Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 7

Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 7 FRÉTTIR SILVÍA Nótt hefur verið tölu- vert til umræðu undanfarið bæði fyrir framgöngu sína í fjölmiðlum og söngvakeppni og síðan hefur vafist fyrir mörgum hvernig réttast er að fallbeygja nafn hennar, þ.e. hver eignarfallsendingin er. Að sögn Kára Kaaber, deild- arstjóra hjá Íslenskri málstöð, er hvort tveggja, Nóttar og Nætur, rétt og jafn gilt. Til gamans má geta þess að á heimasíðu Hagstofunnar kemur fram að sjö konur bera nafnið Nótt sem fyrra eig- innafn og 54 sem annað eig- innafn. Enga á hún þó alnöfnu, Silvía Nótt. Silvíu Nóttar eða Nætur? Áherslubreytingar skýra lokun verslunar Símans EVA Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að ástæðan fyrir því að Síminn hafi ákveðið að loka verslun sinni við Laugaveg séu áherslubreytingar á starfsem- inni. Reksturinn sé reglulega end- urskoðaður og þessi ákvörðun hafi verið tekin í framhaldi af því. Sím- inn telur sig veita höfuðborgar- svæðinu góða þjónustu með versl- unum sínum í Ármúla, Kringlunni og Smáralind. Stjórn Þróunarfélags miðborgar- innar skoraði í fyrradag á Símann að endurskoða ákvörðun sína um að loka versluninni við Laugaveg. Samtökin mótmæla því að fyrir- tæki af þessari stærðargráðu hverfi úr miðborginni. Þau telja nauðsynlegt að hafa verslun af þessu tagi í miðborginni. Aðspurð hvort áskorun Miðborg- arinnar muni breyta einhverju sagði Eva: „Síminn kemur ekki til með að breyta ákvörðun sinni.“ Einar Örn Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags mið- borgarinnar, segist ekki skilja ástæður lokunarinnar því búðin hafi öllum stundum verið full. Með lokuninni sé verulega verið að draga úr þjónustu. „Þetta er álíka og ef pósthúsinu væri lokað. Marg- ir kjósa að versla í miðborginni og sumir þeirra sem búa þar eða í ná- lægum hverfum eiga ekki bíl, þannig að þetta kemur sér illa fyrir þá. En fyrst og fremst ætti það að vera metnaðarmál fyrir stórfyrir- tæki eins og símann að starfrækja verslun í miðborg Reykjavíkur,“ sagði Einar. Þóttist vera ferðamaður til að sleppa við toll ERLENDUR verkamaður sem starf- ar hér á landi hefur játað að hafa reynt að komast hjá greiðslu að- flutningsgjalda af bifreið sem hann kom með til landsins með ferjunni Norrönu í byrjun janúar. Lögreglan á Selfossi handtók manninn og yf- irheyrði sl. föstudag vegna gruns um tollalagabrotið, og féllst hann á lögreglusátt í málinu. Maðurinn fékk akstursheimild til ákveðins tíma við komuna til lands- ins á þeirri forsendu að hann væri ferðamaður, og þegar sá frestur rann út fékk hann heimildina fram- lengda hjá ríkistollstjóraembættinu í Reykjavík. Starfsmenn tollstjóra grunuðu manninn um að hafa gefið rangar upplýsingar um ástæðu dval- ar sinnar, og var því fylgst með hon- um. Í ljós kom að hann er í bygg- ingavinnu á Selfossi og var hann þá handtekinn og yfirheyrður. Alfriðaðir fuglar drepnir Lögreglu- rannsókn lokið LÖGREGLURANNSÓKN er lokið á tildrögum þess að þrír dauðir fálk- ar og tvær branduglur, sem drepin voru með haglabyssu, og tveir smyrlar fundust í fórum karlmanns í haust. Málið verður sent sýslumanni á næstu dögum til ákvörðunar um hvort höfðað verði opinbert mál á hendur manninum og hugsanlega fé- laga hans, að sögn lögreglunnar á Húsavík. Er málið í grófum dráttum upplýst að hennar sögn. Málið komst upp þegar lögreglan fann fuglahræin í frystikistu manns- ins við húsleit sem tengdist eftirliti með skotvopnum. Við húsleitina var lagt hald á nokkrar byssur. ♦♦♦ Framkvæmda- stjóri Nýsköp- unarsjóðs hættir GUNNAR Örn Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Nýsköp- unarsjóðs at- vinnulífsins (NSA), hefur látið af störfum hjá sjóðnum, en frá þessu er greint á vefsíðu NSA. Gunnar Örn hef- ur gegnt stöðu framkvæmdastjóra NSA í tæp þrjú ár. Starf fram- kvæmdastjóra sjóðsins hefur verið auglýst laust til umsóknar. Gunnar Örn vildi ekki tjá sig um hvers vegna hann hefði hætt störf- um hjá Nýsköpunarsjóði þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær. Ríkisstjórnin samþykkti sl. haust að setja 2,5 milljarða króna í Ný- sköpunarsjóð, en sjóðurinn hafði um nokkurt skeið ekki haft neitt fjármagn til að setja í ný nýsköp- unarverkefni. Gunnar Örn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.