Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvaða
fríðindi bjóða
bankarnir?
á morgun
Samantekt á fríðindum
og endurgreiðslum
banka og sparisjóða
til viðskiptavina sinna
ÁRNI Jónsson, fyrr-
verandi framkvæmda-
stjóri, lést á hjúkrun-
ardeild Hrafnistu í
Hafnarfirði 19. febrúar
sl., rétt tæplega 81 árs
að aldri.
Árni fæddist í
Reykjavík 21. febrúar
1925. Foreldrar hans
voru Sigurður Jón
Guðmundsson og Jór-
unn Guðrún Guðna-
dóttir.
Árni lauk stúdents-
prófi frá Verslunar-
skóla Íslands 1946.
Eftir það hélt hann til frekara náms
í viðskiptafræði í London. Á náms-
árum sínum í Bretlandi kynntist
hann eiginkonu sinni og fluttust
þau saman heim til Íslands haustið
1948. Þá tók hann við starfi fram-
kvæmdastjóra í Belgjagerðinni h/f,
við hlið föður síns, og gegndi því
starfi til ársins 1978. Eftir það
starfaði hann um stutt skeið hjá
Vélum h/f og síðar hjá Ofnasmiðju
Kópavogs.
Árni var alla tíð mikilvirkur fé-
lagsmálamaður. Á sínum yngri ár-
um tók hann virkan þátt í íþrótta-
starfi Ármanns og sýndi m.a.
fimleika á vegum félagsins. Hann
var um árabil í Lions-
klúbbi Reykjavíkur.
Árni gekk í Oddfell-
ow-stúkuna Ingólf um
miðja síðustu öld og
var síðan einn af stofn-
endum stúkunnar Þor-
kels Mána og starfaði
þar um áratugaskeið.
Hann var um langan
aldur einn af æðstu
embættismönnum
reglunnar hér á landi
og var sæmdur ýms-
um heiðursmerkjum
hennar.
Hann var einn af
stofnendum Styrktarfélags vangef-
inna og sat lengi í stjórn þess. Þá
var hann um skeið formaður Gigt-
arfélags Íslands og stóð meðal ann-
ars að stofnun vísindaráðs félags-
ins.
Um árabil var hann í stjórn Fé-
lags íslenskra iðnrekenda og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum á vegum
félagsins. Hann átti hlut að stofnun
Tryggingar h/f og sat í stjórn þess
og fleiri fyrirtækja.
Árni kvæntist 1947 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sólveigu Eggerz
Pétursdóttur, f. 29. maí 1925. Þau
eignuðust fjögur börn; Sigrúnu, El-
ínu, Helgu og Stefán Pétur.
Andlát
ÁRNI
JÓNSSON
HELGI Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, mælti fyrir því á Al-
þingi í gær að eftirfarandi málslið yrði
bætt við 21. gr. stjórnarskrárinnar.
„Samþykki Alþingis þarf að liggja
fyrir áður en heitið er þátttöku eða
stuðningi Íslands í stríði gegn öðru
ríki.“
Meðflutningsmenn Helga að frum-
varpinu, sem gerir ráð fyrir breyting-
unum, eru nítján aðrir þingmenn
Samfylkingarinnar. Ögmundur Jón-
asson, þingmaður Vinstri grænna, og
Hlynur Hallsson, varaþingmaður
Vinstri grænna, sem og Sigurjón
Þórðarson, þingmaður Frjálslynda
flokksins, tóku vel í frumvarpið.
Í greinargerð frumvarpsins segir
m.a. að höfundar stjórnarskrárinnar
hafi ekki sett í hana ákvæði um stuðn-
ing við eða aðild að stríðsrekstri.
„Hefur það trúlega þótt þarflaust fyr-
ir herlausa þjóð,“ segir í greinargerð-
inni. Því er bætt við að síðan þá hafi
Ísland gerst aðili að alþjóðastofnun-
um og undirgengist skuldbindingar í
þeim efnum. „Má þar nefna aðild að
Atlantshafsbandalaginu og Samein-
uðu þjóðunum auk herstöðvar-
samningsins við Bandaríkin. Þær
skuldbindingar hafa hlotið umfjöllun
og samþykki meiri hluta Alþingis.“
Í greinargerðinni segir ennfremur
að Ísland hafi, á undanförnum árum,
stutt eða komið að stríðsrekstri um-
fram þessar alþjóðlegu skuldbinding-
ar. „Aðgerðir í Kosovo 1999 og stuðn-
ingur við innrásina í Írak 2003 eru
dæmi um þetta. Um þessar aðgerðir
var ekki tekin ákvörðun á Alþingi, en
þó lá fyrir að ríkur þingmeirihluti
væri fyrir aðgerðunum í Kosovo.
Reyndist hann verulegur, enda full
samstaða innan Atlantshafsbanda-
lagsins og Evrópusambandsins um
aðgerðirnar, sem og hjá öllum sjö
ríkjunum sem landamæri eiga að
svæðinu. Engu af þessu er til að
dreifa um stuðning Íslands við innrás-
ina í Írak. Þær miklu og langvinnu
deilur sem orðið hafa um þá ákvörðun
og hvernig að henni var staðið eru
staðfesting þess að skýra þarf lög og
heimildir í þessum efnum.“
Í þeim tilgangi sé frumvarpið lagt
fram.
Málslið um þátttöku í stríði verði bætt í stjórnarskrá
Samþykki Alþingis
þurfi að liggja fyrir
Morgunblaðið/Golli
Alþingismennirnir Helgi Hjörvar
og Sigurður Kári Kristjánsson.
SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al-
þingis, bað Össur Skarphéðinsson,
þingmann Samfylkingarinnar, um að
gæta orða sinna í umræðum á Alþingi
í gær, er hann ræddi ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda um að styðja inn-
rásina í Írak í mars 2003.
Össur sagði þar m.a.: „Við Íslend-
ingar berum vegna þessarar lög-
lausu, siðlausu ákvörðunar tveggja
forystumanna íslensku þjóðarinnar,
okkar siðferðilegu ábyrgð á þeim
hörmungum sem innrásin hefur kall-
að yfir Írak […].“
Þegar þarna var komið sögu sló
Sólveig í þingbjölluna og sagði: „For-
seti biður háttvirtan þingmann um að
gæta orða sinna. Ef forseti heyrði
rétt þá talaði hann um löglausa og
siðlausa ákvörðun forystumanna rík-
isstjórnar.“
Össur svaraði hins vegar og sagði:
„Frú forseti, ég hef hér í ræðu minni,
sem hefur staðið núna á annan tug
mínútna, fært fyrir því sterk rök að
sú ákvörðun sem hinir tveir for-
ystumenn sem ég hef hér nefnt [Dav-
íð Oddsson, þáverandi forsætisráð-
herra og Halldór Ásgrímsson,
þáverandi utanríkisráðherra] tóku án
samráðs við Alþingi sé löglaus. Sú
skoðun mín hefur mörgum sinnum
verið kynnt hér á hinu háa Alþingi og
forsetar hafa aldrei sett ofan í við mig
fyrir það áður. Ég held að þetta sé í
fyrsta skipti sem hefur verið sett ofan
í við mig af forseta Alþingis – á fimm-
tán ára þingmennskutíð. Það liggur
alveg ljóst fyrir – og ég þarf ekki að
rifja það upp fyrir hæstvirtum for-
seta – að í lögum um þingsköp segir
fortakslaust að hafa beri samráð við
utanríkismálanefnd um meiri háttar
utanríkispólitískar ákvarðanir. Ég
hef aldrei á mínum þingferli staðið
andspænis nokkurri ákvörðun stjórn-
valda sem hægt er að segja að sé al-
varlegri eða dýpri heldur en þessi
ákvörðun. Það liggur alveg ljóst fyrir
að ekki var haft samráð við hæstvirta
utanríkismálanefnd. Það hefur mörg-
um sinnum komið fram hér í þessum
sölum. Það hefur verið rætt í utanrík-
ismálanefnd og við höfum farið og
skoðað fundargerðir utanríkismála-
nefndar. Það liggur alveg ljóst fyrir –
eftir þá rannsókn og því hefur ekki
verið mótmælt – að þetta var ekki
gert, og það er af þeim sökum sem ég
get ekki annað en komist að þeirri
niðurstöðu, hvað sem tilfinningum og
viðhorfum hæstvirts forseta líður, að
þetta var löglaus ákvörðun, ég tel
það. Ég tel að lög hafi verið brotin.“
Hann ítrekaði í lokin að ákvörðunin
hefði verið bæði löglaus og siðlaus.
Bað Össur um að gæta orða sinna
Sagði ákvörðun um
stuðning bæði lög-
lausa og siðlausa
TÖLUVERÐ barátta hefur staðið
yfir undanfarnar vikur um yfirráð-
in í fjölmiðlasamsteypunni Time
Warner. Bandaríski auðkýfingur-
inn Carl C. Icahn hefur reynt að
sannfæra hluthafa í fyrirtækinu um
að skipa nýja stjórn en þau áform
mættu hins vegar andstöðu stórra
hluthafa og hefur hann nú látið af
tilraunum sínum.
Icahn á um 3,3% hlutafjár í fyr-
irtækinu en er talinn vera einn af
ríkustu mönnum í New York.
Ólafur Jóhann Ólafsson er að-
stoðarforstjóri Time Warner og í
samtali við Morgunblaðið sagðist
hann vera ánægður með að lausn
hafi náðst enda hafi töluverð orka
farið í málið undanfarnar vikur af
hálfu stjórnar fyrirtækisins.
Icahn reyndi að sögn Ólafs að fá
tilnefndan nýjan forstjóra í fyrir-
tækið, mann að nafni Frank J.
Biondi Jr. Hann hlaut þó ekki náð
fyrir augum hluthafa fyrirtækisins.
Fyrir hálfum mánuði boðaði
Icahn svo til
fundar og lagði
fram 350 blað-
síðna skýrslu um
starfsemi Time
Warner og hvað
hann teldi mætti
betur fara. Að
sögn Ólafs virð-
ist sú gagnrýni
sem þar kom
fram hins vegar
hvorki hafa hlotið hljómgrunn með-
al fjölmiðla né hluthafa, en stærstu
hluthafar í fyrirtækinu eru fjárfest-
ingarsjóðir.
Samkomulag náðist
Icahn hafði frest til 19. febrúar
til að leggja fram tillögur að nýrri
stjórn í fyrirtækinu en hafði þegar
fresturinn rann út aðeins tillögur
að fimm nýjum stjórnarmönnum.
Alls sitja fjórtán í stjórn Time
Warner. Í kjölfarið hófust viðræð-
ur milli Icahns og stjórnar fyrir-
tækisins og náðist samkomulag um
lausn á málinu, sem fól í sér
ákveðnar áherslubreytingar á
kaupum fyrirtækisins á eigin hluta-
bréfum og áform um hagræðingu.
Á ársfundi Time Warner í maí
verða tveir nýir stjórnarmenn
kjörnir og segir Ólafur að það eigi
sér eðlilegar ástæður, annar
stjórnmaðurinn hafi verið hættur
og hinn hætti vegna aldurs. Í sam-
komulaginu við Icahn hafi falist að
borið verði undir hann og stóra
hluthafa í fyrirtækinu, hverjir nýir
stjórnarmenn verði. Álit Icahns
verður hins vegar ekki bindandi
varðandi ráðningu stjórnarmann-
anna.
Ólafur segir að tilraunir Icahns
til að fá hluthafa á sitt band og
sannfæra þá um að hann gæti rekið
fyrirtækið betur en núverandi
stjórnendur, hafi ekki gengið. „Það
er ánægjulegt að þetta er að baki
og sérstaklega að málinu skuli hafa
lyktað á þennan veg,“ sagði Ólafur.
Time Warner er stærsta fjöl-
miðlasamsteypa heims og veltir
rúmum fjörutíu milljörðum dollara.
Starfsmenn fyrirtækisins eru rúm-
lega 80.000 og markaðsvirði þess
um áttatíu milljarðar dollara.
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Mikil barátta stóð um yfirráðin í Time Warner
„Ánægjulegt að
þetta er að baki“
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
SAMTÖK um vestræna samvinnu
(SVS) og Varðberg, félag ungs
áhugafólks um vestræna sam-
vinnu, standa fyrir sameigin-
legum fundi þar sem Geir H.
Haarde, utanríkisráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins,
flytur erindi um utanríkismál Ís-
lands og horfur í alþjóðamálum.
Fundurinn verður haldinn í
dag, miðvikudaginn 22. febrúar kl.
17.15, í Skála á II. hæð Hótels
Sögu.
Allt áhugafólk um utanríkismál
og vestræna samvinnu er hvatt til
að mæta.
Erindi um utanríkismál