sérstakan ugg,
þar sem flest launafólk er ut-
an verkalýðsfélaga og þau op-
inberu verkalýðsfélög sem
starfa eru gagnslaus við að
verja réttindi launafólks. Til-
raunum til að koma á legg
virkum verkalýðsfélögum er
mætt af fullri hörku.
Þessar árásir á verkalýðs-
félög eru hins vegar byggðar
á fullkomnum misskilningi.
Þar sem verkalýðsfélög og
réttindi þeirra eru virt gegna
þau ómetanlegu hlutverki við
eflingu heilbrigðs atvinnulífs.
Árásir á verkalýðshreyf-
inguna, hvort sem er í Kína
eða Austur-Evrópu, innan
Evrópubandalagsins með
þjónustutilskipuninni eða hér
heima, kunna að vera skamm-
tímahagsmunum einstakra
atvinnurekenda til góða. En
þær eru brot á mannréttind-
um og koma niður á velferð al-
mennings og samfélagsins í
heild. Við þeim verður verka-
lýðshreyfingin að bregðast
með stuðningi almennings,“
segir á vef BSRB.
ALLS voru 145 manneskj-
ur myrtar í heiminum vegna
þess að þær tóku þátt í starfi
verkalýðsfélaga árið 2004.
Frá þessu er greint á vef
BSRB og vitnað er í árlega
skýrslu
Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga, ICFTU, um
brot gegn réttindum verka-
lýðsfélaga víða um heim fyrir
árið 2004. Í skýrslunni eru
rakin viðvarandi brot gegn
rétti fólks til að mynda og
vera í verkalýðsfélögum og
eru þessi brot af öllum toga,
t.d. eru morð, ofbeldi, fangels-
isvist og bann við verkalýðs-
félögum fastir liðir.
Skráðum morðum fjölgaði
um 13 frá árinu á undan, en á
vefnum segir að raunveruleg-
ar tölur séu þó eflaust mun
hærri. Þá sé ótalinn sá fjöldi
sem er rekinn úr starfi fyrir
það eitt að krefjast sann-
gjarnra réttinda og í löndum
án velferðarkerfis þýðir það
ávísun á örbirgð.
Ástandið í Kína
vekur ugg
„Óheft og skæð samkeppni á
hinum alþjóðlega markaði
Morðum vegna að-
ildar að verkalýðs-
félögum fjölgar