Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 26

Morgunblaðið - 15.02.2006, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR H ún var einkennileg tilfinningin sem greip mig nýlega þar sem ég var stödd í íþróttavöru- búð. Tilfinningin var að mig lang- aði að klappa hinum mjög svo unga sölumanni, sem var að hjálpa mér, móðurlega á kinnina. Tilefnið var einfaldlega að hann sagði við annan sölumann: „Hana vantar skó.“ Það er svo sjaldgæft að heyra þetta sagt rétt að maður verður aldeilis steinhissa þegar það er gert. Fyrir margt löngu sagði ís- lenskukennari nokkur eitthvað á þá leið að trúlega væri það óhjá- kvæmilegt að þróun málsins myndi leiða til þess að þeir sem haldnir eru þágufallssýkinni svo- kölluðu myndu teljast tala rétt mál á endanum. Nú, rúmum tutt- ugu árum síðar, er þetta enn að þvælast fyrir fólki og kannski er það bara ekkert undarlegt. Það mál sem stundum heyrist í útvarp- inu getur verið svo voðalegt að maður svitnar bókstaflega. Dæmi um slíkt er auglýsing sem hljómar á Bylgjunni oft þessa dagana. Auglýsingin er um síðdegisþátt þeirra Bylgjumanna og þar heyr- ist meðal annars … þegar þre- menningarnir stíga á stokk … Nú er það alkunna að talað er um að stíga á stokk og strengja heit. Annars stígur fólk einfald- lega á svið eða fram o.s.frv. Aug- lýsing þeirra á Bylgjunni er að vísu sannarlega ekki versta dæm- ið um afbökun á íslenskunni. Oft á það líka vel við að fara frjálslega með málið, en það verður að vera innan skynsamlegra marka. Ég ætla ekki að reyna að lýsa vanlíðan minni þegar ég slysast til að stilla á útvarpsstöðvar sem stíl- aðar eru á unga fólkið. Eyrun á mér hafa nefnilega ákveðna skoð- un á þessum málum og detta nán- ast af í yfirgengilegri hneykslan af því að tungumálið sem talað er á þeim stöðvum getur oft og tíðum varla talist íslenska þó að svo eigi að heita. Hvernig er svo hægt að ætlast til að ungdómurinn sem kannski er með þetta glymjandi í eyrunum löngum stundum tali rétta íslensku? Það hlýtur að vera hægt að gera meiri kröfur til stjórnenda útvarpsþátta þó svo að þeir séu ungir. Almenn tölvu- og sms-notkun og erlendir, illa þýddir sjónvarps- þættir ýta svo enn frekar undir lé- lega máltilfinningu fólks. Að ég tali nú ekki um þegar útskrifaðir kennarar eru illa haldnir af þágu- fallssýki og vankunnáttu í íslensku almennt. Mér er minnisstætt er ég eitt sinn var á foreldrafundi í skóla barnanna minna að einn kenn- arinn sagði hvað eftir annað „krökkunum langar, þeim vantar og okkur hlakkar …“ í marg- víslegu samhengi. Kona ein sem sat nálægt mér var greinilega sömu skoðunar og ég því að hún tautaði í hvert sinn í barm sér: krakkana langar, þau vantar og við hlökkum. Það versta var að kennarinn heyrði það ekki og rausaði því sína vitleysu óáreittur. Auðvitað eru kennarar misjafnir í þessum málum eins og aðrir en lágmark er að þeir leggi sig fram við að tala rétt og vandað mál. Það getur verið afskaplega skemmtilegt að lesa góða bók ef hún er vel þýdd. Hins vegar getur þýðandi sem ekki vandar mál sitt eyðilagt lestraránægjuna. Á sama hátt getur skemmtileg bíómynd orðið hálffáránleg ef íslenskur texti passar illa við það sem fram fer á skjánum. Um daginn sá ég mynd, sem var reyndar frekar leiðinleg, en ég lá í hláturskasti yf- ir henni vegna allrar vitleysunnar sem þýðandanum tókst að koma inn í textann. Þó svo að efni mynd- arinnar gæfi algjörlega til kynna hvað var um að vera og það hefði átt að skila sér í textunina kom ítrekað fyrir að maður sem var mikill hasshaus var grýttur sí og æ. Það sem hann sagði hins vegar var að hann væri „stoned“ og gæti þess vegna ekki sinnt hinum ýmsu hlutum sem hann átti að gera. Setningar eins og: „Hann er að gera þetta rosalega vel,“ heyrast alltof oft og þá gjarnan í tengslum við íþróttir. Þó eru það ekki ein- göngu íþróttamenn sem troða sögninni að vera inn í setningar þar sem alls ekki er þörf fyrir hana. Hver hefur ekki heyrt setn- ingu eins og: „Ég er ekki að fatta þetta“ eða „ég er ekki að nenna þessu“? Slík ofnotkun sagn- arinnar að vera er orðin verulega algeng í talmáli hjá öllum aldurs- hópum, alls ekki eingöngu hjá unga fólkinu. Er þetta æskileg þróun? Málfræðigildrurnar í ís- lensku eru ófáar. Fólk sem er að reyna að læra íslenskuna á alla samúð mína vegna þess hversu flókin setningauppbyggingin er oft. Það einfaldar útlendingum ekki beint hlutina þegar óþarfa sögnum er troðið inn í setningar í tíma og ótíma. Ég þekki pólska konu sem er tiltölulega nýflutt til landsins. Hún leggur sig alla fram við að læra málið og vill gjarnan láta leiðrétta sig þegar hún segir eitthvað vit- laust. Svo kennir hún mér kannski pólsku orðin á móti. Nýlega var hún að tala um hundinn minn og benti á hann og sagði fundur, ha, fundur? Ég sagði henni að þetta væri hundur og hún hristi hausinn yfir því hve erfitt er aðgreina ís- lensk hljóð. Hins vegar finnst henni skemmtilegt hversu oft orð- in í þessum tveimur tungumálum eru lík þó svo að þau séu í raun svo afskaplega ólík. Verðum við ekki að gera meiri kröfur til okkar sjálfra hvað varð- ar tungumálið okkar? Mikið hefur verið ritað og rætt um íslenska tungu en greinilegt er að ekki er nóg að gert og við þurfum að halda vöku okkar betur ef við ætl- um ekki að týna íslenskunni í ein- hverjum tungumálablendingi. Gerum eins og útlendingarnir og vöndum okkur við að tala málið okkar. Hana vantar skó Um daginn sá ég mynd, sem var reyndar frekar leiðinleg, en ég lá í hláturskasti yfir henni vegna allrar vitleysunnar sem þýðandanum tókst að koma inn í textann. sia@mbl.is VIÐHORF Sigrún Ásmundar ✝ Anna BjörkDaníelsdótir fæddist í Reykjavík 1. maí 1955. Hún andaðist á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 7. febrúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru Daníel Krist- inn Daníelsson, vél- stjóri og sjúkraliði, f. 30. maí 1919, d. 8. júní 1996, og Mar- grét Þorsteinsdótt- ir, starfsstúlka, f. 21. mars 1922, d. 16. október 2004. Systir Önnu var Ásta Lovísa Hermannsdóttir, sjúkra- liði, f. 3. mars 1944, d. 6. júní 1995. Eftirlifandi eiginmaður Önnu er Hafsteinn Þórðarson, f. 30. desember 1949. Foreldrar hans eru Þórður Kristjánsson, sem er látinn, og Pálína Margrét Haf- steinsdóttir. Börn Önnu og Haf- steins eru: 1) Pálína Margrét Haf- steinsdóttir, f. 28. janúar 1976, maki Guðmundur Sig- urðsson, f. 12. apríl 1972. 2) Ása Marin Hafsteinsdóttir, f. 26. júní 1977, maki James William Goulden, f. 21. ágúst 1976. 3) Daní- el Þór Hafsteinsson, f. 14. desember 1984, unnusta Ellen Ragna Pálsdóttir, f. 20. apríl 1987. Anna ólst upp í Reykjavík og Kópavogi til 16 ára aldurs. Þá kynntist hún eigin- manni sínum og bjuggu þau fyrst í Reykjavík en fluttust til Hafn- arfjarðar árið 1975. Anna lauk sjúkraliðaprófi frá Sjúkraliða- skóla Íslands 1982 og starfaði á Landspítalanum við Hringbraut alla sína starfsævi. Anna verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún var fögur nóttin þegar Anna tengdamóðir mín kvaddi. Logn, hlýtt, allt var hljótt. Hafið bærði ekki á sér. Það var sem náttúran svæfi, og tíminn var kominn. Hún samlagaðist þessari hlýju kyrrð. Síðar um nóttina breiddi Guð tandurhreina himnasæng sína yfir Önnu og andlát hennar. Enn var sama lognið yfir öllu. Jörðin dró til sín falleg snjókornin þráðbeint nið- ur. Baráttan hafði verið erfið og átakamikil. Hún hafði lifað lengur en nokkurn grunaði að hún gæti. Hetja var horfin. Eftir stöndum við og horfum fram á veginn. Lífið heldur áfram og við óvitandi um fyr- irætlanir með framtíð okkar. Anna skildi eftir í hjörtunum kjark, hug og baráttuþrek. Umhyggja fyrir sínum var hennar aðalsmerki. Ég er þakklátur fyrir samveru- stundir okkar og þau kynni sem mér auðnaðist að hafa af henni. Ég er þakklátur fyrir orðin: „Þú þarft ekki að vera hræddur við mig.“ Hvaða væntanlegi tengdasonur vill ekki þær viðtökur? Veri hún Guði falin. Guðmundur Sigurðsson. Frábær kona hefur kvatt þessa jarðvist og svo allt of snemma að mér finnst, einungis fimmtug að aldri. Það telst ekki hár aldur í dag þeg- ar meðalaldur okkar hækkar stöð- ugt. Þrátt fyrir að ná ekki hærri aldri náði hún að gera svo ótal margt á sinni ævi. Meira en margur gerir á mun lengri tíma. Hún virkilega lifði lífinu og naut þess sem það hafði upp á að bjóða. Fyrstu kynni mín af Önnu voru þegar hún var kornung stúlka og þau felldu hugi saman bróðir minn og hún. Ég man svo vel að ég hafði aldr- ei séð fallegri konu. Ekki minnkaði aðdáun mín með árunum þegar ég kynntist hennar innri manni, því sterkari persónuleika og fallegri sál hef ég ekki kynnst. Unga parið fór fljótlega að búa saman og eftir smá dvöl í Hlíðunum lá leiðin inní Hafnarfjörð. Fyrst um sinn bjuggu þau í Norðurbænum þar sem Pálína og Ása fæddust og síðar var byggt í Hvömmunum þar sem svo Daníel fæddist. Við Anna náðum vel saman eftir fæðingu barnanna því ég varð barnapía hjá þeim. Hún var yndisleg móðir og bjó fjölskyldunni ákaflega fallegt heimili. Þangað var alltaf notalegt að koma, hlýlegt og innilegt andrúmsloft. Það var mjög gaman að fylgjast með Önnu þroskast og dafna jafnt í móðurhlutverkinu sem og öðru er hún tók sér fyrir hendur. Öllu var sinnt vel og af ákafa, samanber það lífsstarf sem hún svo valdi sér. Eftir sjúkraliðanám átti starfið hug henn- ar og samhliða heimilinu sinnti hún því nánast fram á hinstu stundu af al- úð og natni. Deildin sem hún vann á er rómuð fyrir það góða andrúmsloft sem þar ríkir og fannst mér ég frekar liggja á stóru heimili hjá vinum en spítala þau skipti sem ég dvaldi þar. Ferðalög voru Önnu mjög hugleik- in, jafnt innan lands sem utan og var hún alla jafna vel fróð um þá staði sem hún ferðaðist um og skoðaði. Ég fór í alveg hreint frábæra ferð með henni, Hadda og Daníel til London fyrir rúmlega tveimur árum, en London var hennar uppáhalds borg. Við eyddum þarna fimm ynd- islegum dögum þar sem við ferðuð- umst og skoðuðum allt það besta sem borgin hefur uppá að bjóða. Þau voru svo vel að sér í öllu er viðkom Lond- on að betri fararstjórn hefði ég ekki getað fengið. Við sáum fóboltaleik, söngleiki, söfn, kirkjur, flotta garða og fallegar byggingar. Borðuðum á meiriháttar veitingastöðum og dvöldum á dýrindis hóteli. Hver dag- ur var ævintýri líkastur og það sem við náðum að gera þessa daga var með ólíkindum. Þetta mun alla tíð verða mér ógleymanleg ferð og dýr- mæt minningarperla. Annað var það sem Anna hafði mikinn áhuga á alla tíð og það var tónlist. Fallega leikin og sungin mús- ik var hennar líf og yndi. Allt frá ljúf- um tónum Páls Óskars og Moniku upp í kraftmikla hljóma sinfóníunn- ar. Þeir eru ófáir tónleikarnir sem Anna og Hafsteinn hafa boðið mér á með sér. Aldrei var heldur svo skroppið til London að ekki væri þar farið á einn eða tvo söngleiki. Ég get ekki lokið þessum minn- ingum án þess að minnast á styrkinn og æðruleysið sem hún sýndi ávallt í veikindum sínum. Hún bar sig alltaf ákaflega vel og aldrei nokkurn tím- ann heyrði ég hana kvarta. Þvílíkur dugnaður. Elsku bróðir minn, mikill er missir þinn við fráfall Önnu. Þú hefur ekki eingöngu misst konuna þína heldur jafnframt þinn besta vin. Ég bið guð að styrkja þig og hughreysta um alla framtíð. Elsku Pálína, Ása og Daníel. Ykk- ar missir er líka svo mikill og sökn- uðurinn sár. Ég held að fátt sé erf- iðara en að missa móður sína. Munið ávallt að þið eigið hvert annað að og ykkar góða pabba. Minningarnar um yndislega móður munu svo lifa áfram í huga ykkar og hjarta. Guð veri með ykkur. Stöðugt rennur straumur tímans þungur, stöðugt skiptast sumar, haust og vor. Stöðugt mega aldinn bæði og ungur örlaganna ganga ráðin spor. Við, sem nutum styrks af starfi þínu, stöndum hljóð í minninganna blæ og hugur vor á fögru fleyi sínu fylgir þér á dularheima sæ. Samvistanna nú er lokið leiðum – lögmál dauðans heimtar jafnan sitt – Við hjartans þakkir öll af alhug breiðum yfir hinsta hvílurúmið þitt. Nú hafa jarðlífsböndin brostið sundur, og birst þér duldra heima fögur lönd. Nú mun þér reynast fagur vinafundur á friðarhlýrri ljóss og trúarströnd. (Björn Björnsson.) Önnu þakka ég samfylgdina öll ár- in. Hún gerði líf mitt svo miklu auð- ugra og betra. Samgladdist mér á gleðistundum og styrkti mig á þeim erfiðu, þessi frábæra kona. Þökk fyrir allt. Kveðja. Laufey Þórðardóttir. Við fráfall okkar elskulegu frænku, langar okkur að minnast hennar með þessum ljóðlínum: Af dug og elsku – Anna Björk, þú æviþráðinn spannst, svo mikil er þín mannlífsörk, þar margur sigur vannst. Þú þræddir leið á þroskastig við þraut í dagsins önn. Við vitum öll sem þekktum þig að þú varst hetja sönn. Við munum þig og mynd þín kær er mild og hugarblíð. Þú gafst til okkar gjafir þær sem gilda alla tíð. Þú kenndir okkur á þá list að anda hverja stund, sem lífsins börn í lífsins vist á lífsins blóma grund. Í okkar hugum – Anna Björk nú ertu á himni þeim, sem þekkir engin endimörk – þar ertu komin heim; og heil af meini hress og virk um Herrans sigurtorg, þú gengur leidd af lífi og styrk í ljóssins helgu borg. (Rúnar Kristjánsson.) Elsku Hafsteinn, Pálína, Ása, Daníel og tengdabörn. Megi góður Guð gefa ykkur styrk og blessun á sorgarstundu. Fallegt ljós minning- anna lýsir skært í hjarta okkar allra sem áttum elsku og vináttu Önnu Bjarkar. Guð geymi ykkur ævinlega. Guðbjörg og Hafdís Ólafsdætur. Það er eitt öruggt í þessum heimi að dauðinn heilsar okkur. En við er- um aldrei tilbúin. Hún Anna mín kvaddi okkur eftir langa og erfiða göngu. Anna var eig- inkona Hafsteins systursonar míns. Við áttum góðar stundir saman, enda Hafsteinn mjög nálægt mér, raunar eins og mitt barn væri. Þau eiga þrjú börn, Pálínu, Ásu og Daníel. Þau hafa misst mikið og bið ég Guð að styrkja þau. En Hafsteinn er svo góður faðir að hann styður börnin sín áfram eins og hann hefur gert. Anna var einstök að svo mörgu leyti. Ég sagði alltaf að hún væri heimsborgari. Það var dásamlegt að verða vitni að því hve hún var meira en móðir barna sinna, hún var svo mikil vinkona þeirra. Hún ól þau upp með það í huga að gera þau svo víð- sýn. Anna og Hafsteinn fóru á marg- ar sýningar, í leikhús, út að borða og ferðuðust út um allan heim með þau. Á þessum tíma þegar börnin mín og þeirra voru lítil bjó ég í sveit og fannst mér stórkostlegt hve heims- vön þau voru. Ég gleymi því aldrei þegar við komum úr sveitinni í höf- uðborgina og Hafsteinn og Anna buðu okkur, allri fjölskyldunni, út að borða á fínan veitingastað. Þó ég muni það vel muna börnin mín það betur. Þetta var upplifelsi fyrir þau. Anna sýndi allri minni fjölskyldu mikinn kærleik í gegnum tíðina og eigum við eftir að þakka það ætíð. Bið ég og fjölskylda mín öll Guð að styrkja ykkur í sorginni, elsku Pál- ína, Ása, Daníel og Hafsteinn minn. Ólína Gyða Hafsteinsdóttir. Nú ertu farin horfin himna til, horfin burt frá lífsins sorg og þrautum. Skýjum ofar bak við himins hlið þú horfir okkur til frá ljóssins brautum. ( G. J. ) Einu sinni enn höfum við verið minnt á hversu lífið getur verið fall- valt. Á dimmri nóttu kvaddi Anna þennan heim. Eilífðin tók hana í mjúkan faðm sinn. Nú er þjáningum ANNA BJÖRK DANÍELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.