Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 12

Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hverjir bjóða hagstæðustu lánin? á morgun  Ítarleg úttekt á íbúðalánun lánastofnana „MÉR finnst hreint út sagt mikil uppgjöf í þessum orðum Árna Þórs,“ segir Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, þegar blaða- maður leitaði viðbragða hjá honum við gagnrýni Árna Þórs Sigurðs- sonar, borgarfulltrúa VG í Reykja- vík, á rekstur Strætós bs. „Það var náttúrlega stofnað til þessa byggðasamlags til þess að efla og treysta almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Lúðvík og segir því ekki að leyna að ákveðin ólga hafi verið í kringum reksturinn. „Fyrir því eru margar ástæður. Þannig gengur mjög illa að vera að reka þetta sem tvö ólík fyrirtæki í einu fyrirtæki. Þá á ég við að við erum annars vegar með útboð í helming af rekstrinum og hins vegar með gamla SVR inni í kerfinu. Þetta hefur ekki alveg gengið upp.“ Að sögn Lúð- víks hafa fulltrú- ar Hafnarfjarðar í Strætó bs. ver- ið fylgjandi því að skoða þann möguleika að innanbæjarakst- ur væri meira á hendi hvers sveitarfélags fyrir sig. „En að við sameinuðumst hins veg- ar um tengileiðirnar milli sveitar- félaganna. Við búum á einu sam- eiginlegu samgöngu- og atvinnusvæði og við verðum að horfa til þess. Við getum ekki látið bæjarmörk trufla okkur í þessum efnum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höfum samstarf og samvinnu um það sem við get- um náð saman um,“ segir Lúðvík. Spurður hvort Reykjavík sé að borga fyrir góða þjónustu almenn- ingssamgangna í nágrannasveitar- félögum sínum, eins og Árni Þór hefur haldið fram, vísar Lúðvík því á bug. „Við Hafnfirðingar teljum okkur vera að borga okkar hlut af fullri sanngirni í þessari þjónustu. Við viljum hins vegar gjarnan efla þjónustuna þannig að það séu fleiri sem nýti sér hana.“ Aðspurður segir Lúðvík ljóst að þær vonir sem gerðar voru til sameiningar SVR og Almenningsvagna, um það að hægt yrði að ná fram hagræð- ingu, einfalda kerfið og gera það skilvirkara, bæta þjónustuna og á sama tíma draga úr kostnaði, hafi ekki gengið eftir að öllu leyti og segist hann ekki kunna neina eina skýringu á því. Samvinna sveitarfélaganna á sviði samgangna mikilvæg Lúðvík Geirsson „KANNSKI væri það best fyrir alla aðila að leysa upp Strætó bs. Kannski borgar það sig fyrir okk- ur hér í bæ að endurvekja gamla Almenningsvagna og reka þetta sjálfir, sjálfsagt með betri hætti en í samstarfi við borgina,“ segir Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og bendir á að hann hafi löngum gagnrýnt þann aukna kostnað sem fólst í sameiningu SVR og Almenningsvagna á sama tíma og þjónustan í Kópavogi hafi ekki batnað. „Við höfum viljað gera rekst- urinn hagkvæmari með því t.d. að bjóða út aksturinn og nýta þannig einkaframtakið, en fulltrúar Reykjavíkur hafa ekki viljað heyra á það minnst. Þeir hafa áfram vilj- að hafa þetta rekið af borginni og ekki viljað ræða eina eða neina hagræðingu. Vinstri-grænir hafa viljað eyða sem mestum pening- um í strætó, al- veg sama hvern- ig það er gert. Þeir vilja bara reka alla íbúana inn í strætó hvað sem það kostar. Við í Sjálfstæð- isflokknum vilj- um hins vegar virða valfrelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Gunnar Ingi menn hafa gert sér vonir um að stofnun Strætó bs. myndi leiða til bættrar þjónustu og lækkunar á kostnaði, en að það hafi ekki verið raunin, heldur þvert á móti. Spurður hvað valdi því segir Gunnar Ingi ástæðurnar margar. Bendir hann á að nýja leiðakerfið sé, að hans mati, skrýtið og veltir upp þeirri spurningu hvort stjórn- un byggðasamlagsins sé nógu góð. „Þannig hafa fulltrúar Reykjavík- ur t.d. ekki viljað ræða það einu orði að keyra minni vagna á þeim leiðum þar sem fáir farþegar eru og hafa tíðni ferða minni þar sem minnsta álagið sé.“ Spurður hvers vegna fulltrúar Kópavogsbæjar hafi valið að sitja hjá þegar nýi kjarasamningurinn við starfsmannafélagið var sam- þykktur aðeins með atkvæðum Reykjavíkurborgar og Hafnar- fjarðar segir Gunnar Ingi að menn hafi valið að sitja hjá sökum þess að ekki hafi legið nægar upplýs- ingar fyrir um raunverulegan kostnað kjarasamninganna. „Ég held að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu máli, um það hvað launahækkanir voru raunverulega miklar.“ Vonir um bætta þjónustu og minni kostnað ekki gengið eftir Gunnar Ingi Birgisson „VIÐ viljum leysa upp byggðasam- lagið í þeirri mynd sem það er núna, því við teljum að samstarf sveitarfé- laganna hafi ekki skilað þeirri eflingu almenningssamgangna sem til var ætlast,“ segir Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs. Stingur hann upp á því að reksturinn verði í hönd- um hvers sveitarfélags fyrir sig, þó að um sameiginlegt leiðakerfi verði að ræða. „Þannig geti Reykjavík ákveðið hvernig rekstrinum verður hagað hér, hvort aukið verður við tíðni eða leiðir, hvernig gjaldskráin er og svo framvegis, án þess að eiga það undir hinum sveitarfélögunum, eins og raunin er í dag,“ segir Árni Þór og bendir á að átök hafi verið innan byggðasamlagsins um grundvallar- þætti eins og eflingu almenningssam- gangna, fjárhagsáætlun 2005 og um kjarasamning. Þetta sýni að sveitar- félögin séu ekki á sömu leið í mál- efnum almenningssamgangna. Bendir hann á að strax í október sl. hafi fulltrúar Reykjavíkurborgar í Strætó bs. lagt fram tillögur um breytingar á nýja leiðakerfinu sem tekið var í notkun sl. sumar til að bregðast við framkomnum athuga- semdum jafnt farþega sem starfs- fólks. „Það fékkst ekki samþykkt þar sem fulltrúar hinna sveitarfélaganna vildu ekki setja meira fjármagn í rekstur Strætó bs. á fjárhagsárinu 2005,“ segir Árni Þór og bendir á að raunar hafi fjár- hagsáætlunin 2005 aðeins verið samþykkt með at- kvæðum fulltrúa Reykjavíkurborg- ar og Hafnar- fjarðar, hin sveit- arfélögin hafi kosið að sitja hjá. Þess má geta að Reykjavíkurborg á um 65% hlut í Strætó bs. og ber í því ljósi ábyrgð á jafn stóru hlutfalli af öllum kostnaði við rekstur byggða- samlagsins. Borgin hefur tekið á sig aukinn kostnað Að sögn Árna Þórs olli afstaða hinna sveitarfélaganna í byggðasam- laginu gagnvart nýjum kjarasamn- ingi við starfsmannafélagið honum einnig vonbrigðum, en samningurinn var samþykktur einungis með at- kvæðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðar nú áramótin. „Hin- um sveitarfélögunum fannst of mikill kostnaðarauki fólginn í því að sam- þykkja kjarasamninginn, þannig að þau firra sig ábyrgð á honum með því að sitja hjá.“ Árni Þór segir nýsamþykkta fjár- hagsáætlun Stætós bs. fyrir árið 2006 fela í sér breytingar á leiðakerfinu nú um komandi mánaðamót og sé þeim ætlað að koma til móts við þyngstu gagnrýnina á nýja leiðakerfið. Þann- ig verða teknar upp þrjár nýjar leiðir í Reykjavík, en t.d. fækkað í Kópa- vogi á móti. „Samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar var samþykkt að fara í endurskoðun á kostnaðarskipt- ingu milli sveitarfélaganna,“ segir Árni Þór og nefnir í því samhengi hugmyndir um að sveitarfélögin borgi t.d. í hlutfalli við ekna kílómetra innan viðkomandi sveitarfélags. Árni Þór segist ósáttur við þá kröfu sam- starfssveitarfélaganna samhliða af- greiðslu fjárhagsáætlunarinnar 2006 að hækka gjaldskrána og að Reykja- vík hefði gjarnan vilja komast hjá þeirri hækkun þar sem hún hafi kom- ið fram á afar óheppilegum tíma. Aðspurður segir Árni Þór raun- hæft að sínu mati að brjóta byggða- samlagið upp þannig að reksturinn sé í höndum hvers sveitarfélags fyrir sig, en að leiðakerfið verði áfram sameiginlegt. Spurður hvað hafi fengist með sameiningu Strætis- vagna Reykjavíkur og Almennings- vagna á sínum tíma segir Árni Þór það einmitt felast í því að búa til nýtt og heildstætt leiðakerfi sem þjónusti allt höfuðborgarsvæðið og auðveldi samgöngur íbúa milli sveitarfélaga. „Vandinn er bara sá að Reykjavík fór í þennan leiðangur ekki síst út frá því að bæta og efla þjónustuna og okkur virðist að sum hinna sveitarfélaganna hafi aðallega farið í þetta samstarf til að losna við kostnað og hugsanlega velt honum yfir á Reykjavík. Þeir sem til þekkja í þessum rekstri segja að Reykjavík hafi verið að taka á sig aukinn kostnað vegna almennings- samgangna. Þjónustan í hinum sveit- arfélögunum hefur stórbatnað, en Reykjavík hefur verið að taka á sig aukinn kostnað.“ Sveitarfélögin ekki á sömu leið í málefnum strætó Árni Þór Sigurðsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra harmaði í ræðu sem hann flutti í gær á ráðstefnu í tilefni North Atlantic Seafood sjávarút- vegssýningarinnar í Lilleström í Noregi, að Norðmenn hefðu rofið samkomulag um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Brýndi hann fyrir þeim í hvaða voða það gæti stefnt stofninum. Í ræðu sinni fjallaði ráðherrann um viðskiptatækifæri í sjávarútvegi og lagði m.a. áherslu á það hvernig íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur lagt grunninn að traustum, góðum og arðvænlegum atvinnuvegi, auk þess að stuðla að eflingu byggð- ar í sjávarþorpum. Í öðru lagi ræddi ráðherra um mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórn- unar, ekki hvað síst á deilistofnum eins og t.d. norsk-íslensku síldinni. Harmaði hann að Norðmenn hefðu rofið samkomulag um stjórn síld- veiða sem hafði verið í gildi um ára- bil, og þar með hugsanlega búið til ástand óstjórnar og ofveiða. Minnti hann á að stofninn hafi verið ofveidd- ur áður og allir ættu að vita hvernig fór þá. Taldi hann best fyrir alla sem hafa hagsmuni af síldveiðum að semja um stjórn veiðanna og tryggja þannig sjálfbærni þeirra. Þetta ætti ekki síst við um Norðmenn sjálfa þar sem þeir, sem stærsti hluthafinn í stofninum, hefðu mesta hagsmuni allra af því að viðhalda sterkum stofni. Því væru aðgerðir Norð- manna illskiljanlegar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stöðva ólög- legar og óábyrgar veiðar, svokallað- ar sjóræningjaveiðar, í úthöfunum. Virði sjávarfangs verði aukið Í þriðja lagi fjallaði ráðherra um nauðsyn þess að auka virði sjávar- fangs þegar þjóðir standa frammi fyrir því, líkt og Íslendingar, að flest- ir fiskistofnar eru að verða fullnýttir. Í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu kemur fram að á fimmta hundrað hagsmunaaðila í sjávarútvegi hvað- anæva úr heiminum hafi sótt ráð- stefnuna og voru ræðumenn frá sjö löndum. Sjávarútvegsráðherra á fundi í Noregi Einar K. Guðfinnsson Norðmenn rufu samkomulagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.