Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 25 áfi. Í dag ast við 14 fullu eftir dur fórn- varpið að rir sama aldur, og m, þegar mall. Í frumvarpinu er lagt til að hug- takið nauðgun verði rýmkað mjög frá því sem nú er. Verði það að lögum mun misnotkun á bágu and- legu ástandi, og því að þolandi geti ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans, teljast nauðg- un. Mun refsing fyrir þessi brot því þyngjast til muna. Í dag er refsingin fangelsi í allt að sex ár, en mun verða fangelsi frá einu ári upp í sextán ár. Vegna beinna tengsla milli þyngdar mögulegrar refsingar og þess tíma sem líður þar til brot fyrnast lengist fyrningarfresturinn fyrir brot af þessu tagi, verði frumvarpið að lögum. Einnig er í frumvarpinu lögfest ákvæði um at- riði sem skuli verka til þyngingar við ákvörðun á refsingu fyrir nauðgun. Er þar um að ræða tilvik þar sem þolandinn er yngri en 18 ára, þar sem beitt er stórfelldu of- beldi, og ef brotið er framið á sér- lega sársaukafullan eða meiðandi hátt. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að niður falli ákvæði í lög- um sem heimila niðurfellingu refs- ingar fyrir nauðgun ef gerandi og þolandi hafa síðar gift sig eða tekið upp óvígða sambúð, eða ef þeir voru í hjónabandi eða óvígðri sam- búð þegar nauðgunin átti sér stað. Ekki ólöglegt að stunda vændi Ekki verður ólöglegt að stunda vændi sér til framfærslu, nái frum- varpið fram að ganga. Þrátt fyrir það verður áfram flest tengt vændi refsivert, t.d. kaup á kynlífsþjón- ustu af barni yngra en 18 ára, mansal, að hafa atvinnu sína af lauslæti annarra, eða hafa milli- göngu um kynferðismök gegn greiðslu, t.d. með útleigu á hús- næði. Við þetta mun bætast ákvæði þar sem það verður gert refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynferðismökum við annan mann í opinberum auglýsingum. Af því leiðir að hlutdeild í slíku broti er refsiverð, og því gæti einstakling- ur sem tekur við auglýsingu til birtingar í fjölmiðli orðið ábyrgur fyrir hlutdeild í brotinu, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu. Ragnheiður segir að með þess- ari breytingu sé áherslan á að refsa þeim sem hafa milligöngu um vændi eða hagnast á vændi ann- arra, en fellt er út ákvæði um allt að 2 ára fangelsisdóm yfir þeim sem stundar vændið. „Þeir sem stunda vændi, sér í lagi ef það er í þeim mæli að það er til framfærslu viðkomandi, er fólk sem er illa sett félagslega, og þarf þá frekar á að- stoð að halda en refsingu.“ gum um kynferðisbrot kynnt í ríkisstjórn ferðisbrot gegn afn alvarleg Morgunblaðið/Júlíus Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor-maður Samfylkingar, segir þaðvalda vonbrigðum að ekki sé gert rir því í frumvarpi dómsmálaráð- vegna kynferðisbrota, að fyrning- tur í kynferðisbrotamálum gagnvart m, verði afnuminn. tel að sérstaða kynferðisafbrota börnum sé slík að þessi brot eigi að fyrnanleg,“ segir Ágúst Ólafur, en hefur þrisvar sinnum lagt fram frum- essa efnis. Stór hluti þolenda leiti stoðar mjög seint en samkvæmt singum Stígamóta séu 40% sem ð leita vegna slíkra mála yfir þrí- rýnir að kaup á vændi ekki gerð refsiverð gagnrýnir Ágúst Ólafur þá leið sem er í frumvarpinu í vændismálum, en æmt því eigi ekki að gera kaup á refsiverð. ð er miður að löggjafinn geti ekki t þau skilaboð að það sé refsivert að kaupa mannslíkamann með þessum hætti. Ég tel að það að gera vændiskaup refsiverð myndi draga úr eftirspurninni og þar af leiðandi einnig úr fram- boðinu,“ segir Ágúst Ólaf- ur. Í raun komi það sér undarlega fyrir sjónir að sá kafli hafi verið lagður fram þar sem hann sitji nú ásamt öðrum þingmönnum í starfs- hópi á vegum dómsmálaráðherra sem átti að skoða vændislöggjöfina. „Við erum ekki enn búin að skila skýrslu af okkur, en vinnunni er við það að ljúka. Samt er búið að kynna frumvarp og maður spyr sig hvers vegna maður sé að taka þátt í vinnu fyrir ráðuneytið,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir að einnig sé ýmislegt jákvætt í frumvarpinu, þar á meðal að hafa einungis eitt nauðgunarákvæði. „Þá er það fagnaðarefni að refsingar fyrir kynferðisofbeldi gagnvart börnum verði þyngdar,“ segir Ágúst Ólafur. st Ólafur Ágústsson onbrigði að fyrningar- estur verði ekki afnuminn Frumvarp til laga um sam-eiginlega forsjá barna,þrátt fyrir sambúðarslitforeldra, er nú til með- ferðar í allsherjarnefnd alþingis. Frumvarpið byggist á þeirri meg- inhugmynd að almennt sé það barni fyrir bestu, að báðir foreldrar haldi áfram að hafa rétt og skyldu til að ráða málefnum barns síns, þótt þeir kjósi að hætta að búa saman. Í 18. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir, að aðild- arríki skuli gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að tryggja, að sú meginregla sé virt, að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Þegar ég lagði frumvarpið fram á þingi sagði ég meðal annars: „Greinilegt er að nefndarmenn í háttvirtri allsherjarnefnd hafa mik- inn áhuga á að fara rækilega ofan í þessi mál í tilefni af frumvarpinu. Af minni hálfu var einmitt einn þátt- urinn í því að flytja þetta frumvarp að gefið yrði tækifæri til þess í nefndinni að ræða þessi mál og fara yfir einstaka þætti þeirra og menn gætu kynnt sér þau sjónarmið sem eru uppi. Ég tel að í þessum efnum eigi menn ekki að hika við að leggja fram tillögur og koma fram með sjónarmið og sjá síðan hver við- horfin eru þegar upp verður staðið að lokum. Í þessu efni hef ég lagt fram ákveðnar tillögur. Ég tel að fram hafi komið stuðningur við þau meginsjónarmið sem að baki frum- varpinu búa þó að menn vilji síðan skoða einstaka þætti eins og gefur að skilja.“ Í þessu ljósi fagna ég því, að sunnudaginn 12. febrúar skyldi Morgunblaðið taka þetta mál til um- ræðu og kalla eftir sjónarmiðum fólks með ólíkar skoðanir. Í tilefni af því, sem sagt var, er nauðsynlegt að svara nokkrum spurningum. Er frumvarpið foreldramiðað? Frumvarpið byggist á þeirri grunnhugmynd, að foreldri, sem tel- ur það barni sínu ekki fyrir bestu, að forsjá sé sameiginleg, geri ráðstaf- anir til þess að svo verði ekki, þ.e. lýsi yfir því við fyrirtöku skilnaðar- eða sambúðarslitamáls hjá sýslu- manni, að það telji þetta fyrir- komulag ekki þjóna hagsmunum barnsins. Ef hitt foreldrið er ósam- mála þeirri fullyrðingu og vill ekki gera samning um, að annað þeirra fari með forsjá barnsins, er for- eldrum boðin ráðgjöf sálfræðings, þar sem markmiðið er að hjálpa for- eldrunum að finna lausn á málinu. Takist ekki þrátt fyrir sátta- umleitan að komast að samkomulagi, er unnt að bera úrlausnarefnið undir dómstóla, þar sem dómari ákveður, að undangenginni rannsókn á því, hvað barninu er fyrir bestu, hvort foreldri skuli fara með forsjá. Er vernd barns gegn ofbeldi tryggð? Auðvitað er réttur sérhvers barns að þurfa ekki að þola of- beldi á heimili sínu. Ástæða er til að spyrja: Hvað er það við þessa tilteknu tillögu, sem kallar á lögfestingu sérstakra úrræða vegna ofbeldis? Í Sví- þjóð hefur verið gerð umfangsmikil könnun á því, hvernig dómstólar fara með það vald að dæma sameiginlega forsjá. Þar kom í ljós, að í um helmingi til- vika, þar sem voru uppi ásakanir um ofbeldi, dæmdu dóm- arar sameiginlega forsjá. Frum- varpið fyrir alþingi gerir ekki ráð fyrir, að hægt verði að dæma sam- eiginlega forsjá og verður ekki séð að nú frekar en áður þurfi að huga sérstaklega að þessum þætti. Verður réttarfarsslys? Hvers vegna ríkir þessi skipan mála annars staðar á Norðurlönd- unum en hún yrði réttarfarsslys hér á landi? Fullyrðing þessa efnis í Morgunblaðinu er á engan hátt rök- studd. Viðmælandinn segir „það að lögbinda þá meginreglu að forsjá barns skuli vera sameiginleg þar sem liggur fyrir að foreldrar geta ekki og muni ekki geta sameinast um uppeldi og velferð barnsins, leið- ir langlíklegast af sér að barnið verður þolandi í málinu“. Kjarni málsins er, að í frumvarpinu er ekki verið að leggja til, að forsjá barns verði sameiginleg, þegar liggur fyr- ir, að foreldrar geta ekki og muni ekki geta sameinast um uppeldi og velferð barnsins. Ef foreldrar geta ekki unnið sam- an að málefnum barns, fara þeir fram á, að forsjáin verði í höndum annars. Þvinguð sameig- inleg forsjá? Viðmælandi Morg- unblaðsins segir „… þvinguð sameig- inleg forsjá er að mínu viti ekki börn- unum fyrir bestu“. Frumvarpið byggist einmitt á því sjón- armiði og þess vegna er ekki lagt til, að heimilt verði að ákveða sameiginlega forsjá gegn vilja for- eldis. Er sameiginleg forsjá valdboð? Sagt er: „sameig- inleg forsjá er hvergi valdboð í nágranna- löndunum.“ Á öllum Norðurlöndunum helst forsjá sameiginlega í höndum beggja eftir skilnað nema annað sé ákveðið. Foreldrar geta sem sagt samið um annað fyrirkomulag. Frumvarpið byggist á sömu sjón- armiðum. Í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð getur sameiginleg forsjá á hinn bóginn einmitt komist á með „valdboði“ dómara gegn vilja for- eldris. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir slíku valdboði dómara. Meginforsenda frumvarpsins er skýr: Forsjá verður ekki sameig- inleg, ef foreldri er ósátt við það. Svör um sam- eiginlega forsjá Eftir Björn Bjarnason Björn Bjarnason ’Ég tel að í þess-um efnum eigi menn ekki að hika við að leggja fram tillögur og koma fram með sjónarmið og sjá síðan hver við- horfin eru þegar upp verður stað- ið að lokum.‘ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. TALIÐ er að um 6% íslensku þjóð- arinnar þjáist af ónæmis-, ofnæmis- og lungnasjúkdómum eða hugsan- lega um 20 þúsund manns. Þessir sjúkdómar hrjá íbúa hins vestræna heims í sífellt meira mæli og sama þróun hefur orðið hér á landi. Ekki eru þó til nákvæmar rannsóknir um útbreiðslu sjúkdómanna eða þróun þeirra á Íslandi undanfarin ár. Þó er talið að algengið sé um 6% hér á landi en það er um 10% víða annars staðar á Vesturlöndum. „Astmatilfellum hefur fjölgað gríðarlega mikið á síðastliðnum tutt- ugu til þrjátíu árum á Vesturlöndum almennt,“ segir Sigurður Þór Sig- urðarson, sérfræðingur í lungna- sjúkdómum, sem hélt erindi í gær- kvöldi á fræðslufundi Astma- og ofnæmisfélgsins á Íslandi. Í erindinu fjallaði hann sérstaklega um astma- valda í umhverfi okkar. „Segja má að astmi og ofnæmi séu velmegunarsjúkdómar sem fylgi nú- tíma lifnaðarháttum,“ segir Sigurð- ur. „Við búum í hreinna umhverfi og við fáum ekki sömu barnasjúkdóm- ana og við fengum fyrir nokkrum ár- um og áratugum. Þetta hefur í för með sér að við erum að sjá öðruvísi sjúkdóma og veikindi en áður.“ Hann segir margar kenningar um hvað valdi því að astmasjúkdómar séu algengari nú en áður og algeng- ari á Vesturlöndum en annars staðar í heiminum. Þá sýni rannsóknir einn- ig að börn sem alist upp í borgarum- hverfi á Vesturlöndum séu einna lík- legust til að fá astma. „Vinsælasta kenningin er svoköll- uð hreinlætiskenning sem gengur út á það að það hafi verið fjarlægðir margir æskilegir ónæmisvakar úr umhverfinu, ýmis óhreinindi og sýk- ingar sem kannski stuðluðu að því hér áður fyrr að ónæmiskerfið þroskaðist á eðlilegan hátt. Af því að þetta áreiti er ekki lengur til staðar er kenningin sú að ónæmiskerfið þroskist á óeðlilegan hátt og börn verði líklegri til að þróa með sér astma en áður.“ Sigurður bendir á athyglisverðar rannsóknir sem sýni að börn sem alast upp til sveita séu síður líkleg til að fá astma og ofnæmissjúkdóma en börn sem alast upp í borg og að börn í borgarumhverfi á Vesturlöndum sé frekar hætt við astma en börnum í borgum fátækari ríkja. „Ýmis snýkjudýr og sýkingar sem ekki eru algeng í vestrænu umhverfi, jafnvel meðal fátækra barna, eru eitthvað sem fátæk börn í öðrum löndum verða fyrir og virðast hugs- anlega vernda þau fyrir astma.“ Reynt að örva ónæmiskerfið Hann segir hugmyndir uppi um að reyna að þróa nokkurs konar bólu- efni við astma og ofnæmissjúkdóm- um en slíkar hugmyndir séu þó enn á teikniborðinu. „Það eru til dæmis ákveðin mólikúl í erfðaefni baktería sem örva ónæmiskerfið í músum á mjög æskilegan hátt,“ nefnir hann sem dæmi. „Það er hugsanlegt að það mætti þróa einhverja aðferð til að örva ónæmiskerfi okkar á æski- legan hátt svo að þessi tilhneiging til astma og ofnæmis komi ekki fram.“ Hann bendir á að með lyfjagjöf sé hægt að halda astma niðri á áhrifa- ríkan hátt og oft eldist astmi af börn- um. Hann segir talsvert um að astmi hjá fólki sé ekki meðhöndlaður og geti það valdið töluverðum óþægind- um. Mikilvægt sé því að ná til þessa hóps astmasjúklinga. Um 20 þúsund Íslendingar gætu þjáðst af astma og ofnæmi Velmegunarsjúkdómar sem verða til í hreinna umhverfi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is a kyn- vef s og eru þess að ss áður m á Al- Ragn- ófessor, , ræða agadeild rs. að mjög að gefa því að m áður lagt t af efur ver- þjóð- afa skoð- gt að ræmi við Hún bendir einnig á að oft- ast eru það nefndir sem semji frumvörp, en í þessu tilviki semji hún það ein. Frumvarpið byggist á rannsóknum hennar á dómaframkvæmd Hæsta- réttar, könnun á löggjöf ná- grannaríkjanna og upplýs- ingum sem fram koma í ýmsum félagsfræðilegum og af- brotafræðilegum rannsóknum og gögnum. Einnig hafi hún leitast við að kynna sér reynslu ýmissa aðila sem starfað hafi með þolendum brotanna. Að lokinni þessari kynningu á frumvarpinu, eða 8. mars nk., verður tekin ákvörðun um efni þess og það lagt fyrir Alþingi. ngur hvattur gja sína skoðun TENGLAR ......................................... Sjá nánar á www.mbl.is/itarefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.