Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 21
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 21
DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR
„Í UPPHAFI verkefnavinnunnar
voru tekin viðtöl við þrjátíu þroska-
hamlaða einstaklinga í hverju landi
og það kom út úr þeim að þau vilja
vita meira um kynlíf og samskipti
við hitt kynið. Þau vilja eiga kost á
ráðgjöf og stuðningi eins og allir
aðrir,“ segir María Jónsdóttir, fé-
lagsráðgjafi hjá Styrktarfélagi van-
gefinna. Síðastliðin tvö ár hefur
styrktarfélagið tekið þátt í verkefni
á vegum Evrópusambandsins,
ásamt fimm öðrum löndum, en til-
gangur og markmið þess var að gera
efni til að vinna með um samskipti,
sambönd og kynlíf fyrir fólk með
þroskahömlun, aðstandendur þeirra,
fagfólk og aðra stuðningsaðila, auk
þess að vekja athygli á að fólk með
þroskahömlun eru kynverur og vill
lifa í samræmi við það.
Aðspurð út í viðhorfin í samfélag-
inu til kynlífs þroskahamlaðra segir
María að gömul og ný viðhorf mæt-
ist þar. „Áður fyrr var litið á þetta
fólk sem eilíf börn en þrátt fyrir
greindarskerðingu verða þau full-
orðin eins og allir aðrir og mótast og
markast af reynslu sinni. Þau hafa
sömu langanir og aðrir en fólk við-
urkennir það ekki alveg. Nú er þetta
sjálfsögð krafa um mannréttindi og
við stöndum frammi fyrir því að
þetta sé viðurkennt. Þetta gamla
viðhorf er líka í hinum löndunum.“
Maríu finnst mikill áhugi á að breyta
þessum viðhorfum og að þau séu að
breytast með nýjum tímum.
María segir lítið til af kennsluefni
á auðlesnu máli eða myndrænu
formi um kynlíf þroskahamlaðra í
sumum löndum Evrópu og þar á
meðal á Íslandi. „Þroskahamlaðir
þurfa að fá þessa kennslu í sam-
skiptum frá grunnskólaárum og
henni þarf að viðhalda í gegnum æv-
ina, þau þurfa að læra þessi hugtök
sem við notum eins og hvað felst í
kærasta eða kærustu.“
Ég er til – þess vegna elska ég
Afrakstur Evrópuverkefnisins er
geisladiskurinn; Ég er til – þess
vegna elska ég. Diskurinn er bæði
ætlaður fyrir fólk með þroskahöml-
un og fagfólk og foreldra til að skoða
og fræðast, á honum eru leiðbein-
ingar um hvað á að hafa í huga þegar
staðið er að námskeiðum eða kyn-
fræðslu fyrir þennan hóp.
Það liggur misvel við foreldrum að
fræða börn sín um samskipti
kynjanna og segir María fræðslu-
diskinn geta opnað umræðuna og
verið stuðningur við foreldrana.
„Fólk getur fengið diskinn hjá
Styrktarfélagi vangefinna. Hann
tekur ekki á öllum þáttum en hann
er fín byrjun og það þarf að velja
hvað hæfir hverjum og einum af efn-
inu á diskinum.“ María segir þörfina
mikla fyrir efni af þessum toga og
því mikilvægt að halda áfram að
þróa frekara fræðsluefni um kynlíf
og samskipti þroskahamlaðra. „Við
lærðum mikið af samstarfinu við hin
Evrópulöndin og í gegnum það kom-
um við á tengslum við annað fagfólk
og sjáum ýmsa möguleika opnast.“
FRÆÐSLA | Fræðsludiskur fyrir þroskahamlaða og aðstandendur
Þurfa kynfræðslu
eins og aðrir
Morgunblaðið/Kristinn
María Jónsdóttir hjá Styrktarfélagi vangefinna segir lítið til af kennsluefni á
auðlesnu máli eða myndrænu formi um kynlíf þroskahamlaðra hér á landi.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
SUMIR fræðimenn telja að barn
sem er látið gráta sig í svefn eigi á
hættu að verða taugaveiklað á full-
orðinsárum. Margir foreldrar ung-
barna glíma við þann vanda að
börnin vilja ekki sofna nema hafa
annað foreldrið hjá sér. Hinn kost-
urinn er að láta barnið gráta sig í
svefn. Margot Sunderland er próf-
sessor sem hefur sérhæft sig í
þroska barna með áherslu á heila-
starfsemi þeirra. Hún heldur því
fram samkvæmt grein í Aftenpost-
en að börn sem gráta sig í svefn
séu líklegri til að glíma við tauga-
veiklun á fullorðinsárum en hin
sem eru ekki látin gráta í einrúmi.
Margot hefur skrifað tuttugu bæk-
ur um þroska barna og skoðun
hennar og fylgismanna
hennar er að barni sé náttúrulegt
að sækja huggun hjá foreldri og ef
því sé ekki veitt ástúðin sem það
leitar eftir geti það skaðað þroska
í heila þess.
Sunderland gefur foreldum eft-
irfarandi ráð:
Sýndu tilfinningum barnsins
virðingu sama hversu fáránlegar
þær kunna að virðast.
Sýndu með snertingu, tónhæð
og fasi að þú skiljir það sem
barnið er að ganga í gegnum.
Vertu tilfinningalegur klettur
fyrir barnið, hlýr og yfirveg-
aður.
Haltu á barninu þínu, snerting
er mikilvæg við að róa og hugga
barn.
UPPELDI
Barnsgrátur
hættulegur?
Morgunblaðið/Ásdís
LOFTMENGUN frá umferð í
stórum borgum eykur áhætt-
una á myndun lungnakrabba-
meins hjá íbúum borganna um
30%, samkvæmt nýrri evr-
ópskri rannsókn.
Dönsku baráttusamtökin
gegn krabbameini tóku þátt í
rannsókninni.
Ole Raaschou-Nielsen sem
fer fyrir framlaginu frá Dan-
mörku segir í samtali við Berl-
ingske Tidende að nið-
urstöðum svipi til fyrri
rannsókna á loftmengun í
stórum borgum.
Hann líkir loftmenguninni
við óbeinar reykingar og bætir
við að loftmengun sé mest í
miðborgum og þá við aðal-
umferðargöturnar.
HEILSA
Loftmengun
eykur líkur á
krabbameini
Morgunblaðið/Þorkell
Útsala
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 10-16
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi
sími 554 4433 AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111