Morgunblaðið - 22.02.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.02.2006, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KAUPÞING banki hefur selt 10% hlut í Kögun. Kaupandi er Exista fjárfestingar ehf., sem er dótturfélag í eigu Exista. Eftir kaupin á bankinn enn 1,22% hlut í fyrirtækinu en Ex- ista fjárfestingar eiga nú 11,04%. Miðað við gengi Kögunar á markaði í gær var kaupverðið um 1,2 milljarð- ar króna. Bréf fyrirtækisins hækk- uðu um 0,9% í Kauphöllinni í gær, eitt fárra félaga sem það gerðu. Exista er einnig aðaleigandi Ex- ista B.V., félags sem er stærsti eig- andi KB banka og á 43,6% hlut í Sím- anum, sem aftur á nærri 27% hlut í Kögun. Samanlagðir hlutir Símans og Exista fjárfestinga í Kögun eru því um 38% og nálgast yfirtöku- skyldu þar sem um tengda aðila er að ræða. Aðrir stórir hluthafar í Kögun eru Straumur-Burðarás Fjárfestinga- banki og Iða fjárfesting, sem eru í eigu Straums, en til samans eiga þessi félög rúm 15%. Þá á Teton ehf. 8,6% hlut en það er félag að mestu leyti í eigu Gunnlaugs Sigmundssonar, forstjóra Kögunar, og stjórnarmannanna Arnar Karls- sonar Vilhjálms Þorsteinssonar. Til samans mun Teton og aðaleigendur þess persónulega auk starfsmanna Kögunar eiga nær 18% hlut í félag- inu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun hlutur Kaupþings banka í Kögun hafa verið skráður í veltubók bankans og hugðist bank- inn ekki bregða út af þeirri venju sinni að nota ekki hlutabréf í veltu- bók til þess að greiða með þeim atkvæði. Eðlilegt sé að skoða kaupin í því ljósi enda verði hluturinn nú virkur með kaupum Exista á honum. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði við Morgunblaðið að fé- lagið hefði verið að fylgjast með Kögun um nokkurt skeið. „Fjar- skipti og upplýsingatækni falla vel saman,“ sagði Erlendur en vildi ekk- ert tjá sig um það hvort Exista ætlaði sér að kaupa fleiri hluti í Kög- un. Ekki náðist í Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, en tæpar tvær vik- ur eru síðan Síminn keypti sinn hlut í Kögun af dótturfélögum FL Group og Straums-Burðaráss fyrir rúma þrjá milljarða króna. Við það tæki- færi sagði Brynjólfur í Morgun- blaðinu að Kögun og Síminn ættu með sér mikla samvinnu og gætu aukið hana í framtíðinni. Kögun væri spennandi félag og samþætta mætti sumt af því sem Síminn og Kögun væru að gera í fjarskiptum og upp- lýsingatækni. 636 milljóna hagnaður Kögun skilaði frá sér uppgjöri í gær fyrir rekstur síðasta árs, en þá nam hagnaður eftir skatta um 636 milljónum króna, sem er aukning um 40% frá árinu 2004. Rekstrartekjur jukust um 12.485 m. kr. sem er hækkun um 253% frá árinu 2004. Ársreikningur Kögunar hf. hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess, Verk- og kerfisfræðistofunnar hf., Kögurness ehf., Ax hugbúnaðarhúss hf., Hugar hf., Landsteina Strengs hf., Skýrr hf., Teymi, Opin Kerfi Group Hold- ing ehf. og Hands ASA. Exista og Síminn eiga nú 38% í Kögun Exista keypti í gær 10% hlut af KB banka Eftir Björn Jóhann Björnsson og Arnór Gísla Ólafsson !  " #$ % "&'(" % ) " * %+ " %(  (,- (. (' /. "&'(" % ) " 0 & " 1(2 (3"  4  ,0!" 5( &6. (   . !" 5( & )  " 7 + + ) 8 8.( (  % " ( %          9   9  9 9 9    9  9 RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu menntamálaráð- herra, að veita November Events þriggja milljóna króna styrk til að vinna að því að fá MTV Europe-tónlistarhátíðina hingað til lands. „Að minni tillögu ákvað ríkis- stjórnin að styrkja November Events, sem True North er bak- hjarlinn í, til þess að undirbúa það að fara í samkeppni um að fá MTV-tónlistarverðlaunin hingað heim 2007,“ sagði Þor- gerður Katrín í samtali við Morgunblaðið. „Við viljum að minnsta kosti stuðla að því að við verðum í umræðunni í sam- keppninni um að fá þessi tónlist- arverðlaun hingað. Það væri auðvitað frábært ef okkur myndi auðnast það, en styrk- urinn er sem sagt fyrst og fremst til undirbúnings þessu framboði. Síðan verður að taka sjálfstæða ákvörðun í framhald- inu um það hvað hið opinbera getur gert, ef af verður.“ MTV hefur áhuga á Íslandi Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins þykja fulltrúar MTV hafa sýnt mikinn áhuga á að halda tónlistarhátíðina hér á landi og hafa þeir komið nokkr- um sinnum á síðastliðnum mán- uðum til að kynna sér aðstæður. Jafnframt er ljóst að hörð sam- keppni er um það að halda há- tíðina og því enginn vissa fyrir því að Reykjavík verði fyrir val- inu. Í fyrstu var stefnt að því að hátíðin yrði hér á þessu ári en hún verður í Kaupmanna- höfn. Nú er verið að skoða möguleika á að fá hátíðina hing- að haustið 2007. Stærsti viðburður sinnar tegundar MTV-tónlistarhátíðin er stærsti viðburður sinnar teg- undar í heiminum. Áætlað er að um einn milljarður manna hafi horft á útsendingar frá hátíð- unum á undanförnum árum, auk þeirra sem fylgdust með endur- sýningum. Hver útsending nær til 350 milljóna heimila um heim allan. Gera má ráð fyrir að um 500 þekktir tónlistarmenn og fylgdarlið kæmi á hátíðina, auk um 700 blaðamanna. Einnig býður MTV styrktaraðilum, út- gáfufyrirtækjum og fleirum að senda fulltrúa sína og gæti verið um 2.500–3.000 manns að ræða. Beinn kostnaður, sem félli til hér á landi við hátíðina, hefur verið áætlaður um 1,5–2,0 millj- arðar króna. Unnið að því að fá MTV-hátíðina hingað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) skýrði í gær frá niðurstöðum úr fyrsta fasa prófana á tilrauna- lyfinu DG041. Niðurstöðurnar þykja lofa góðu, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. Tilrauna- lyfinu er beint gegn æðakölkun í fótleggjum eða svokölluðum útæðasjúkdómi. 196 heil- brigðir einstaklingar tóku þátt í prófunum á lyfinu. Engar alvarlegar aukaverkanir komu fram og þátttakendur virtust þola vel allar skammtastærðir lyfsins. Í frétt ÍE er vitnað í Kára Stefánsson, for- stjóra, sem segir að mikil þörf sé fyrir nýtt lyf sem hindrar samloðun blóðflagna án þess að auka hættu á blæðingum. Kári kveðst vera sér- staklega stoltur af vísindamönnum ÍE í lyfja- efnafræðideildinni í Chicago sem þróuðu nýtt og betra lyfjaform til að auka styrk lyfsins í líkamanum á aðeins nokkrum vikum. Útæðasjúkdómur hrjáir um 10% fullorðinna í vestrænum löndum og yfir 20% þeirra sem komnir eru yfir sjötugt. Sjúkdómurinn lýsir sér í því að æðar þrengjast vegna myndunar æðaskellna og blóðstreymi til handa og fóta minnkar. Helstu einkenni sjúkdómsins er tímabundinn sársauki í fótum við göngu eða æfingar. Ef sjúkdómurinn gengur svo langt að æð stíflast getur það leitt til dreps í útlimum. Engin lyfjameðferð er þekkt sem hefur áhrif á líffræðilegar orsakir sjúkdómsins eða kemur í veg fyrir framþróun hans. DG041 er fyrsta lyfið sem hefur verið þróað út frá niðurstöðum erfðarannsókna á algeng- um sjúkdómi og fyrsta lyfið sem vísindamenn ÍE hafa þróað frá grunni. Tilraunalyf ÍE gegn æðakölkun lofar góðu ÍSLENDINGAR eru gjarnari en aðrar Evrópuþjóðir á að túlka drauma sína sem skilaboð um eitthvað utanaðkomandi heldur en persónuleg skilaboð úr sálarlífinu. Þannig telja Íslendingar sig dreyma fyrir veðri, at- burðum eða félagslegum samböndum en aðrir Evrópubúar túlka drauma sína sem ein- hvers konar ávísanir á innri átök sálarinnar. Þetta er meðal þess sem fram hefur komið í rannsóknum dr. Adriënne Heijnen, mann- fræðings. Hún mun kynna niðurstöður sínar í fyrirlestri í dag kl. 17.15 í stofu 201 í Árna- garði og verður hann fluttur á íslensku. Spjallað um ólíkar draumtúlkanir ♦♦♦ „VIÐ finnum glöggt til þeirrar ábyrgðar sem lögð er á herðar okkar með því að fela okkur að gæta einnar lítillar fjaðrar. Það er raunar sú ábyrgð sem okkur er öllum lögð á herðar, ekki síst þeim ungu að gæta þess dýrmæta auðs sem felst í tungunni. Það fell- ur í ykkar hlut að halda henni þannig að til sóma sé,“ sagði Matthías Johannessen, skáld og fulltrúi hóps áhugafólks um eflingu móðurmálsins, þegar hann afhenti Laxness- fjöðrina við hátíðlega athöfn í Austurbæjar- skóla í gær. Laxnessfjöðrin er ætluð annars vegar ungu fólki sem sýnt hefur góð tök á móður- málinu og hins vegar þeim sem örva æskuna og eru henni fyrirmynd. Að þessu sinni kom Laxnessfjöðrin í hlut fjögurra nemenda Austurbæjarskóla sem og skólans. Austurbæjarskóli stóð fyrr í vetur tvisvar fyrir smásagnasamkeppni, annars vegar meðal nemenda 9. bekkjar og hins vegar meðal nýbúa á fyrsta og öðru ári á Íslandi í nýbúadeild skólans. Viðfangsefni nemenda 9. bekkjar var að skrifa sakamálasögu úr skólahverfinu 101 Reykjavík og hlutu Tumi Árnason og Ingi Kristján Sigurmarsson viðurkenningu fyrir sögur sínar. Viðfangsefni nemenda nýbúadeildar var að skrifa um líf sitt, lýsa lífi sínu í heima- landinu og þeim breytingum sem fylgdu því að flytja til Íslands. Hlutu Skurta Krutaj og Aimee C. Sambajon Laxnessfjöðrina fyrir skrif sín, en Skurta flutti til landsins sl. haust frá Sarajevo og Aimee kom til lands- ins frá Filippseyjum fyrir hálfu öðru ári. Báðar þykja þær hafa náð góðu valdi á ís- lensku máli. Fjöðrin send áfram til Þórshafnar á Langanesi Héðinn Pétursson, skólastjóri Austur- bæjarskóla, gerði í framsögu sinni stuttlega grein fyrir sögu Laxnessfjaðrarinnar sem fyrst var afhent fyrir ári. Höfundur og hug- myndasmiður viðurkenningarinnar er Erlingur Jónsson, myndhöggvari og kennari í Keflavík, en hópur áhugafólks um eflingu móðurmálsins sér um að veita fjöðrina. Í þeim hópi eru auk Matthíasar, Andri Snær Magnason, Birgir Guðnason, Pétur Gunn- arsson, Sigríður Halldórsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Vésteinn Ólason, Vigdís Finn- bogadóttir og Þorgrímur Þráinsson. „Fyrsta Laxnessfjöðrin, sem afhent var fyrir ári, kom í hlut Mjólkursamsölunnar fyrir öflugt starf í þágu íslenskrar tungu. Í framhaldinu var Myllubakkaskóla í Reykja- nesbæ, þar sem Erlingur hóf kennsluferil sinn, veitt þessi viðurkenning og hlutu tveir nemendur skólans viðurkenninguna fyrir gott vald á móðurmálinu. Síðan var mælst til þess að skólinn benti á annan skóla til að taka við fjöðrinni,“ sagði Héðinn og tók fram að hugmyndin væri sú að Laxnessfjöðrin yrði send á milli skóla um allt land sem sæi síðan um að afhenda hana. Undir lok athafnarinnar í gær var tilkynnt að Austurbæjarskóli hefði ákveðið að senda fjöðrina til grunnskólans á Þórshöfn á Langanesi. Austurbæjarskóli og fjórir nemendur hans fá Laxnessfjöðrina „Það fellur í ykkar hlut að halda tungunni þannig að til sóma sé“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Árni Óskarsson sem tók við fjöðrinni fyrir hönd Tuma sonar síns, Aimee C. Sambajon, Matthías Johannessen, Héðinn Pétursson og Ingi Kristján Sigurmarsson. Fremst er Skurta Kruta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.