Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 1

Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 52. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Megas á Vetrarhátíð Syngur eigin lög við Passíusálma Hallgríms | Miðopna Úr verinu og Íþróttir í dag Verið | Mikil geðillska í loðnuflotanum Lítils háttar aukning á útflutningi ísfisks  Íþróttir | Óvæntur sigur Arsenal í Madrid Bjarni samdi við Skagamenn  Valskonur fara til Sviss Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • idborg midborg.is Með blaðinu í dag fylgir fasteignablað Miðborgar ALÞJÓÐA matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt úr stöð- ugum í neikvæðar. Sjálfri lánshæfiseinkunninni er ekki breytt, en sérfræðingar segja að um sé að ræða viðvörun af hálfu Fitch. Í greiningunni segir m.a. að hrein erlend skulda- staða Íslands sé hærri en nokkurs annars lands, sem metið er af Fitch. Ennfremur segir þar, að fyr- irtækið geri sér grein fyrir því að erlendar eignir ís- lensku bankanna hafi vaxið umtalsvert en minnt er á að bankarnir séu mjög háðir erlendri fjármögnun og megi illa við útilokun frá alþjóðlegum fjármála- mörkuðum um nokkurt skeið. Í hálffimmfréttum KB banka segir að tilkynning Fitch auki líkurnar á því að lánshæfiseinkunn Íslands verði lækkuð. Slíkt gæti haft verulega neikvæð áhrif á íslenskan fjár- málamarkað með því að skapa erfiðleika við fjár- mögnun, sem gæti dregið úr fjármálastöðugleika og aukið líkur á fjármálakreppu. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að greining Fitch þýði að ríkisstjórnin þurfi að gæta mjög að sér vegna fjárlaga fyrir árið 2007. Mjög mikilvægt sé að bankarnir gæti sín enn betur í út- lánum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að ábendingar Fitch séu mikilvægar og allar ábend- ingar verði skoðaðar. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir að það sé vitað mál að misvægi sé í þjóðarbúskapnum og við því þurfi að bregðast. Ísland hafi áður lent í því að horfur hafi breyst úr stöðugum í neikvæðar án þess að til þess hafi komið að lánshæfiseinkunn hafi verið lækkuð. Hann telur ekki að greining Fitch kalli á stefnubreytingu af hálfu bankans. Samkvæmt tilkynningu Fitch, sem birt var í gær, er ástæða þess að horfum var breytt sú, að vísbend- ingar eru fyrir hendi þess efnis að áhætta í þjóð- arbúskapnum hafi aukist vegna ósjálfbærs við- skiptahalla og hratt vaxandi hreinna erlendra skulda. Þensla í hagkerfinu sé mikil, svo jaðri við of- hitnun. Meðal einkenna megi nefna vaxandi verð- bólgu, hraða útlánaaukningu og hækkandi eigna- verð. Skuldastaðan sú hæsta af löndum sem Fitch metur Lækkun lánshæfismats gæti skapað erfiðleika við fjármögnun, að mati KB banka Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Horfum á lánshæfismati ríkissjóðs breytt úr stöðugum í neikvæðar  Líkur á harðri lendingu | 24 MJÖG sterk viðbrögð urðu á mark- aði í gær í kjölfar tilkynningar Fitch Ratings um breytingar á horf- um í íslenska hagkerfinu úr stöð- ugum í neikvæðar. Krónan veiktist um tæp 4,45% í 26 milljarða viðskiptum í gær. Krónan hefur ekki verið jafn veik síðan um mitt ár 2005. Aðeins einu sinni áður hefur gengi krónunnar veikst jafn mikið á einum degi, en það var 2. maí 2001. Dollarinn var skráður á 64,05 krónur við lokun markaða í gær og evran á 76,31 krónu. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa skuldabréfa töluvert í gær í við- skiptum, sem námu um 21 milljarði króna. Ávöxtunarkrafa verð- tryggðra bréfa hækkaði um 4-27 punkta og er nú á bilinu 4,27 til 4,5%. Ávöxtunarkrafa óverð- tryggðra skuldabréfa er á bilinu 8,15% til 8,94%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,25% í 13 milljarða viðskiptum í gær og er þetta fimmta mesta lækkun vísi- tölunnar á einum degi síðan 1994. Úrvalsvísitalan lækkaði mjög hratt upp úr hádegi í gær en lækk- unin gekk að nokkru til baka undir lokun Kauphallarinnar, eins og meðfylgjandi línurit sýnir.                                              Krónan veiktist um tæp 4,45% Belgrad. AP, AFP. | Svo virtist í gær, sem skammt væri í handtöku Ratko Mladic, sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu, en fréttir um það voru þó óljósar og stönguðust mjög á. Óháða, serb- neska útvarps- stöðin B92 flutti þá frétt, að Mlad- ic hefði verið handtekinn í Bel- grad og Tanjug- fréttastofan serb- neska hafði það eftir BN-sjón- varpsstöðinni, að verið væri að flytja Mladic til bandarískrar herstöðvar í Tuzla í Bosníu og þaðan yrði hann fluttur til Haag. Talsmaður Serbíu- stjórnar vísaði þessu hins vegar á bug en haft var eftir ónefndum emb- ættismanni, að vitað væri hvar Mlad- ic væri niðurkominn og væri verið að semja um uppgjöf hans. Carla Del Ponte, saksóknari við Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag, neitaði því í gær, að Mladic hefði ver- ið handtekinn og kvaðst ekki einu sinni vita til, að verið væri að leita hans. Sagði hún, að um væri að ræða „uppblásnar“ fréttir í fjölmiðlum. Mesta grimmdarverk frá stríðslokum Mladic, sem var hershöfðingi í her Bosníu-Serba, var ákærður 1995 fyr- ir stríðsglæpi í Bosníustríðinu 1992– 1995. Var hann sakaður um að hafa skipað fyrir um umsátrið um Saraj- evo og fyrir mesta grimmdarverk í Evrópu frá stríðslokum, morð á 8.000 múslímum í Srebrenica í júlí 1995. Verði Mladic handtekinn mun það koma Serbíustjórn vel í viðræð- unum um framtíð Kosovohéraðs og auka líkur á, að Serbía fái aðild að Evrópusambandinu og NATO. Misvísandi fréttir um Mladic Ratko Mladic LANDSVIRKJUN og verktakafyr- irtækið Fosskraft fögnuðu því í gær að lokið er fyrri áfanga uppsteypu og frágangs í stöðvarhússhellinum í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Búið er að steypa umhverfis vélar 1, 2 og 3 í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkj- unar og frágangur á hvelfingunni langt kominn. Að sögn Einars Erlingssonar, verkefnisstjóra Landsvirkjunar fyrir byggingarhlutann í Fljótsdal, er næst að ljúka við uppsteypu kringum vélar 4–6, en skiladagur á því er í ágúst nk. og reiknað með að verkið verði um 2 mánuðum á und- an áætlun. „Hellirinn er að verða klár og fyrir utan uppsteypuna hefst nú uppsetning véla þegar þær koma til landsins,“ segir Einar. Fosskraft, sem er samsteypa fyr- irtækjanna Hochtief, Pihl & Sön, Ís- taks og Íslenskra aðalverktaka, byggði stöðvarhúsið í fjallinu og er það 115 metra langt, 14 metra breitt og mesta hæð um 34 metrar. Þar verða sex vélasamstæður. Áberandi er hversu hnökralítið framkvæmdir í Fljótsdal hafa geng- ið frá byrjun og verk staðist áætl- anir og gott betur, utan að nið- ursetning á stáli í fallgöngum hefur tafist hjá undirverktaka. „Þessi þáttur hefur gengið hvað best af stórum byggingasamningum virkj- unarinnar, vegna góðrar hönnunar, góðrar jarðfræði og þess að góður verktaki leysti málin,“ segir Einar. „Í jarðgangahlutanum í fjallinu voru menn að slást við hið óvænta, en að steypa upp stöðvarhúsið er mjög staðlaður verkþáttur sem byggist mikið á góðri hönnun og samvinnu á verkstað.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gestir skoða eina af þremur tilbúnum túrbínu- og rafalagryfjum af fjórðu hæð stöðvarhússhellisins. Mikilvægum áfanga í fjallinu lokið Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.