Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 48

Morgunblaðið - 15.02.2006, Page 48
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. EIGNIR lífeyrissjóðanna námu 1.200 milljörðum króna um síðustu áramót og jukust um 213 milljarða króna á árinu 2005, sem jafngildir því að eignirnar hafi aukist um 21,6% á árinu. Það er tæpum tveimur pró- sentustigum meiri aukning en á árinu 2004, sem var lífeyrissjóðunum einnig afar gjöfult, en þá jukust eign- ir sjóðanna um 19,7% milli ára. Heildareignirnar hafa tæplega tvö- faldast á fimm árum frá árinu 2001 þegar þær námu 645 milljörðum kr. Eignir lífeyrissjóðanna hafa farið hratt vaxandi síðustu árin, enda hafa skilyrði verið þeim afar hagstæð á fjármálamörkuðum eftir þrjú mjög mögur ár í upphafi áratugarins. Eignir þeirra sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa vaxið jafnt og þétt. Þannig námu þær um 80% af landsframleiðsl- unni árið 2002. Þær náðu því á árinu 2004 að verða jafnar landsfram- leiðslunni og rúmlega það og voru í fyrra að meðaltali 10% meiri en verg landsframleiðsla. Erlendar eignir líf- eyrissjóðanna voru um fjórðungur heildareigna þeirra um áramót og óx það hlutfall um þrjú pró- sentustig milli ára úr 22% í árslok 2004. Erlendar eignir námu þannig tæpum 300 milljörðum króna um áramót og jukust um tæpa 80 milljarða króna á árinu. Innlend hlutabréfaeign sjóðanna nam í árs- lok um 185 milljörðum króna og erlend hluta- bréfaeign 45 milljörðum kr. en það er einkum og sérílagi innlenda hluta- bréfaeignin sem gaf góða ávöxtun á síðasta ári. Þrír með helming eignanna Þá jukust lán sjóð- félaga um átta milljarða króna á árinu, eftir að hafa dregist saman um fjóra milljarða á árinu 2004. Talsverð vaxta- lækkun á langtímalánum varð á síð- ari hluta þess árs, meðal annars í kjölfar þess að bankarnir hófu að lána til íbúðakaupa almennt. Ávöxtun á fjármálamörkuðum ræður mestu um það hvernig eignir lífeyrissjóðanna vaxa frá ári til árs. Þar til viðbótar koma iðgjöld sjóð- félaga að frádregnum lífeyris- greiðslum til þeirra sem komnir eru á lífeyri og rekstrarkostnaði sjóð- anna. Ávöxtunin hefur verið afar góð síðustu 2–3 árin og metávöxtun í fyrra. Tveir af þremur stærstu sjóð- unum hafa birt upplýsingar um af- komu sína um áramót og er þar um metávöxtun að ræða í báðum tilvik- um. Þetta eru Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Þriðji sjóðurinn og sá sem er stærst- ur þeirra, Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, hefur ekki birt upp- lýsingar um afkomu sína á árinu 2005 enn sem komið er, en saman- lagðar eignir þessara þriggja sjóða nema meira en helmingi af heildar- eignum lífeyrissjóðakerfisins. Eignir lífeyrissjóðanna voru 1.200 milljarðar um áramót                   ! !     "     Eignirnar jukust um 213 milljarða króna milli ára eða 21,6% Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is FJÖLMÖRG skip voru á loðnuveiðum úti fyrir Vík í Mýrdal í gærdag og segir Guðjón Jóhanns- son, skipstjóri Hákonar EA, að veiði hafi verið með ágætum. Hins vegar hafi þeir aðeins sótt tvö hundruð tonn í þetta skipti en kvótaleysi hamlar áframhaldandi veiðum. Guðjón segir Hákon vera í sinni næstsíðustu ferð og hefur hann gefið upp alla von um að loðnukvótinn verði aukinn. „Blessuðum fiskifræðingunum er fyrirmunað að vera þar sem loðnan er, því miður,“ segir Guðjón og bætir við að mikið hafi verið af færeyskum skipum í nágrenninu. Má þar nefna Þránd frá Götu, Fríði og Júpíter. „Það er nú öllu leið- inlegra að þeir hafa nógan kvóta, um helmingi meiri kvóta en við.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Mikil skipaumferð úti fyrir Vík í Mýrdal REFSING fyrir að hafa kynferðis- mök við börn verður sú sama og fyrir nauðgun, og upphafi fyrningar seink- ar, verði frumvarp sem Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að lögum. Einnig verður hugtakið nauðgun end- urskilgreint og víkkað. Ekki verður ólöglegt að stunda vændi sér til fram- færslu, nái frumvarpið fram að ganga. Áfram verður refsivert að kaupa kynlífsþjónustu af barni yngra en 18 ára, mansal, að hafa atvinnu sína af lauslæti annarra, eða hafa milligöngu um kynferðismök gegn greiðslu. Þá verður einnig refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynferðismökum við annan mann í opinberum auglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu verður refsing fyrir samræði og önnur kyn- ferðismök við barn yngra en 14 ára þyngd og verður sú sama og refsingin fyrir nauðgun, eða fangelsi frá einu ári og allt að sextán ár. Fyrningar- frestur kynferðisbrota mun miðast við 18 ára aldur þess sem fyrir brotinu verður í stað fjórtán ára. „Umræðan í þjóðfélaginu er orðin mun opinskárri, við vitum miklu meira um hversu algeng þessi brot eru og hversu skaðleg þau eru,“ segir Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem samdi frumvarpið að beiðni dóms- málaráðherra. „Markmiðið hjá mér er að gera þessi ákvæði nútímalegri og tryggja það að þolendur brotanna, sem oftast nær eru konur og börn, fái meiri réttarvernd.“ Ákveðin vonbrigði Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingar, segir það valda vonbrigðum að ekki sé gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fyrningarfrestur í kynferðisbrotamálum gagnvart börnum verði afnuminn. „Ég tel að sérstaða kynferðisafbrota gegn börn- um sé slík að þessi brot eigi að vera ófyrnanleg,“ segir Ágúst Ólafur, en hann hefur þrisvar sinnum lagt fram frumvarp þessa efnis. „Það er ýmsu að fagna í frumvarp- inu, en annað sem gengur ekki jafn- langt og við hefðum viljað,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta. Refsing fyrir kynferðisbrot gegn börnum verði þyngd  Nauðgun | Miðopna EINNOTA bleiurnar eru að verða vax- andi umhverf- isvandamál í Bretlandi og þess vegna hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að borga fólki fyrir að hætta að nota þær. Kom þetta fram á fréttavef dag- blaðsins The Independent í gær. Sveitarfélögin segja, að það kosti þau mikið fé á ári hverju að urða einnota bleiur en talið er, að þær séu um þrír milljarðar árlega í Bretlandi. Sorpa urðar tæplega 2.300 tonn af einnota bleium hérlendis á ári hverju. Að sögn Jóns Vilhjálmssonar, stöðv- arstjóra hjá Sorpu, voru bleiur sam- kvæmt þeirra mælingum 5,53% af heimilissorpinu á síðasta ári, en heim- ilissorp nam alls 41.515 tonnum. Umhverfisvænni bleiur Stefán Pálsson sagnfræðingur hef- ur reynslu af notkun taubleia á börn sín, en hann valdi að nota taubleiur á barnunga dóttur sína fyrstu mánuð- ina eftir að hún kom í heiminn. Að- spurður segir hann margar samverk- andi ástæður fyrir þeirri ákvörðun sinni og að umhverfisverndarþáttur- inn hafi spilað sterkt inn í. Einnig hafi hann heyrt að hægar gangi að venja börn sem noti einnota bleiur af bleium. „En aðalforsenda þess að hægt sé að nota taubleiur er að hafa þurrkara, því það kallar á mun meiri og tíðari þvott að nota taubleiur,“ segir Stefán og bendir á að svo virðist sem ný barnaföt miðist við að notaðar séu einnota bleiur þar sem taubleiur séu bosmameiri og kæmust varla fyrir í nýjum barnafötum öfugt við eldri barnaföt. Spurður um þær mótbárur að taubleiur séu þegar upp sé staðið ekki umhverfisvænni en einnota bleiur þar sem þær kalli á meiri vatnsnotkun í formi þvotta segir Stef- án þá gagnrýni ekki geta átt við hér- lendis þar sem nóg sé af vatni. | 14 2.300 tonn af bleium urðuð hér á landi JÖKLARNIR halda almennt áfram að hopa og ef svo fer sem horfir verða þeir flestir horfnir eftir tvær aldir, að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun. Að- eins einn jökull, Reykjafjarðarjök- ull, gekk fram í fyrra. Miklar breyt- ingar hafa orðið á Gígjökli, sem blasir við á leiðinni inn í Þórsmörk. Er hann nánast dottinn í sundur neðan við miðja hlíð. Mæling í fyrra sýndi að hann hafði hopað um 357 metra frá haustinu 2003. Á Íslandi er nú eitt mesta hlýskeið á sögulegum tíma og sagði Oddur al- mennt talið að hlýnun haldi áfram alla þessa öld og lengur, m.a. vegna svonefndra gróðurhúsaáhrifa. Þau bætast ofan á náttúrulegu hitasveifl- una og valda hlýrra loftslagi en ella hefði orðið. „Út frá þessari spá, að það haldi áfram að hlýna alla þessa öld og þá næstu líka, hafa menn reiknað út að það taki um tvær aldir fyrir jöklana að hverfa í stórum dráttum. Það verða áfram jöklar á Bárðarbungu, Öræfajökli og jafnvel smájökull á Snæfellsjökli og öðrum háum fjöllum, en það verður ekki svipur hjá sjón,“ sagði Oddur. | 6 Gígjökull að slitna í sundur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.