Morgunblaðið - 15.02.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 41
MENNING
STUNDUM hafa tónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar áhugamanna verið
eitthvað í líkingu við að horfa á
Stöð 2 án myndlykils. Ef maður
hefur ekki þekkt tiltekið verk á
efnisskránni hefur verið nauðsyn-
legt að geta sér til um hvernig það
hafi átt að hljóma. Venjulega er
allt morandi í feilnótum sem oft
eru fleiri en þær réttu.
Vissulega er þetta kvikindislega
sagt, en sem betur fer á það ekki
við um fyrsta atriðið á tónleikum
hljómsveitarinnar er haldnir voru
á laugardaginn var, Egmont-for-
leikinn eftir Beethoven. Hann
furðuvel spilaður undir stjórn Oli-
vers Kentish. Sellóin í upphafi
voru að vísu óhrein og hornablást-
urinn hljómaði á köflum eins og
umferðarhnútur, en annað var
sæmilega á hreinu. Túlkunin var
fyllilega í anda Beethovens, kraft-
mikil, þrungin andstæðum og
gædd viðeigandi stígandi sem náði
hámarki í lokin. Útkoman var
býsna skemmtileg.
Ekki eins fjörlegur var konsert
eftir Koussevitzky fyrir kontra-
bassa og hljómsveit op. 3, en þar
var ungur og upprennandi kontra-
bassaleikari í aðalhlutverki, Krist-
ján Orri Sigurleifsson, en hann
lýkur námi frá Konunglega tón-
listarháskólanum í Kaupmanna-
höfn í vor. Kristján spilaði dálítið
varfærnislega, auk þess sem leik-
ur hans var ekki alltaf hreinn, sér-
staklega ekki í byrjun. Hljóm-
sveitin og hann voru ekki heldur
nægilega samstiga og stundum
vissi maður ekki hver var að
fylgja hverjum. Hraðar nótna-
runur úr bassanum voru líka
nokkuð óskýrar og hefði því senni-
lega átt að magna upp bassann,
eins og gert er þegar gítarleikarar
spila einleik með sinfóníuhljóm-
sveit.
Auðheyrt var þó að Kristján
hefur prýðilega hæfileika og hann
spilaði af innlifun. Hann skortir
samt reynslu í að koma fram með
hljómsveit; væntanlega kemur það
með tíð og tíma.
Síðast á dagskránni var sinfónía
nr. 88 eftir Haydn og var hún spil-
uð af gríðarlegu fjöri. Tæknileg
atriði voru hinsvegar ekki eins og
best verður á kosið, aftur voru
hornin fölsk og sellóin ekki í fók-
us. Ýmislegt fleira mætti telja til,
en það er óþarfi.
Burtséð frá tæknilegum van-
köntum var rétta stemningin þó
alltént til staðar og manni leiddist
ekki. Væntanlega hefur það verið
aðalmarkmiðið með tónlistarflutn-
ingnum.
Tónlist án
myndlykils
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flutti
tónsmíðar eftir Beethoven, Koussevitzky
og Haydn. Einleikari: Kristján Orri Sig-
urleifsson. Stjórnandi: Oliver Kentish.
Sinfóníutónleikar
Jónas Sen
ÞAÐ var frekar fámennt, en á hinn
bóginn óneitanlega sérmennt, á
NOMUS-tónleikum Myrkra mús-
íkdaga á föstudagskvöld. Um 35
manns mættu; auk höfunda
undantekningalítið fólk frá Nor-
ræna músíkráðinu og gestir þess.
Var því á mörkum að tala mætti
um opinbera tónleika. Enda and-
rúmsloftið afar afslappað, eins og
m.a. sást á því að menn fóru sér að
engu óðslega með að setja í gang.
Öðru nær. Þegar leikar loks hófust
voru komin nærri þrjú kortér yfir
tilsettan tíma.
Enn sem oftar voru upplýsingar
hátíðarbæklings MM í skötulíki.
Hvergi sagði að um raftónleika
væri að ræða, né heldur neitt um
erlendu höfundana og verk þeirra
– ekki einu sinni heiti verkanna(!)
– og varð undirritaður að hripa
þau niður í hléi af diskumslagi í
fórum Ríkharðs H. Friðrikssonar.
Kom þá óvart í ljós að tvö verk
hefðu verið leikin fyrir hlé eftir
Mirjam Tally en ekki eitt.
Aftur á móti reyndist margt
áheyrilegt. Sjaldan þessu vant í
nútímarafverki mátti heyra grein-
anlegt form á „Kom og nikka sjón“
(Kommúníkasjón?) [9:10] eftir
Færeyinginn Hedin Ziska Dav-
idsen, þökk sé m.a. markvissum
endurtekningum og svipuðu nið-
urlagi og í byrjun. En kannski
naut verkið þess líka að vera fyrst
á skrá meðan hlustandinn var
ferskastur og einbeittastur. Það
var líka hnitmiðað í flökti sínu milli
hátalaranna fimm og bauð m.a.
upp á ógnvænt járnljónsurr í byrj-
un og síðar glettnisleg trufl-
unarmerki, líkt og menn kannast
við úr nábýli farsíma og útvarps-
viðtækja.
„7 studier i selvpålagt tristesse“
[5:47] eftir Norðmanninn Lars Pet-
ter Hagen var stílhreint afturhvarf
til fortíðar á frumbýlingsárum raf-
tónlistar um 1950 með líðandi sín-
ustónum í anda Pierre Schaeffers.
Eftir hina eistnesku Mirjam Tally
voru „Ho Blow“ [7:40] og
„Breathe“ [4:18], er eins og nöfnin
bentu til léku sér í forsölum vinda
með gnauðandi úrvinnslu á blást-
urshljóðum (að virtist dreyptum á
flöskustút) auk rafskældra hljóða
úr heimum slagverkstóla og vatns.
Einkum fyrra stykkið nýtti sér svo
ómvíddar„pönun“ í æsar að lá við
að mann sundlaði.
Ríkharður H. Friðriksson sté á
svið eftir hlé sem mandólínvæddur
Jimi Hendrix á Woodstock og jós í
„Fletum“ [14’ (10’ hefðu kannski
verið passlegra)] það rausnarlega
úr jörmunseimdrægum ekkólykkj-
um viðtengda magnarans að
hvarflað hefði að fáum með lokuð
augu að væmin ítölsk dilligígja don
Giovannis í kvöldlokkuham væri
upphafsgikkur þeirra ótrúlegu raf-
hljóða er fylgdu. Loks kom
„Evolution“ [9’], snotur konkret
náttúruhljóðmynd Camillu Söder-
berg er leitaði hljóðfanga úr sjáv-
arniði, kliði sjófugla, mannaþys og
regndropagutli á notalegri hljóð-
teppaferð um vitundarferil okkar
allra frá vöggu til grafar.
Rafverk fyrir fáa útvalda TÓNLISTÝmir
NOMUS-tónleikar. Rafverk eftir Hedin
Ziska Davidsen, Lars Petter Hagen, Mir-
jam Tally, Ríkharð H. Friðriksson og Ca-
millu Söderberg. Föstudaginn 10. febrúar
kl. 20.
Myrkir músíkdagar
Ríkarður Ö. Pálsson
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
„Frá! Farið frá!
Marsbúarnir
eru að koma!“
Uppselt varð á skömmum tíma á konsertuppfærsluna af söngleiknum vinsæla eftir
Jeff Wayne með nokkrum af vinsælustu söngvurum landsins. Nú hefur tekist að
bæta við aukatónleikum og betra að tryggja sér miða í tíma.
tónleikar í háskólabíói
miðaverð ::: 3.800 / 3.500 kr.
FIMMTUDAGINN 23. FEBRÚAR KL. 19.30 – UPPSELT
FIMMTUDAGINN 23. FEBRÚAR KL. 22.00 – AUKATÓNLEIKAR
Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson
Sögumaður ::: Jóhann Sigurðarson
Leikstjórn ::: Sigurður Sigurjónsson
Söngvarar ::: Margrét Eir, Jón Jósep Snæbjörnsson,
Matthías Matthíasson og Friðrik Ómar Hjörleifsson
20% AFSLÁTTUR TIL 17. FEBRÚAR
EF GREITT ER MEÐ VISA-KREDITKORTI
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
6
1
9
9
Rokksöngleikur eftir Jeff Wayne ::: Innrásin frá Mars
Höfundur ::: Doreen Wayne, byggt á sígildri sögu H.G. Wells
Tónlist ::: Jeff Wayne
Söngtextar ::: Gary Osbourne nema
Forever Autumn: Gary Osbourne og Paul Vigrass
The Eve of War: Jeff Wayne