Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FORELDRAR kornabarna nú á dög-
um þakka líklega sínum sæla fyrir
að vera ekki í sporum foreldra
sinna, sem urðu að þvo og þrífa
bleiurnar í stað þess að kasta þeim
og grípa til nýrrar í hvert skipti. Í
Bretlandi eru einnota bleiurnar hins
vegar vaxandi umhverfisvandamál
og þess vegna hafa nokkur sveit-
arfélög ákveðið að borga fólki fyrir
að hætta að nota þær.
Sveitarfélögin segja, að það kosti
þau mikið fé á ári hverju að urða
einnota bleiurnar en talið er, að þær
séu um þrír milljarðar árlega í Bret-
landi. Er þá miðað við, að hvert barn
noti 5.800 bleiur áður en það kemst
á koppinn ef svo má segja. Vegna
þessa hafa fjöldamörg sveitarfélög
ákveðið að borga fólki fyrir að taka
upp gömlu taubleiurnar. Kom þetta
fram á fréttavef dagblaðsins The In-
dependent í gær.
Er styrkurinn mismikill, allt frá
rúmlega 3.300 kr. á mánuði og upp í
tæplega 9.000 kr., en sums staðar
getur fólk fengið greiddan helming
kostnaðar við kaup á taubleium eða
hluta af kostnaði við að þvo þær.
Reiknað hefur verið út, að einnota
bleiu sé kastað á hverri 1,1 sekúndu
og ennfremur, að með því að nota
taubleiur spari foreldrar rúmlega
55.000 kr. á hvert barn.
Sorpa urðar tæplega
2.300 tonn af bleium
Samband enskra sveitarfélag seg-
ir, að bleiurnar séu allt að 7% af
heimilissorpinu en samtök framleið-
enda einnota bleia og annarrar
slíkrar vöru segja, að þær séu aðeins
0,1%. Er Morgunblaðið bar þetta
undir Jón Vilhjálmsson, stöðvar-
stjóra hjá Sorpu, sagði hann, að skv.
mælingum hefðu bleiur verið 5,53%
af heimilissorpinu á síðasta ári. Var
það allt 41.515 tonn og hafa bleiurn-
ar því verið 2.296 tonn. Sagði Jón, að
tekin væri stikkprufa í öllum hverf-
um Reykjavíkur, Kópavogs og Hafn-
arfjarðar einu sinni á ári, í nóv-
ember, og sorpið og skipting þess
áætluð út frá henni.
Skera upp herör gegn einnota bleium
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kátur krakki í einnota bleiu. Hjá
Sorpu leggjast til nærri 2.300 tonn
af einnota bleium árlega.
Bresk sveitarfélög segja þær um 7%
af heimilissorpi og kosta þau stórfé.
Eru líklega 5 til 6% hér á landi
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
MEÐFERÐ bandarískra yfirvalda á
föngum í fangelsi Bandaríkjahers í
Guantanamo á Kúbu er brot á alþjóð-
legum sáttmálum og jafngildir pynt-
ingum í sumum tilvikum, að því er
fram kemur í drögum að skýrslu
fimm rannsóknarmanna Sameinuðu
þjóðanna.
Rannsóknarmennirnir hvetja
stjórn George W. Bush Bandaríkja-
forseta til að loka fangabúðunum í
Guantanamo. „Bandaríkjastjórn
ætti annaðhvort að draga alla fang-
ana í Guantanamo fyrir rétt sem
fyrst. . . eða leysa þá úr haldi án frek-
ari tafa,“ segja rannsóknarmennirn-
ir í skýrsludrögum sem lekið var í
bandarísku blöðin The Washington
Post og Los Angeles Times.
Bush lét í ljósi áhyggjur af niður-
stöðu rannsóknarmannanna á fundi
með Kofi Annan, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, á mánudag eft-
ir að Los Angeles Times skýrði frá
skýrslunni. Annan svaraði að hann
hefði ekki séð skýrsluna og höfundar
hennar væru óháðir skrifstofu fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Mannréttindanefnd samtakanna fyr-
irskipaði rannsóknina.
„Byggist aðeins á sögusögnum“
Skýrsludrögin byggjast á eins og
hálfs árs rannsókn fimm erindreka
SÞ sem ræddu við fyrrverandi fanga,
lögmenn og ættingja fanga í Guant-
anamo. Rannsóknarmennirnir af-
þökkuðu boð bandarískra yfirvalda
um að skoða fangabúðirnar í einn
dag vegna þess að þeim var ekki leyft
að ræða einslega við fangana.
„Þeir hafa ekki rétt til að birta
skýrslu, sem byggist aðeins á sögu-
sögnum en ekki staðreyndum, bara
vegna þess að þeir ákváðu að þiggja
ekki boð Bandaríkjastjórnar um að
fara til Guantanamo,“ hafði frétta-
vefur BBC eftir Sean McCormack,
talsmanni bandaríska utanríkisráðu-
neytisins.
„Þeir fjalla um staðhæfingar ein-
staklinga, sem hafa farið frá Guant-
anamo, og lögmanna þeirra, sem
staðreynd,“ sagði McCormack við
fréttamenn. „Og eins og við höfum
séð á síðastliðnu ári hafa komið fram
tilhæfulausar staðhæfingar um það
sem fór fram í Guantanamo.“
Að sögn Los Angeles Times verð-
ur athugasemdum og skýringum
Bandaríkjastjórnar bætt við skýrsl-
una áður en hún verður birt. Blaðið
hafði eftir einum af skýrsluhöfund-
unum, Manfred Nowak, að hann
teldi ekki að miklar breytingar yrðu
á niðurstöðum skýrslunnar.
Læknar gagnrýndir
Rannsóknarmennirnir segja að
meðferðin á föngunum jafngildi í
sumum tilvikum pyntingum eins og
þær eru skilgreindar í alþjóðlegum
sáttmála sem bannar pyntingar og
ómannúðlega meðferð á föngum. Í
því sambandi nefna þeir meðal ann-
ars ýmsar harkalegar aðferðir sem
beitt er við yfirheyrslur, svo sem
langvinna einangrun og mikinn há-
vaða og hita í klefunum til að halda
föngum vansvefta í langan tíma.
Skýrsluhöfundarnir gagnrýna
einnig bandaríska lækna og hjúkr-
unarfræðinga sem sagðir eru hafa
beitt valdi til að gefa föngum í mót-
mælasvelti næringu.
„Fangarnir eru nærðir með valdi á
hrottafenginn hátt, slöngunum er
troðið upp í nefið, síðan kippt út og
troðið inn aftur þar til föngunum
blæðir,“ sagði í eiðsvarinni yfirlýs-
ingu Julia Tarver Mason, lögmanns
þrettán fanga frá Sádi-Arabíu.
„Slöngurnar urðu til þess að fang-
arnir kúguðust og þeir köstuðu oft
upp blóði.“
Alls hafa um 750 meintir hryðju-
verkamenn verið fluttir í fangabúð-
irnar í Guantanamo frá janúar 2002.
Um 260 þeirra hafa verið framseldir
til annarra landa, til að mynda Pak-
istans, Sádi-Arabíu, Rússlands og
Marokkó, að sögn The Washington
Post.
Bandaríkin sökuð um
pyntingar í Guantanamo
Rannsóknarmenn Sameinuðu þjóðanna hvetja stjórnvöld
í Bandaríkjunum til að loka fangabúðunum sem fyrst
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Beirút. AFP, AP. | Sonur Rafiqs Har-
iris, fyrrverandi forsætisráðherra
Líbanons, krafðist afsagnar Emile
Lahouds, forseta landsins, þegar
hann flutti ræðu á fjöldafundi í mið-
borg Beirút í gær í tilefni af því að ár
er liðið frá því að Hariri var myrtur.
Áætlað er að um milljón manna
hafi safnast saman á Frelsistorginu í
miðborg Beirút til að minnast morðs-
ins sem olli mikilli ólgu í Líbanon og
gerbreytti pólitíska landslaginu.
Margir héldu á mótmælaborðum með
vígorðum gegn sýrlenskum stjórn-
völdum sem eru grunuð um að hafa
staðið fyrir morðinu.
Þúsundir her- og lögreglumanna á
brynvörðum bifreiðum voru á varð-
bergi í grennd við torgið og á vegum
inn í borgina. Umferð bíla var bönnuð
í miðborginni.
„Sýrlenskt kúgunartákn“
Saad Hariri, sonur forsætisráð-
herrans fyrrverandi, lýsti Lahoud
forseta sem „sýrlensku kúg-
unartákni“ í ræðu á Frelsistorginu.
„Þeir skildu eftir tákn um yfirráð
Sýrlendinga í forsetahöllinni en við
segjum þeim að fjarlægja þá arfleifð,
fjarlægja sýrlenska kúgunartáknið,
líbanska þjóðin fellst ekki á neina
málamiðlun.“
Walid Jumblatt, leiðtogi Drúsa í
Líbanon, tók undir kröfuna um af-
sögn forsetans og lýsti Bashar al-
Assad, forseta Sýrlands, sem
„hryðjuverkamanni og harðstjóra“.
„Við segjum honum að hann geti
fengið aftur útsendara sinn, Emile
Lahoud.“
Jumblatt og Saad Hariri voru á
bak við skothelt gler þegar þeir fluttu
ræðurnar.
Rannsóknarnefnd á vegum Sam-
einuðu þjóðanna hefur bendlað sýr-
lensk stjórnvöld við morðið á Rafiq
Hariri. Sýrlendingar létu undan mikl-
um þrýstingi og kölluðu herlið sitt í
Líbanon heim í apríl. Áður höfðu sýr-
lensk stjórnvöld beitt sér fyrir breyt-
ingu á stjórnarskrá Líbanons til að
gera Lahoud kleift að gegna forseta-
embættinu í þrjú ár til viðbótar.
Afsagnar forseta Líbanons krafist
Reuters
Áætlað er að um milljón manna hafi safnast saman í miðborg Beirút í gær í tilefni af því að ár er liðið frá morðinu á Rafiq Hariri, fyrrv. forsætisráðherra.
Um milljón manna
minntist morðsins
á Rafiq Hariri í
miðborg Beirút
Tel Aviv. AFP. | Omri Sharon, sonur
Ariels Sharons, forsætisráðherra
Ísraels, var í gær dæmdur í níu mán-
aða fangelsi fyrir
spillingu og ólög-
lega fjármögnun
kosningabaráttu
föður síns.
Omri verður
fyrstur ísraelskra
stjórnmálamanna
til að fara í fang-
elsi vegna brota á
lögum um fjár-
mögnun stjórn-
málaflokka og kosningabaráttu en að
auki var hann dæmdur til að greiða
rúmlega fjórar milljónir ísl. kr. í
sekt.
Omri játaði sig sekan um að hafa
falsað vitnisburð og skjöl varðandi
baráttu föður hans fyrir leiðtoga-
embættinu í Likudflokknum 1999.
Sonur Sharons
í fangelsi
Omri Sharon