Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENDINGUR MYRTUR
Íslenskur karlmaður á fertugs-
aldri var skotinn til bana í El Salvad-
or um helgina. Hann fannst á af-
skekktu svæði fyrir utan höfuðborg
landsins ásamt öðru fórnarlambi á
sunnudagsmorgun. Enginn hefur
verið handtekinn vegna málsins.
Tvöföldun á fimm árum
Eignir lífeyrissjóðanna námu
1.200 milljörðum króna um síðustu
áramót og jukust um 213 milljarða á
síðasta ári. Heildareignir sjóðanna
hafa tæplega tvöfaldast á fimm ár-
um, frá árinu 2001, þegar þær námu
645 milljörðum króna.
Reykingabann í Bretlandi
Breska þingið samþykkti í gær-
kvöldi algert bann við reykingum á
opinberum stöðum í Englandi, en
áður hafa sambærileg lög gengið í
gildi á Norður-Írlandi og frá og með
næsta mánuði verður bannað að
reykja á opinberum stöðum í Skot-
landi.
Meiri réttarvernd þolenda
Refsing fyrir að hafa kynferð-
ismök við börn verður sú sama og
fyrir nauðgun, verði frumvarp sem
dómsmálaráðherra kynnti á rík-
isstjórnarfundi að lögum. Í frum-
varpinu er miðað að því að gera
refsiákvæði kynferðisbrota nútíma-
legri og tryggja að þolendur brot-
anna fái meiri réttarvernd.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 23
Fréttaskýring 8 Forystugrein 24
Viðskipti 13 Viðhorf 26/31
Erlent 14/15 Minningar 36/37
Minn staður 16 Myndasögur 36
Höfuðborgin 17 Dagbók 36/39
Akureyri 17 Staður&stund 38/39
Suðurnes 18 Leikhús 40
Landið 18 Bíó 42/45
Menning 19, 39/45 Ljósvakamiðlar 46
Daglegt líf 20/21 Veður 47
Umræðan 22/23 Staksteinar 47
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir fasteignablað Miðborgar.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
eftir 3 daga !
HUGMYNDIR um að framlengja
stokk sem fyrirhugað er að leggja
Mýrargötu í að hluta, svo stokk-
urinn næði framhjá fyrirhuguðu
tónlistarhúsi og jafnvel upp að
Kalkofnsvegi, hafa verið skoðaðar,
en þær voru ekki taldar hentugar,
segir Stefán Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Austurhafnar.
Sagt var frá því í Morgunblaðinu
í gær að til stæði að lengja Mýr-
argötu, og leggja hana í stokk á
milli Ánanausts og Ægisgötu. Stef-
án segir að á tímabili hafi verið
uppi hugmyndir um að hafa þann
stokk lengri, og láta hann ná
framhjá tónlistarhúsinu sem reisa
á við höfnina. Nú geri áætlanir
hins vegar ráð fyrir því að Geirs-
gatan verði hækkuð á kafla og
breið göngubraut liggi undir hana
frá tónlistarhúsinu að miðbænum.
„Í sjálfu sér hafa þessir kostir allir
verið skoðaðir talsvert mikið, en
niðurstaðan varð sú að vera ekki
með stokk á svæði tónlistarhúss-
ins,“ segir Stefán. „Menn komust
að þeirri niðurstöðu að mæla ekki
með þessu, stokkar hafa bæði kosti
og galla.“
Stefán bendir m.a. á að munn-
arnir á stokkum séu talsvert lýti á
umhverfinu, og skeri jafnvel meira
í sundur heldur en akbraut í gegn-
um svæðið. Auk þess séu samfara
þeim vandamál við að koma um-
ferð sem er á leið í miðbæinn upp
úr stokknum. „Heilmikið af um-
ferðinni fer ekki framhjá, hún er
að koma í miðborgina og þarf að
koma út úr stokknum á æskilegum
stað,“ sagði Stefán.
Ekki stokkur við
tónlistarhúsið
SANNARLEGA var fagurt um að litast á Aust-
urvelli í vikunni en milt og bjart veðurfar í höf-
uðborginni að undanförnu hefur vart farið fram
hjá neinum. Hafa margir íbúar borgarinnar og
nærliggjandi bæja nýtt sér blíðuna til upplyft-
ingar með gönguferðum og útiveru af ýmsum
toga. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
mun heldur draga úr hlýindum í höfuðborginni
og verður hiti í kringum frostmark í dag.
Morgunblaðið/Ómar
Febrúarkvöldin fögru í Reykjavík
TVEIR Litháar sæta nú gæslu-
varðhaldi vegna amfetamínmáls
sem kom upp í Leifsstöð laug-
ardaginn 4. febrúar. Þar var
annar mannanna handtekinn
eftir að í farangri hans fundust
tvær áfengisflöskur með tor-
kennilegum vökva. Tollverðir
veittu því athygli að átt hafði
verið við tappa flasknanna og
leiddi rannsókn í ljós að um var
að ræða amfetamín á lokastigi
framleiðslu. Var maðurinn, sem
er 38 ára gamall, úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 17. febrúar. Á
mánudag var seinni maðurinn
handtekinn vegna málsins en
þar er um að ræða Litháa sem
búsettur er hérlendis. Var hann
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
17. febrúar að kröfu lögreglunn-
ar í Reykjavík sem fer með
rannsókn málsins.
Ekki er ljóst hve miklu af am-
fetamíni má ná úr þeim vökva
sem var í flöskunum en að mati
Jóhanns R. Benediktssonar
sýslumanns á Keflavíkurflug-
velli má fullvíst telja að um
veruleg verðmæti geti verið að
ræða.
Jóhann vekur athygli á því að
nú eru fjórir Litháar í gæslu-
varðhaldi vegna umfangsmikilla
amfetamínmála, þar af tveir
vegna 4 kg af amfetamíni sem
fannst í bíl í ferjunni Norrænu á
Seyðisfirði í júlí sl. Málin telur
Jóhann endurspegla það sem
hann hefur áður sagt, þ.e. að
rökstuddur grunur sé um að er-
lendir glæpahringir teygi anga
sína til landsins. Einnig leiki
grunur á að amfetamínfram-
leiðsla sé í gangi hér á landi en
því hélt Jóhann fram þegar
Lithái var tekinn með ætlaða
brennisteinssýru á flöskum í
Leifsstöð í fyrra, en hann var
sýknaður af ákæru sýslumanns.
Tekinn með am-
fetamín á flösku ÁTTA hollensk pör voru í gær
gefin saman af séra Pálma Matt-
híassyni um borð í flugvél Ice-
landair í tilefni af Valentínus-
ardeginum. Að sögn Guðjóns
Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa
Icelandair, fór athöfnin fram í
ganginum á SagaClass skömmu
eftir að flugvélin var komin inn í
íslenska lofthelgi. Eftir lendingu lá
leið brúðhjónanna í Bláa Lónið þar
sem dekrað var við þau áður en
haldið var í bæinn, en þau gista á
Nordica hóteli og þar var fram-
reiddur sérlegur brúðkaups-
kvöldverður í gærkvöldi.
Giftu sig á degi elskenda
Spurður um tildrög giftinganna
um borð segir Guðjón félagið hafa
boðið bandarískum farþegum slíka
þjónustu á degi elskenda í örfá ár
og hafi það mælst afar vel fyrir.
Segir hann sérlega vinsælt meðal
para að endurnýja hjúskaparheit
sín um borð í flugvélum félagsins
á leið sinni í rómantíska ferð til
Íslands. Tekur hann fram að það
eigi þó ekki við um hollensku
brúðhjónin sem séu öll að játast
hvert öðru í fyrsta sinn.
„Við fundum fyrir því að áhugi
væri fyrir svona ferðum í Hollandi
og ákváðum að auglýsa slíka til-
boðsferð, en renndum auðvitað
blint í sjóinn með það hversu
margir vildu nýta sér þetta. Þetta
er auðvitað meira til gamans gert
af okkar hálfu, en ekki síður í
kynningarskyni,“ segir Guðjón og
bendir á að með í för séu fulltrúar
hollenskra sjónvarpsstöðva og út-
breiddustu fjölmiðla þar í landi, en
uppátækið var skipulagt í sam-
vinnu Icelandair og hollenska
brúðkaupstímaritsins Bruid-
&Bruidegom (þ.e. Brúður og brúð-
gumi). Spurður hvort framhald
verði á slíkum giftingar- og brúð-
kaupsferðapökkum segir Guðjón
enn óvíst hvort og þá í hvaða lönd-
um slíkar ferðir verði í boði á degi
elskenda að ári. Hann vill þó ekki
útiloka neitt, enda gaman að
hjálpa fólki við að gera brúðkaups-
daginn sem eftirminnilegastan.
Átta pör giftu sig
í flugvél Icelandair