Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 15

Morgunblaðið - 15.02.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 15 ERLENT Bagdad. AP, AFP. | Saddam Huss- ein, fyrrverandi forseti Íraks, sagði í gær fyrir rétti í Bagdad, að hann og aðrir sakborningar í rétt- arhöldunum væru í hungurverk- falli. „Við höfum verið í hungurverk- falli í þrjá daga,“ sagði Saddam er rétturinn var settur í 12. sinn frá því réttarhöldin hófust í október síðastliðnum. „Lengi lifi hin mikla, arabíska þjóð“ og „lengi lifi hinir heilögu stríðsmenn,“ hrópaði hann er hann kom í réttarsalinn. Gekk á slíkum upphrópunum þar til dóm- arinn frestaði réttarhaldinu til 28. febrúar næstkomandi. Nýr dómari í málinu, Rauf Ab- del Rahman, hefur reynt að beita hörku og koma einhverri skikkan á framferði sakborninganna í rétt- arsalnum en hann fékk ekki við neitt ráðið í gær. „Þú kastar út lögfræðingum og neyðir menn til að vitna nafnlaust. Þessi réttarhöld eiga ekki sinn líka,“ hrópaði Taha Yassin Ramad- an, fyrrverandi varaforseti Íraks, og þegar dómarinn barði hamr- inum í borðið til að koma á kyrrð í salnum, hrópaði Saddam, að hann ætti að berja sjálfan sig í hausinn með honum. Neydd til að vitna gegn „forseta sínum“ Nokkur vitni komu fyrir réttinn í gær, þar á meðal maður, sem ekki sagði til nafns og ekki sást til er hann vitnaði. Var hann spurður um fjöldamorð á sjítum í bænum Dujail á níunda áratugnum, en þau eru helsta sakarefnið gegn Sadd- am í réttarhöldunum. Kvaðst vitn- ið hafa verið lágtsettur starfsmað- ur leyniþjónustunnar á þessum tíma og vissi ekkert um það, sem gerst hefði í Dujail. Hefði hann verið neyddur til að vitna. Önnur þrjú vitni endurtóku þetta, að þau vissu ekkert um at- burðina í Dujail og hefðu verið neydd til að vitna gegn „forseta sínum“. „Þetta er eins og sápuópera, sem ekki er hægt að stöðva,“ sagði Saddam við réttarhöldin í gær. Hafa hætt öllu samstarfi við Breta Héraðsstjórnin í Basra í Suður- Írak ákvað á mánudag að hætta öllum samskiptum og samstarfi við breska herliðið þar vegna mynd- bandsins, sem sýnir breska her- menn misþyrma íröskum ungling- um 2004. Ekki er ljóst hver er afstaða írösku lögreglunnar í þessu máli en hún heyrir beint undir stjórnina í Bagdad. Nokkrir Írakar, sem segja breska hermenn hafa barið sig, voru búnir að gefa sig fram í gær og sögðust þeir mundu fara í mál við breska herinn og krefjast bóta. Borgarstjórnin í Basra hvatti í gær til, að danska herliðið í Írak yrði kallað heim nema danska stjórnin bæðist opinberlega afsök- unar á skopmyndunum af Múham- eð spámanni. Á sama tíma efndu þúsundir manna til mótmæla við ræðismannsskrifstofur Breta og Bandaríkjamanna í borginni. Saddam í hungurverkfalli Yfirvöld í Basra hætta samstarfi við Breta vegna myndbandsins og vilja Dani burt AP Ibrahim Barzan, hálfbróðir Saddams og fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar, í réttarsal í gær. Mætti hann á nærklæðunum einum til að sýna að hann viðurkenndi ekki lögmæti réttarhaldanna. Washington. AFP. | Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísrael ræða nú leiðir til að grafa undan væntanlegri stjórn Hamas-hreyfingarinnar í Ísr- ael í því skyni að knýja fram nýjar kosningar. Var þessu haldið fram í The New York Times í gær. Blaðið hefur eftir ísraelskum emb- ættismönnum og vestrænum sendi- mönnum, að tilgangurinn sé að ein- angra Hamas-stjórnina fjárhagslega og á alþjóðavettvangi og valda þann- ig svo mikilli óánægju meðal lands- manna, að Mahmoud Abbas forseti neyðist til að boða til nýrra kosninga. Þá sé ekki ólíklegt, að Fatah-hreyf- ingin komist aftur til valda. Blaðið segir, að Hamas verði settir úrslitakostir. Annaðhvort viður- kenni hreyfingin Ísraelsríki, hafni ofbeldi og fallist á gerða samninga milli Ísraela og Palestínumanna eða hún verði einangruð og velt úr sessi. Segir blaðið, að hins vegar búist hvorki Bandaríkjamenn né Ísraelar við, að Hamas gangi að þessu. Áhættan við þessa ráðagerð sé sú, að Hamas leiti eftir stuðningi Sýrlend- inga og Írana. Þá muni hreyfingin kenna Ísraelum og Bandaríkja- mönnum um erfiðleikana og skora á þjóðir heims að láta ekki Palestínu- menn gjalda niðurstöðunnar í lýð- ræðislegum kosningum. Hamas bolað burt með fjár- svelti? Bandaríkjamenn og Ísraelar sagðir vilja nýj- ar kosningar í Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.