Morgunblaðið - 22.02.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.02.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 29 MINNINGAR ✝ Anna MaríaHelgadóttir fæddist á Herríðar- hóli í Holtum í Ása- hreppi í Rangár- vallasýslu 25. október 1916. Hún lést á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund föstudaginn 10. febrúar síðast- liðinn. Hún var yngst af 6 börnum hjónanna Ingveldar Andrésdóttur og Helga Skúlasonar cand.phil og bónda á Herríðarhóli og síðar skrifstofumanns í Reykjavík. Systkini Önnu Maríu voru: Guðrún Sigríður, f. 16.6. 1900, d. 7.7. 1999, Elín Málfríður f. 24.6. 1904, d. 3.12. 1999, Andrea, f. 22.11. 1905, d. 20.9. 2000, Sig- ríður, f. 21.10. 1907, d. 16.4. 1997, Þorsteinn Benedikt, f. 2.5. 1911, d. 19.7. 1985. Áður átti Helgi dótt- urina Pálfríði, f. 14.1. 1893, d. 1.10. 1976. Anna María giftist 27.3. 1943 Konráði Gíslasyni, kaupmanni í Reykjavík, f. 26.12. 1904, d. 26.7. 1983, en hann stofnaði og rak sportvöruverslunina Hellas í ára- tugi. Foreldrar hans voru þau Ásta Guðmundsdóttir og Gísli Jónsson, kaupmaður og verslun- arstjóri. Anna og Konráð bjuggu allan sinn búskap á Hringbraut 118 í Reykjavík. Dætur þeirra eru: 1) Inga Dóra húsmóðir, f. 26.5. 1943, var gift Val Sigurðs- syni skrifstofumanni sem nú er látinn. Börn þeirra eru: a) Bryn- dís, dóttir hennar er Snædís Loga- dóttir, b) Ásta, gift Gottskálki Vil- helmssyni og eru synir þeirra tvíbur- arnir Valur Snær og Daníel Ingi, og c) Konráð Gísli Vals- son. 2) Ásta lækna- ritari, f. 1.9. 1944. Maður hennar er Steinn Valur Magn- ússon viðskipta- fræðingur. 3) Elín Sigríður, þýðandi og leiðsögumaður, f. 23.9. 1951, gift Gunnari Hjalta Guðmundssyni verkfræðingi. Börn þeirra eru Anna Kristín og Guðmundur Steinn. 4) Helga Soffía prestur, f. 23.2. 1960, var gift Toshiki Toma, presti nýbúa. Börn þeirra eru Ísak Toma og Anna María Toma. Þegar Anna María var 7 ára fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda húsmóðurinnar. Fjölskyldan festi fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur kaup á húsinu Grettisgötu 6a í Reykjavík og þar bjó fjölskyldan eftir það. Anna María stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands, en fór fljótlega út á vinnumarkaðinn og vann lengst af áður en hún gifti sig hjá fyrirtækinu Edinborg í Hafnarstræti í Reykjavík. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Konráði Gíslasyni. Vegna veikinda fluttist Anna María á elli- og hjúkrunarheimilið Grund árið 2002. Anna María verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Ég kynntist Önnu fyrir 35 árum. Samskipti okkar voru vinsamleg en varkár framan af. Hlýlegt viðmót Önnu gerði mér auðveldara að koma í heimsókn á heimili stúlkunnar sem ég var að eltast við. Eftir því sem kynni mín við stúlkuna styrktust kynntist ég um leið þessari ágætu konu. Ég hringdi oft í símanúmerið á Hringbrautinni. Alltaf svaraði kven- mannsrödd. Oftast þekkti ég rödd- ina. Raddir systranna þekkti ég, en gat ruglast ef það var Anna sem svaraði. Þá kom fyrir að hún hrekkti mig aðeins smástund og lét mig halda að það væri konan mín tilvon- andi. Stundum var ég fljótur að koma mér að efninu. Anna sleppti mér þó við að fara með sig í bíó. Ég vandaði mig mikið að umgang- ast tengdaforeldrana. Aðeins einu sinni man ég eftir að mér yrði á í messunni gagnvart Önnu. Hún sat stundum á kolli í eldhúsinu og reykti eina sígrettu og drakk kaffi úr kaffi- bolla með blárri rönd. Þessi kaffibolli hafði oft mikinn lit af kaffinu. Þetta var hennar bolli og hún hafði hann eins og hún vildi. Einhvern tíma þvoðum við hjónin upp og ég tók bollann og gerði hann alveg mjalla- hvítan. Ég var voðalega hrifinn af handverki mínu, en þegar Anna sá hvað ég hafði gert varð hún skrítin á svipinn. Henni líkaði ekki afskipta- semin. Ég skil þetta núna enda á ég svona tebolla sem ég vil ekki að aðrir snerti. En eins og í öllum samskipt- um við hana varð þetta að smá gríni þar sem hversdagslegir hlutir voru notaðir til að grínast og hlæja saman að. Anna átti það til að veita manni leiðsögn sem maður kærði sig ekki um svona eins og aðrir foreldrar gera. Það sneri nú oftast að klæðnaði og ferðabúningi eða öðrum hagnýt- um hlutum sem lýstu umhyggju frekar en ráðríki. Maður fann þenn- an sterka velvilja sem alltaf lá að baki leiðbeiningunum. Það sem einkenndi Önnu mest var þetta vinsamlega og glaðværa við- mót, sem gerði hana að svo hlýrri persónu. Þegar maður heimsótti hana var manni tekið af svo mikilli gleði og hlýju. Hluti af móttökunum var sú gestrisni sem einkennir eldri kynslóðina. Sá siður að taka vel á móti gestum eins og gert var í fá- sinninu til sveita. En hjá Önnu var þetta hluti af henni sjálfri. Það var einfaldlega gott að koma til hennar, gott að hitta hana. Gegnum árin tókst með okkur vin- átta. Í hvert skipti sem við hittumst áttum við smá spjall. Sjaldan langt. Þegar hún var ung hafði hún farið í hestaferðir og meðal annars sund- riðið stórár á Suðurlandi. Mér þótti mikið til þess koma enda enginn barnaleikur að ferðast yfir þessi vatnsföll. Eins hafði hún farið í nokkrar utanlandsferðir með Kon- ráði, meðal annars á ólympíuleika og heimssýningu. Það fór talsvert fyrir dönskum áhrifum á heimilinu. Anna las „dönsku blöðin“ af áfergju. Fjöl- skyldan tengdist Danmörku, því mágkona hennar, hún Adda í Dan- mörku bjó þar með sína fjölskyldu. Eins hafði hálfsystir hennar búið þar. Dönskukunnáttan kom sér stundum vel. Hún gat enn talað við dönsku við gangastúlkuna á Grund fáum vikum fyrir andlátið. Oft talaði hún um fólk sem hún hafði þekkt. Fæst af því þekkti ég, enda ættaður utan af landi, en hún var orðvör og talaði þannig um fólk að það stóð jafnrétt eftir. Það böl sem reyndi mest á Önnu var áfengisneysla annarra. Þeir erf- iðleikar voru að mestu að baki áður en við kynntumst og voru eitthvað sem við töluðum aldrei um. Hún bar erfiðleika sína í hljóði og stóð þá af sér. Anna gat verið býsna föst fyrir ef henni fannst það eiga við. Síðar, er líkamanum fór að hnigna, fékk Anna beinþynningu. Þar er erf- itt fyrir þann sem ekki hefur reynt að skynja þau óþægindi og sársauka sem því fylgir. Þá varð ég meðvit- aður um annan eiginleika tengda- mömmu. Aldrei að kvarta. Maður spurði stundum: „Finnurðu til í dag“. Svarið var alltaf nei. En ef maður spurði hvort hún væri þreytt þá komst maður nær því hvernig hún hafði það. Öll þessi skipti sem við spjölluðum renna saman í eitt. Samræðurnar eru ekki endilega minnisstæðar. Gamansemin særði aldrei neinn, ekki sögð til að höggva heldur gleðja, svona létt stundargrín sem byggðist á aðstæðum og atvikum daglegs lífs. Stundum fylgdi smá stríðni en aldrei neitt sem manni gat sárnað. Eftir stendur minning um tilfinningu eða hughrif. Anna lifði bæði góða tíma og komst í gegnum erfiðleika með já- kvæðu hugarfari og glaðværð sem var smitandi fyrir þá sem umgeng- ust hana. Það er sú minning sem ég vil eiga um Önnu. Gunnar H. Guðmundsson. Ég hef alltaf haft gott samband við ömmu mína, hana Önnu Maríu Helgadóttur. Við gátum oft rætt mál sem eru ekki allra. Hún passaði okk- ur systkinin þegar við vorum lítil, sagði okkur sögur og kenndi okkur vísur. Seinna lærði ég ýmsa aðra merkilega hluti af henni. Auðvitað lærði ég staðreyndir um skyldmenni, lífs eða liðin (og sögu skyldmenna sem voru látin áður en hún fæddist) ég lærði um Jónas Hallgrímsson og Einar Ben og ég lærði að drekka kaffi svart. En það eru aðrir hlutir sem höfðu meiri áhrif á mig. Ég man einn dag þegar við systk- inin vorum nýbúin að ljúka prófum í skólanum og okkur hafði báðum gengið býsna vel. Það spyrst út og amma hringir heim til að minna mig og Önnu systur mína á að þakka Guði fyrir þessa velgengni. Í fyrstu fannst mér þetta hálf undarlegt en vissulega hugulsamt. Ég hugsaði um þetta fram og til baka. Með tíð og tíma er ég farinn að skilja þetta bet- ur og betur. Ekki þannig að ég geti útskýrt það fyrir hverjum sem er en það situr djúpt í mér. Yfirleitt fór ekki mikið fyrir trúarlegum um- ræðum eða predikunum þegar ég talaði við ömmu. En í gegnum ömmu hef ég lært að skilja hvað trú er og um hvað trúin raunverulega snýst. Ég ber það ekki með mér að vera neinn öfga trúmaður og allavega frá því ég man eftir mér hefur amma ekki endilega gert það heldur. En það er þetta með að skilja trúna, ekki endilega að skilja Biblíuna eða sögu kirkjunnar, heldur að skilja trúna og finna fyrir henni. Amma hafði alltaf jákvæða sýn á tilveruna. Fólk stillir oft jákvæðni upp á móti raunsæi en amma var bæði jákvæð og raunsæ. Það tengist því að þakka fyrir það sem maður hefur, hvað sem það nú er. Það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég spilaði undir söng þar sem amma mín og mamma voru í árlegri upp- rifjun á Gilsbakkaþulu. Þegar ein mundi ekki meira botnaði hin og þannig komust þær í gegnum þessa langloku. Þegar ég hugsa um ömmu sé ég hana ekki fyrir mér öðruvísi en brosandi eða syngjandi. Ég bið fyrir henni og veit að hún hefur nú sam- einast systrum sínum 4, „Steina bróður“ sem ég er skírður í höfuðið á og Konráði afa. Guðmundur Steinn Gunnarsson. ANNA MARÍA HELGADÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, RÚNAR KRISTINN JÓNSSON, Dvergaborgum 10, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Elsa Ólsen, Pálmi E. Pálmason, Guðný Kristín Rúnarsdóttir, Tryggvi Kristinn Rúnarsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, sonur, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HAFSTEINN JÓSEFSSON, Hátúni 12, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 6. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður E. Hafsteinsdóttir. Elskuleg systir okkar og frænka, JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Langholti í Flóa, síðast til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 18. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sumarstarf KFUM og K í Vatnaskógi og Vindáshlíð. Ólöf Þorsteinsdóttir, Ólafur Þorsteinsson og frændsystkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR J. GÍSLASON bifreiðastjóri, Ásvegi 16, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut að morgni sunnudagsins 19. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Bogi Þórðarson, Sigurlaug Einarsdóttir, Erna Einarsdóttir, Bergþór Einarsson, Einar Örn Einarsson, Hulda Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær konan mín og móðir okkar, ÞORBJÖRG SVEINBJARNARDÓTTIR, Huppahlíð, Miðfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudag- inn 19. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helgi Björnsson, Ólöf Guðrún Helgadóttir, Björn Helgason, Jóhanna Hólmfríður Helgadóttir, Elínbjörg Helgadóttir, Hjalti Sigursveinn Helgason. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TÓMASÍNA ELÍN OLSEN, Hraunbæ 103, lést á líknardeild Landakotsspítala að morgni mánudagsins 20. febrúar. Hreinn Aðalsteinsson, Hildur Halldórsdóttir, Edda Aðalsteinsdóttir, Atli Aðalsteinsson, Lilja Hanna Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.