Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 2

Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 2
V-dagssamtökin voru stofnuð árið 2002 á Íslandi og hafa lagt áherslu á að berjast gegn nauðgunum. Sam- tökin telja mikilvægt að fyrirmyndir í samfélaginu komi skilaboðum til almennings um ofbeldi gegn konum. Hildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri V-dagsins, þakkar þingkonum velviljann í garð verk- efnisins en þó ekki síst fyrir hug- ÞINGKONUR úr öllum flokkum munu í samstarfi við V-dags- samtökin á Íslandi flytja leikritið Píkusögur í Borgarleikhúsinu á V-deginum, hinn 1. mars nk. Fjáröflun mun fara fram eftir sýningu en þar verður tekið við frjálsum framlögum og verður söfn- unarfé m.a. notað til að kosta nýja herferð gegn nauðgunum. rekki þeirra að taka þátt í flutningi Píkusagna. Hún segir samtökin vera ópólitísk og að þetta verkefni sýni hina miklu þverpólitísku sam- stöðu þingkvenna gagnvart þessu málefni. Þingkonur allra flokka á Alþingi taka að sér hlutverk í Píkusögum. Björn Ingi Hilmarsson, í stjórn V-dagssamtakanna, segir að Eve Ensler, höfundur Píkusagna, hafi verið gestur á V-deginum í fyrra og fært baráttuandann í hús en í ár verði það þingkonur sem muni skapa baráttuandann og bera áfram þennan kyndil til að lýsa upp myrk- ur þagnar og fordóma vegna ofbeld- is gagnvart konum. María Ellingsen leikstýrir Píku- sögum og er miðaverð 2.000 krónur. Morgunblaðið/ÞÖK Alþingiskonur flytja Píkusögur 2 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MLADIC HANDTEKINN? Óljósar og misvísandi fréttir voru í gær yfirvofandi handtöku Ratko Mladic, fyrrverandi hers- höfðingja Bosníu-Serba, en hann hefur verið ákærður fyrir stríðs- glæpi. Sögðu serbneskir fjölmiðlar að hann hefði verið handtekinn en Serbíustjórn neitaði því og einnig Carla Del Ponte, saksóknari við Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag. Haft var eftir ónefndum embættismönnum að vitað væri hvar hann væri eða að hans væri leitað. Lánshæfishorfur versna Alþjóða matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöð- ugum í neikvæðar. Þetta þýðir ekki að lánshæfiseinkunnin versni en um er að ræða viðvörun. Ís lenskukennsla skerðist Kennsla í íslensku mun hafa ver- ið skert um rúm 30% á innan við 10 árum í íslenskum framhaldsskólum ef tillögur um styttingu framhalds- skólans ganga eftir. Stöðvarhús á góðri le ið Fyrri áfanga á uppsteypu og frá- gangi í stöðvarhússhellinum í Val- þjófsstaðarfjalli í Fljótsdal er lok- ið. Búið er að steypa umhverfis þrjár vélar í stöðvarhúsinu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 26/28 Fréttaskýring 8 Bréf 28 Viðskipti 14 Minningar 29/32 Erlent 16/17 Myndasögur 36 Minn staður 18 Dagbók 36/39 Landið 19 Staður&stund 38/39 Höfuðborgin 20 Leikhús 40 Akureyri 20 Bíó 42/45 Menning 21, 40/45 Af listum 45 Daglegt líf 22/23 Ljósvakar 46 Forystugrein 24 Veður 47 Viðhorf 26 Staksteinar 47 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir fasteignablað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                     ! " # $ %            &         '() * +,,,                           FLUG 19.900KR. Ferðatímabil 20. apríl–30. júní (síðasta heimkoma). + Bókaðu á www.icelandair.is ALLIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra telur að greining matsfyrirtækisins Fitch Ratings sé til marks um það að fara þurfi vel yfir fjárlög ársins 2007. Auk þess sé hún til marks um mik- ilvægi þess að bankarnir gæti sín enn betur í út- lánum, því vaxtahækkanir hafi ekki skilað þeim árangri sem Seðlabanki Íslands hafi vonast eft- ir. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að ábendingar Fitch séu mikilvægar um hvernig staða mála sé hér á landi, fyrir Seðlabankann, markaðinn og hið opinbera. Hann segir að allar ábendingar verði skoðaðar. Hins vegar sé erfitt að taka snúning á þeirri stefnu sem unnið hafi verið eftir með góðum árangri hingað til. Matsfyrirtækið greindi frá því í gær að horf- um fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hefði verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. Halldór segir aðspurður að greining fyrirtækisins veki athygli á því ástandi sem ríki í efnahagsmálum hér á landi. „Það liggur fyrir að mikil spenna er í efnahagslífinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans hefur útlánaaukningin verið gíf- urlega mikil hjá bönkunum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið upp á síðkastið hafa bankarnir verið að herða sínar útlánareglur og gera meiri kröfur, sem ég tel vera mjög mik- ilvægt og hefði mátt gerast fyrr.“ Ekki rétt að bregðast sérstaklega við Inntur eftir því hvort ástæða sé fyrir stjórn- völd að bregðast sérstaklega við greiningu Fitch segir Halldór. „Ég tel að það sé ekki rétt að við bregðumst neitt sérstaklega við þessu, á þessu stigi. Við verðum að vona að þær aðhaldsreglur sem núna eru í gangi, bæði af hálfu Seðlabank- ans og bankanna, skili tilætluðum árangri. En við munum að sjálfsögðu meta þessa hluti, sér- staklega að því er varðar fjárlögin fyrir árið 2007, og tökum öllum slíkum ábendingum alvar- lega.“ Inntur eftir því hvort til greina komi að draga boðaðar skattalækkanir til baka segir hann, að um tiltölulega litlar fjárhæðir sé að ræða í efna- hagslegu samhengi. „Ég tel að útlánamálin séu langstærsta atriðið á þessu stigi, en að sjálf- sögðu komum við til með að fara mjög vel yfir fjárlögin vegna ársins 2007.“ Árni M. Mathiesen segir greinilegt að Fitch telji að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar séu raunverulegar og hafi áhrif í hagkerfinu. Þá seg- ir Árni merkilegt að þrátt fyrir að tekjuafgang- ur ríkissjóðs hafi aukist um 5,5% á árunum 2004 og 2005, sem sé það mesta sem sjáist innan OECD, þá telji Fitch að um of lítinn afgang sé að ræða og hann ætti að vera meiri. Samkvæmt því séu skattalækkanirnar of miklar. Að sögn Árna er einnig gagnrýnt hve lítil af- skipti hið opinbera hafi af viðskiptalífinu. Árni telur að þetta sé merkileg gagnrýni þar sem hún beinist að hlutum sem hann hafi talið lykilþætti í þeirri jákvæðu þróun sem hér hefur ríkt. Hann segir að þetta stangist á við þá gagnrýni sem heyrist innanlands þar sem kvartað er yfir of litlum skattalækkunum og of miklum ríkisaf- skiptum af viðskiptalífinu. Bankarnir þurfi að gæta sín enn betur í útlánum Eftir Örnu Schram og Guðrúnu Hálfdánardóttur SAMFYLKINGIN og Sjálfstæðis- flokkurinn fengju sjö borgarfulltrúa hvor og Vinstri grænir einn ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, sam- kvæmt könnun sem Félagsvísinda- stofnun HÍ gerði fyrir Samfylk- inguna dagana 14.–19. febrúar. Framsóknarflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn ná ekki inn manni. Samfylkingin mælist með 40,1% fylgi og bætir rúmum sjö prósentu- stigum við sig frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar sem fram fór 31. janúar til 2. febrúar og var unnin fyrir Morgunblaðið. Sjálf- stæðisflokkur fengi 45,6% nú en var með 48,8%, Vinstri grænir fá nú 8,3% en fengu 10,5% síðast, Fram- sóknarflokkurinn er með 3,7% fylgi nú en var með 5,3% síðast og Frjáls- lyndi flokkurinn fær 1,4% fylgi nú en var með 2,2%. Í niðurstöðum segir að sjöundi borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar standi tæpt og að mjög stutt sé í áttunda mann Sjálfstæð- isflokksins. Könnunin byggðist á 800 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá, á aldrinum 18–80 ára og var svarhlut- fall 71,4%. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir svarendur. Í fyrstu spurningunni var spurt hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef borg- arstjórnarkosningar yrðu á morgun. Óákveðnir voru svo spurðir hvað væri líklegast að þeir kysu og þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir hvort væri líklegra að þeir kysu Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista. Hlutfall óákveðinna var 26,6% eftir fyrstu spurningu en lækkaði í 8,2% eftir þriðju spurningu. Samfylking hækkar um sjö prósentustig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.