Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 9

Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Léttir frakkar og kápur E N N E M M / S IA / N M 2 0 5 7 1 506 40 100milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.17. 1. vinningur Taktu mi›a– rö›in gæti veri› komin a› flér Potturinn stefnir í 100 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 60 milljónir og bónusvinningurinn í 2 milljónir. Kynningarfundur á ferðum sumarsins verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða þriðjudaginn 28. febrúar nk. kl 20.00 Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Stjórnin Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Stórglæsilegar nýjar vörur frá GERRY-WEBER, TAIFUN, LUCIA og fl. Mikið úrval af nýjum yfirhöfnum og stökum jökkum NEYTENDASTOFA hefur sektað Nóatún ehf. um hálfa milljón króna vegna auglýsinga þar sem fram kem- ur fullyrðingin „bestir í fiski“. Kem- ur fram í ákvörðun Neytendastofu að Nóatúni hafi með fjórum bréfum verið gefinn kostur á að tjá sig og færa rök fyrir fullyrðingunni sem fyrst hafi birst í auglýsingum undir lok árs 2005. Fyrsta bréfinu var svarað þannig að fullyrðingin yrði ekki notuð aftur fyrr en lögð hefðu verið fram gögn henni til stuðnings. Þau gögn hafa hins vegar ekki enn borist Neyt- endastofu en fullyrðingin ítrekað birst í auglýsingum Nóatúns. Sigurður Arnar Sigurðsson, for- stjóri Kaupáss sem rekur m.a. Nóa- túnsverslanirnar, segir ekkert því til fyrirstöðu að sektin verði látin niður falla. Fyrirtækinu hafi verið gefinn ákveðinn frestur til áfrýjunar og Neytendastofu verði því sent bréf með gögnum sem sýni fram á að full- yrðingin sé réttmæt. „Við erum nátt- úrlega með gögn sem geta sýnt fram á að við séum bestir í fiski,“ segir Sigurður og bætir við að mistök hafi átt sér stað sem urðu til þess að aug- lýsingarnar birtust áfram með þess- um hætti, og áður en gögnin hafi ver- ið lögð fram. Nóatún sektað um hálfa milljón króna vegna auglýsinga LÖGREGLAN á Egilsstöðum lagði hald á um fimmtán grömm af hassi sem fundust í vörusendingu á Egils- staðaflugvelli í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu var karlmaður á Reyðar- firði handtekinn í tengslum við mál- ið og játaði hann að eiga efnið. Maðurinn sem er á tvítugsaldri ját- aði jafnframt að hafa ætlað hassið til sölu á svæðinu, en einnig til eigin nota. Árvekni tollgæslunnar má þakka fyrir fíkniefnafundinn en hassið var falið í brúsa utan um hárþvottalög í sendingu úr innanlandsflugi frá Reykjavík. Víst þykir að ungi maðurinn hafi átt sér vitorðsmann en málið telst upplýst af hálfu lög- reglunnar á Egilsstöðum. Fimmtán grömm af hassi í vörusendingu LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði ökuferð 14 ára stúlku um klukkan hálffjögur í fyrrinótt þegar bifreið var stöðvuð við hefðbundið umferð- areftirlit rétt utan við bæinn. Talið er að stúlkan, sem var ein í bílnum, hafi tekið bifreiðina ófrjálsri hendi en bíllinn er í eigu foreldra hennar. Stúlkan er jafnframt grunuð um ölvun við aksturinn og því mildi að lögreglan stöðvaði för hennar áður en illa fór. Að sögn lögreglu er þetta ekki í fyrsta skipti sem stúlk- an kemst í kast við lögin en mál hennar verður sent barnaverndar- yfirvöldum. 14 ára drukkin undir stýri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.