Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 27

Morgunblaðið - 22.02.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 27 UMRÆÐAN TILGANGUR þessa greinarkorns er að vekja athygli á undarlegri gjaldtöku í Hvalfjarð- argöngum. Ég á oft er- indi í Borgarfjörðinn og nýti mér göngin – fyrst og fremst til að spara tíma. En, dýrt er drott- ins orðið. Þegar ég skipti um pallbíl og fékk mér bíl sem er 29 cm yfir 6 m viðmiðunarstærð Spalar v. gjaldtöku þrefaldast sú upphæð sem ég þarf að greiða fyrir hverja ferð. Í stað þess að greiða 1.000 kr. verð ég að greiða 3.000 kr., sem sagt 6.000 kr. fram og til baka! Samkvæmt gjaldskrá Spalar má lækka gjaldið um þriðjung, úr 3.000 kr. fyrir ferðina í 2.000 kr., með því að kaupa 40-ferða kort, sem sagt að borga 80.000 kr. fyrir 40 fimm mínútna ferðir í gegnum göngin. Til gamans má benda á að unnt er að fá fargjald aðra leiðina til Kaupmannahafnar og Lundúna fyrir liðlega 7.000 kr. Í gjaldskrá Spalar kemur fram að sama gjald, 1.000 kr. eða 390 kr., kaupi maður 40 ferða afsláttarkort, gildi fyrir bíla í gjaldflokki I, þ.e. bíla sem eru undir sex m að lengd. Dragi slíkir bílar tengitæki (t.d. hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn) er gjaldið hið sama ef heildarþyngd er undir 750 kg. Þetta eru athygl- isverðar upplýsingar að teknu tilliti til þess að pallbíll sem er 29 cm yfir 6 m viðmiðunarmarki er styttri en jeppi sem dregur hjólhýsi. Ég þekki eiganda japansks pallbíls sem fer oft í Dalasýslu með stóra kerru í eftirdragi, hlaðna búnaði. Þessi einstaklingur er með afsláttarlykil í göngin og greiðir 390 kr. fyrir hverja ferð miðað við gjaldflokk I. Þetta er ótrúlegur mismunur, jafn- vel þótt borið sé saman afslátt- argjaldið 390 kr. og 2.000 kr. miðað við 40 ferða gangnalykil. Pallbílar njóta sífellt aukinna vin- sælda á Íslandi sem fjölskyldu- og ferðabílar. Þeir eru til í ýmsum stærðum og mun sú tegund, sem ég keypti í vetur, flokkast undir ,,vöru- bíl“ skv. reglum um innflutnings- tolla. Þegar ég áttaði mig á því að gjaldið væri þrefalt hærra miðað við einstaka ferð í göngin en á fyrri pallbíl mínum, sem var rétt undir 6 m viðmiðunarmörkum, hafði ég samband við Spöl til þess að fá skýringar á ofangreindri okurgjald- töku að mínu áliti. Mér var m.a. bent á 6 m viðmiðið en einnig að bílar eins og minn kæmu til lands- ins á vörubílatolli sem væri lægri en tollurinn á fyrri pallbíl mínum, sem kemur Speli reyndar ekki við. Ég veit ekki til þess að Speli hafi verið falið að rukka viðbótartolla fyrir ríkissjóð. Meðfylgjandi töflur sýna gjald- skrá Spalar, gjaldflokkar I, II, III og vélhjól (sjá töflur): Lesendum heimasíðu Spalar er bent á hvar kaupa megi afslátt- arkort, en svo segir: „Ath.: Sama gjald er fyrir bíla í I. flokki dragi þeir tengitæki (t.d. hjólhýsi, felli- hýsi, tjaldvagn) eða eftirvagna sem ekki eru skráningarskyldir (heild- arþyngd undir 750 kg). Bílar sem draga skráningarskylda eftirvagna (heildarþyngd yfir 750 kg) færast upp í II. gjaldflokk.“ Skýringa óskað Auðvitað er rétt að einhver við- miðunarmörk séu til grundvallar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum en fyrr má nú rota en dauðrota. Ég óska svara forsvarsmanna Spalar á því hver sé munurinn á ferð pall- bíls, sem er 6,29 m á lengd (sem greinilega er ekki atvinnutæki) og jeppa með hjólhýsi í drætti, sem er allt frá 4,7 m (lítil hjólhýsi) upp í 6–7 m á lengd. Benda má á að þyngd lítilla hjólhýsa er um 1 tonn og stærri hjólhýsa 1,8 til 2 tonn. Pallbíll, sem er rétt undir 6 m markinu að lengd (150- og 250- gerðirnar), en dreg- ur hestakerru (sem eru mjög mismun- andi að stærð), er enn eitt dæmið ef viðmiðið fyrir gjald- tökuna er lengd bílsins. Kostar 1.000 kr. fyrir hann í göngin? Ég óska líka svara við því hvort innheimtar séu 3.000 kr. fyrir húsbíla sem eru margir yfir 6 m mörkum? Ýmislegt í gjaldskrá Spalar vekur athygli, en þó stendur upp úr verðstökkið milli gjaldflokka I og II (2.000 kr. í verðmun fyrir hverja ferð) og gjaldflokks III, þar sem munurinn er ,,aðeins“ 800 kr. ef bíllinn er lengri en 12 m. Hvað skýrir þetta ósamræmi? Mig langar Ellen Ingvadóttir fjallar um gjaldskrá Spalar í Hvalfjarð- argöngum ’Ýmislegt í gjaldskráSpalar vekur athygli, en þó stendur upp úr verð- stökkið milli gjaldflokka I og II …‘ Ellen Ingvadóttir Höfundur er pallbílseigandi. aðstæður er verðlagning ákveðin, t.d. fyrir pallbíl af 150-gerð, sem nær ekki 6 m, en er með 5–6 m hjól- hýsi í drætti? Að lokum þetta. Pall- bílaeigendum á Íslandi hef- ur fjölgað mikið. Hefur ekki komið til greina að munurinn milli fólks- bílagjalds og gjalds sem innheimt er fyrir frí- stundabíla, sé minni en 300%? Munurinn verður enn meiri ef útreikning- urinn miðast við afslátt- argjaldið, 390 kr., fyrir bíla sem eru styttri en 6 m, og bíla sem skríða yfir þá stærð, 2.000 kr. Svör óskast. líka að vita hvort tengitæki séu vigtuð hjá Speli, en hér er ekki átt við stóru flutningabílana heldur frí- stundabíla. Hvernig og við hvaða Okur í Hvalfjarðargöngum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.