Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 19
MENNING
Við afhendingu styrkja úrListasjóði Dungal á föstu-daginn var ávarpaði Gunnar
Dungal samkomuna og sagði meðal
annars að í myndlist væru falin
verðmæti sem vart yrðu mæld í pen-
ingum og í því samhengi þyrfti
markaðurinn að vera vakandi fyrir
nýjum hugmyndum; markaðurinn
þyrfti að opna augu sín fyrir mik-
ilvægi nýsköpunar í listum.
Þetta var í 14. sinn sem styrkir
voru veittir úr sjóðnum, sem áður
hét Listasjóður Pennans. Þegar
Gunnar og eiginkona hans, Þórdís
Alda Sigurðardóttir, seldu Pennann
á síðasta ári héldu þau sjóðnum eft-
ir. Tilgangur sjóðsins er að styrkja
ungt myndlistarfólk og hvetja það
áfram á listabrautinni, en einnig að
kaupa markvisst verk eftir styrk-
þega og koma þannig upp safni
verka eftir yngstu kynslóð lista-
manna á hverjum tíma.
Að þessu sinni hlutu þrír lista-
menn styrki, Þórunn Maggý Krist-
jánsdóttir, kr. 500.000, og þau
Harpa Árnadóttir og Jóhannes Atli
Hinriksson kr. 300.000. Að auki eru
keypt af þeim verk.
Í samtali við Gunnar segist hannhafa trú á því að hvatning af því
tagi sem sjóðurinn veitir, styrk-
urinn og kaup á verkum, komi ung-
um listamönnum vel á grýttri lista-
brautinni. Listaskólarnir séu fullir
af áhugasömum nemendum og
margir fari í framhaldsnám erlend-
is að loknu námi hér heima. Oft sé
hinsvegar erfitt fyrir þetta unga
fólk að koma sér á framfæri og afla
sér tekna til að halda áfram. Gunn-
ar segir þau sem standi að Lista-
sjóðnum vera stolt yfir því að það
fólk sem þau hafi styrkt undanfarin
ár hefur staðið sig vel og haldið
áfram á listabrautinni.
„Margir þeirra eru sýnilegir í ís-
lensku og erlendu listalífi og það er
okkur ánægjuefni að tengjast ferli
þeirra frá upphafi,“ segir hann og
nefnir sem dæmi að þegar fyrri sýn-
ingin með ungum listamönnum var
sett upp í Listasafni Íslands fyrir
tveimur árum hafi rúmlega helm-
ingur þátttakenda verið styrkþegar
sjóðsins. Hann segir ætíð erfitt að
velja styrkþegana en styrkur um-
sóknanna skipti þar miklu. Þau hafi
fengið frábærar umsóknir. „Margir
þurfa á hvatningu að halda þegar
þeir hafa lokið námi og ég tel einnig
mikilvægt að athygli almennings og
fjölmiðla sé beint að þessu efnilega
fólki.“
Gunnar segist sannfærður um að
ef hlúð sé að frjórri hugsun lista-
manna þá skili það sér út í umhverf-
ið eins og önnur nýsköpun. „Kaup-
sýslumenn og listamenn skila oft
frjóu samstarfi. Nú er að koma upp
ný kynslóð djarfra kaupsýslumanna
og margir þeirra eru að kaupa
myndlist fyrir sig og fyrirtækin.
Fólk hefur sinn smekk en margir
vita hinsvegar lítið um myndlist og
listasöguna. En það er þó gott að nú
eru menn byrjaðir að kaupa mynd-
list aftur.
Í hestamennsku eignast menn oft
bikkju til að byrja með en ef þeir
halda áfram þá læra þeir af reynsl-
unni og fá sér betri hest næst. Þann-
ig er þetta líka með myndlistina.
Sumir fá áhuga á henni, vanda valið
og verða upplýstari.“
Hann segir mikilvægt að afla sérþekkingar á straumunum í
listinni, en þegar hann rak Pennann
stóð hann m.a. fyrir því að listfræð-
ingar héldu fyrirlestra á vegum fyr-
irtækisins. „Það mættu ekkert mjög
margir en þeir sem komu voru
ánægðir,“ segir hann og brosir. Í
fyrra var síðan haldið fjölmennt
listasögunámskeið í Opna listahá-
skólanum í samstarfi við Listasjóð-
inn og er stefnt að frekara sam-
starfi á því sviði.
Þórdís Alda er sjálf myndlist-
armaður og þau Gunnar eiga stórt
safn verka eftir fjölda listamanna,
innlenda sem erlenda. Hann segir
það hafa verið mikla gæfu fyrir þau
Þórdísi að þegar þau hófu búskap á
Dallandi í Mosfellssveit hafi þau
kynnst vel nágrönnum sínum,
Sverri Sigurðssyni og Ingibjörgu
Guðmundsdóttur, sem voru miklir
velunnarar listamanna. „Sverrir
smitaði okkur af áhuga á trjárækt
og myndlist,“ segir Gunnar. „Hjá
honum kynntumst við Þorvaldi
Skúlasyni, Guðmundu Andrés-
dóttur og fleiri listamönnum.“
En þrátt fyrir að þau eigi mikið
safna verka segist Gunnar ekki líta
á sig sem safnara. „Það eru samt of
fáir myndlistarsafnarar á landinu.
En ég kaupi bara verk, safna ekki,“
segir hann og brosir. „Það er ekki
hægt að gera þetta vísindalega, eins
og frímerkjasöfnun. Ég kaupi ekki
markvisst, sem kann að vera kostur
en líka galli.“
Hann vitnar í Gunnar Kvaran list-
fræðing sem hefur oft sagt að mik-
ilvægt sé að hér á landi sé líka keypt
erlend myndlist. Í þessu litla lista-
heimi hér sé hætta á að þessir fáu
safnarar kaupi svipuð verk og eigi
þegar upp er staðið aðeins misgóð
listaverk eftir sömu listamennina.
„Það væri mjög mikill styrkur fyrir
listalífið hér ef upp kæmi hópur
safnara sem keypti verk eftir ólíka
listamenn með ólíkum áherslum.“
Gunnar segir fólk oft missa aftækifærum til að eignast góð
myndlistarverk. Sem dæmi nefnir
hann að á samkomu við opnun
Carnegie-sýningarinnar í Gerð-
arsafni fyrir nokkrum árum hafi
verið saman komnir margir helstu
viðskiptajöfrar landsins og margir
af helstu listamönnum þjóðarinnar.
Þegar leið á kvöldið var Gunnar að
spjalla við nokkra listamannanna,
þar á meðal Eggert Pétursson, en
tvö af blómamálverkum hans höfðu
verið valin á sýninguna. Þegar
Gunnar spurði Eggert hvort hann
væri ekki búinn að selja verkin kom
í ljós að svo var ekki, enginn hafði
einu sinni spurt hvort þau væru til
sölu. Gunnari fannst það ótækt,
gekk til nærstaddra kaupsýslu-
manna og hvatti þá til að falast eftir
verkunum. Verkin seldust og Gunn-
ar segir þá sem keyptu sátta við þá
ákvörðun. „Þeir segjast hafa gert
góð kaup,“ segir hann og bætir við
að fólk njóti þess að hafa góða list í
hýbýlum sínum.
Gunnar segir að þau hafi óform-
lega verið beðin um að halda sýn-
ingu á þeim verkum sem Listasjóð-
urinn hefur keypt af styrkþegum á
þessum fjórtán árum en hann segir
það of snemmt.
„Verkin sem tilheyra þessu safni
eru á milli 30 og 40, en það væri
gaman að sýna þau á 20 ára afmæli
sjóðsins, þegar meiri fjarlægð er
komin á styrkveitingarnar, og sjá
þá hvað kom út úr þessu.“
Kaupsýslumenn
og listamenn skila oft
frjóu samstarfi
’Það væri mjög mikill styrkur fyrir listalífið hér efupp kæmi hópur safnara sem keyptu verk eftir ólíka
listamenn með ólíkum áherslum.‘ Morgunblaðið/Einar Falur
Hjónin Gunnar Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir.
efi@mbl.is
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
ASTRID Lindgren var klárlega
mörgum góðum kostum gædd sem
rithöfundur. Sá sem hæst ber í Ronju
ræningjadóttur er áreiðanlega sá að
geta skrifað svo mergjaðar smástelp-
ur að jafnvel strákarnir vilja vera
eins og þær. Lína á Sjónarhóli,
Skotta á Saltkráku og Ronja – hver
annarri ómótstæðilegri í lífsgleði
sinni og réttsýni, að ógleymdri ein-
þykkni, sérvisku og óþekkt. Alvöru
fyrirmyndir fyrir allt almennilegt
fólk.
En þó persónan Ronja sé til fyr-
irmyndar er sagan af henni ekki al-
veg eins hátt skrifuð hjá mér. Hún er
einhverskonar óþægilegt millistig
milli framvindulausra sagna á borð
við Emil og Línu þar sem hver kafli
er sjálfstæður og ævintýranna um
bræðurna Ljónshjarta og Míó þar
sem ein atburðarás ræður ríkjum.
Útkoman verður sú að einstök æv-
intýri Ronju og Birkis verða eins og
útúrdúrar, og meginsagan fær ekki
það rými sem hún þarf. Því miður
tekst metnaðarlausri og alltof „bók-
staflegri“ leikgerðinni ekki að berja í
þessa bresti. Og fyrir minn smekk
hjálpar tónlist Sebastians hreint
ekki, karakterlaus og hálf b-hliðar-
leg. Ég veit ekki hvernig réttinda-
málum frú Lindgren er háttað en
gaman hefði verið að sjá söguna
tekna nýjum tökum að þessu sinni.
Þetta er viðamikil sýning og öllum
meðulum leikhússins beitt. Mikill
fjöldi leikara kemur við sögu, fullt af
börnum og brúðum, tæknin öll á
fullu, það er sungið og dansað og
sprellað. Það gengur prýðilega að
skapa tilfinningu fyrir þessu sér-
kennilega samfélagi sem skapar hina
skapheitu ræningjaprinsessu og
lunginn úr karlleikaraliði Leikfélags
Reykjavíkur nýtur þess greinilega að
teikna þessa skrítnu kalla. Fer þar
fremstur Eggert Þorleifsson sem fer
svo léttilega með Skalla-Pétur að
áhorfandinn tekur varla eftir honum
fyrr en maður byrjar að hlæja að ein-
hverri sáraeinfaldri athöfn, raddblæ
eða augnatilliti.
Það er heldur ekkert sérstakt upp
á aðalleikarana að klaga. Arnbjörg
Hlíf er klárlega hárrétt Ronja,
barnsleg, lipur, syngjandi og
skemmtileg. Kannski dálítið eintóna,
en það helgast líka af leikgerðinni
sem finnst margt mikilvægara en að
fylgja titilpersónunni og þroska
hennar eftir. Friðrik er líka fínn
Birkir, þó hárkollan geri ekki mikið
fyrir hann. Þórhallur Sigurðsson er
ábúðarmikill og höfðinglegur Matt-
hías, lögn sem orkar tvímælis. Ræn-
ingjahöfðinginn hefur mér alltaf þótt
vera trúður, lítið barn í of stórum
skrokki. Merkilegt að ná ekki meiri
skopfærslu út úr þessum snillingi. Á
móti kemur að Laddi teiknar ágæt-
lega þroskasögu Matthíasar, en hann
er eiginlega eina persónan sem
þroskast í gegnum verkið. Ellert ger-
ir eftirminnilegan Borka úr litlu efni,
Sóley er sannfærandi Lovísa.
Ýmsum ráðum er beitt til að vekja
upp furðuverur verksins. Rassálf-
arnir eru úr smiðju Bernds Ogrodnik
og óhemjusætir, Skógarnornirnar
öllu verr heppnaðar. Grádvergarnir
aftur leiknir af börnum sem dansa af
ótrúlegu öryggi og krafti.
En einhvern veginn nær þetta
ekki að límast saman og lifna á nógu
sannfærandi hátt.
Hvað veldur? Fyrir utan fyrr-
greindar efasemdir um söguna og
leikgerðina þá held ég að leikmyndin
sé að flækjast fyrir. Eins hugkvæm
og fjölnota og hún nú er hjá Sigurjóni
þá þvælist hún á stundum fyrir
flæðinu í sýningunni og neyðir á köfl-
um leikstjórann til að sviðsetja fín-
legar og persónulegar senur óþarf-
lega fjarlægar áhorfendum. Það líður
óratími þangað til við fáum almenni-
lega nærmynd af Ronju, svo dæmi sé
nefnt.
Annað vandamál þykir mér vera
afstaða leikstjórans til tónlistarinnar,
en tónlistarnúmerin eru að mestu
sviðsett og sungin sem einhvers kon-
ar einkamál persónanna í stað þess
að vera samtal við áhorfendur. Þetta
verður aldeilis fráleitt í sólónúmerum
á borð við söng Matthíasar í seinni
hlutanum – af hverju er hann að
syngja ef ekki til að tjá okkur líðan
sína? Fyrir vikið liggur sterkasta
vopnið til að mynda tengsl við salinn
ónotað. Sennilega truflar líka ofnotk-
un á hljóðnemum – ekkert er eins
fráhrindandi og þegar talraddir leik-
aranna berast manni úr hátölurum
og ekkert fríar leikarann eins ábyrgð
á að miðla erindi sínu til áhorfand-
ans.
Allt hjálpast þetta að til að halda
sögunni fjarlægri.
Þannig orkaði þessi sýning á mig.
Hún náði mér ekki, þó að ýmsu
mætti dást. Hins vegar verður að
geta þess að börnin í salnum höfðu
sig lítt í frammi þannig að hún hefur
haldið þeim. Það er góðs viti.
Skógarlíf
Morgunblaðið/Ómar
„Arnbjörg Hlíf er klárlega hárrétt Ronja, barnsleg, lipur, syngjandi og
skemmtileg,“ segir í umsögn um sýninguna.
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur
Höfundur: Astrid Lindgren, leikgerð: Ann-
ina Enckell, tónlist: Sebastian, þýðing:
Þorleifur Hauksson, þýðing söngtexta:
Böðvar Guðmundsson, leikmynd og bún-
ingar: Sigurjón Jóhansson, gervi, Sigríður
Rósa Bjarnadóttir, brúður: Bernd Ogrod-
nik, lýsing: Halldór Örn Óskarsson, hreyf-
ingar og dans: Ástrós Gunnarsdóttir, tón-
listarstjóri: Karl Olgeirsson, hljóðmynd:
Jakob Tryggvason, hljóðfæraleikur: Karl
Olgeirsson og Jóel Pálsson.
Leikendur: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Björn
Ingi Hilmarsson, Davíð Guðbrandsson,
Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimund-
arson, Friðrik Friðriksson, Gunnar Hans-
son, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þrá-
insdóttir, Hinrik Þór Svavarsson, Kjartan
Bjargmundsson, Oddur Bjarni Þorkels-
son, Orri Huginn Ágústsson, Sóley Elías-
dóttir, Tryggvi Gunnarsson, Valur Freyr
Einarsson, Þór Tulinius og Þórhallur Sig-
urðsson, Auk þess fimm börn.
Borgarleikhúsinu 12. febrúar 2006.
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Þorgeir Tryggvason