Morgunblaðið - 22.02.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 22.02.2006, Síða 10
AÐALMEÐFERÐ í Baugsmálinu hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, og bar m.a. Jón Gerald Sullenberger vitni í málinu. Hann var spurður ýtarlega út úr efnisatriðum málsins og neitaði þrisvar að svara þar sem hann taldi svarið kunna að fela í sér játningu um að hann hafi framið refsiverðan verknað. Aðalmeðferðin tekur einungis til þeirra átta ákæruliða sem eftir standa eftir að Hæstiréttur vísaði frá meirihluta ákæruliða í Baugs- málinu. Þeir ákæruliðir sem nú eru til meðferðar taka annars vegar til meintra undanskota á opinberum gjöldum vegna bílainnflutnings, en hins vegar til rangra upplýsinga í ársreikningum. Aðalmeðferðinni verður haldið áfram í dag, þegar fleiri vitni verða kölluð fyrir, og á morgun, þegar reiknað er með að sækjandi og verjendur flytji málið fyrir dómi. Þrír sakborninga, þau Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson, voru stödd í hér- aðsdómi í gær til að hlýða á Jón Gerald Sullenberger bera vitni, en Jóhannes lýsti Jóni Gerald þannig við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi í gær að hann væri fyrrverandi vinur sinn. Jón Gerald fór til lögreglu sumarið 2002 með gögn um við- skipti sín og Nordica, fyrirtækis síns í Miami í Bandaríkjunum, við Baug og forsvarsmenn fyrirtækis- ins, og varð það kveikjan að málinu. Jóni Gerald engu lofað Áður en Jón Gerald bar vitni áréttaði dómari við hann að hann gæti, samkvæmt 51. grein laga um meðferð opinberra mála, sleppt því að svara spurningum fyrir dómi ef hann teldi að með því að svara væri hann að játa á sig eða benda til þess að hann hafi framið refsiverðan verknað. Settur ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, spurði Jón Ger- ald fyrst af öllu hvort hann hefði gert einhvern samning við saksókn- ara, eða einhvern annan, um að hann yrði ekki saksóttur vegna þessa máls, og sagði Jón Gerald að svo væri alls ekki. Honum hefði engu verið lofað. Meðal þess sem Jón Gerald var spurður um í gær var hvers vegna hann hefði tekið þá ákvörðun að fara með sínar upplýsingar og gögn til ríkislögreglustjóra. Hann sagði að þegar hann hefði gert það, sum- arið 2002, hefði hann einfaldlega verið búinn að fá nóg af Baugi og forsvarsmönnum fyrirtækisins. Hann hefði tapað í viðskiptum við þá, og ekki verið sáttur við að þeir hefðu ekki staðið við loforð og samninga. „Ég vissi að þeir voru að misnota fyrirtækið, þeir voru að nota okkur [Nordica] til þess,“ sagði Jón Ger- ald. Hann segist því hafa ákveðið að þetta þyrfti að stöðva. Eftir spurn- ingu eins verjenda sagði hann það hljóta að vera rétt einstaklinga sem kæmust að því að verið væri að mis- nota skráð hlutafélag að segja frá því og leggja fram gögn sem styddu það. Neitaði í tvígang að svara spurningum um hótanir Jón Gerald var spurður út í fram- burð Jóhannesar Jónssonar, eins sakborninga, í réttarsal í gær, þar sem Jóhannes sagði Jón Gerald hafa hringt í sig áður en hann fór til lögreglunnar og hótað sér. Hann sagðist muna eftir því að hafa verið að reyna að ná í Jón Ásgeir Jóhann- esson, en þegar það hefði ekki gengið hefði hann hringt í Jóhann- es. Hann viðurkenndi að hann hefði vissulega verið „nokkuð reiður“ þegar hann hringdi í Jóhannes, og hann hefði sagt honum þar að hann ætlaði í mál við hann á Íslandi. Þeg- ar Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar, spurði hann nánar út í þessar meintu hótanir neitaði hann að svara á þeim grundvelli að gerði hann það væri hann hugsanlega að viðurkenna að hafa brotið lög. Verjandi benti á að við skýrslu- tökur hjá lögreglu hefði Jón Ásgeir sagt að Jón Gerald hefði haft í hót- unum við sig. Jón Gerald sagðist í fyrstu ekki vilja tjá sig um þetta, það kæmi málinu ekki við. Eftir að dómari brýndi hann til að svara spurningunni neitaði hann að svara á þeim grundvelli að gerði hann það væri hann hugsanlega að viður- kenna að hafa brotið lög. Jón Gerald var í gær spurður ýt- arlega út í innflutning sinn á bílum fyrir Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristínu Jóhann- esdóttur, en þau eru ákærð fyrir að hafa skotið undan hluta af opinber- um gjöldum þegar þau fluttu bílana inn. Jón Gerald sagði að hann hefði útvegað samtals 6-7 bíla fyrir for- svarsmenn Baugs, fyrst árið 1996 og svo öðru hverju fram til ársins 2002. Hann sagði að í öllum tilvikum hefði væntanlegur kaupandi haft frumkvæði að kaupunum, og látið vita um tegund og árgerð sem við- komandi vildi kaupa. Spurður hvort fyrirtæki hans, Nordica, hefði keypt bílana og selt þá aftur til Íslands sagði hann: „Nei, ég var eingöngu milligöngu- maður.“ Hann sagðist hafa útvegað bílana og lagt út fé fyrir þeim, og svo rukkað kaupendur um verðið. Hann hefði séð um að koma bíl- unum til hafnar eða í flug. Bar verðið undir kaupendur Jón Gerald sagði að í öllum til- vikum hefði hann hringt í þann sem bað hann um að kaupa bílinn, eftir að hann hafði upp á réttum bíl, og borið undir kaupandann hvort hann eða hún vildi kaupa á því verði sem sett var upp. Svo hefði verið samið um hvernig viðkomandi myndi greiða fyrir. Misjafnt var hvert reikningar voru sendir, en Jón Gerald segir að við innflutning á þeim fjórum bif- reiðum sem ákært er vegna hafi hann í öllum tilvikum verið beðinn um að senda ekki einn reikning heldur tvo. Hann hafi jafnframt ver- ið beðinn um að hafa textann á öðr- um reikningnum rangan og almenns eðlis, í stað þess að hann yrði tengd- ur innflutningi á viðkomandi bifreið. Spurður hverjir hafi beðið hann um að senda tvo reikninga sagði hann það misjafnt eftir bílum. Í tveimur tilvikum hefði það verið Jón Ásgeir Jóhannesson sem hefði beðið hann að gera það, en vegna hinna tveggja bílana hefði það verið Krist- ín Jóhannesdóttir sem bað um það. Hann segir að allir reikningarnir hafi verið greiddir að fullu, og þegar upphæðirnar á reikningunum hafi verið lagðar saman hafi hann haft bílverðið, og í einu tilviki um 4.000 Bandaríkjadali að auki í þóknun. Sigurður Tómas spurði Jón Ger- ald að því hver hans skýring væri á því að hann hefði útbúið tvo reikn- inga á hvern bíl. Því sagðist Jón Gerald ekki geta svarað, það væri ekki sitt að segja hvað ákærðu hefðu verið að hugsa á þeim tíma. „Ansi margt skrýtið“ Þegar hann var síðar spurður nánar út í þetta af verjendum sagði hann að á þeim tíma hefði hann ekki hugsað mikið um það, hugsanlega hefði hann talið það vegna einhverr- ar kostnaðarskiptingar milli fyrir- tækja kaupenda bílanna. Eftir að hann hefði farið að hugsa málið hefði honum orðið ljóst að líklega hefði átt að nota reikningana til að koma sér undan greiðslu opinberra gjalda. Spurður hvort honum hefði ekki þótt það fyrirkomulag að gefa út tvo reikninga skrýtið sagði Jón Gerald: „Það var nú ansi margt skrýtið sem þessir menn báðu mig um að gera fyrir sig. Þetta var bara eitt af því.“ Aðspurður hvers vegna hann hefði farið að þeim fyrirmælum að skipta reikningnum í tvennt í þess- um tilvikum sagði Jón Gerald að hann hefði verið búinn að leggja út fyrir bílnum, ýmist öllum eða inn- borgun, og það hefði virst eina leið- in til að fá borgað að fara að þeim fyrirmælum að gefa út tvo reikn- inga. Tveir af bílunum voru fyrir Jón Ásgeir, einn var fluttur til landsins fyrir Jóhannes, og sá fjórði fyrir Kristínu. Spurður hver hefði greitt reikninga sem Nordica sendi á fyr- irtæki kaupendanna, m.a. Baug og Gaum, fjárfestingarfélag í þeirra eigu, sagði hann að Jón Ásgeir hefði kvittað upp á reikninga í a.m.k. einu tilviki. Kristín hefði svo séð um greiðslu reikninga vegna bíla sinna og Jóhannesar, sem voru keyptir á sama tíma. Í því tilviki hefðu verið gefnir út þrír reikningar vegna tveggja bíla. Tveir hefðu verið með lægri verðum fyrir bílana, en sá þriðji hefði verið gefinn út á Pönnu pizzur, fyrirtæki sem var í eigu Gaums, og rak Pizza Hut á Íslandi. Vissi ekkert um Pönnu pizzur Jón Gerald sagði það útilokað að þeir röngu reikningar sem hann segist hafa gefið út vegna bílainn- flutnings væru tilkomnir vegna ein- hvers annars en bílainnflutnings. Hann kannaðist ekki við þann fram- burð Jóns Garðars Ögmundssonar, framkvæmdastjóra Pönnu pizza á þessum tíma, að reikningurinn hefði verið greiddur eftir að Jón Gerald hefði aðstoðað Jón Garðar við að reyna að kaupa aðföng fyrir Pizza Hut frá Bandaríkjunum, sem svo hefði ekki getað orðið neitt af. Jón Garðar sagði fyrir dómi á föstudag að lögregluskýrsla sem tekin hefði verið af Jóni Gerald hefði raunar verið öll hin undarleg- asta. Í skýrslunni sagðist Jón Ger- ald ekki hafa átt nein samskipti við forsvarsmenn Pönnu pizza, né hefði hann vitað hverjir það voru. Jón Garðar sagði það undarlegt, því hann hefði átt mikil samskipti við Jón Gerald, og hann hefði m.a. lán- að honum bíla þegar hann kom hingað til lands. Jón Gerald sagði ekkert undar- legt við sinn framburð hjá lögreglu. Hann hefði ekki kannast við fyr- irtækið Pönnu pizzur, né hverjir væru í forsvari fyrir það fyrirtæki. Hann hefði alltaf talið að Jón Garð- ar hefði starfað fyrir Pizza Hut, og ekki vitað að fyrirtækið sem rak Pizza Hut hefði heitið Pönnu pizzur. BMW með tveimur framleiðslunúmerum Í gögnum málsins koma fram tvö framleiðslunúmer á bifreið af BMW gerð sem Nordica hafði milligöngu um að kaupa fyrir Kristínu Jóhann- esdóttur. Jón Gerald sagði aðspurð- ur að á því væri einföld skýring. Af- ar erfitt hefði verið að finna eintak af þessum bíl, sem hefði verið nýr á þeim tíma. Bílasali hefði fundið fyrir sig bíl, hann hefði greitt inn á hann, en vegna þess hve langan tíma tók að ákveða kaup á bílnum hefði sá bíll sem fannst verið seldur öðrum. Hann hefði því fengið annan bíl en ráð var fyrir gert í upphafi, með öðru framleiðslunúmeri. Þrír af fjórum bílum sem ákært er vegna voru keyptir af bandaríska fyrirtækinu Zona Franca Automot- ores, sem sérhæfir sig í að flytja bíla út frá Bandaríkjunum. Reikn- ingar þess fyrirtækis fyrir bílunum, sem koma úr bókhaldi Nordica, fé- lags Jóns Geralds, eru í öllum til- vikum 1.400 Bandaríkjadölum hærri en samanlagðir reikningar Nordica til bílakaupendanna. Jón sagði skýringuna þá að þegar hann keypti bílana hefði hann beðið bílasöluna um að gera sér tilboð í flutning á bílunum til New York, þaðan sem flytja átti þá. Bílasalan hefði boðið 1.400 Bandaríkjadali í það verk, en hann hefði ekki nýtt sér það tilboð heldur ákveðið að sjá sjálfur um að flytja bílana. Þess vegna væru reikningar bandarísku bílasölunnar, sem bárust ríkislög- reglustjóra um síðustu helgi, allir 1.400 dölum lægri en reikningar í bókhaldi Nordica. Þrjá reikninga „vegna skattsins“ Í gær var tekist á um tölvupósta sem frá Jóni Geraldi eru komnir, en svo virðist sem þeir hafi verið send- ir til hans frá Kristínu Jóhanns- dóttur. Kristín neitaði því alfarið fyrir dómi í gær að póstarnir væru frá henni komnir. Tölvupóstarnir snúa að bílaviðskiptum, og í einum virðist sem Kristín biðji Jón Gerald að senda þrjá reikninga, einn á hana, annan á Jóhannes föður henn- ar, og þann þriðja á Gaum „vegna skattsins“. Jón Gerald Sullenberger bar m.a. vitni um upphaf Baugsmálsins við aðalmeðferð málsins „Ég vissi að þeir voru að misnota fyrirtækið“ Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Jón Gerald Sullenberger og Jóhannes Jónsson fyrir framan dómsalinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ BAUGSMÁLIÐ EINAR Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, spurði Jón Gerald Sullenberger í gær hvort hann hefði verið í sambandi við Svein Ingiberg rannsóknarlögreglumann í fyrrakvöld. Jón Gerald svaraði því játandi. Þá spurði Einar Þór um efni samtalsins og kom m.a. fram í svari Jóns Geralds að Sveinn hefði minnt hann á að mæta í réttinn á tilsettum tíma. Aðspurður sagðist Einar Þór hafa spurt spurningarinnar til að varpa ljósi á samskipti Jóns Geralds við lögregluna og fengið svar við henni. „Þetta er ekkert sem ég vissi fyrirfram svar við, enda væri skrýtið ef svo væri,“ sagði Einar Þór í samtali við Morgunblaðið. Spurt um samband Jóns Geralds við lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.