Morgunblaðið - 22.02.2006, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
„STJÓRNVÖLD skulu gera sér grein fyrir því að
við erum fjárfesting en ekki kostnaðarliður,“ sagði
Húni H. Hallsson sem sæti á í hagsmunasamtök-
um nemenda Háskólans á Akureyri.
Nemendur gengu út úr tíma í gærmorgun, söfn-
uðust saman á Borgum, Rannsóknahúsi Háskólans
á Akureyri og mótmæltu þar fjársvelti háskólans.
„Við mótmæltum því hvernig við upplifum
sparnaðinn,“ segir Steinþór Þorsteinsson sem sæti
á í hagsmunasamtökum háskólanema. Í ávarpi
Húna kom fram að aðeins vanti um 100 milljónir
króna á ári til að rekstur háskólans geti haldið í
horfinu, „og við viljum um leið minna á að með sölu
Símans komu í ríkissjóð 67 þúsund milljónir. Hvar
er gáfulegra að nota peningana?“
Húni sagði háskólann hafa burði til að vera ein af
fremstu menntastofnunum Evrópu, námið væri
metnaðarfullt og starfsfólk framúrskarandi. Mark-
mið hans væri að skila þekkingararði og stuðla að
jafnvægi í byggðum landsins. „Öllu þessu er nú
stefnt í voða,“ segir Húni og benti á að öflug sam-
staða hefði náðst meðal nemenda um að mótmæla
gerræðislegum sparnaðaraðgerðum sem stjórn-
endur hans stæðu frammi fyrir að fyrirskipan
stjórnvalda. „Við álítum að með þessum sparnað-
araðgerðum sé verið að sýna þessari ungu og
metnaðargjörnu stofnun lítilsvirðingu og dónaskap
sem ekki eigi heima í landi þar sem menntun á að
vera einn aðal burðarásinn.“
Steinþór segir að með samningi ríkis við Háskól-
ann á Akureyri frá árinu 2003 hafi fjöldi nemenda
við háskólann verið takmarkaður, „sem gerði hon-
um ókleift að stækka og þroskast eðlilega. Mér vit-
anlega hefur ekkert annað ríki sem við gjarnan
berum okkur saman við slíka stefnu, öll önnur ríki
stefna að því að fjölga háskólanemum, ekki tak-
marka aðgengi þeirra á háskólanámi,“ segir Stein-
þór.
Hann nefnir einnig að Háskólinn á Akureyri hafi
tekið á sig kostnaðarauka upp á 60 til 70 milljónir
króna þegar starfsemi var flutt yfir í Rannsókna-
húsið, Borgir. Hann sé til kominn vegna hærri
leigu sem ekki hafi verið leiðrétt. Aðrar stofnanir
sem fluttu í húsið hafi fengið auknar fjárheimildir í
samræmi við aukinn kostnað við leigu. „Menn velta
því fyrir sér hvort með fjársvelti ríkisháskólanna
sé verið að einkavæða háskólastigið um bakdyrn-
ar,“ segir Steinþór.
Húni bendir á að yfirstjórn skólans geti ekki
unnið undir þeim kringumstæðum að þurfa að
rétta við fjárhag skólans án þess að eiga möguleika
á að auka tekjur m.a. vegna fjöldatakmarkana sem
stjórnvöld hafi sett. „Við lýsum mikilli vanþóknun
á vinnubrögð menntamálaráðuneytis sem hafa ver-
ið mjög misvísandi,“ segir hann og bendir t.d. á að
aukið framboð náms hafi verið samþykkt án þess
að fjárveitingar vegna þess hafi fengist. „Þessar
mótmælaaðgerðir eru samstiga hjá öllum nem-
endum HA,“ segir hann og að með þeim vilji nemar
sýna yfirvöldum að ekki verði lengur við unað „og
við heimtum að málin komist í skynsamlegan far-
veg“. Málinu verður fylgt eftir, m.a. með fundum
með bæjarfulltrúum á Akureyri og þingmönnum
kjördæmisins. Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján
Þór Júlíusson, kvaðst taka heilshugar undir kröfur
háskólanema og nafni hans, Möller, alþingismaður,
nefndi í ávarpi á fundinum að til stórskammar væri
hvernig komið væri fram við háskólann varðandi
fjárveitingar til hans. Hann hefði frá því í byrjun
nóvember beðið um utandagskrárumræðu í
þinginu um málefni háskólans, en menntamála-
ráðherra ekki enn séð sér fært að svara. Vonaði
hann að nú í vikunni gæfist færi á að ræða um fjár-
veitingar til háskólans, sem væru af alltof skornum
skammti.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Mótmæla fjársvelti Húni H. Hallsson í hagsmunasamtökum nemenda við háskólann bendir stjórnvöldum á að nemar séu fjárfesting, ekki kostnaðarliður.
Um 100 milljónir vantar til að
rekstri verði haldið í horfinu
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Danska í Danmörku | Norræna
upplýsingaskrifstofan á Akureyri
mun í samstarfi við skóladeild
Akureyrarbæjar og Europahøjskol-
en á Kalø á Jótlandi standa fyrir
tveggja vikna námskeiði í dönsku
fyrir nemendur í 7., 8., 9. og 10.
bekk grunnskóla. Námskeiðið verð-
ur haldið á Europahøjskolen á Kalø
á Jótlandi dagana 6.–20. júní nk.
Kennt verður fyrir hádegi ellefu
morgna, fjórar kennslustundir dag-
lega. Eftir hádegi verður skipu-
lagður frítími. Farið verður í skóg-
arferðir, siglt á kanó og margt
fleira spennandi gert. Einnig verð-
ur farið í tvær ferðir á vegum skól-
ans um nágrennið. Flogið verður í
beinu flugi frá Akureyri til Kaup-
mannahafnar.
Flykkjast suður | Samtök Psor-
iasis- og exemsjúklinga – SPOEX,
krefjast þess að stjórn FSA gefi
skýr svör til húðsjúklinga á Norður-
landi um úrbætur og tímasetningu á
væntanlegri göngudeild fyrir
psoriasis- og exemsjúklinga. Í álykt-
un fundar félagsins sem haldinn var
á Akureyri á dögunum segir að óvið-
unandi sé að í stærsta byggðarlagi
landsbyggðarinnar séu engin úrræði
á vegum Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. „Ljóst er að á næstu vik-
um og mánuðum muni húðsjúklingar
neyðast til að flykkjast suður í með-
ferð á kostnað hins opinbera, af
þessum sökum,“ segir í ályktuninni.
Fyrirmyndarfélag | Aðalfundur
UMFA fer fram í kvöld, miðviku-
daginn 22. febrúar kl. 20 í kaffiteríu
Íþróttahallarinnar á Akureyri. Þar
verður félagið gert að fyrirmyndar-
félagi og þess minnst að 100 ár eru
liðin frá stofnun fyrsta ungmenna-
félagsins á Íslandi, Ungmennafélags
Akureyrar, UMFA, auk almennra
aðalfundarstarfa og veitingar viður-
kenninga.
Grafarvogur | Nemendum 9. bekkjar
Húsaskóla var boðið upp á lifandi
bókasafn í gær en þar eru bækurnar
fulltrúar hinna ýmsu hópa, oft minni-
hlutahópa sem hafa sætt fordómum
og eða hafa verið fórnarlömb mis-
réttis og félagslegrar útilokunar. Með
þessu var leitast við að brjóta niður
fordóma og eyða fáfræði, en Lifandi
bókasafn er liður í mannréttinda-
fræðslu Húsaskóla.
Að sögn Piu Viinikka, bókasafns-
og upplýsingafræðings við Húsa-
skóla, er skólinn fyrsti grunnskólinn
á Íslandi sem býður upp á lifandi
bókasafn, en hugmyndin er komin frá
Danmörku. Hún sagði að átta manns
hefðu komið í heimsókn í skólann og
hefði hver og einn átt hálftíma stund
með hópi fjögurra nemenda. Fulltrúi
múslima og femínista komu í skólann
ásamt því að þunglyndissjúklingur,
óvirkur alkóhólisti, blökkumaður,
samkynhneigður karl og kona, auk
einstaklings sem lent hafði í einelti
komu og svöruðu spurningum sem
hver hópur hafði undirbúið. Upplýs-
ingarnar og svörin yrðu svo nýtt í
verkefnavinnu þar sem niðurstöður
yrðu sýndar öðrum skólafélögum.
Morgunblaðið/Kristinn
Lifandi bókasafn í Húsaskóla
TÍU umsækjendur eru um embætti
prests í Hallgrímsprestakalli í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
sem auglýst var laust til umsóknar
nýlega. Umsóknarfrestur rann út
hinn 17. febrúar sl.
Umsækjendur eru: Sr. Bára Frið-
riksdóttir, sr. Birgir Ásgeirsson, sr.
Elínborg Gísladóttir, sr. Flosi Magn-
ússon, sr. Gunnlaugur Garðarsson,
sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sr.
Ólafur Jens Sigurðsson, sr. Pjetur
Þorsteinn Maack, sr. Sigurður Jóns-
son og Úrsúla Árnadóttir guðfræð-
ingur.
Embættið veitist frá 1. apríl nk.
Tíu umsækjendur um
Hallgrímsprestakall
Reykjavík | Þriggja ára áætlun um
rekstur, framkvæmdir og fjármál
Reykjavíkurborgar fyrir árin 2007–
2009 var samþykkt samhljóða frá
síðari umræðu á fundi Borgarstjórn-
ar Reykjavíkur í gærkvöld. Fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks og frjálslyndra
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna
gerðu skuldasöfnun Reykjavíkur-
borgar að umræðuefni og sögðu
skuldir borgarinnar nú allt í allt
komnar upp í 100 milljarða króna,
væri tillit tekið til skulda fyrirtækja
borgarinnar. Bentu þeir þar sérstak-
lega á Orkuveitu Reykjavíkur (OR),
en borgarfulltrúar meirihlutans
bentu hins vegar á að þar lægju enn-
fremur að baki gríðarlegar fjárfest-
ingar í orku- og veitumálum, sem
þegar væru farnar að skila miklum
arði bæði til OR og borgarinnar.
Þá voru lóðamál einnig til umræðu
og beindist langstærstur hluti ræðu-
tíma borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokks að því sem þeir kölluðu lóða-
klúður R-listans og lá þar hið nýlega
lóðaútboð á Úlfarsárdalssvæðinu
málflutningi þeirra til grundvallar.
„Venjulegt launafólk í borginni hefur
ekki efni á lóðum undir sérbýli,“
sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson m.a.
og bætti við að Reykjavíkurborg
byggi til launaskort í því skyni að ná
inn meiri peningum fyrir lóðir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
svaraði Vilhjálmi með því að nú væri
metframboð á lóðum í borginni og
betra væri að taka fé af lóðum til að
bæta rekstur borgarinnar og hækka
lægstu launin en að láta þær niður-
greiddar til verktaka sem hækkuðu
síðan eðlilega verðið til kaupenda.
Hér væri um að ræða eðlilega verð-
myndun á lóðum, þar sem markaður-
inn réði för. Sagði hún fyrri aðferðir
til lóðaúthlutunar, þar sem bæjar-
fulltrúar úthlutuðu lóðunum sam-
kvæmt óræðum reglum, úthlutunar-
aðferðir spillingar, en þær væru t.d.
enn við lýði í Kópavogi, þar sem ætt-
ingjar og vinir bæjarfulltrúa fengju
lóðir. Þetta væri ekki hægt í útboði.
Uppboð réttlátasta leiðin
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi D-lista, greip orð Steinunnar
á lofti og sagði R-listann hafa staðið
fyrir slíkum „úthlutunaraðferðum
spillingar“ frá 1994-2001, en Stein-
unn Valdís svaraði því að langflest
sveitarfélög væru einmitt að hverfa
frá slíkum aðferðum og þannig borg-
in líka.
Stefán Jón Hafstein vitnaði í
fréttaskýringu í Morgunblaðinu í
gær þar sem sagði að ekki væri hægt
að kenna lóðaskorti einum um hækk-
andi fasteignaverð og einnig að
meira væri af lóðum en áður. Sagði
hann vilja borgaryfirvalda hafa verið
skýran í útboðinu vegna Úlfarsár-
dalshverfisins, að einstaklingar
fengju tækifæri til að byggja. Því
væri mikilvægt að leita leiða til að
leiðrétta málin. Sagði hann einnig
uppákomu eins og þá að einn ein-
staklingur hefði boðið hæst í 39 af 40
lóðum ekkert segja um það hvort út-
boðsleiðin væri réttlát.
„Mér finnst skrýtið að þurfa að
rökræða það við fulltrúa markaðs-
hyggjuflokksins að fara markaðs-
leiðina,“ sagði Stefán m.a. og bætti
svo við að það væri að sjálfsögðu
þekkt leið sjálfstæðismanna að af-
henda völdum einstaklingum verð-
mæti í opinberri eigu á undirverði,
eins og hefði gerst með fiskveiði-
heimildir. „Þá verður sægreifastefna
Sjálfstæðisflokksins útfærð sem
lóðagreifastefna, komist hann til
valda.“
Stefán sagði ennfremur að ekki
væri skynsamlegt að greiða niður
sérstaklega lóðir og húsnæði fyrir
fólk á jaðarsvæðum Reykjavíkur
frekar en t.d. í Vesturbænum. Ekk-
ert réttlæti fælist í því.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarfulltrúi D-lista, sagði ekki
hægt að beita hagfræðirökum um
framboð og eftirspurn á lóðaverði,
enda stýrði borgin framboði á lóðum
og héldi því vísvitandi niðri. Því væri
verð á lóðum í engu samhengi við
raunveruleikann.
Í ræðu Dags B. Eggertssonar kom
ennfremur fram að hugmyndir um
byggð í Geldinganesi væru óraun-
hæfar þangað til Sundabraut yrði
lögð, annað yrði ávísun á umferðar-
hnút í Grafarvogi. Þessu svaraði
Gísli Marteinn Baldursson með því
að byggð í Úlfarsfelli og öðrum
eystri byggðum væri einnig íþyngj-
andi fyrir Ártúnsbrekkuna, sem væri
löngu hætt að valda þeirri umferð.
Sagði Dagur R-listann hafa á síð-
asta áratug innleitt aukið rekstrar-
aðhald og hagræðingu, fækkað
nefndum og sviðum um helming. Þá
mætti ekki gleyma því að gert væri
ráð fyrir 6.000 íbúðum á næstu 5 ár-
um.
Minna fór fyrir umræðum um
sjálfa fjárhagsáætlunina, en skipu-
lags- og lóðamál voru greinilega
ofarlega í huga borgarfulltrúa.
Þriggja ára fjárhagsáætlun borgarinnar samþykkt
Lóðamál í brennidepli
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is