Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 45. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Borgardýrin
kortlögð
Heimilishagir gæludýranna í
Reykjavík skoðaðir Menning 40
Úr verinu | Þorskurinn fúlsaði við pylsum Ýsuveiði og
kvótaleysi (St)ormur í vatnsglasi Íþróttir | Danir og Svíar í
Laugardalinn í haust Sveinn Elías öflugur í sjöþrautinni
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • idborg midborg.is
Með blaðinu í dag fylgir
fasteignablað Miðborgar
ÍSLENDINGUR á fertugsaldri var
skotinn til bana í El Salvador og
fannst látinn þar á sunnudag. Hinn
látni hét Jón Þór Ólafs-
son og var fæddur 28.
október 1968. Hann læt-
ur eftir sig sambýlis-
konu á Íslandi og tvö
börn frá fyrri sambúð.
Umfangsmikil leit
hófst að Jóni Þór á
sunnudag eftir að sam-
starfsmenn hans höfðu
gert lögreglu í El Salva-
dor viðvart um að hans
væri saknað. Lék grun-
ur á að honum hefði ver-
ið rænt en samstarfs-
maður Jóns Þórs segir að ofbeldi
gegn útlendingum eða mannrán séu
ekki algeng í San Salvador og málið
sé mjög óvenjulegt.
Tildrög málsins eru ókunn en lög-
regluyfirvöld í El Salvador hafa tekið
það til rækilegrar rannsóknar með
þátttöku alþjóðadeildar ríkislögreglu-
stjóra sem fylgist náið með þróun
þess og hefur sent fyrirspurn til al-
þjóðalögreglunnar Interpol í El
Salvador.
Jón Þór starfaði í El Salvador sem
staðarverkfræðingur á vegum ís-
lenska fyrirtækisins Enex sem er
sameiginlegt útrásarfyrirtæki orku-
og ráðgjafarfyrirtækja á
Íslandi. Vann hann við
gerð jarðvarmaorkuvers
en að jafnaði hafa 2–4 Ís-
lendingar starfað á veg-
um Enex þar syðra frá
því vorið 2005. Jón Þór
hafði verið undanfarna
sex mánuði við störf.
Samkvæmt dag-
blaðinu La Prensa Graf-
ica fannst bíll Jóns Þórs
á hraðbraut sem nefnist
Calle Jerusalem. Kom
fram að engin merki um
átök hefðu sést í bílnum en útvarpinu
hefði verið rænt úr honum.
Að sögn Violetu Pulango, upplýs-
ingafulltrúa hjá lögreglunni í San
Salvador, fannst hinn látni klukkan
6.30 á sunnudagsmorgun á afskekktu
svæði um 43 km frá höfuðborginni,
San Salvador. Pulango sagði í samtali
við Morgunblaðið að fundist hefðu tvö
lík, annað af karlmanni og hitt af konu
og voru bæði með skotsár víða á lík-
amanum. Hin látnu voru án skilríkja.
Þau voru flutt á sjúkrahús þar sem
kennsl voru borin á Jón Þór. Að sögn
lögreglunnar í San Salvador hét hin
látna Brenda America Salinas frá El
Salvador. Ekki er vitað hvort og
hvaða tengsl hafi verið á milli hinna
látnu en rannsókn er m.a. ætlað að
upplýsa það. Enginn hafði verið hand-
tekinn í gær vegna málsins og er ekki
vitað hvað bjó að baki morðunum.
Ómar R. Valdimarsson, ræðismað-
ur El Salvador á Íslandi, hefur haft
samband við sendiráð landsins í
Stokkhólmi, sem aftur hefur haft
samband við lögregluna í San Salva-
dor. Sagði Ómar að mikill þrýstingur
væri á lögregluna þar að flýta rann-
sókn málsins. Ómar sagði að hann og
sendiráðið mundu verða fulltrúum
Enex og aðstandendum Jóns Þórs
innan handar og veita þá þjónustu
sem hægt væri.
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
og Örlyg Stein Sigurjónsson
San Salvador. AFP. | Alls voru 3.812
morð framin í El Salvador árið 2005
og hafa ekki verið fleiri í sjö ár.
Mario Hernandez, framkvæmda-
stjóri réttarlæknisfræðistofnunar-
innar, greindi frá þessu í gær en um
80% þeirra sem myrtir voru í fyrra
voru skotnir til bana. Er talið að
aukningu í fyrra megi rekja til mik-
illar fjölgunar gengja sem stjórna
fíkniefnaviðskiptum og annarri
glæpastarfsemi. „Við stöndum
frammi fyrir glæpafaraldri,“ sagði
Hernandez. „Það er mikið áhyggju-
efni að á degi hverjum séu framin
átta til tíu, eða jafnvel tólf morð.“
3.812 morð í fyrra
Berlín. AP. | Embættismenn í
Þýskalandi sögðu í gærkvöldi
að frumrannsóknir bentu til
þess að tveir svanir sem fund-
ust dauðir á þýsku eynni Rügen
í Eystrasalti hefðu verið sýktir
af H5N1-stofni fuglaflensu. Fá-
ist þessi niðurstaða staðfest
yrði það fyrsta tilfelli fugla-
flensunnar í Þýskalandi og til
marks um að hún færist nú
norðar í Evrópu.
Augljóst var að tíðindin ollu
áhyggjum í Danmörku en í vef-
útgáfum danskra dagblaða í
gærkvöldi var bent á að Rügen
væri í aðeins 100 km fjarlægð
frá Møn og Falstri. Fyrr um
daginn fékkst staðfest að fuglar
sem drápust í Austurríki hefðu
verið sýktir af fuglaflensu.
Fuglaflensu varð fyrst vart í
Asíu 2003 en síðan þá hefur
a.m.k. 91 látist af völdum veik-
innar. Í næstum öllum tilfellum
hefur verið sýnt fram á að við-
komandi höfðu verið í návígi við
sýkta fugla. Sérfræðingar ótt-
ast hins vegar að fuglaflensu-
veiran stökkbreytist þannig að
hún geti smitast milli manna,
en gerist það er hætta á að til
heimsfaraldurs komi.
Fugla-
flensa í
Þýskalandi
Washington. AFP, AP. | Veiðislysið sem
Dick Cheney varð valdur að um sl.
helgi í Texas hefur orðið öllum
helstu grínistum í Bandaríkjunum
tilefni til að fara með gamanmál um
varaforsetann. Í gær mátti ráða að
embættismenn í Hvíta húsinu hefðu
komist að þeirri niðurstöðu að best
væri að gera slíkt hið sama. Þá gant-
aðist Scott McClellan, talsmaður
Bandaríkjaforseta, með það á fundi
með fréttamönnum að hann hefði
sett upp appelsínugult bindi til að
tryggja að Cheney sæi hann örugg-
lega og skyti hann ekki fyrir slysni.
Niðurstaða rannsóknar yfirvalda
þjóðgarðs- og veiðistjórnunarmála í
Texas er sú að veiðifélagi Cheneys,
Harry Whittington, hafi verið að
sækja villibráð sem hann hafði skot-
ið og því fært sig frá þeim stað sem
Cheney taldi
hann vera á. Þeg-
ar Cheney sá nýja
bráð fljúga til
himins sveigði
hann sig skyndi-
lega til hliðar og
skaut úr byssu
sinni, með þeim
afleiðingum að
Whittington fékk
högl í andlit, háls og brjóst.
Læknar Whittingtons, sem er 78
ára, sögðu að hann hefði fengið vægt
hjartaáfall í gærmorgun af völdum
hagla sem enn væru í brjóstholinu.
Var hann hins vegar ekki talinn í
lífshættu en læknar sögðu að Whitt-
ingon yrði þó líklega á sjúkrahúsi í
um viku svo hægt væri að hafa eft-
irlit með honum.
Gantast með
slysaskot Cheneys
Scott McClellan
Morgunblaðið/Ásdís
Krakkarnir í Melaskóla notuðu góða veðrið í gær til þess að fara í bæjarferð með umsjónarkennara sínum. Voru
ýmsar sögufrægar byggingar í borginni skoðaðar og teiknaðar, þeirra á meðal Alþingishúsið við Austurvöll.
ÞESSIR ungu krakkar í sjö ára bekk
Melaskóla notuðu góða veðrið í gær
til þess að skoða og teikna ýmsar
sögufrægar byggingar í Reykjavík,
s.s. Stjórnarráðið, Dómkirkjuna og
Menntaskólann í Reykjavík. Þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á
þau voru þau höfðu komið sér þægi-
lega fyrir á Austurvelli þar sem þau
teiknuðu Alþingishúsið.
Að sögn Margrétar Stefánsdóttur,
Teiknuðu Alþingishúsið í góða veðrinu
umsjónarkennara í 2. bekk D í Mela-
skóla, var tilefni bæjarferðar skóla-
krakkanna að kynnast ýmsum sögu-
frægum götum, byggingum og
stöðum í Reykjavík. Segir hún þetta
lið í kennslu námsefnis í samfélags-
fræði sem nefnist: „Komum og skoð-
um land og þjóð“. Segir Margrét
bæjarferðina hafa mælst afar vel
fyrir hjá krökkunum, enda mun
skemmtilegra að fræðast um sögu
borgarinnar á vettvangi heldur en
aðeins lesa um hana á síðum bóka.
„Með því að skoða staðina á vett-
vangi festist námsefnið mun betur í
minni, heldur en þegar maður er
bara að skoða bækur heima,“ segir
Margrét og tekur fram að reynt sé
að nota tækifærið sem oftast þegar
veður er gott til þess að fara út með
börnin, til dæmis í skoðunarferðir á
Árbæjarsafnið.
Jón Þór Ólafsson
Morð á Íslendingi í El
Salvador til rannsóknar
Úr verinu og Íþróttir í dag