Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLUG 19.900KR. Ferðatímabil 20. apríl–30. júní (síðasta heimkoma). + Bókaðu á www.icelandair.is ALLIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU TÆP 63% þeirra sem afstöðu tóku í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð eru andsnúin því að stjórnvöld beiti sér fyrir því að ný álver verði reist hér á landi næstu fimm árin. Forsvarsmenn Vinstri grænna kynntu niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í gær. Ögmund- ur Jónasson, þingflokksformaður flokksins, sagði á fundinum að sér- staka athygli vekti hversu hátt hlut- fall þjóðarinnar væri mjög andvígt frekari virkjunum í þágu álfram- leiðslu á komandi árum. Þá væri meirihluti þjóðarinnar andvígur því að ráðist yrði í nýjar virkjunarfram- kvæmdir vegna álframleiðslu. „Niðurstöður könnunarinnar sýna ótvírætt að stóriðjustefna ríkis- stjórnarinnar er í hrópandi and- stöðu við meirihluta þjóðarinnar,“ sagði Ögmundur. Í könnuninni, sem gerð var dag- ana 2.-14. febrúar var spurt tveggja spurninga: 1) Telur þú að stjórnvöld eigi að beita sér fyrir því að byggð verði ný álver á Íslandi á næstu fimm árum eða telur þú að stjórnvöld eigi ekki að beita sér fyrir því? 2) Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur því að ráðist verði í nýjar virkjana- framkvæmdir vegna álframleiðslu á næstu fimm árum? Af þeim sem afstöðu tóku til fyrri spurningarinnar sagðist 37,1% þeirrar skoðunar að stjórnvöld ættu að beita sér fyrir byggingu nýrra ál- vera. Um 20% landsmanna tóku hins vegar ekki afstöðu til spurning- arinnar. Þegar kynjahlutfall er skoðað kemur í ljós að 55% karla töldu ekki að stjórnvöld ættu að beita sér fyrir byggingu nýrra ál- vera en 72% kvenna. 45% karla voru fylgjandi nýjum álverum en 28% kvenna. Í seinni spurningunni kvaðst rúmt 31% þátttakenda mjög andvígt því að ráðist yrði í nýjar virkjanafram- kvæmdir vegna álframleiðslu næstu fimm árin og um 20% sögðust frekar andvíg. 14,3% kváðust mjög hlynnt því að slíkar framkvæmdir yrðu hafnar og 21,2% frekar hlynnt, en rúm 20% tóku ekki afstöðu. Tölu- verður munur var á milli kynja í þeim hópi sem lýsti sig mjög hlynnt- an nýjum virkjanaframkvæmdum. 21% karla kvaðst þeirrar skoðunar en aðeins 7,6% kvenna. Ögmundur sagði einnig á fund- inum að niðurstöðurnar styddu enn frekar mikilvægi þess að þjóðin fengi að ákveða framhald málsins. Út á það gengi tillaga til þingsálykt- unar sem þingflokkur VG hefði lagt fram á Alþingi. Samkvæmt tillög- unni er gert ráð fyrir að efnt verði til atkvæðagreiðslu um stóriðju- stefnuna samhliða sveitarstjórnar- kosningunum 27. maí í vor. Úrtakið í könnuninni var 1350 einstaklingar og svarhlutfall var 61,6%. Könnun Gallup sem gerð var fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð Meirihluti andsnúinn byggingu nýrra álvera Morgunblaðið/ÞÖK Vinstri grænir kynntu niðurstöður könnunarinnar á fundi í gær.                                        !" #          $            :   %6 "%.  9 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HÁSKÓLI Íslands og Landsbank- inn hafa gert með sér samstarfs- samning um nýtt nám í hagnýtri menningarmiðlun til M.A.-prófs við hugvísindadeild HÍ. Landsbankinn mun leggja til fimm milljónir króna á ári næstu þrjú ár til hugvís- indadeildar til að kosta starf lektors fyrir nýju námsbrautina, sem vistuð verður í sagnfræði- og fornleifa- fræðiskor, en Háskólinn stendur straum af öðrum kostnaði. Kennsla í hagnýtri menningarmiðlun hefst haustið 2006. Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við HÍ og formaður starfshóps um endurskoðun á nám- skipan sagnfræðiskorar, bindur von- ir við nýju brautina og segir hana vera lið í að auka námsframboð inn- an skorar og deildar. Auk þess hefur grunnnám í sagnfræði á B.A.-stigi verið endurskipulagt og til stendur að bjóða upp á fleiri námsleiðir í meistaranámi: annars vegar fyrir kennara (M. Paed. nám) og hins veg- ar M.A. nám í samtímasögu. Valur segir að námsleiðin í hag- nýtri menningarmiðlun eigi að ýmsu leyti rætur í miðlunarsnámskeiðum sem kennd hafa verið í sagnfræði. Lagt verði upp með að kennarar komi úr ýmsum áttum, enda sé leit- að eftir þverfaglegu samstarfi í nám- inu, og miðað að því að tengja saman íslenska sögu og menningu. „Annað markmið er að koma á auknu sam- starfi milli námsgreina í hugvís- indadeild og styrkja tengslin við aðr- ar deildir,“ segir Valur. Leitað hafi verið til Landsbankans til að styrkja þessa námsleið þar sem bankinn leggur áherslu á að efla og styrkja menningu á Íslandi. Nýja námsbrautin er 45 eininga M.A. nám sem gengur út á að opna fleiri námsmöguleika fyrir nem- endur á framhaldsstigi og vekja þá til vitundar um mögulegar leiðir til miðlunar. Í upphafi mun m.a. verða boðið upp á námskeið í munnlegri miðlun og viðtalstækni, vefmiðlun, myndrænni miðlun og tímaritaút- gáfu. Ennfremur verður unnið með framsetningu efnis á sýningum í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og annað í menntatengdri ferðaþjón- ustu í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða sem haldið verður á Ísa- firði. Í námskeiðunum verður lögð rík áhersla á að unnin verði raunhæf verkefni sem stefnt er að að komi fyrir sjónir almennings. Leitast verður eftir að kynna nýjar miðl- unarleiðir fyrir nemendum og að þjálfa þá í að koma rannsóknum sín- um á framfæri á fjölbreyttan hátt. Vonast er því eftir góðu samstarfi við félög, stofnanir eða fyrirtæki á miðlunarsviði. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikið ánægju- efni fyrir bankann að leggja grunn að nýju námi við hugvísindadeild. Hann segir það hlutverk Lands- bankans að efla ekki aðeins atvinnu- lífið heldur einnig allar tegundir menningar. Hlutverk stórfyrirtækja „Það stendur ekkert þjóðfélag föstum rótum nema íbúarnir séu með á hreinu hvaðan þeir eru og við lítum svo á að þetta nám hafi að hluta til það markmið að kenna og miðla menningararfinum áfram,“ segir Sigurjón og útilokar ekki fleiri styrki til menntunarmála í framtíð- inni. „Við lítum svo á að stórfyr- irtæki hafi ákveðnu hlutverki að gegna, ekki aðeins í því að skapa at- vinnu og tekjur heldur líka á öðrum sviðum, samfélagslegum sviðum og þetta er eitt af þeim.“ Samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Landsbankans Staða lektors á nýrri námsbraut styrkt til næstu þriggja ára Morgunblaðið/ÞÖK Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrita samninga í Landsbankanum í gær. Eftir Andra Karl andri@mbl.is VR, sem stendur fyrir virðing og réttlæti, verður nýtt heiti Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, með fyrirvara um samþykki aðal- fundar félagsins í vor. Nafn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur þótti orðið úrelt því nú starfar aðeins um fimmtungur fé- lagsmanna við verslun og starfs- svæðið nær frá Akranesi til Vest- mannaeyja. Því efndi félagið til opinnar samkeppni um nýtt og lýs- andi nafn fyrir félagið. Um þúsund tillögur bárust og var rúmur þriðjungur þeirra ýmiss konar útfærslur á skammstöfuninni VR. Það var mat dómnefndar að í þeirri lausn felist ákveðin samfella milli fortíðar og framtíðar félagsins undir nafni sem allir félagsmenn geta fylkt sér undir. Nýja nafnið er því skammstöfunin VR en henni hefur verið fengið nýtt inntak; Virðing og réttlæti, tvö mikilvæg- ustu verkefnin á sviði félagsins. Í fréttatilkynningu kemur fram að hlutverk VR sé að stuðla að og efla virðingu á markvissan hátt en standa jafnframt vörð um réttlæti á öllum sviðum fyrir hönd fé- lagsmanna sinna og auðvelda þeim þannig að efla sinn hag í ánægju- legu starfi. Dómnefnd skipuðu Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, Kristín Sig- urðardóttir, forstöðumaður sam- skipta- og þróunarsviðs VR, auk rithöfundanna Gerðar Kristnýjar og Andra Snæs Magnasonar. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur fær heitið VR STARFSMENN GG-flutningafyrir- tækisins kappkosta að ganga eins vel og kostur er frá farmi sem þeir flytja, að sögn Eiríks Gunnarssonar hjá GG. Síðastliðinn sunnudag birti Morgunblaðið mynd af flutningabíl GG með farmi og fylgdi umsögn Ágústs Mogensen, forstöðumanns rannsóknanefndar umferðarslysa, sem sá ýmislegt athugavert við frá- ganginn. Vitnaði Ágúst í reglugerð 554/2003 í því sambandi. Eiríkur sagði að því miður væri þessi reglugerð ekki í neinu sam- ræmi við veruleikann hjá þeim í GG og ómögulegt fyrir fyrirtækið að fara eftir henni. Ef t.d. ættu að vera skjólborð eða styttur utan um farm- inn á myndinni hefði tengivagninn þurft að vera yfir löglegri breidd! Í þessu tilviki hefði hvorki verið hægt að koma við skjólborð- um eða styttum. „Við leggjum metnað okkar í að ganga vel frá farmi sem við flytjum,“ sagði Eiríkur. „Á myndinn sést hvað farmurinn er vel festur. Fyrst er hlaðið á bílinn fjórum einangrunar- plötum í hæð og strekkt með tveimur strekkjurum. Síðan koma tvær plöt- ur til viðbótar og aftur tveir strekkj- arar, síðan eru tveir krossbundnir strekkjarar bæði að framan og aftan. Þessi farmur er í heild um fimm tonn. Hver strekkjari þolir fimm til átta tonna átak í beinu átaki og þetta hefði ekki haggast þótt bílnum hefði hvolft!“ Eiríkur sagði að fyrirtækið flytti oft óhefðbundna farma, breiðari, lengri og hærri en samræmdist kröf- um fyrrnefndrar reglugerðar. Eiríki er því spurn hvernig eigi að bregðast við beiðnum um flutning á vörum sem ekki passa inn í gall- aða reglu- gerðina. Reglugerð um farm- flutninga ekki í sam- ræmi við veruleikann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.