Morgunblaðið - 12.02.2006, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 B 5
Héðinn hf. leitar að starfsmönnum í hurðardeild fyrirtækisins.
Um er að ræða uppsetningar á iðnaðar- og bílskúrshurðum ásamt
viðhaldi og þjónustu. Við erum að leita að góðum mönnum sem
vilja vinna við fjölbreytt og áhugaverð verkefni hjá fyrirtæki í
stöðugum rekstri við bestu aðstæður.
Umsóknir sendist á netfang hedinn@hedinn.is eða í pósti / faxi.
Allar frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofutíma
í síma 569-2100 og öllum umsóknum verður svarað.
Héðinn hf. er rótgróið málmiðnaðarfyrirtæki frá árinu 1922 með víðtæka starfsemi í
öllum þáttum innan vélvirkjunar og járnsmíði. Starfsemin er til húsa í 5.000 m² húsnæði
búið öllum fullkomnustu vélum og tækjum sem völ er á. Fyrirtækið leggur metnað
sinn í vönduð vinnubrögð í hvívetna og ábyrgð gagnvart bæði starfsmönnum sínum og
viðskiptamönnum. Starfsmannaaðstaða er góð og mötuneyti er á staðnum.
H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a
Hurðaruppsetningar
og viðhald
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn
Í Akurgerði
Upplýsingar
í síma 461 1600
Sparisjóðurinn Akranesi og TM
á Akranesi óska eftir að ráða
starfsmann í fullt starf
Um er að ræða spennandi starf á nýjum vett-
vangi sem býður upp á mikla möguleika til
vaxtar í framtíðinni enda er starfseining þessi
ný af nálinni og talsverð þróun framundan.
Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði.
Reynsla af bankastörfum og/eða tryggingamál-
um er mikill kostur
Leitað er eftir ábyrgðarfullum og jákvæðum
einstaklingi með ríka þjónustulund sem getur
sýnt frumkvæði og er lipur í samstarfi.
Umsókn, ásamt náms- og starfsferilslýsingu,
sendist á thorkell@spm.is fyrir 19. febrúar en
nánari upplýsingar veitir Þorkell Logi Steinsson
útibússtjóri í síma 861 4636.
Flugmálastjórn Íslands
óskar eftir að ráða
starfsmann
í hálft starf í flugrekstrar-
deild flugöryggisviðs
Starfssvið:
Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að
ráða starfsmann í 50% starf í flugrekstr-
ardeild flugöryggissviðs. Helstu verkefni
eru meðhöndlun gagna og ýmis skjala-
vinnsla, svo sem skráningarvinna, söfn-
un og úrvinnsla ýmissa upplýsinga.
Starfið felst einnig í svörun einfaldra er-
inda samkvæmt verklagsreglum deildar-
innar, sem og öðrum tilfallandi skrif-
stofustörfum.
Hæfniskröfur
Umsækjendur skulu hafa lokið stúdents-
prófi og/eða hafa haldgóða starfsreynslu
sem nýtist í starfinu. Nauðsynlegt er að
viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og
enskri tungu. Auk þess þarf viðkomandi
að hafa góða tölvukunnáttu.
Við leitum að samviskusömum og ná-
kvæmum starfsmanni, með góða og
þægilega framkomu. Viðkomandi þarf
að geta unnið sjálfstætt að verkefnum
sínum.
Vinnutími getur hvort heldur verið fyrir
eða eftir hádegi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf fljótlega.
Laun eru samkvæmt viðeigandi kjara-
samningum starfsmanna ríkisins
Frekari upplýsingar um starfið gefa Frið-
finnur Skaftason deildarstjóri og Ingunn
Ólafsdóttir starfsmannastjóri í síma 569
4100.
Skriflegar umsóknir með ítarlegum upp-
lýsingum um menntun, fyrri störf og
mynd sendist starfsmannahaldi Flug-
málastjórnar fyrir 27. febrúar 2006. Hægt
er að nálgast umsóknareyðublöð á
heimasíðu Flugmálastjórnar,
www.flugmalastjorn.is
Öllum umsóknum verður svarað.
Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi
margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk
Flugmálastjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með
hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að
tryggja öryggi í flugi innanlands og utan, að sjá um upp-
byggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og
flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug
yfir Norður-Atlantshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið,
sem samtals hafa um 250 starfsmenn um allt land. Flestir
þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flug-
málastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til
starfa.