Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JÖKLARNIR halda almennt áfram
að hopa og ef svo fer sem horfir
verða þeir flestir horfnir eftir tvær
aldir, að sögn Odds Sigurðssonar,
jarðfræðings hjá Orkustofnun.
Niðurstöður jöklamælinga frá
liðnu hausti hafa verið að berast til
Orkustofnunar. Það snjóaði strax í
ágúst 2005 við suma jökulsporða
sem kom í veg fyrir mælingar á
þeim, en þær mælingar sem hafa
borist sýna allar rýrnun jökla með
einni undantekningu. Jöklar hop-
uðu ört 2004 og taldi Oddur að í
fyrra hafi aðeins dregið úr hopi
jöklanna, en það sé vart merkjan-
legur munur milli ára.
Gígjökull að slitna í sundur
Reykjarfjarðarjökull, sem geng-
ur fram úr Drangajökli niður í
Reykjarfjörð á Ströndum, var sá
eini sem gekk fram í fyrra. Reykj-
arfjarðarjökull er svonefndur fram-
hlaupsjökull, en þeir ganga fram og
hopa að mestu óháð loftslagi. Þeir
hlaupa skyndilega á nokkurra ára-
tuga fresti og hopa svo stöðugt
fram að næsta hlaupi.
Miklar breytingar hafa orðið á
Gígjökli, sem blasir við á leiðinni
inn í Þórsmörk. Hann skríður niður
úr gígnum á Eyjafjallajökli og hef-
ur náð niður í jökullón við veginn.
Nú er Gígjökull nánast dottinn í
sundur neðan við miðja hlíð. „Það
kemur eiginlega enginn ís ofanfrá
lengur þannig að hann bráðnar nú
eins hratt og hann getur,“ sagði
Oddur. Gígjökull var ekki mældur
2004 en mæling 2005 sýndi að hann
hafði hopað um 357 metra frá
haustinu 2003. Oddur telur líklegt
að Gígjökull hopi upp úr lóninu og
hverfi af láglendi innan fárra ára.
Svipuð atburðarás er að verða í
jökli sem skríður norður úr Eiríks-
jökli. Hann er líka að detta í sund-
ur.
Gróðurhúsaáhrif hraða hopi
Á Íslandi er nú eitt mesta hlý-
skeið á sögulegum tíma og sagði
Oddur almennt talið að hlýnun
haldi áfram alla þessa öld og leng-
ur, m.a. vegna svonefndra gróður-
húsaáhrifa. Þau bætast ofan á nátt-
úrulegu hitasveifluna og valda
hlýrra loftslagi en ella hefði orðið.
„Út frá þessari spá, að það haldi
áfram að hlýna alla þessa öld og þá
næstu líka, hafa menn reiknað út að
það taki um tvær aldir fyrir jöklana
að hverfa í stórum dráttum. Það
verða áfram jöklar á Bárðarbungu,
Öræfajökli og jafnvel smájökull á
Snæfellsjökli og öðrum háum fjöll-
um, en það verður ekki svipur hjá
sjón,“ sagði Oddur.
Grein Odds um jöklabreytingar á
árunum 1930–60, 1960–90 og 2003–
04 er í nýjasta hefti Jökuls, tímarits
Jöklarannsóknafélags Íslands. Þar
er gerð grein fyrir afkomu jökla
víða um land í áranna rás. Þar kem-
ur og fram að hitafar virðist hafa
úrslitaáhrif á stærð og viðgang ís-
lensku jöklanna. Þeir veðurþættir
sem taldir eru hafa mest áhrif á
jöklana eru lofthiti að sumri og úr-
koma að vetri, lofthiti í vetrarbyrj-
un og undir vetrarlok hefur einnig
mikil áhrif. Jöklamælingar undan-
farin ár sýna að sumarafkoman,
sem ræðst mest af hitanum, sveifl-
ast meira en vetrarafkoman, en hún
er helst háð úrkomunni.
Jöklarnir halda áfram að hopa
Ljósmynd/Oddur Sigurðsson
Gígjökull er nú nánast dottinn í sundur neðan við miðja hlíð. Þess má
vænta að neðri hlutinn bráðni hratt og hverfi innan tíðar. Mæling á jök-
uljaðrinum sl. haust sýndi að hann hafði hopað 357 m frá haustinu 2003.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
UM TUTTUGU félagar bresku
náttúruverndarsamtakanna
Saving Iceland efndu til mót-
mæla gegn Kárahnjúkavirkjun
og öðrum vatnsaflsvirkjunum á
Íslandi fyrir framan íslenska
sendiráðið í London í gær. Mót-
mælendurnir ýmist sátu eða
lágu framan við sendiráðið en
aðrir héldu spjöldum í líki graf-
steina og áróðursborðum á lofti
þar sem virkjunarframkvæmd-
um var mótmælt og bent á af-
leiðingar virkjunarstefnu ís-
lenskra yfirvalda á náttúru
Íslands. Á einum borðanna var
m.a. teiknuð mynd af hreindýri
sem starfsmenn bandaríska ál-
fyrirtækisins Alcoa leiddu til
slátrunar.
Í fréttatilkynningu frá hópn-
um segir að markmið mótmæl-
enda hafi verið að mótmæla því
að alþjóðleg álframleiðslufyrir-
tæki á borð við Alcan, Alcoa og
Century ykju við starfsemi sína
á Íslandi og nýttu sér ódýrar
orkulindir með virkjun jökuláa
landsins og spilltu þannig ómet-
anlegri náttúru.
Aðspurður segir Sverrir
Haukur Gunnlaugsson, sendi-
herra Íslands í Bretlandi, mót-
mælin hafa farið friðsamlega
fram. Hópurinn hafi verið fyrir
utan sendiráðið í um klukku-
stund og barið bumbur ásamt
því að halda á lofti skiltum, en
horfið á braut þegar lögreglan
kom á vettvang. Segir hann
þetta í annað sinn á rétt rúmu
ári sem mótmælt er virkjunar-
stefnu íslenskra stjórnvalda við
sendiráðið. Frá sendiráðinu
héldu mótmælendur að Vísinda-
safninu þar sem sýningin Pure
Iceland er haldin, en hún fjallar
um orkuframleiðslu Íslands.
Mótmæltu
við sendi-
ráðið í
London
LYFJAFYRIRTÆKIÐ AstraZen-
eca hefur ákveðið að taka sega-
varnarlyfin Melagatran AstraZen-
eca, stungulyf 3 mg/ml og Exanta
filmuhúðaðar töflur 24 mg af mark-
aði 24. febrúar nk. Þetta kemur
fram á heimasíðu Lyfjastofnunar.
Exanta er nú á markaði til notk-
unar í allt að 11 daga sem fyr-
irbyggjandi gegn segareki í bláæð-
um sjúklinga sem eiga að fara í
hnéliða- eða mjaðmaliðaskiptiað-
gerðir.
Fyrirtækinu hefur nýlega borist
aukaverkanatilkynning um alvar-
lega lifrarskemmd hjá sjúklingi
sem tók þátt í klínískri rannsókn til
að kanna fyrirbyggjandi áhrif gegn
segareki í bláæðum til lengri tíma, í
allt að 35 daga. Í tilkynningunni er
lýst alvarlegum lifrarskemmdum
sem komu mjög hratt fram þremur
vikum eftir lok meðferðarinnar.
Engar vísbendingar liggja fyrir
um hættu á lifrarskemmdum eftir
viðurkennda notkun í allt að 11
daga. Vegna þess að lyfið getur
hugsanlega verið notað í lengri
tíma en viðurkennd 11 daga með-
ferð segir til um og til eru önnur
segavarnarlyf til notkunar í
tengslum við bæklunarskurð-
aðgerðir hefur framleiðandi lyfsins
ákveðið að taka Exanta af markaði
í varúðarskyni. Ekki á því að hefja
meðferð með Exanta hjá neinum
nýjum sjúklingum. Fyrir sjúklinga
sem nú þegar nota Exanta eiga
læknar að hafa í huga að skipta yfir
í annað segavarnarlyf til að tryggja
segavörn. Mikilvægt er að sjúkling-
ar hætti ekki Exanta-meðferð án
samráðs við lækni. Strax á að hafa
samband við sjúklinga og end-
urmeta meðferðina.
Exanta og Mela-
gatran tekin af
markaði
KONUR eru meirihluti sveitar-
stjórnarmanna í 10 sveitarfélögum á
landinu, en í 88 sveitarfélögum eru
karlmenn í meirihluta. Í 10 sveitar-
félögum af 98 eru engar konur í
sveitarstjórn.
Þetta kemur fram í nýrri úttekt
félagsmálaráðuneytisins, sem birt er
á nýjum kosningavef fyrir sveitar-
stjórnakosningarnar í vor, www.-
kosningar.is.
Á vefnum kemur fram, að kjörnir
sveitarstjórnamenn á landinu séu
alls 628, þar af 429 karlar, eða 68%,
en 199 konur, eða 32%. Oddvitar
sveitarstjórna á landinu eru í rúm-
lega 74% tilvika karlmenn, en aðeins
25 konur gegna embætti oddvita.
Munur er á kynjahlutföllum eftir
stærð sveitarfélagana. Í sveitar-
félögum með fleiri en 1.000 íbúa eru
um 35% sveitarstjórnafulltrúa kon-
ur, en í sveitarfélögum, þar sem íbú-
arnir eru færri en 500, eru að með-
altali um 29% kjörinna fulltrúa
konur.
Fæstar konur á Suðurnesjum
Þegar hlutföllin eru skoðuð eftir
landshlutum er hlutfall kvenna í
sveitarstjórnum hæst á höfuðborg-
arsvæðinu, 43%. Lægst er hlutfallið
hins vegar á Suðurnesjunum, þar
sem um 24% kjörinna fulltrúa eru
konur. Hlutfallið er þó svipað á Aust-
urlandi, 25%; Vesturlandi, 26%; og
Norðurlandi vestra, 28%. Heldur
hærra hlutfall kvenna reyndist í
sveitarstjórnum á Suðurlandi, 32%;
Norðurlandi eystra, 35%; og á Vest-
fjörðum, 37%.
Nú er unnið að því í félagsmála-
ráðuneytinu að safna upplýsingum
um kynjahlutföll í nefndum og ráð-
um sveitarfélagana.
Konur meirihluti kjörinna
fulltrúa í 10% sveitarfélaga
Engar konur sitja núna í sveitarstjórn í
tíu sveitarfélögum hér á landi
TENGLAR
..............................................
Sjá nánar á mbl.is/itarefni
ÞOTAN Gullfaxi, sem var fyrsta þotan sem keypt
var hingað til lands, millilenti á Keflavíkur-
flugvelli í gær á leið sinni vestur um haf, og tók
Snorri Snorrason, fyrrverandi flugstjóri, sem
flaug þotunni í um áratug, á móti henni þegar hún
lenti.
Snorri segir að flugstjórinn um borð hafi tekið
sér vel þegar hann sagði honum að hann hefði
vermt sæti hans á meðan þotan var í eigu Flug-
félags Íslands, og fékk Snorri að tylla sér í flug-
stjórasætið til að rifja upp gamla tíma á meðan
vélin tók eldsneyti.
Vélin, sem er af gerðinni Boeing 727-100, var
keypt hingað til lands í júní 1967, og nokkrum ár-
um síðar kom önnur vél sömu gerðar hingað til
lands. Snorri flaug Gullfaxa frá árinu 1971, og
segir að lítið hafi breyst í henni í dag, utan við það
að búið er að skipta um hreyflana.
„Þær reyndust alveg svakalega vel þessar þot-
ur, þrælsterkar. Það eru um fjörutíu ár síðan hún
fór að fljúga,“ segir Snorri. „Flugmennirnir sögðu
að ástandið á henni sé fínt, þeir voru mjög ánægð-
ir með hana. Nýju hreyflarnir eru sennilega spar-
neytnari, og svo eru komin einhver smávegis
nýrri stjórntæki fyrir flugmennina, en í aðal-
atriðum er hún alveg eins.“
Gleymir ekki sundtökunum
Snorri verður sposkur á svip þegar hann er
spurður hvort hann gæti ekki flogið vélinni í dag.
„Ég veit það ekki, menn gleyma nú ekki sundtök-
unum, en það reynir víst ekki á það.“
Gullfaxi var seldur úr landi aftur um 1980.
Flutningafyrirtækið UPS, United Parcel Service
of America, keypti vélina, sem og aðra af sömu
tegund sem Flugfélag Íslands hafði keypt, og hafa
vélarnar verið í stanslausri notkun hjá fyrirtæk-
inu síðan.
„Þeir eiga 16 svona flugvélar hjá UPS, þeir
sögðu mér það, flugmennirnir,“ segir Snorri.
Hann segir vélarnar reyndar henta vel til farm-
flutninga, þær séu með stórar hliðardyr sem geri
auðvelt að hlaða vélarnar og afferma. Þær voru þó
notaðar að mestu í farþegaflutninga hér á landi.
Þær tóku 126 farþega í sæti, en var gjarnan skipt í
tvennt, og fluttu farþega og farm í einni ferð.
Ljósmynd/Snorri Snorrason
Gullfaxi millilenti á Keflavíkurflugvelli í gær og stansaði í um klukkustund, en Gullfaxi var fyrsta þotan sem keypt var til landsins, kom hingað árið 1967.
Víkurfréttir/Páll Ketilsson
Snorri Snorrason settist í flugstjórasæti vél-
arinnar, en hann flaug vélinni um árabil.
Þotan Gullfaxi til landsins á ný