Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 23 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FARSÆLL kaupsýslumaður hefur bent á að arðsemi Landsvirkjunar sé ekki næg. Núverandi pólitískt eign- arform virðist skaða fyrirtækið. Vinstri pólitík sem teygir anga sína inn í fyr- irtækið hefur ekki gætt hags- muna fyrirtæk- isins sem skyldi. Væri Landsvirkjun einkafyr- irtæki, væri fyrirtækið trúlega í út- rásarverkefnum sem gætu skilað arðsemi. Slíkt er varla gerlegt í dag, með duttlungafulla vinstri pólitíska kjána í stjórn fyrirtækisins. Sú staða virðist ekki ólík því að kjósa mann- ýgt naut í bankaráð til að ná árangri! Einbeitingin fer í að velta fyrir sér hvenær nautið taki roku. Ef fyrirtæki eins og Landsvirkjun á að ná hærri arðsemi verður stjórn- in að vera skipuð fólki með metnað og brennandi áhuga um að ná ár- angri fyrir fyrirtækið. Hver veit hvað er hlutverk pólitísks vinstri stjórnarmanns á morgun? Verður hlutverkið að taka þátt í að eyði- leggja 6 milljarða fjárfestingu Landsvirkjunar í Norðlingaöldu- veitu – eða vera á móti Kára- hnjúkavirkjun með því að þvælast fyrir ábyrgðum á lánum? Svona eru dæmin um „arðsemi“ sósíalismans í Landsvirkjun. Fullyrðingar um að raforkuverð myndi hækka – væri Landsvirkjun einkavædd – er svipaður áróður og var um að vextir myndu hækka við einkavæðingu bankanna. Stað- reyndin varð þveröfug. Eftir einka- væðingu áttu viðskiptabankarnir frumkvæði að lækkun vaxta hús- næðislána úr 5,5 í 4,15% sem er 25% vaxtalækkun! Þessi vaxtalækkun var svo helsta ástæða fyrir hækkun fasteignaverðs um allt að 50% sem er arður almennings – vegna einka- væðingar bankana! Nýjar óvæntar tekjur bankanna erlendis þessu til viðbótar er eina raunhæfa ástæða hækkunar á gengi krónunnar sem er líka afleiddur hagur almennings þó gengishækkun skaði útflutnings- greinar. Aukin arðsemi af Landsvirkjun er vel möguleg verði fyrirtækið einka- vætt og losni úr sínum sósíalísku hlekkjum. Það er líka besta trygg- ingin til að koma í veg fyrir rangar fjárfestingar sem sumir hafa áhyggjur af. KRISTINN PÉTURSSON, fiskverkandi á Bakkafirði. Arðsemi Landsvirkjunar Frá Kristni Péturssyni: Kristinn Pétursson Fréttir á SMS E N N E M M / S IA / N M 2 0 4 4 6 50 40 1. vinningur 90milljónir Bónus-vinningur 5 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.17. Taktu mi›a– rö›in gæti veri› komi› a› flér Potturinn stefnir í 90 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 50 milljónir og bónusvinningurinn í 5 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.