Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 16

Morgunblaðið - 12.02.2006, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ OFANLEITI 2, 103 REYKJAVÍK HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 599 6200 www.ru.is Starfið felst í gagnaöflun, úrvinnslu og birtingu niðurstaðna í tengslum við rannsóknir á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur lokið meistara- prófi í félagsvísindum og hefur einhverja reynslu af rannsóknarstörfum á því sviði. Laun eru samkvæmt samkomulagi. Í umsókn skal koma fram stutt lýsing á fyrri rann- sóknarstörfum. Auk þess skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteinum. Frekari upplýsingar veitir Rögnvaldur J. Sæmundsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, s. 510 6294, netfang: rjs@ru.is. Umsókn og ferilskrá skal skilað fyrir 25. febrúar á rafrænu formi til rjs@ru.is. Afrit af prófskírteinum skal senda til: Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Háskólinn í Reykjavík Ofanleiti 2 103 Reykjavík Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðla- fræðum vill ráða aðstoðarmann við rannsóknir Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum er að efla hæfni til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi í íslensku atvinnulífi. Í því felst að: · stunda raunrannsóknir á sviði nýsköpunar og frumkvöðlafræða · eiga samskipti við rannsóknaraðila sem eru í fremstu röð í rannsóknum á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi · kynna niðurstöður rannsókna á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi · veita ráðgjöf þeim aðilum sem vilja efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. AÐSTOÐARMAÐUR VIÐ RANNSÓKNIR ENDURMENNTUN Há- skóla Íslands mun föstudag- inn 3. mars næstkomandi standa fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica undir yfirskriftinni „Velferð starfsmanna, vel- gengni fyrirtækja“, þar sem fjallað verður um gildi mark- vissrar starfsmannastefnu og áhrif hennar á hagsæld fyr- irtækja. Ráðstefnan er ætluð æðstu stjórnendum fyrirtækja og stofnana, starfsmannastjór- um, sérfræðingum á sviði mannauðsmála og áhuga- og fagfólki sem vill afla sér þekk- ingar á þessu sviði. Markmiðið með ráðstefn- unni er að fjalla um áhrif og afleiðingar ólíkra stjórnunar- hátta á mannauð fyrirtækja og þar af leiðandi á hagsæld þeirra til lengri tíma litið, eins og segir í tilkynningu. Velferð starfsmanna end- urspeglist í stjórnunarháttum fyrirtækja og viðhorf stjórn- enda hafi úrslitaáhrif á það hvort fyrirtæki haldi í sitt lyk- ilstarfsfólk, viðhaldi hollustu starfsmanna sinna og virð- ingu samfélagsins í heild sinni. Ráðstefnan verður í tveim- ur hlutum þar sem fyrirlesar- ar verða fyrst með erindi og leiða umræður í lok ráðstefn- unnar. Colin Price, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, framkvæmda- stjóri hjá McKinsey&Comp- any í London og forstöðumað- ur McKinsey’s Global Organisation Practice, mun halda erindið „Health and Leadership“. Þorsteinn Ingi Magnússon, starfsmannastjóri Alcan á Ís- landi, mun halda erindi, en Alcan hlaut einmitt Íslensku gæðaverðlaunin 2005 fyrir raunverulegan stjórnunarár- angur og Fjöreggið 2005 fyrir að hafa unnið að aukinni vit- und um heilsu og heilsutengd málefni á vinnustaðnum. Kristinn Tómasson, yfir- læknir Vinnueftirlitsins, mun halda erindið „Stjórnun, streita og heilsa“ og dr. Hauk- ur Ingi Jónasson, guðfræð- ingur og sálgreinir, heldur er- indið „Persónuleg velferð og heilbrigði skipulagsheilda“. Þóknun til líknarmála Þess má geta að þóknun Col- ins Price rennur alfarið til líknarmála og ákveðið hefur verið að Krabbameinsfélagið og aðstandendahópur Geð- hjálpar muni njóta góðs af velvild Price. Morgunblaðið/Þorkell Vinnuvernd Rétt líkamsbeiting og heilsa starfsmanna er mik- ilvæg fyrir velgengni fyrirtækja, hvort sem það eru póstdreif- ingarmiðstöðvar eða eitthvað annað. Velgengni íslenskra fyrirtækja á kostnað heilsu starfsmanna? HOLLVINIR hins gullna jafnvægis hafa í hyggju að veita í þriðja sinn viðurkenn- ingu fyrir framlag sem stuðl- ar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki. Við- urkenningin „Lóð á vogar- skálina“ verður afhent á ráð- stefnunni „Hið gullna jafnvægi: Gjöfult verkefni“ sem haldin verður á Nordica hótel 16. febrúar nk. Á vefsvæði hollvina www.hgj.is hefur verið tekið á móti rökstuddum ábending- um frá starfsfólki um einstak- linga, stjórnendur, starfs- mannahópa, deildir innan fyrirtækja eða aðra þá sem sýnt hafa þeirri hugmynd stuðning í verki að starfsfólki skuli gert kleift að samræma vinnu og einkalíf til hagsbóta fyrir einstaklinga, fjölskyld- ur, fyrirtæki og stofnanir, jafnt opinber sem á einka- markaði. Viðurkenningin „Lóð á vog- arskálina“ var afhent í fyrsta skipti á ráðstefnu hollvina í nóvember 2003, en viðurkenn- inguna hlutu þá Sjóvá-Al- mennar og ÍTR. Í nóvember 2004 voru það svo ISS Ísland og Landsvirkjun sem urðu fyrir valinu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gullið jafnvægi Frá kynningarfundi Reykjavíkurborgar þeg- ar verkefnið „Hið gullna jafnvægi“ var kynnt árið 2003. Hild- ur Jónsdóttir verkefnisstjóri er lengst til vinstri. Lóð á vogar- skálina afhent í þriðja sinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.