Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 B 15 Verkefnastjóri starfsþróunar Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings til að hafa umsjón með starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH. Um nýtt starf er að ræða og ráðið verður í það til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er 50% og veitist starfið frá 1. apríl nk. Hjúkrunarfræðingnum er ætlað að starfa með starfsþróunarráði hjúkrunar að skipulagi og framkvæmd stefnu í starfsþróun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH. Umsækj- endur skulu hafa mjög góða innsýn í menntun og störf hjúkrun- arfræðinga, hafa frumkvæði og sjálfstæði til verka, hafa góða samskiptahæfileika og reynslu af verkefnastjórnun. Umsækjend- ur þurfa að hafa reynslu í stjórnun og kennslu. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara- eða doktorsprófi í hjúkrun. Með um- sókn skal leggja fram skrá yfir náms- og starfsferil ásamt afritum af prófskírteinum. Mat á umsækjendum byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Umsóknir berist fyrir 1. mars nk. til skrifstofu hjúkrunarforstjóra Eiríksgötu 5, 101 Rvk. Upplýsingar um starfið veitir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri í síma 543 1109, netfang annastef@landspitali.is. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa frá og með 1. maí nk. á meltingar- og nýrna- deild 13E við Hringbraut. Starfshlutfall og vinnutími samkomu- lag en fastar næturvaktir koma vel til greina. Deild 13E er ný 20 rúma legudeild auk dagdeildarrýmis sem tekur til starfa í byrjun maí nk. eftir endurhönnun húsnæðis. Deildin mun þjónusta sjúklinga með bráða og langvinna sjúk- dóma í meltingarfærum og nýrum. Lögð verður áhersla á að skapa gott uppbyggjandi starfsumhverfi og veita einstaklings- hæfða hjúkrun. Við deildina hafa nú þegar ráðið sig hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar sem hafa langa reynslu í hjúkrun þess- ara sjúklinga. Boðið verður upp á þriggja vikna markvissa að- lögun með reyndum hjúkrunarfræðingi. Mikið skipulags- og mótunarstarf verður í gangi á árinu og verður það í höndum hjúkrunarfræðinga deildarinnar. Hér er því kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla hjúkrunarfræðinga að takast á við spennandi og krefjandi verkefni. Umsóknir berist fyrir 27. febrúar nk. til Hildar Þóru Hallbjörns- dóttur, deildarstjóra 13E Hringbraut, sími 862 3617, netfang hildurha@landspitali.is og veitir hún upplýsingar ásamt Herdísi Herbertsdóttur, sviðsstjóra, sími 543 6430, netfang her- dish@landspitali.is. Sálfræðingur óskast til starfa sem fyrst eða eftir samkomulagi á geðsvið. Starfshlutfall er 100%. Störf sálfræðinga á geðsviði eru í takt við meginhlutverk spítal- ans, að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra þjónustu, stunda rannsóknir, fræða og þjálfa nemendur heilbrigðisstétta. Á sviðinu er lögð áhersla á að veita skilvirka þjónustu, í náinni samvinnu við aðra starfsmenn, til að ná sem bestum árangri í meðferð sjúklinga samhliða hagkvæmni í rekstri. Leitað er að sálfræðingi með reynslu af meðferð fullorðinna ein- staklinga með alvarlegar geðraskanir. Mikilvæg ráðningarskil- yrði eru reynsla af atferlisgreiningu og hugrænni atferlismeðferð, bæði einstaklings- og hópmeðferð, auk góðra samstarfshæfi- leika og reynslu af þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu fagstétta. Umsóknir berist fyrir 27. febrúar nk. til Jóns Friðriks Sigurðsson- ar, forstöðusálfræðings, sálfræðiþjónustu geðsviðs við Hring- braut, netfang jonfsig@landspitali.is. Upplýsingar veitir Agnes Agnarsdóttir, sálfræðingur á bráða- og ferlideild geðsviðs við Hringbraut, í síma 543 1000, netfang agnesa@landspitali.is. Mat á umsóknum byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Iðjuþjálfi óskast á geðsvið frá og með 1. apríl nk. Iðjuþjálfar á geðsviði starfa eftir meginhlutverki spítalans, að veita sjúklingum og að- standendum þeirra þjónustu, stunda rannsóknir og að fræða og þjálfa nemendur heilbrigðisstétta. Iðjuþjálfar vinna í þverfaglegu teymi heilbrigðisstétta í tengslum við móttöku- og meðferðar- deildir, endurhæfingadeildir, dag- og göngudeildir og við eftir- fylgni. Ávallt er unnið út frá styrkleikum sjúklinga, ýmist einstak- lingsbundið og/eða í hóp. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða, sveigjanleika og hæfni í samskiptum. Umsóknir skulu berast fyrir 27. febrúar nk. til Annettu A. Ingi- mundardóttur, forstöðuiðjuþjálfa, iðjuþjálfun við Hringbraut, sími 543 3305, netfang annettai@landspitali.is og veitir hún upplýsingar ásamt Fanneyju B. Karlsdóttur, yfiriðjuþjálfa á Kleppi, sími 543 4296, netfang fanneybk@landspitali.is. Laun ofangreindra starfa eru samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður. Yfirþroskaþjálfi á nýjan áfangastað Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík óskar eftir að ráða yfirþroskaþjálfa á nýjan áfangastað, miðsvæðis í Reykjavík, fyrir ungt fólk með einhverfu og skylda fötlun. Yfirþroskaþjálfi þarf m.a. að:  taka þátt í skipulags- og þróunarvinnu varð- andi uppbyggingu og innra starf áfangastað- arins  vera staðgengill forstöðuþroskaþjálfa  bera faglega ábyrgð á þjónustunni ásamt forstöðuþroskaþjálfa  hafa jákvæð viðhorf og góða hæfni í sam- skiptum og samstarfi  hafa reynslu af störfum með fólki með ein- hverfu og skylda fötlun  hafa reynslu af starfsmannahaldi Menntunar- og hæfniskröfur:  háskólapróf í þroskaþjálfun  reynsla af meðferðarstörfum á sviði ein- hverfu og geðraskana  reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi  hæfni og sveigjanleiki í samskiptum og já- kvæð viðhorf  þekking og yfirsýn varðandi málefni fatlaðra Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar um- sóknir ásamt ferilskrá berist til starfsmanna- stjóra, Guðnýjar Önnu Arnþórsdóttur, Síðu- múla 39, 108 Reykjavík, fyrir 27. febrúar nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni og á netinu, http://www.ssr.is Öllum um- sóknum verður svarað, þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Staðan veitist frá 1. mars 2006 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Guðný Anna Arnþórsdóttir, starfsmannastjóri, netfang gudnya@ssr.is, sími 533 1388 og Hróðný Garð- arsdóttir, sviðsstjóri fullorðinssviðs, netfang hrodny@ssr sími 533 1388. Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun. Vélstjóri óskast 1. vélstjóra vantar á togara sem stundar bol- fiskveiðar. Vélarstærð 1309 kw. Þarf að geta leyst af sem yfirvélstjóri. Upplýsingar í síma 450 4620 á skrifstofutímum. Héðinn hf. leitar að vélvirkjum og vélstjórum til framtíðarstarfa. Við erum að leita að góðum mönnum sem vilja vinna við fjölbreytt og áhugaverð verkefni hjá fyrirtæki í stöðugum rekstri við bestu aðstæður. Getum bætt vi› nemum í Vélvikjun. Umsóknir sendist á netfang hedinn@hedinn.is eða í pósti / faxi. Allar frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofutíma í síma 569-2100 og öllum umsóknum verður svarað. Héðinn hf. er rótgróið málmiðnaðarfyrirtæki frá árinu 1922 með víðtæka starfsemi í öllum þáttum innan vélvirkjunar og járnsmíði. Starfsemin er til húsa í 5.000 m² húsnæði búið öllum fullkomnustu vélum og tækjum sem völ er á. Fyrirtækið leggur metnað sinn í vönduð vinnubrögð í hvívetna og ábyrgð gagnvart bæði starfsmönnum sínum og viðskiptamönnum. Starfsmannaaðstaða er góð og mötuneyti er á staðnum. H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a Vélvirkjar/Vélstjórar Hjúkrunarfræðingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræðinga við Sjúkradeild Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað. Um er að ræða 2–3 stöður við almenna hjúkrun á öllum vöktum á blandaðri deild en stöðurnar eru lausar frá febrúar 2006 eða eftir nánara samkomulagi þar um. Starfshlutfall er ca 80– 100% og starfskjör samkvæmt kjarasamningi FÍH og ríkisins, ásamt mögulegri aðstoð í hús- næðismálum og flutningi á svæðið ef með þarf og fleira þ.h. Nú stendur yfir endurbygging á eldri hluta spítalans, ásamt viðbyggingu, og er áætlað að þeim framkvæmdum ljúki í upp- hafi árs 2007. Þá er og mikil uppbygging í fjórð- ungnum. Allar frekari upplýsingar gefa Guðrún Sigurð- ardóttir, hjúkrunarstjóri FSN, s. 470 1450, gud- runsig@hsa.is og Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri HSA/FSN, s. 860 6770, valdi- marh@hsa.is. Sjá einnig upplýsingar: www.hsa.isv/FSN og www.fjardabyggd.is Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2006, og skulu umsóknir, er greina frá m.a. reynslu og fyrri störfum, sendast til: HSA/FSN, Mýrargötu 20, 740 Fjarðabyggð eða á ofanritaða. Til frekari upplýsinga: Neskaupstaður er byggðakjarni innan Fjarða- byggðar sem er stærsta sveitarfélag á Austurlandi. Neskaupstaður stendur við Norðfjörð og er íbúafjöldi þar um 1540 en á upptöku- svæði HSA/FSN, búa nú u.þ.b. 11–12.000 manns og fer ört fjölgandi. Mikil uppbygging á sér nú stað í landsfjórðungnum, m.a. vegna virkjunar- og stóriðjuframkvæmda og mun sú þróun verða áfram a.m.k. næstu árin. Í Fjarðabyggð er rekin öflug þjónusta, verslun og afþreying er fjölbreytt svo og rekstur hótela og veitingahúsa. Í Neskaupstað er starfræktur grunnskóli, tónskóli og leikskóli ásamt Verkmenntaskóla Austurlands en einnig er góð aðstaða til íþróttaiðk- unar. Sundlaug, íþróttahús, íþróttavöllur og golfvöllur eru á svæðinu sem og fínasta skíðasvæði í Oddskarði. Náttúrufegurð er mikil á svæðinu enda eru mörg skemmtilegustu göngu- og útivistarsvæði landsins á Austurlandi. Sjá einnig heimasíðu HSA/FSN www.hsa.is Embætti saksóknara Laust er til umsóknar embætti saksóknara við ríkissaksóknaraembættið. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 15. mars 2006. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu eigi síðar en hinn 3. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.